Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
✝ Sigrún GerðaGísladóttir
fæddist 20. nóvem-
ber 1943 í Reykja-
vík. Hún lést 22. maí
2018 á hjúkrunar-
heimilinu Bergi í
Bolungarvík.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Gísli
Þorleifsson múrara-
meistari, f. 23. októ-
ber 1907, d. 23. apr-
íl 1954, og Brynhildur Pálsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 1. janúar
1901, d. 20. apríl 1992. Systkini
Sigrúnar eru Páll Leifur múr-
arameistari, f. 18. september
1936, og Jónína Helga píanóleik-
ari, f. 3. júlí 1941, d. 31. ágúst
2009.
Hinn 7. október 1971 giftist
Sigrún Gerða Einari Oddi Krist-
jánssyni, alþingismanni og fram-
kvæmdastjóra, f. 26. desember
1942, d. 14. júlí 2007. Foreldrar
hans voru hjónin Kristján Eben-
ezersson skipstjóri, f. 18. október
1897, d. 30. mars 1947, og María
Jóhannsdóttir, stöðvarstjóri
Pósts og síma á Flateyri, f. 25.
ar og lærði gjörgæsluhjúkrun og
þaðan til London og lærði hjarta-
hjúkrun. Hún lauk meistaranámi
í heilbrigðisstjórnun frá háskól-
anum í Leeds árið 1995.
Sigrún Gerða var aðstoðar-
deildarstjóri á hjartadeild Land-
spítalans 1968-1971, hjúkrunar-
fræðingur við heilsugæslustöð-
ina á Flateyri 1972-1980 og var
heilbrigðisfulltrúi V-Ísafjarðar-
sýslu um árabil. Árið 1998 tók
Sigrún við stöðu hjúkrunarfor-
stjóra við heilsugæsluna í Bol-
ungarvík og sinnti því starfi í
áratug.
Sigrún Gerða var virkur sjálf-
boðaliði Rauða krossins á Vest-
fjörðum um ártugaskeið. Hún
hélt námskeið í skyndihjálp á
Vestfjörðum en einnig var hún
fararstjóri í fjölmörgum ferðum
á vegum eldri borgara.
Sigrún Gerða tók virkan þátt í
félagslífi á Flateyri og sinnti
æskulýðsmálum af krafti. Hún
var formaður leikfélags Flat-
eyrar 1979-2011 og lék í mörgum
leikritum sem leikfélagið setti
upp. Sigrún Gerða var í stjórn
Íþróttafélags Grettis á Flateyri
og formaður Tónlistarskólans á
Flateyri um árabil og stóð reglu-
lega fyrir tónleikahaldi á Flat-
eyri.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Ísafjarðarkirkju í dag, 2. júní
2018, klukkan 11.
maí 1907, d. 5.
desember 2003.
Sigrún Gerða og
Einar Oddur stofn-
uðu heimili á Sól-
bakka við Flateyri.
Börn þeirra eru: 1)
Brynhildur mennta-
skólakennari, f. 1.
janúar 1973, maki
Illugi Gunnarsson
hagfræðingur, f. 26.
ágúst 1967, dóttir
þeirra er Guðrún Ína, f. 29. mars
2012. 2) Kristján Torfi útgerð-
armaður, f. 21. júní 1977, maki
Dagný Arnalds tónlistarkennari,
f. 5. maí 1976, börn þeirra eru
Einar Arnalds, f. 12. desember
2004, María, f. 7. janúar 2010, og
Jóhann Oddur, f. 6. október
2013. 3) Teitur Björn lögfræð-
ingur, f. 1. apríl 1980, maki Mar-
grét Gísladóttir framkvæmda-
stjóri, f. 19. júlí 1986, sonur
þeirra er Gísli Torfi, f. 28. júlí
2017.
Sigrún Gerða ólst upp á Greni-
mel 5 í Reykjavík. Hún útskrif-
aðist frá Hjúkrunarskóla Íslands
árið 1965. Þá hélt hún til Svíþjóð-
Leiðir okkar Sigrúnar Gerðu
Gísladóttur, sem við kveðjum
hinstu kveðju í dag, lágu saman í
tæplega hálfa öld, eða frá því að
þau rugluðu saman reytum sínum,
Einar Oddur bróðir minn og hún.
Reykjavíkurdaman og hjúkr-
unarfræðingurinn Sigrún Gerða
virtist ekki víla fyrir sér að setjast
að í litlu sjávarþorpi vestur á
fjörðum. Fyrst leigðu þau Einar
Oddur lítið steinhús á Sólbakka.
Síðan keyptu þau húsið og stækk-
uðu, því hvergi vildi Sigrún búa
annars staðar. Þar ræktuðu þau
stóra garðinn sinn. Einar sá um
trén og Sigrún um beð og blóm.
