Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 39
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
snillingur þessi vinkona mín og
býr til þann besta plokkfisk sem
völ er á á öllum Vestfjarðakjálk-
anum, ég ætla að hafa hennar
plokkfisk sem aðalrétt í veisl-
unni.“ Og vinkonan kom og var
fjör í eldhúsinu á Sólbakka, því
vinkonan var ekki bara snillingur í
plokkfiskeldun heldur reyndist
hún líka óhemju skemmtileg. Um
kvöldið þegar við Sigrún sátum
saman í hornstofunni með kaffi-
bolla sýndi hún mér hornið á stof-
unni sem hafði sópast burtu í snjó-
flóðinu mikla mörgum árum fyrr.
Hún sýndi mér heimildarmynd
sem Flateyringar höfðu látið gera
rétt eftir snjóflóðið. Sú mynd
snart mig djúpt. Hún sýndi meðal
annars fólkið sem var saman kom-
ið í kirkjunni við útför hinna
mörgu sem farist höfðu í snjóflóð-
inu. Andlitin voru næstum eins og
steinrunnin í sorginni. Í myndinni
hélt fyrrverandi forseti Íslands
Vigdís Finnbogadóttir ræðu. Hún
var þarna eins og móðir sem
huggar börn sín. Hún sagði meðal
annars: „Munið það, Flateyring-
ar, þið eruð ekki ein – öll íslenska
þjóðin stendur með ykkur, og
mun standa með ykkur.“ Við litum
hvor á aðra frænkurnar, vorum
báðar farnar að hágráta yfir upp-
rifjun þessa sorgartíma. „Og hef-
ur íslenska þjóðin staðið með ykk-
ur?“ spurði ég. „Ég veit það ekki,“
sagði húsmóðirin á Sólbakka.
„Okkur Flateyringum fannst við
ekki finna mikla samúð hjá ís-
lensku þjóðinni. Þegar einn höfð-
ingi innfæddur í plássinu seldi
kvótann frá okkur og eftir var autt
fiskverkunarhús og atvinna tekin
frá fólkinu. Við tókum það öll
mjög nærri okkur.“ Svo brosti
hún frænka mín í gegnum tárin og
sagði: „En nú höldum við veislu
með plokkfisk í aðalrétt og þér er
boðið, Gunna mín.“ Og hvílík
veisla var það sem haldin var
skömmu seinna. Ég vona að
veislugleði þín verði ennþá á fullu
hjá ykkur Einari þegar ég hitti
ykkur á himnum.
Guðrún Ásmundsdóttir.
Þá er fallin frá síðust þriggja
stoða barnæsku minnar. Sigrún
var mér mikið meira en móður-
systir. Hún var stoð og stytta alla
mína tíð, allt frá því ég var lítil
stelpa sem lék sér á Sólbakka.
Hún huggaði mig ef ég saknaði
mömmu og hjúkraði mér þegar ég
meiddi mig, bað með mér bænirn-
ar, leyfði mér að koma upp í til sín
á morgnana og sofnaði svo í miðri
sögu. Ég var eins og heima hjá
mér í stóra húsinu innan um stóru
fjöllin og stóru frændurna sem
stríddu mér með margföldunar-
töflunni. Það var okkar sameigin-
lega sorg þegar bróðir minn, Gísli
Rúnar, féll skyndilega frá árið
2003, en þá var sem hún hefði
misst einn sona sinna og einn sinn
besta trúnaðarvin. Þær systurnar
áttu nefnilega börnin sín saman.
Þá tók hún á móti mér, beinustu
leið upp í bát sem hélt með okkur
yfir á Hornstrandir og við geng-
um stórum skrefum saman og
komumst í gegnum sorgina.
Síðar varð hún okkur pabba
stoð og stytta í umönnun mömmu
og stökk oftsinnis til með krafti og
bjargaði hlutunum. Sigrún var
ónísk á orku sína, ástúð og kær-
leika. Hún elskaði og tengdi vel
við börn og leik þeirra. Hún var
einstaklega natin þegar kom að
því að verja stundum með barna-
börnum sínum – mín börn fengu
líka að vera hennar barnabörn –
jafnvel þótt hreyfingarnar væru
orðnar erfiðar.
