Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ríkisforstjórar enn á borði kjararáðs  Fjölmörg erindi óafgreidd hjá kjararáði  Niðurfelling laga um kjararáð til umræðu á Alþingi í dag Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Um þrjú ár eru síðan ríkisforstjórar fengu síðast launahækkun en kjararáð, sem stendur til að leggja niður, hefur ekki enn tekið ákvörðun um kjaramál ríkisforstjóra, að sögn Gissurar Péturssonar, formanns Félags for- stöðumanna ríkisstofnana. Hann segir einnig að fjölmörg önnur erindi liggi enn óafgreidd hjá ráðinu. „Ég veit að það bíða tugir erinda hjá ráðinu sem eru kannski jafnvel eins og hálfs árs gömul. Það er alveg með ólíkindum hvernig þetta stjórnvald hagar sér. Kjararáð ákvað hækkun til stjórnmálamanna, dómara og einhverra örfárra forstjóra stofnana, að- allega stofnana sem eru opinber hlutafélög. Eftir situr langstærstur hópur ríkisforstöðu- manna sem hafa ekki einu sinni fengið kjara- samningsbundnar hækkanir núna síðastliðin ár,“ segir Gissur. Framhald óafgreiddu málanna óskýrt Skipunartími kjararáðs rennur út 30. júní og er önnur umræða um lög sem leggja til að nýtt ráð verði ekki skipað á dagskrá Alþingis í dag. Gissur segir framhaldið óskýrt og ekki sé vitað nákvæmlega hvernig óafgreiddu mál- in verði afgreidd. „Það er ætlunin að þetta verði ákvörðunar- efni kjara- og mannauðssýslu ríkisins en allt það verklag er alveg óklár- að. Þess vegna erum við al- veg óskaplega pirraðir á þessu. Við erum náttúrlega stjórnendur stjórnvalds og við bara þekkjum ekki svona vinnubrögð, eins og þessi nefnd viðhefur.“ Ríkisforstjórar hafa sent beiðni til kjararáðs um af- greiðslu sinna mála en að sögn Gissurar hafa engin svör borist. „Nei engin. Ég hef ekki heyrt af því að það liggi neitt fyrir um það.“ Hann segir útilokað annað en að kjararáð eigi að afgreiða þau erindi sem eru á þess borði áður en það verði lagt niður enda er langt síðan ríkisforstjórar fengu launahækk- un. Spurður hvenær ríkisforstjórar fengu síð- ast launahækkun segir hann það vera um þrjú ár síðan og bætir við að slíkur dráttur valdi rýrnun og síðar stórum hækkunum sem gætu farið illa í fólk. „Ég held að það séu þrjú ár frá síðustu hækkun. Það er það sem gerir þetta erfitt því þá safnast þetta upp og þá er auðvitað bara komin stórkostleg rýrnun og svo reyna þeir að svara því á einhverjum einum tímapunkti með mikilli hækkun sem fer óskaplega illa í fólk og eðlilega,“ segir Gissur sem bætir við að allir séu búnir að fá nóg af kjararáði og þá ekki síst þeir sem heyra undir ráðið. Gissur Pétursson Þingi verður lík- legast slitið á morgun, að sögn Steingríms J. Sig- fússonar, forseta Alþingis. Hvort þing muni starfa lengur en það veltur að mestu á því hvernig tekst að ljúka við nýju persónuverndar- löggjöfina. Allsherjar- og mennta- málanefnd þingsins var að störfum um helgina við að koma frumvarpinu úr nefnd og gat Steingrímur ekki full- yrt hvort persónuverndarfrumvarpið kæmi úr nefnd í dag, þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær- kvöldi. „Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er það ekki alveg ljóst. Það þarf bara þann tíma sem það þarf og það þarf að ljúka því sómasam- lega,“ sagði Steingrímur. Alþingi mun í dag halda áfram með þau mál sem sett höfðu verið á dagskrá á föstudag áður en ný mál verða sett á dagskrá. „Þetta er enginn óskaplegur málafjöldi. Dagskrá er í svona 20 mál- um og svo styttist hún eftir að mál tínast út. Þetta er bara spurning um hversu marga daga, vonandi dugar fyrri hluti vikunnar okkur.“ Þinglok líklegast á þriðjudag Steingrímur J. Sigfússon  Ný persónu- verndarlög enn eftir Félagsmenn Sniglanna – Bifhjólasamtaka lýð- veldisins fjölmenntu í gær við Gufunesbæ í Reykjavík og stilltu þar upp vélfákum sínum fyrir gesti og gangandi. Meðal þeirra sem fengu að njóta hjólanna voru langveik börn sem mörg hver sýndu tryllitækjunum mikinn áhuga. Hjólin voru af hinum ýmsu gerðum, en fremst má sjá Harley Davidson sem á rætur sínar að rekja til borgarinnar Milwaukee í Wisconsin-ríki. Sniglarnir sýndu mótorfáka sína Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenntu við Gufunesbæ og leyfðu fólki að berja tækin augum Nú þykir orðið nokkuð ljóst að við- ræður Vinstri grænna, Samfylking- ar, Pírata og Viðreisnar um nýjan borgarstjórnarmeirihluta muni bera ávöxt, en í samtali við Morgunblaðið segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík: „Við gerum ráð fyrir að kynna þetta í fyrri hluta vikunnar.