Og úr hinum græna lundi í Sól-
bakka uxu úr grasi ættarlaukarn-
ir, þrjú elskuleg börn. Ræktunar-
störfin á Sólbakka voru reyndar af
ýmsum toga því mannrækt var
þar líka stunduð og nutu þeirra
leiðsagnar ungmenni sem dvöldu
við leiki og störf sumar eftir sum-
ar og tengdust fjölskyldunni
sterkum böndum. Veturinn 1976-
1977 var ég erlendis við nám. Á
meðan fóstruðu þau hjónin 6 ára
dóttur mína og fyrir það á ég þeim
Sólbakkahjónum miklar þakkir
skildar. Ótal gleðistundir hef ég
átt með Sigrúnu og fjölskyldunni
á Sólbakka og ætíð verður gott að
ylja sér við minningarnar ljúfu frá
samveru á jólum og áramótum í
áratugi, undurfögrum sumar-
kvöldum á Sólbakka í góðra vina
hópi og ótal mörgu öðru.
Sigrún var virkari en flestir.
Hún synti, renndi sér á skíðum,
reið út á hestum sínum, gekk um
fjöll og firnindi, spilaði brids, sótti
tónleika og aðrar menningarsam-
komur, skálaði og hélt ræður,
tíndi ber í fötu, renndi fyrir silung,
stofnaði tónlistarskóla, lék á sviði
og í kvikmyndum, rótaðist í mold-
inni, skipulagði og fór með eldri
borgurum í ferðir um landið.
Svona var athafnagleði Sigrúnar
mikil og er þó aðeins minnst á brot
af því sem hún fékkst við fyrir ut-
an hjúkrun og heimilisstörf. Ötul-
ast barðist hún fyrir framfaramál-
um er varða lýðheilsu í breiðum
skilningi orðsins. Íþróttafélagið
Grettir á Flateyri naut lengi
krafta Sigrúnar og hið sama má
segja um Leikfélag Flateyrar.
Eftir framhaldsnám starfaði hún
sem hjúkrunarfræðingur í Bol-
ungarvík og þá átti verkefnið
„Heilsubærinn Bolungarvík“ hug
hennar allan.
Sigrún var á ýmsan hátt sér-
stök kona, einörð og fylgin sér,
ósérhlífin þegar verkefni voru
henni að skapi, hjálpsöm þegar til
hennar var leitað, trúföst, orð-
heldin og vönduð manneskja. Hún
gerði þær kröfur til sín og annarra
að ætíð skyldi unnið af kappi að
knýjandi framfaramálum og
þannig kom hún mörgu góðu til
leiðar. Rétt eins og eigin börn
voru börn systkina Sigrúnar
henni afar kær og áttu þau
frænku sinni áreiðanlega margt
að þakka.
Við reiðarslagið mikla þegar
Einar Oddur féll frá á sumardeg-
inum sólbjarta 2007 missti Sigrún
ekki aðeins eiginmann sinn heldur
varð fljótlega breyting á heilsu
hennar. Löng og ströng baráttan
var á köflum afar erfið. Nú hefur
Sigrún fengið hvíld frá löngu
stríði.
Ég þakka mágkonu minni fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Elsku Brynhildi, Kristjáni
Torfa, Teiti Birni og fjölskyldum
og öðrum ástvinum Sigrúnar
votta ég innilegustu samúð.
Jóhanna G. Kristjánsdóttir.
Systkini af aldamótakynslóð-
inni ákváðu að yfirgefa heimaslóð-
ir í Heiðardal í Mýrdal og freista
gæfunnar í höfuðborginni, meðal
þeirra var Brynhildur móðir Sig-
rúnar Gerðu og Ólafur faðir minn.
Systkinin höfðu búið við gott at-
læti í Heiðardalnum og voru kost-
um búin. Þau leituðu sér mennt-
unar, komust vel af í lífinu og flest
urðu langlíf.
Systkinin stofnuðu heimili og
við frændsystkinin urðum 18.
Samheldni var á milli heimilanna
og meðal okkar krakkanna mynd-
aðist leiksystkina- og síðar hlýtt
vinasamband. Sigrún Gerða var
yngst í hópi systkinabarnanna
sem áttu heima í Reykjavík. Litla
sposka stúlkan með rauðu krull-
urnar skemmti okkur hinum með
frásögnum af skrítnum hlutum
með skondnu tungutaki sem við
ýttum undir.
En hún var ekki bara skemmti-
leg, hún var góðum gáfum gædd
og gerðist vel menntaður hjúkr-
unarfræðingur sem átti eftir að
sinna annasömum störfum bæði á
Flateyri og í Bolungarvík. Auk
þess rak Sigrún stórt og gest-
kvæmt heimili á Flateyri með
framkvæmda- og alþingismannin-
um Einari Oddi Kristjánssyni.
