Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 ✝ Sigurlína Þor-steinsdóttir fæddist 6. júní 1946 á Hauganesi við Eyjafjörð. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 31. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Anna Rósa- munda Jóhanns- dóttir, húsmóðir, f. 4.4. 1920, d. 4.6. 2011, og Þorsteinn Magnússon, vélstjóri, f. 19.5. 1919, d. 26.12. 1992. Systkini hennar eru: Magnús, f. 1942, maki Roxanna Morales. Jóhanna Sigrún, f. 1948, maki Björn Jósef Arnvið- arson. Viðar, f. 1950, maki Kol- brún Ólafsdóttir. Björgvin, f. 1953, maki Jóna Dóra Krist- insdótti,r og Gunnar, f. 1961, maki Björk Bjarkadóttir. Þann 22.12. 1978 giftist Sig- urlína Gunnlaugi Hjaltalín Jóns- syni eðlisfræðingi og MBA, f. 5.4. 1946. Foreldrar hans eru hjónin Jón Hjaltalín Gunn- laugsson, læknir, f. 8.6. 1917, d. 8.7. 1988, og Jóna Bjarnadóttir, þaðan stúdentsprófi 1966. Eftir stúdentspróf fór hún til Þýska- lands og var þar í einn vetur við þýskunám. Að loknu kennara- prófi 1971 starfaði hún hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf, kenndi við Laugarnesskóla í Reykjavík jan.-maí 1975, við Hlíðaskóla í Reykjavík 1975-76, Laugarnesskóla 1976-79 og Ár- bæjarskóla frá 1981 til starfs- loka. Áður vann hún ýmis störf á sumrin í sveit og niðursuðu- verksmiðju, á Hótel Varðborg og Hótel KEA, í skóbúð, var læknaritari á FSA og vann í banka. Sigurlína kynntist Gunnlaugi 1970 og bjuggu þau í Grana- skjóli fyrsta árið eftir að eldri sonur þeirra fæddist. Þá bjuggu þau í eigin íbúð á Sólvallagötu 64 frá 1972 þar til þau byggðu raðhús í Árbæ 1980. Þau bjuggu í Melbæ 26 frá 1980 og Glæsibæ 7 frá 2014. Gunnlaugur lærði eðlisfræði og tók MBA í Eng- landi á árunum 1966-71, starf- aði við Orkustofnun til ársins 1988 og síðan við Háskóla Ís- lands sem fjármálastjóri, há- skólaritari og innri endurskoð- andi þar til hann fór á eftirlaun 2016. Þau ferðuðust mikið sam- an bæði innanlands og utan. Útför Sigurlínu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 11. júní 2018, og hefst hún klukkan 13. húsmóðir, f. 27.12. 1921. Sigurlína og Gunnlaugur eign- uðust tvo syni 1) Jón Hjaltalín, f. 1971, maki Helga Guðjónsdóttir, f. 1968. Dætur þeirra eru Kolfinna Eir, f. 1995, Úlfhildur Eir, f. 1998, Arngunnur Eir, f. 2001, og Steingerður Eir, f. 2007. 2) Þór, f. 1979, maki Íris Ólafsdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Freyja, f. 2007, Atli, f. 2011, og Bjarki, f. 2015. Fyrir átti Sigurlína soninn Björn Axels- son, f. 1968, faðir Axel Gíslason, f. 1.7. 1945, d. 9.12. 2017. Maki Björns er Birna Bessadóttir, f. 1947. Sonur Björns og Gunn- hildar Helgadóttur, f. 1966, er Guðni Þór, f. 1991. Börn Birnu eru Vignir, Elva og Finnur Bessi. Árið 1947 flutti Sigurlína með foreldrum sínum og bróður til Akureyrar þar sem hún ólst upp. Eftir barna- og gagnfræða- skóla fór hún í MA og lauk Elsku Lína. Okkar leiðir lágu fyrst saman árið 1991 þegar þú stóðst fyrir utan hjá mér að leita að drengn- um þínum sem átti að vera læra undir stúdentspróf en hafði ekki skilað sér heim um nóttina. Ég held þú hafir ekki ætlað að láta þessa stelpu eyðileggja framtíð drengsins þíns. Þannig hófst okkar samband. Ég man ég velti því fyrir mér út í hvað ég væri nú búin að koma mér. Þetta reyndist nú samt vera upphafið að annars ágætis sambandi. Það kom fljótlega í ljós að þú stóðst með þínu fólki og mikið varstu nú glöð þegar drengurinn náði stúdentsprófunum. Þá var mér fyrirgefið. Gleði þín og stolt jókst svo enn frekar þegar Jón ákvað að fara í tannlækningar og ég að feta í fótspor þín þegar ég fór í kennaranámið. Menntun fjölskyldu þinnar skipti þig mjög miklu máli. Þú fylgdist náið með hvernig okkur gekk í skólanum og seinna hvernig dætrum okkar gekk á menntabrautinni. Þú varst alltaf boðin og búin til að aðstoða þær ef þær þurftu á því að halda og hringdir alltaf til að fylgjast með hvernig þeim hefði gengið í prófunum. Þú varst mjög stolt af dætrum okkar Jóns og sagðir frá þeim út um allan bæ. Þú varst ánægð með að þær væru í kórum og gantaðist oft með að sönghæfi- leikann hefðu þær ekki frá þér. Þú tengdir það síðan við greind þegar ein þeirra bað þig vinsam- legast að hætta að syngja fyrir sig. En það var víst eitt af því fáa sem þú sagðist ekki geta. Þessu sagðir þú öllum frá sem vildu heyra, ekki því þú hefðir móðg- ast heldur varstu svo ánægð að barnið hefði svona næmt tón- eyra. Þrátt fyrir þetta eigum við fjölskyldan uppáhaldslag sem þú raulaði svo oft með stelpunum. Lagið fallega „Vem kan segla“. Á þessum tæplega þrjátíu ár- um höfum við gengið í gegnum margt og ekki alltaf verið sam- mála. Afskaplega var það mér dýrmætt að