Sigrún gerði sitt besta fyrir
samfélagið. Hún var ófeimin og
talaði við fólk af einlægni, sem hún
þekkti ekki mínútunni áður, og
kenndi mér þannig að vera
óhrædd að vera ég sjálf og leyfa
rödd minni að heyrast. Enda gat
hún öskrað af hliðarlínunni þegar
tekið var þátt í spretthlaupum á
Flateyri, svo það var eins og
glymdi í íþróttaleikvanginum.
Hún var líka mjög upptekin af því
að vinna mann í alls konar spilum
og fagnaði innilega þegar henni
tókst það. Hún var óhrædd við að
láta aðra púla á heimilinu sínu á
Sólbakka, í garðinum, við að skúra
gólfin eða við uppvaskið og var
lunkin við að finna starfskrafta á
öllum aldri til þess konar verka.
Vinkonur Sigrúnar voru henni
hjartfólgnar rétt eins og þær
væru hennar eigin systur og hún
hélt tryggð við þær alla ævi. Svala
Jónsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir
og Hulda Karlsdóttir og fleiri; allt
sterkar konur og miklar mann-
eskjur sem ég veit að voru henni
mjög svo kærar.
Sigrún var margbrotinn og stór
persónuleiki. Síðustu ár voru Sig-
rúnu þrautarganga og hún kunni
hvorki við sig í hlutverki sjúklings
né fór það hlutverk henni vel. Ég
fagna því innilega að hún hafi nú
fengið hvíldina en græt um leið að
hún skuli ekki hafa fengið að upp-
lifa efri árin sem gönguhetja,
öskrandi hvatningarorð á hliðar-
línunni yfir barnabörnum sínum
að spreyta sig. Hún var stolt og
ætlaði sér alltaf að eiga betri dag á
morgun en í gær. Það er því dap-
urlegt til þess að hugsa að dag-
arnir urðu ekki fleiri og með betri
heilsu.
Guðrún Inga Torfadóttir.
Enn er höggvið stórt skarð í
samhenta hópinn ,,hollið okkar“
sem hóf nám í Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1962. Rauðhærða lífsglaða
baráttukonan, sannkallaður kven-
skörungur Sigrún Gerða Gísla-
dóttir hefur kvatt.
Sigrún var einstök kona og öll-
um ógleymanleg sem kynntust
henni. Hún hreif fólk með sér,
jafnt börn sem fullorðna bæði í
leik og starfi. Sigrún giftist at-
hafnamanninum og síðar alþingis-
manninum Einari Oddi Kristjáns-
syni og áttu þau heimili á
Sólbakka í Önundarfirði. Vest-
firðir tóku Sigrúnu opnum örmum
og það var gagnkvæmt. Hvergi
undi hún sér betur og starfskraft-
ar hennar fóru til heimabyggðar.
Fallega gestrisna heimilið á Sól-
bakka var á köflum eins og félags-
heimili. Þar var Sigrún í essinu
sínu.
Ung fór hún til Noregs og sér-
hæfði sig í heilsuverndarhjúkrun.
Mörgum árum síðar vílaði Sigrún
ekki fyrir sér að fara í háskólanám
til Bretlands í lýðheilsufræði. Þar
varð samnemanda Sigrúnar frá
Suður-Afríku að orði: Hvernig
getur svona kát og lífsglöð kona
komið frá svona köldu landi? Allt
sem viðkom lýðheilsufræði var
Sigrúnu hjartans mál og var hún
ein af brautryðjendum á því sviði
hér á landi.
Það gat hent Sigrúnu í hita
leiks og ákafra umræðna að leift-
urhraði hugans varð þess valdandi
að henni varð fótaskortur á tung-
unni. Þá urðu til hin skemmtileg-
ustu orðatiltæki sem heldur betur
kitluðu hláturtaugarnar. Fyrir
okkur sem til þekktu urðu þetta
hinar dýrmætustu perlur. Þung
áföll í lífi Sigrúnar og fjölskyldu
tóku sinn toll. Snjóflóðið á Flat-
eyri, ótímabær missir eiginmanns
og nákominna ættingja. Líkam-
legt þrek lét á sjá en andlegur
styrkur og sterkur lífsvilji var
ætíð til staðar. Síðasta árið dvaldi
Sigrún á hjúkrunarheimilinu
Bergi í Bolungavík í góðri umönn-
un sem hún var sátt og þakklát
fyrir.