Sigrún mátti ganga í gegnum
mikla lífsreynslu þegar hún missti
mann sinn skyndilega og smátt og
smátt fór heilsu hennar að hraka.
Ólýsanleg var baráttan við verki
sem gerðu Sigrúnu erfiðar allar
hreyfingar. Fyrir nokkrum árum
féll mér í skaut að fylgja frænku
minni til Boston þar sem hún leit-
aði sér læknishjálpar. Þrátt fyrir
litla heilsubót nutum við frænk-
urnar þarna daganna. Við höfðum
mikið að spjalla eftir langan land-
fræðilegan aðskilnað, hún búsett á
Vestfjörðum og ég í Reykjavík, og
við spiluðum fram á nótt. Eldmóð-
urinn var til staðar þrátt fyrir að
hún gæti sig varla hrært vegna
sjúkdóms síns en hún beitti öllum
kröftum til að bjarga sér af eigin
rammleik.
Frá því hún veiktist var hún
staðráðin í því að endurheimta
heilsuna og sú ákvörðun stóð fram
til þess síðasta. Fyrir nokkrum
vikum heimsóttum við Steinunn
dóttir mín Sigrúnu á hjúkrunar-
heimilið í Bolungarvík, þar sem
hún bjó síðustu misserin. Þá kom
viljastyrkur hennar mér aftur á
óvart. Ekki var við annað komandi
en að fara í bíltúr og út að borða.
Leiðin lá á Flateyri þar sem á vegi
hennar urðu gamlir og góðir vinir
sem buðu í kaffi. Sigrún var vin-
mörg eftir hálfrar aldar búsetu á
Flateyri og farsælt hjúkrunar-
starf á svæðinu. Þrátt fyrir rok og
rigningu held ég að Sigrún hafi
notið þessa dags rétt eins og við
mæðgur, en sannarlega fór hún
fremur fram af vilja en mætti.
Minningin um þennan dag er dýr-
mæt.
Síðustu árin voru frænku minni
ekki blíð. Þvert á eigin áætlanir
þvarr henni sífellt heilsa. Að end-
ingu mátti hún gefa upp hetjulega
baráttu og sofnaði hún sátt í faðmi
barnanna sinna þriggja að kvöldi
22. maí.
Ég þakka kærri frænku sam-
fylgdina. Blessuð sé minning Sig-
rúnar Gerðu Gísladóttur.
Helga Ólafsdóttir.
Bognar aldrei, – brotnar í
bylnum stóra seinast.
Þessar ljóðlínur Stephans G.
Stephanssonar koma mér í hug
við andlát minnar elsku frænku
Sigrúnar Gerðu.
Við Sigrún vorum systradætur
og var heimili fjölskyldunnar á
Grenimel 5 í Reykjavík. Eftir að
faðir minn lést var Grenimelurinn
mitt annað heimili þar sem
mamma þurfti að vinna fulla vinnu
við hjúkrun. Hún er greypt í huga
minn minningin um fjöruga og
glettna litla telpu sem var yngst
þriggja systkina. Hún var einstak-
lega skemmtilegt barn og mikill
gleðigjafi.
Sigrún valdi hjúkrun að ævi-
starfi og kom ekki á óvart, því í
fjölskyldunni eru ljósmæður,
margir hjúkrunarfræðingar og
læknar. Ég veit að hún var vinsæl
í starfi. Sjúklingar mátu hana
mikils fyrir alúð og glaðlegt við-
mót sem og samstarfsfólk.
Þegar Sigrún giftist honum
Einari sínum og flutti til Flateyr-
ar varð vík milli vina. Hún lét aldr-
ei hjá líða að koma í heimsókn
þegar hún átti erindi til borgar-
innar. Mömmu minni og nöfnu
Sigrúnar þótti undurvænt um
hana sem og systkini hennar. Ég
veit að sú væntumþykja var gagn-
kvæm. Sigrún bar hag stéttar
sinnar mikið fyrir brjósti og barð-
ist alltaf fyrir betri kjörum hjúkr-
unarfræðinga. Hún var mikill tón-
listarunnandi og sótti marga
tónleika þegar hún kom í bæinn,
enda var tónlist í hávegum höfð á
hennar æskuheimili. Systir henn-
ar Jónina var afbragðspíanóleik-
ari og var á æskuheimili Sigrúnar
mikið sungið og spilað þegar fólk
kom saman á Grenimel 5.
