Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir hlutu í gær Stefaníustjakann þegar
hann var afhentur í 26. sinn við hátíðlega athöfn í
Tjarnarbíói. Stefaníustjakanum fylgir styrkur úr
Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur leik-
konu og hlutu styrkþegar 850 þús. kr. hvort um sig.
Minningarsjóður frú Stefaníu Guðmundsdóttur
var stofnaður árið 1938 af hjónunum Önnu Borg og
Poul Reumert til að efla íslenska leiklist og heiðra
um leið minningu Stefaníu Guðmundsdóttur, móð-
ur Önnu Borg. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta
sinn 1970 og síðan hafa alls 50 listamenn hlotið
styrk. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum er
styrkurinn í senn viðurkenning á góðum árangri
styrkþega og ferðastyrkur.
Víkka sjóndeildarhringinn
„Þessi viðurkenning hefur mikla og jákvæða
þýðingu fyrir mig, enda vegleg viðurkenning. Þessi
styrkur hefur verið veittur í áratugi og það er því
mikill heiður að hljóta hann,“ segir Stefán Karl og
rifjar upp að þetta sé önnur viðurkenningin sem
hann hlýtur á leiklistarferli sínum, en fyrir nokkr-
um árum hlaut hann styrk úr sjóði Thorbjørns Eg-
ners.
Að sögn Stefáns Karls munu þau Steinunn Ólína
nýta styrkinn til að skoða leikhús erlendis. „Fyrsta
ferðin verður farin í júlí, en þá er ætlunin að sjá Ian
McKellen í hlutverki Lés konungs í London,“ segir
Stefán Karl og tekur fram að þau Steinunn Ólína
hafi verið dugleg að skoða leikhús erlendis á um-
liðnum árum og nefnir í því samhengi Theater-
treffen í Berlín.
„Ég er mjög upp með mér að fá þessa viður-
kenningu og er staðráðin í því að nýta þetta bæði til
þess að sjá gott leikhús og víkka sjóndeildarhring-
inn,“ segir Steinunn Ólína og bendir á að stór hluti
af starfi leikara sé að fara í leikhús og sjá aðra leik-
ara vinna, skoða uppsetningar leikstjóra og fylgj-
ast með öðrum listgreinum. „Við höfum undanfarin
ár verið dugleg að skoða leikhús í Bretlandi, en mig
langar til að skoða leikhús víðar, sérstaklega í
Austur-Evrópu “ segir Steinunn Ólína og nefnir í
því samhengi Rússland og Eystrasaltslöndin. Svo
skemmtilega vill til að þetta er í þriðja sinn sem
leikarapar hlýtur Stefaníustjakann, en 2005 hlutu
Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson
stjakann og Unnur Ösp Stefánsdóttir 2012 og
Björn Thors 2016. „Það gildir í þessu fagi eins og
mörgum að líkur sækir líkan heim.“
Best að gleyma sjálfum sér
Steinunn Ólína sneri eftir áralangt hlé aftur á
leiksviðið í uppfærslu Þjóðleikhússins á Efa á
liðnum vetri. Spurð hvort leikhúsgestir fái að njóta
hæfileika hennar á næsta leikári svarar hún því ját-
andi. „Ég er byrjuð að æfa gamanleikrit með Ólaf-
íu Hrönn sem nefnist Fly Me to the Moon, eftir
Marie Jones,“ segir Steinunn Ólína, en Jones skrif-
aði einnig Með fulla vasa af grjóti sem Stefán Karl
og Hilmir Snær Guðnason sýndu við miklar vin-
sældir hérlendis, síðast í haust.
„Þetta er afskaplega skemmtilegt leikrit um
tvær konur sem vinna í heimahlynningu. Einn
vinnudaginn lenda þær í mjög óvæntum kringum-
stæðum, sem verður til þess að þær sjá sér leik á
borði að auðgast svolítið með ófyrirséðum og
skelfilegum afleiðingum þar sem þær bókstaflega
taka verstu mögulegu ákvörðun í hverju skrefi,“
segir Steinunn Ólína, en leikritið, sem er frá 2012,
verður frumsýnt í Kassanum í haust í leikstjórn
höfundar.
„Marie Jones var sjálf upphaflega leikkona og
það finnst í uppbyggingu verksins, enda er það
þaulhugsað og því höfum við óvenjugóða leiðarvísa
í verkinu sjálfu. Það er ótrúlega gefandi og gaman
að fá að vinna með Marie og ekki síður Lollu, sem
er einhver dýrðlegasta gamanleikkona sem landið
á. Við eigum eftir að skemmta okkur vel við þetta
og þá vonandi áhorfendum í kjölfarið,“ segir Stein-
unn Ólína og tekur fram að einn helsti kostur
leikarastarfsins sé að fá að kynnast ólíkum hlut-
verkum.
