Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Við erum ekki ein um þennan vanda,“ segir Elfa Björk Ellerts- dóttir, upplýsingafulltrúi velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar, í svari til Morgunblaðsins vegna fyrirspurnar um heimaþjónustu og -hjúkrun í sumar, en fyrirséð er að draga þurfi úr þjónustunni. Hún bendir í því samhengi á frétt frá Noregi sem birtist á vef norska ríkisútvarpsins 31. maí sl., en þar kemur fram að skortur sé á hjúkr- unarfræðingum og sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í öldrunar- þjónustu. Mannekla vaxandi vandamál Í fyrra vantaði þar 4.000 hjúkr- unarfræðinga og hafi sú tala nú hækkað upp í 5.900, en það er hækkun um 47% á milli ára. Ástand- ið sé slæmt og fari mjög hratt versnandi. Um langtímavanda sé að ræða sem ekki verði leystur nema með því að stjórnvöld þarlendis bregðist við. Mikill skortur sé einnig á fé- lagsliðum hérlendis en þeir starfa við heimaþjónustu. Aðspurð segir Elfa Björk ekkert til sem heitir ófaglærður félagsliði, en starfsmað- ur í félagslegri heimaþjónustu geti farið á félagsliðanámskeið hjá stétt- arfélagi, eða hafa lokið því í tengslum við sambærileg störf. Aðspurð hverjar Elfa Björk telji helstu ástæður vandans hérlendis vera segir hún: „Fáar umsóknir eru að berast okkur um þessar stöður og það er helsta ástæða þess að illa gengur að manna þær. Ástæðu manneklunnar má að miklu leyti rekja til góðs atvinnuástands og mikillar samkeppni á markaði um hæfa umsækjendur.“ Ástandið nú sé svipað og í fyrra en reiknað er með að álagið verði aukið í sumar vegna meiri sumar- lokana á Landspítalanum í ár, sér- staklega á hjartagáttinni, en lokanir þar valda auknu álagi á heimaþjón- ustuna. „Velferðarsvið hefur verið með mikið átak síðustu mánuði til að auglýsa störfin og vekja athygli á þeim. Áfram verður reynt að manna stöður, en eins og staðan er í dag er fyrirsjáanlegt að draga verði úr þjónustunni. Verkefnum er for- gangsraðað eftir mikilvægi, þ.e. þeir ganga fyrir sem mest þurfa á þjón- ustunni að halda.“ Morgunblaðið/Ómar Hjúkrun Illa gengur að manna stöður þeirra sem sinna eiga þjónustunni. Draga þarf úr heimaþjón- ustu í sumar  Álag vegna sumarlokana Landspítala og skortur á starfsfólki segir til sín „Þetta vekur athygli og viðbrögð hjá fólki,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 757-300 farþegaþotu sem nýverið bættist í flota félagsins. Þotan hefur verið máluð í fánalit- unum í tengslum við 100 ára full- veldi Íslands og þátttöku karla- landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Guðjón segir að vélar sem málaðar hafa verið síðustu ár hafi dregið að fjölda ljósmyndara auk mikillar umfjöllunar á sam- félagsmiðlum. „Við höfum t.d. áður sett vél hjá okkur í norðurljósalitina og það vakti mikla athygli. Það voru margir ljósmyndarar sem komu og tóku myndir af vélinni. Þá voru mjög margir að tala um þetta á hin- um ýmsu samfélagsmiðlum,“ segir Guðjón og bætir við að vélin muni flytja stuðningsmenn Íslands til Rússlands. Ráðgert var að leikmenn Íslands færu með vélinni til Rússlands en ekki tókst að klára málningarvinn- una í tæka tíð. „Við ákváðum að drífa okkur ekki of mikið með að mála vélina. Þess í stað fóru strák- arnir með sömu vél og þeir fóru á EM í Frakklandi,“ segir Guðjón. aronthordur@mbl.is Ljósmynd/airliners.net Farþegaþotan Nýjasta viðbót Icelandair er nýkomin úr málun á Englandi. Boeing-þota í fánalitunum Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta gekk smurt fyrir sig enda var mjög góður andi í viðræðun- um,“ segir Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokks og verðandi formaður bæjarráðs í Kópavogi, um samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um myndun nýs meirihluta í Kópavogi. Í tilkynningu sem oddvitar flokkanna sendu frá sér í gær kemur fram að Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, verði áfram bæjar- stjóri og nýr málefnasamn- ingur verði lagður fyrir full- trúaráð flokk- anna í kvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður málefna- samningurinn lagður fyrir klukk- an 20. Spurður hvort áherslubreyt- inga sé að vænta með tilkomu nýs meirihluta kveður Birkir já við. „Áherslur komandi kjörtímabils munu endurspeglast í þeim stefnuskrám sem flokkarnir lögðu fram fyrir kosningar,“ segir Birk- ir og bætir við að áherslur flokk- anna fari vel saman. „Þetta eru flokkar sem hafa unnið vel saman í gegnum tíðina hér í bænum. Þess utan eru áherslur flokkanna ekki mjög ólíkar,“ segir hann. Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýs meirihluta mun fara fram klukk- an 16 á morgun. Nýr meirihluti í Kópavogi Birkir Jón Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.