Þegar sjúkdómar tóku að herja
á bar hún sig alltaf vel. Aldrei
kvartaði hún og lét ekki sjúkdóm-
inn aftra sér frá að sækja ýmsa
menningarviðburði þegar hún
kom til borgarinnar. Að lokum
höfðu veikindin betur. Ég mun
sakna hennar mikið en varðveita
minninguna um hana. Góð og mik-
ilhæf kona er gengin. Að lokum
sendi ég börnum hennar, ömmu-
börnum og öllum ættingjum sam-
úðarkveðju. Minningin um góða
og mikilhæfa konu lifir.
Vertu sæl, elsku frænka, og
takk fyrir allt. Við hittumst í Sum-
arlandinu.
Sigurlaug Straumland.
Ég var á námskeiði á Núpi.
Voru þar sögumenn alls staðar að
úr heiminum að nema snilld þess
að segja sögu. Ekki vorum við
lengi búin að spreyta okkur á
þessu skemmtilega námskeiði
þegar hún Sigrún frænka mín
birtist þar til að spyrja mig hvort
ég kæmi ekki við á Flateyri að
námskeiði loknu. Auðvitað hafði
það ekki hvarflað að mér að yf-
irgefa Vestfirði án þess að koma
við á Sólbakka hjá Sigrúnu. Ég
dvaldi hjá henni í 3 daga í það
skipti og eins og í öll skiptin áður
var það ekki leiðinlegt. Húsmóð-
irin á Sólbakka var þá önnum kaf-
in við að undirbúa stórveislu. Því
að tveim vikum seinna ætlaði hún
að halda upp á að 40 ár voru liðin
frá því að hún og Einar Oddur
höfðu flutt nýgift til Flateyrar.
Einar Oddur hafði dáið þrem ár-
um áður en hún ætlaði ekki að láta
það hindra sig í að bjóða sínum
bestu vinum og ættingjum til
veislu til að minnast stærstu ham-
ingjudaga lífs síns. Fyrsta morg-
uninn sem ég fékk að njóta þess í
hornstofunni að drekka morgun-
kaffi með húsfreyjunni, sagði hún
mér að von væri á vinkonu sinni úr
þorpinu til að kenna henni að elda
plokkfisk. „Hún er matreiðslu-
Sigrún Gerða
Gísladóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
KARLS ÁSMUNDAR HÓLM
ÞORLÁKSSONAR
húsasmíðameistara,
Túngötu 2, Grenivík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grenilundi, Grenivík, fyrir góða umönnun.
Hildigunnur Eyfjörð Jónsdóttir
Fanney Sólborg Ásmundsd.
Elísa Jóna Ásmundsdóttir Grétar Jón Pálmason
Kristinn Hólm Ásmundsson Erna Rún Friðfinnsdóttir
Kristján Þór Ásmundsson Hanna Björg Margrétardóttir
Andrés Þór Ásmundsson
Guðrún Þórlaug Ásmundsd. Hlynur Aðalsteinsson
Jónína Guðrún Gunnarsd. Trausti Hólmar Gunnarsson
afa- og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN HRUND KJARTANSDÓTTIR,
Stafholti 5, Akureyri,
lést miðvikudaginn 23. maí á
dvalarheimilinu Lögmannshlíð-Árgerði.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur Bjarnason
Bjarney Guðmundsdóttir Óli Reynir Ingimarsson
Kjartan G. Guðmundsson Guðfinna Ásgrímsdóttir
Gunnar H. Guðmundsson Kristbjörg Þ. Gunnarsdóttir
Haukur Guðmundsson
ömmu- og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS EGILSON,
fyrrv. flugumferðarstjóra og bónda,
Grund 2, Eyjafjarðarsveit.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækningadeildar Sjúkrahússins
á Akureyri fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Auður Birna Egilson
Þorsteinn Egilson
Bryndís Egilson Stefán Sch. Árnason
Kjartan Steinarr Egilson
Snæfríð Egilson Ivan Falck-Petersen
Agla Egilson Jónas Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, bróðir og tengdasonur,
JÓHANN RUNÓLFSSON,
Prestastíg 11,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
18. maí. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Guð blessi ykkur.
Bergþóra S. Þorsteinsdóttir
Þorsteinn K. Jóhannsson Anna G. Guðjónsdóttir
Matthías M. Þorsteinsson Úlfur H. Þorsteinsson
Erla Baldursdóttir Júlía Baldursdóttir
Guðlaug K. Runólfsdóttir Hólmfríður Jakobsdóttir
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
LÁRUS FJELDSTED,
Bláskógum, Sólheimum, Grímsnesi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 29. maí.
Útförin fer fram frá Sólheimakirkju,
Sólheimum, Grímsnesi, miðvikudaginn 6.
júní klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Styrktarsjóð Sólheima, kennitala
620586-1299, reikn. nr. 0152-26-5531.
Andrés Fjeldsted Eva María Fjeldsted
Skúli Th. Fjeldsted Guðrún B. Þórsdóttir
og systkinabörn