Nú er komið að leiðarlokum.
Við ,,hollsysturnar“ sendum nán-
ustu fjölskyldu einlægar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Sigrúnar.
Arndís Finnsson.
Vinkona okkar Sigrún Gerða
Gísladóttir hjúkrunarfræðingur
kvaddi þennan heim 22. maí síð-
astliðinn, eftir löng og erfið veik-
indi á hjúkrunarheimilinu Bergi á
Bolungarvík, en þar starfaði hún
til fjölda ára.
Á Grenimel 5 í Reykjavík ólst
Sigrún upp ásamt systkinum sín-
um Páli múrarameistara og Jón-
ínu píanóleikara sem nú er látin.
Húsmóðirin, frú Brynhildur
hjúkrunarkona, sem þá var ekkja
eftir Gísla Þorleifsson múrara-
meistara, stjórnaði heimilinu af
reisn og ljúfmennsku. Þangað var
gott að koma,vel tekið á móti öll-
um og í minningunni er Greni-
melurinn ævintýra- og fjölskyldu-
hús. Hlustað var á tónlist, lesin
ljóð og heimsmálin rædd. Þetta
var sannkallað menningarheimili.
Við áttum margar ánægjulegar
samverustundir þarna vinkonurn-
ar. Þarna urðu draumar okkar um
framtíðina til.
Dag einn var mikil spenna í
stofunni á Grenimelnum; von var
á ungum pilti frá Flateyri og eftir
langa bið eftir vélinni frá Ísafirði
birtist brosmildur og bjartur ung-
ur maður og þar með voru örlög
Sigrúnar og Einars Odds ráðin.
Á Flateyri við Önundarfjörð, á
Sólbakka, hófu ungu hjónin bú-
skap. Þau eignuðust þrjú mann-
vænleg börn, Brynhildi, Kristján
Torfa og Teit Björn, og eru barna-
börnin nú orðin fimm. Sigrún
Gerða gerðist þátttakandi og
stjórnandi í flestu er laut að
umönnun og listum á Flateyri og
varð Sólbakki fljótt að miklu
menningarheimili. Þangað komu
listamenn bæði innlendir og er-
lendir er nutu gestrisni þeirra
hjóna. Sigrún Gerða var dugleg og
drífandi, lét ekkert stöðva sig ef
svo bar undir. Hún bætti við
menntun sína og fór í framhalds-
nám til Svíþjóðar, Noregs og Eng-
lands.
Fyrir þremur árum, þá orðin
mjög veik, vissi hvað tíminn var
dýrmætur, bað hún Nínu að koma
með sér til Noregs í heimsókn til
vina sinna og nutu þær ferðarinn-
ar. Einnig fór hún sárlasin á alla
viðburði sem hún komst á. Eitt
það síðasta sem við gerðum sam-
an vinkonurnar var að fara saman
í Hörpu og sjá Don Giovanni, það
var yndisleg kvöldstund. Eftir að
Einar Oddur lést breyttist margt
hjá vinkonu okkar. Heilsunni
hrakaði ört og var mjög sárt að
horfa upp á þessa bjartsýnu dugn-
aðarkonu missa smátt og smátt
tökin. Nú hafa þau hjón Sigrún
Gerða og Einar Oddur sameinast
á ný og við vinkonurnar biðjum
þeim Guðs blessunar og vottum
fjölskyldunni allri samúð.
Sofðu, mín Sigrún,
og sofðu nú rótt
Guð faðir gefi
góða þér nótt.
Blessuð sé minning elskulegrar
vinkonu.
Jónína Herborg Jónsdóttir
(Nína) og Matthildur
Þórarinsdóttir (Mattý).
Ég mun aldrei gleyma því þeg-
ar ég hitti Sigrúnu í fyrsta skiptið.
Það var árið 1993, ég var sjö ára
gömul og stödd í sumarfríi með
foreldrum mínum og bróður í Ön-
undarfirði. Ég hafði verið að leika
mér og varð fyrir því óhappi að
slasa mig. Ég þurfti einhverja að-
hlynningu og foreldrar mínir fóru
með mig á heilsugæsluna á Flat-
eyri, þar sem við biðum í gráu her-
bergi eftir hjúkrunarfræðingnum
á vakt. Eftir nokkra stund opn-
uðust dyrnar og inn þeyttist Sig-
rún og lýsti samstundis upp her-
bergið með rauða hárinu og sinni
glöðu nærveru. Eins og svo oft í
lífinu varð þetta óhapp óvænt að
mikilli blessun í lífi mínu.