„Besti kosturinn við þetta starf er að geta
gleymt sjálfum sér, vegna þess að maður er sjálfur
svo þrautleiðinlegur,“ segir Steinunn Ólína og neit-
ar því að vandasamt sé að flakka milli ólíkra leik-
stíla, fara úr dramatík yfir í grín og öfugt. „Hvert
hlutverk er bara spennandi viðureignar og annað
hvort tekst manni upp eða ekki.“
Morgunblaðið/Valli
Sæmd Steinunn Ólína tók við Stefaníustjakanum fyrir hönd þeirra Stefáns Karls Stefánssonar.
„Mikill heiður“
Stefán Karl og Steinunn Ólína fá Stefaníustjakann sem veittur var í 26. sinn
Silkivegurinn er yfirskrift tónleika í
Norðurljósum Hörpu annað kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 19. Þar koma
fram tveir kínverskir tónlistarhópar;
strengjahópurinn Northern Lights
og þjóðlagasveitin Jasmin Flower
Ensemble sem leikur á upprunaleg
hljóðfæri. Flutt verður tónlist frá
ýmsum tímabilum og sérstakir gestir
á tónleikunum eru sönghópurinn
Fjárlaganefnd. Aðgangur er ókeypis.
Fyrir tveimur árum voru haldnir
svipaðir tónleikar í tilefni 45 ára
stjórnmálasambands Íslands og Kína
og þá komust á tengsl milli Banda-
lags íslenskra listamanna og samtaka
listamanna í Kína sem hafa styrkst
síðan. Viðburðurinn er skipulagður í
sameiningu af samtökunum og sendi-
ráðum landanna tveggja og markar
upphaf að frekari samvinnu í framtíð-
inni. Í gær skrifuðu fulltrúar frá Kína
og fulltrúar BÍL undir sameiginlega
viljayfirlýsingu um menningar-
samstarf. „Í því felst m.a. að styrkja
tengsl á milli bandalaganna og sam-
starf á sem víðtækastan hátt, m.a.
með því að kynna list landanna og
greiða götu listamanna til samstarfs
og þátttöku í listviðburðum og hátíð-
um beggja landa,“ eins og segir í til-
kynningu frá BÍL.
Tónleikar og aukið
samstarf við Kína
Gestir Sönghópurinn Fjárlaganefnd er sérstakur gestur á tónleikunum.
ICQC 2018-20
Tónskáldin Daníel Bjarnason og
Hugi Guðmundsson eru tilnefnd
fyrir Íslands hönd til Tónlistar-
verðlauna Norðurlandaráðs 2018,
báðir fyrir óperur. Daníel fyrir
Brothers, sem sýnd er á Listahátíð í
Reykjavík 9. júní. Í umsögn dóm-
nefndar segir: „Tónlist Daníels
hentar forminu frábærlega þar sem
hann leikur sér með samspil ein-
stakra radda, hljómsveitar og kórs
og skapar sannfærandi heim með
sinni sérstöku tónlistarrödd. Tón-
list hans tekst að miðla andrúms-
lofti og krafti sögunnar með fjöl-
mörgum blæbrigðum og tækni úr
heimi óperunnar.“
Hugi er tilnefndur fyrir Hamlet
in Absentia, sem hann hlaut Ís-
lensku tónlistarverðlaunin árið
2017 fyrir. Í umsögn er kammer-
óperunni lýst sem hrífandi og fullri
af andstæðum. „Hugi sameinar
greinilega skilgreint form og hið
óhefðbundna í fylgistefum og söng-
lesi, aríum og kór í vægast sagt
frumlegri tónlist sinni. […] Léttri
og óformlegri útsetningu óper-
unnar tekst að hrífa áheyrendur og
halda þeim föngnum frá upphafi til
enda.“
Á vefnum norden.org má sjá nöfn
allra þeirra sem tilnefnd eru í ár og
fyrir hvaða verk. Verðlaunin sjálf
verða afhent á Norðurlandaráðs-
þingi í Osló 30. október og hlýtur
vinningshafi 350 þúsund danskar
krónur að launum.
Tónskáld
tilnefnd
Daníel
Bjarnason
Hugi
Guðmundsson