Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018
Vél
atvinnuman
Japönsku MITOX-Kawasa
vélorfin hafa um árabil ver
val atvinnumannsins þeg
kemur að því að velja öflu
og endingargott vélorf
krefjandi slátt.
nsins
ki
ið
ar
gt
í
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, og Kim Jong-un, leiðtogi
Norður-Kóreu, komu báðir til
Singapúr í gær, en leiðtogafundur
þeirra fer þar fram á morgun. Efst
á dagskrá fundarins er umræða
leiðtoganna um kjarnorkuvopnabúr
Norður-Kóreu og sagði Trump í
gær að samtalið yrði einstakt tæki-
færi fyrir Kim til að semja um frið.
Fundurinn er sá fyrsti sem leiðtogi
Norður Kóreu á með sitjandi for-
seta ríkis sem Norður-Kóreumenn
telja svarinn óvin sinn.
Kim kom til Singapúr með flugi
Air China frá Pyongyang, höfuð-
borg Norður-Kóreu, til Peking í
Kína. Þrjár flugvélar tóku á loft og
leynd ríkti um það í hverri þeirra
leiðtoginn væri. Á miðri flugleið var
skipt um flugnúmer flugs Air China
og stefnan tekin til Singapúr. Mikil
öryggisgæsla er um Kim Jong-un
og fjöldi lífvarða með í för. Í gær
átti hann fund með Lee Hsien
Loong, forseta Singapúr, þar sem
eftir Kim var haft að þáttur Singa-
púr í fundarhöldunum yrði sögu-
legur bæru samræður leiðtoganna
árangur.
Ekki allt sem sýnist
Ekki eru allir jafn sannfærðir um
að fundurinn muni bera árangur og
sérfræðingar um Norður-Kóreu
telja margir afar ólíklegt að óskum
Bandaríkjamanna um algjöra og
óafturkallanlega afvopnun Norður-
Kóreu verði mætt. Kim Jong-un
hefur aðeins gefið óljósar yfirlýs-
ingar um vilja Norður-Kóreu til að
ganga að kröfum Bandaríkjamanna.
Norður-Kóreumenn fara fram á að
öryggi þeirra verði tryggt.
Richard Armitage, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
er einn þeirra sem hafa lýst efa-
semdum sínum. Hann sagði í gær
að árangur af fundinum yrði varla
mældur með öðru en fjölda ljós-
mynda sem þar yrðu teknar, þ.e. að
leiðtogarnir fengju báðir þá athygli
sem þeir vildu, en að öðru leyti væri
fundurinn tilgangslaus.
Trump telur sjálfur að fundurinn
geti liðkað fyrir samskiptum þjóð-
anna og að með honum hefjist veg-
ferð sem að lokum muni leiða til
samkomulags. „Það ræðst strax á
fyrstu mínútunni í samtali okkar
hvort mögulegt sé að ná lendingu og
komast að samkomulagi. Ef ég tel að
það gerist ekki, þá mun ég ekki eyða
tíma mínum frekar,“ sagði hann.
Christopher Hill, fyrrverandi yfir-
samningamaður Bandaríkjanna við
Norður-Kóreu í kjarnorkumálum,
segir að fundurinn sé ekki jafn sögu-
legur og margir haldi.
„Það er mikilvægt að hafa í huga
að allir forsetar Bandaríkjanna hafa
staðið frammi fyrir möguleika á
fundi með leiðtoga Norður-Kóreu.
Enginn þeirra hefur viljað það og
það eru góðar ástæður fyrir því,“
sagði hann.
Ná leiðtogarnir lendingu?
Donald Trump og Kim Jong-un lentu í Singapúr Leiðtogafundur á morgun
Óvíst er hvort samkomulag verður að veruleika Trump fullur sjálfstrausts
AFP
Lentur Kim Jong-un kom til Singapúr með flugi Air China í gær. Honum fylgir fjöldi lífvarða frá Norður-Kóreu.