“ Formlegar viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vik- ur en sumir höfðu gert sér vonir um að nýr meirihluti yrði kynntur í dag þar sem síðasti borgarstjórnarsátt- máli var kynntur fyrir nákvæmlega fjórum árum, 11. júní 2014. Spurð út í þetta segir Þórdís: „Nei, við gerum það nú ekki. Við erum ekki komin svo langt.“ Eins og áður hefur komið fram hafa oddvitar flokkanna lítið viljað tjá sig um hver það verður sem mun setjast í borgarstjórastólinn. „Þetta er þessi klassíska spurn- ing,“ segir Þór- dís, spurð út í sætið, og bætir við: „Við erum akkúrat í þessum fasa núna að ræða verkefni og hlutverk.“ Þrátt fyrir að Þórdís vilji lítið gefa upp um hlutverk borgarfulltrúa segir hún viðræður hafa gengið vel. „Við komum til með að boða til blaða- mannafundar og kynna sáttmálann og verkefni.“ Þá sagði Líf Magneudóttir, odd- viti Vinstri grænna, í viðtali á mbl.is um helgina ekkert formlegt hafa verið ákveðið varðandi hlutverka- skiptingu hugsanlegs nýs meiri- hluta. teitur@mbl.is Meirihluti líklega kynntur í vikunni  Oddvitar ræða um hlutverk og verkefni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sú staða að nýir læknar komist ekki að á rammasamning hjá Sjúkratrygg- ingum Íslands brýtur í bága við lög að mati Steingríms Ara Arasonar, for- stjóra Sjúkratrygginga Íslands. Þetta kom fram í viðtali við Steingrím Ara í þættinum Þingvöllum á K100 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra tók ákvörðun um að fleiri læknar fengju ekki aðild að samn- ingnum, í óþökk Steingríms. Telur hann að framkvæmdin sé í bága við rammasamninginn og rétt- indi sem sjúklingum eru fengin í lög- um. Hann hefur gagnrýnt að þurfa að synja sérfræðilæknum um aðild að samningnum undir þeim formerkjum að fjármagn sé af skornum skammti. Ljóst sé að mikil þörf sé á sérfræði- læknum. „Það á ekki að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna út frá veitend- um heldur út frá notendum og gera allt sem hægt er til að standa vörð um þeirra réttindi,“ segir Steingrímur. Fjallað hefur verið um mál Önnu Björnsdóttur sérfræðilæknis, sem hefur lagt fram stjórnsýslukæru í ljósi þess að hún fær ekki aðild að samningnum. Var umsókn hennar hafnað af Sjúkratryggingum Íslands eftir fyrirmælum ráðherrans. Anna, sem er sérhæfð í parkinsons- sjúkdómnum, lagði fram stjórnsýslu- kæru vegna málsins. Málið fór því fyrir heilbrigðisráðuneytið sem er æðra stjórnvalds gagnvart Sjúkra- tryggingum Íslands. „Það kom mér á óvart að ráðuneytið hafi talið sig hæft til að úrskurða í málinu. Vegna þess að við gerðum ekkert annað en að fara eftir fyrirmælum ráðuneytisins, og það er hafið yfir allan vafa að við átt- um að gera það, þá gaf maður sér það að ráðherra myndi víkja sæti og fela öðru ráðuneyti að úrskurða í málinu. Það kemur manni spánskt fyrir sjónir að hún hafi tekið að sér að vera dóm- ari í eigin sök,“ segir Steingrímur. „Aðalefnisniðurstaða vegna kær- unnar var að Sjúkratryggingar hefðu farið eftir fyrirmælum ráðherra, en það var ekki það sem málið átti að snúast um, heldur hvort það var laga- heimild fyrir fyrirmælum ráðherra til að byrja með,“ segir Steingrímur. Hann nefnir að í upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að „gjá“ myndaðist milli þjónustu- og fjárhagsmarkmiða samningsins. „Gengið var út frá því að ráðherra gæti annars vegar hækkað notendagjöldin eða tekið upp stýringu inn í þjónustuna, t.d. með innleiðingu tilvísunarkerfis,“ segir Steingrímur. Ekki hafi verið gert ráð fyrir því að ráðherrann gæti stýrt aðgangi lækna að samningnum. Ráðherra hafi brotið lög  Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands gagnrýnir heilbrigðisráðherra Steingrímur Ari Arason Svandís Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.