Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  135. tölublað  106. árgangur  SÚRDEIGS- BAKARAR Í PRAG BÍÓTÓNAR Í ÖLDUSELS- LAUG HLAUT STYRK TIL NÁMS Í BERKLEE FLJÓTANDI UPPLIFUN 26 ÆTLAR Á TOPPINN 4LANDKYNNING 12  Hjörleifur B. Kvaran hæstaréttar- lögmaður segir til álita koma að fara fram á endurupptöku á skattamáli skjólstæðings síns sem Hæstiréttur dæmdi til að greiða skatta vegna vinnu í Máritaníu 2006 til 2010. Hjör- leifur segir að íslensk yfirvöld hafi ekki sinnt lögbundinni rannsóknar- skyldu í málinu en maðurinn starf- aði á fjögurra ára tímabili á skipi sem var gert út frá Máritaníu. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að maðurinn dvaldi þessi ár að jafnaði 240 til 260 daga á ári utan Íslands og hafi ekki átt heimili hér á landi. „Maðurinn flutti lögheimilið frá Ís- landi og tilkynnti það í Máritaníu. Síðan ákveður skattrannsóknar- stjóri árið 2012 að taka málið til skoðunar. Skatt- rannsóknarstjóri skorar á hann sýna vottorð um búsetu í Márit- aníu, sem hann gerir. Þá segir skattrannsókn- arstjóri að ekki sé hægt að taka mark á þessum vottorðum. Ísland sé enda ekki í stjórnmálasambandi við Máritaníu. Þar byrjar vitleysan,“ segir Hjörleifur. »6 Útilokar ekki endurupptöku á skattamáli Hjörleifur B. Kvaran Sólin er hátt á lofti við Svartahaf og mikill hug- ur í leikmönnum íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu sem þangað komu á laugardagskvöldið, í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli. Fyrsta æf- ing liðsins var í gær, þar sem menn skoluðu af sér ferðarykið í sjóðheitu Svartahafslogninu. Bæjarbúum í Kabardinka, litlum sumarleyfis- bæ við ströndina, var boðið að fylgjast með og fjölmenntu. Ungir sem aldnir horfðu spenntir á Bjarnason og Alfreð Finnbogason. Ekkert al- varlegt er þó að þeim tveimur og báðir verða tilbúnir í slaginn gegn Argentínu á laugardag- inn. Þjálfarar liðsins segjast mjög bjartsýnir á að Aron verði einnig leikfær. Lokaundirbún- ingur hefst af fullum krafti á æfingu fyrir há- degi í dag. „sína menn“ en Kabardinka er bækistöð Íslend- inga meðan á þátttöku liðsins á HM stendur. Margir glöddust mikið þegar leikmenn, þar á meðal Aron Einar Gunnarsson fyrirliði, rituðu nafn sitt á bolta, treyjur og fleira sem fólk henti til þeirra úr stúkunni. Æfingin var í létt- ari kantinum en þrír leikmenn tóku þó varla nokkurn þátt; téður Aron, sem hefur glímt við meiðsli í töluverðan tíma, og þeir Birkir Ævintýrið hafið við Svartahaf Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gríptu! Aron Einar Gunnarsson hendir bolta aftur til stuðningsmanns í stúkunni eftir að hafa áritað boltann í smábænum Kabardinka við Svartahaf. M5 dagar í fyrsta leik Íslands á HM »10, Íþróttir  Ferðarykið skolað í sjóðheitu Svartahafslogninu  Karlalandsliðið æfði í fyrsta skipti í Rússlandi í gær  Bæjarbúar í Kabardinka fylgdust með æfingunni Hafísbreiðuna utan við Hornstrandir rekur nú í norðurátt samkvæmt nýj- ustu gervihnattarmyndum. Þegar ís- inn var næst landi var hann 2,5 sjó- mílur frá Horni, en nokkur skip, óvarin fyrir ís, gátu í gær enn siglt suður fyrir ísbreiðuna og fyrir Horn. „Vonandi sleppur þetta til. Fólk hafði áhyggjur af því að hafísinn færi inn Húnaflóann. Það eru sterkir strandstraumar þarna og þegar ísinn er kominn ákveðið langt inn, þá grípa straumarnir hann og draga hann inn flóann. Sennilega gerist það ekki núna,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og hafíssérfræðingur, við Morgunblaðið. Líklegt er að borgarísjaki, sem rekið hefur inn Húnaflóa, fari lengra inn í flóann, strandi og brotni niður. Jakinn er u.þ.b. 10 m yfir yfirborði hafsins, um 170 m á lengd og um 150 m á breidd. Borgarísjakar stranda hér á landi u.þ.b. árlega. „Borgarísjakinn er væntanlega á leið þarna inn. Hann ristir dýpra og þá hafa straumarnir meiri áhrif á hann en vindarnir,“ segir Ingibjörg og nefnir að ísjakinn sé sérstakur að því leyti að hann sé flatur að ofan. Það bendi til þess að hann hafi brotn- að úr þykkri íshellu á Norður- Grænlandi. Hafís Borgarísjakinn, litaður sem rauður þríhyrningur, færist nær. Ísbreið- an á leið í norður  Borgarísjaka rek- ur nú inn Húnaflóa Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Gissur Pétursson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir kjararáð eiga að ljúka þeim málum sem enn eru á borði ráðsins áður en það verður lagt niður. Kjaramál ríkis- forstjóra heyra undir ráðið og segir Gissur að síðasta launahækkun ríkis- forstjóra hafi verið fyrir þremur ár- um. Hann bendir á að fjölmörg önnur mál séu einnig ókláruð á borði kjara- ráðs. „Ég veit að það bíða tugir erinda hjá ráðinu sem eru kannski jafnvel eins og hálfs árs gömul. Það er alveg með ólíkindum hvernig þetta stjórn- vald hagar sér,“ segir Gissur í samtali við Morgunblaðið. Önnur umræða um lög um niðurfellingu kjararáðs er á dagskrá Alþingis í dag. Gissur segir framhaldið óskýrt og að ekki sé vitað nákvæmlega hvernig verklag verður á óafgreiddum málum kjararáðs. „Það er ætlunin að þetta verði ákvörðunarefni kjara- og mann- auðssýslu ríkisins en allt það verklag er alveg óklárað.“ »2 Ríkisforstjórar reiðir kjararáði  Síðasta launahækkun ríkisforstjóra var fyrir þremur árum Morgunblaðið/Hari Alþingi Önnur umræða um niður- fellingu kjararáðs fer fram í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.