Fundur Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, og Lee Hsien Loong, forsætisráð-
herra Singapúr, hittust skömmu eftir komu hins fyrrnefnda til Singapúr.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fjölskylda Oleg Sentsov, úkraínsks
kvikmyndagerðarmanns, hefur farið
fram á það við Vladimír Pútín, for-
seta Rússlands, að Sentsov verði
sleppt úr fangelsi í Moskvu áður en
heimsmeistaramótið í knattspyrnu
hefst á fimmtudag.
Sentsov var dæmdur í 20 ára fang-
elsi í rússneskum herrétti fyrir um
þremur árum, en hann var sakfelld-
ur fyrir hryðjuverkastarfsemi. Var
hann handtekinn í Kænugarði eftir
að hafa tekið þátt í mótmælum þar
sem þess var krafist að þáverandi
stjórnvöld í Úkraínu hæfu frekari
viðskipti við ESB. Einnig mótmælti
hann stjórnarandstæðingum sem
börðust fyrir því að Krímskagi yrði
rússneskt landsvæði.
Sentsov hefur verið í hungurverk-
falli frá því 14. maí sl. og hyggst hann
ekki ljúka því fyrr en allir úkraínskir
pólitískir fangar verða látnir lausir.
Lögfræðingur Sentsovs kveður hann
hafa misst átta kíló síðan hungur-
verkfallið hófst og að hann líti ekki
vel út. Yfirmenn fangelsins munu
þvinga mat ofan í Sentsov, telji þeir
hungurverkfallið ógna lífi hans.
AFP
Fangi Sentsov er í hungurverkfalli og lítur illa út að sögn lögmanns hans.
Myndin að ofan er þó frá 2015, þegar hann var hnepptur í hald.
Láti Sentsov lausan
áður en HM hefst
Setið í hungurverkfalli frá 14. maí
Fjöldamótmæli
hafa brotist út í
Gvatemala í kjöl-
far mikils mann-
falls eftir gos í
eldfjallinu Fúegó
á sunnudag fyrir
viku.
Mótmælendur
krefjast afsagnar
Jimmy Morales,
forseta landsins,
vegna meintrar vanrækslu hans í
að grípa til viðeigandi ráðstafana
vegna eldgossins. Einnig fara mót-
mælendur fram á að Sergio Cab-
anas, yfirmaður almannavarna í
landinu, og Sandra Jovel utanríkis-
ráðherra segi af sér.
109 hafa fundist látnir frá því
eldgosið hófst og fjölda fólks er enn
saknað. Ásakanir mótmælendanna
felast í því að hvorki almannavarnir
né önnur stjórnvöld hafi látið vita
af hættunni af eldfjallinu með næg-
um fyrirvara. Fyrst beindust sjónir
að jarðvísindastofnun Gvatemala,
en forsvarsmenn stofnunarinnar
bentu þá fingri að Cabanas. Er til-
kynning almannavarna sögð hafa
verið óskýr og að hún hafi verið
send út of seint.
GVATEMALA
Fjöldamótmæli
vegna eldgoss
Leit Fjölda fólks
er enn saknað.
Stórbruni varð í
vöruskemmu í Al-
Russafa í austur-
hluta Bagdad,
höfuðborgar
Íraks, í gær þar
sem fjöldi kjör-
seðla og kosn-
ingavélar úr
þingkosningum
12. maí sl. voru
geymd.
Bandalag sjíaklerksins Moqtada
Sadr og kommúnista sigraði í kosn-
ingunum. Yfirvöld segja að engir
kjörseðlar hafi skemmst og að
bruninn muni ekki hafa áhrif á
endurtalningu sem ráðgerð er á
næstu dögum vegna ásakana á
hendur bandalaginu um kosn-
ingasvindl.
ÍRAK
Stórbruni í skemmu
fullri af kjörseðlum
Bruni Mikill eldur
blossaði upp.