Hún bauð okkur í mat heim á
Sólbakka næsta kvöld og líkt og
svo margir sem urðu þeirrar gæfu
aðnjótandi að koma inn á heimili
þeirra Einars Odds var ég yfir
mig hrifin af lífinu á Sólbakka. Af
þeirri einlægni, sem einungis sjö
ára börn búa yfir, spurði ég hvort
ég mætti ekki koma aftur næsta
sumar í vist á Sólbakka. Sigrún
hafði gaman af þessari framfærni
og það var samþykkt og ég réði
mig sem kaupakonu á Sólbakka.
Ég gegndi því starfi í nokkrar vik-
ur á hverju ári þangað til ég var
þrettán ára gömul.
Sumrin á Sólbakka eru björt í
minningunni og ævintýrin voru á
hverju strái. Ég aðstoðaði við
húsverk, þó að símavarsla á heim-
ili stjórnmálamannsins hafi lík-
lega verið umfangsmesta verk-
efnið. Hvert svo sem verkefnið
var, þá var mikið hlegið og leikið
því Sigrún hafði einstakan hæfi-
leika til að ná til barna og það var
gott að vera barn í kringum hana.
Þegar ég hugsa til Sigrúnar
sem fullorðin kona, þá átta ég mig
á því að ásamt því að kenna mér
til húsverka var hún líka að kenna
mér mikilvægan lærdóm. Þegar
ég fékk fréttirnar af fráfalli henn-
ar kom upp í huga mér predikun
biskupsins Michaels Currys í
konunglega brúðkaupinu á Eng-
landi helgina áður. Inntak predik-
unarinnar var hve ástin er kraft-
mikil. Sé hún beisluð á réttan hátt
hefur hún máttinn til að breyta lífi
fólks.
Ég veit að ég er ein af mörgum
sem geta sagt að Sigrún hafi
breytt lífi sínu til hins betra, með
þeirri gæsku, væntumþykju og
hlýju sem hún sýndi í minn garð.
Hún kenndi mér mikilvægi þess
að vera nærgætin, örlát, gestris-
in, njóta og skemmta sér og ég
mun svo sannarlega reyna að lifa
lífinu eftir þeirri námskrá.
Seinasta sumar fór ég til Ísa-
fjarðar til að hitta Sigrúnu. Það
voru miklir fagnaðarfundir og
hún vildi endilega bjóða mér í há-
degismat í Einarshúsi. Á leiðinni
þangað sagði hún við mig: „Sigga,
nú skulum við sko njóta lífsins.“
Og það gerðum við svo sann-
arlega. Skáluðum í hvítvíni og
ræddum um lífið og ástina. Að
lokinni þessari samverustund
okkar kvöddumst við og sögðum
hvor annarri hve vænt okkur
þætti hvorri um aðra.
Og nú er það okkar, að lifa líf-
inu í hennar anda og lýsa upp til-
veruna á sama hátt fyrir aðra og
hún gerði fyrir okkur.
Takk fyrir allt.
Þín kaupakona,
Sigríður Torfadóttir Tulinius.
Fleiri minningargreinar
um Sigrúnu Gerðu Gísladótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Egilssaga 1809, Bréf til Láru,
fyrsta útg. tölusett, árituð,
Árbækur Espolins 1. útg.
1-12, Kvæði Eggerts Ólafs-
sonar, 1832, Tröllatunguætt
1-4, Bergsætt 1-3, Taktu
bensín elskan (Þór Eldon,
Sjón) Einnig 400 ljóðabækur,
seljast saman á kr. 60 þús.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
VAÐNES - sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón í
síma 896-1864 og á facebook síðu
okkar vaðnes-lóðir til sölu.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Bolur - Tunica
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Bolir kr. 5.800
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið !
Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari
tekur að sér allar gerðir hand-
bókbands.
Upplýsingar í síma 8992121 eða
eggert@steinegg.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is