hafa fengið að vera með þér síðustu andartökin og fengið að kveðja þig og segja þér hversu vænt mér þótti um þig og hvað ég er þakklát fyrir að þú komst inn í líf mitt. Elsku Lína, takk fyrir allt, ég mun leggja mig fram við að passa Nonna og stelpurnar. Hvíl í friði. Hver getur siglt þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Runólfsd. frá Hlíð) Helga. Elsku amma Lína. Takk fyrir að vera amma mín og hjálpa mér að lesa og spila við mig. Takk fyrir allar leikhúsferð- irnar með Freyju. Takk fyrir að mæta á tón- leikana mína. Ég er glöð að ég fékk að þekkja þig. Ég veit að þér líður vel núna og ég veit að þú munt vaka yfir okkur. Takk. Þín, Steingerður Eir. Kæra amma, mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur en sem betur fer á ég margar góðar minningar. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér þegar ég þurfti á því að halda. Hvort sem það var að lána mér bílinn þegar þið afi vor- uð erlendis, gefa mér einka- kennslu í stafsetningu, lesa yfir ritgerðirnar mínar eða leiðrétta málfarið hjá mér. Þú gafst mér mikið og varst alltaf stolt af mér jafnvel þó ég gæti ekki lært hvernig ætti að beygja orðið einkunn, þá sér- staklega í fleirtölu. Þú sagðir mér oft sögur og þá oftast nær af þínum nánustu. Sögurnar voru stundum svolítið ýktar en það var allt í lagi þar sem það sýndi bara hversu hreykin þú varst af fólkinu þínu. Þegar ég hugsa um það að við fáum ekki að upplifa meira sam- an fyllist ég mikilli sorg og finn fyrir söknuði. Ég veit nú samt að þú ert á betri stað og kemur til með að vaka yfir mér að eilífu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín, Kolfinna. Sigurlína Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigurlína Þorsteinsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Halla Guðnýfæddist á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi, Hnappadalssýslu, 11. júlí 1928. Hún lést eftir stutta sjúkdómslegu 30. maí síðastliðinn á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Jónsdóttir frá Kaldárbakka, f. 1904, d. 1999, og Erlendur Ólafsson frá Jörfa, f. 1897, d. 1994. Systk- ini Höllu eru Ólafur, f. 1926, d. 2005. Pétur Ágúst, f. 1929, Halla eignaðist fimm börn; Önnu Erlu, f. 1948, sem hún átti áður en hún hóf búskap með Trausta og hann átti eina dóttur, Málhildi, f. 1942, frá fyrra hjónabandi en sam- an áttu þau Margréti, f. 1956, Hjördísi Steinu, f. 1958, Er- lend, f. 1960, og Þórð Ólaf, f. 1962. Barnabörnin eru orðin 14 og barnabarnabörnin 21. Halla starfaði fyrir hjóna- band í Félagsprentsmiðjunni í um 10 ár. Með barnauppeldi saumaði hún og prjónaði flík- ur á fjölskyldu, vini og vandamenn og prjónaði lengi lopapeysur fyrir Álafoss og Handprjónasambandið. Hún var virk í starfi aldraðra í Hallgrímskirkju hin síðari ár sér til mikillar ánægju. Útför Höllu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 11. júní 2018, og hefst klukkan 13. og Agatha Heiður, f. 1933, d. 2015. Halla fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni haustið 1935 og bjó þar alla tíð eftir það, lengst af á Laufásvegi 50 eða frá árinu 1952. Hinn 19. október 1958 giftist hún Trausta Kristins- syni bifreiðastjóra, f. 1921, d. 2012. Foreldrar Trausta voru hjónin Margrét Magnúsdóttir, f. 1883, d. 1961, og Kristinn Steinar Jónsson, f. 1889, d. 1965. Elsku fallega amma mín. Minningar mínar um þig eru margar og mér mjög dýrmætar. Það var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég kom til Reykjavíkur að fara til ykkar afa og þegar ég fékk að gista þá fór ég ekki að sofa fyrr en þú varst búin að fara með bæn fyrir mig. Ég man hvað þú áttir mikið af fallegum slæðum og skartgrip- um sem ég og frænkur mínar fengum að leika okkur með. Þú varst alltaf svo fín og smekkleg kona. Ég er svo heppin að eiga fallegar flíkur sem þú prjónaðir á mig og mikið komu sér vel allir ullarsokkarnir sem þú prjónaðir handa mér þegar ég var að byrja í fiskvinnu. Ég mun sakna þess að sitja ekki með í eldhúsinu á Laufásveginum að spjalla um líf- ið og tilveruna, með ristað brauð með bönunum og mjólkurglas við hönd, sakna kótelettuveisln- anna sem þú bauðst í en mest mun ég sakna hlýju faðmlaganna sem ég fékk alltaf þegar ég kom í heimsókn. Takk fyrir allt, elsku amma Halla. Ég mun sakna þín. Halla Kristín Kristinsdóttir. Halla frænka, ein af uppá- haldsfrænkum okkar, er látin í hárri elli en hún hefði orðið ní- ræð núna í júlí næstkomandi. Fjölskyldur okkar voru mjög nánar og mikill samgangur og símtöl á milli, sérstaklega á ár- um áður þegar fólk heimsótti hvað annað og gjarnan án þess að gera boð á undan sér. Halla frænka var systkinabarn við Soffíu (Doddý), móður okkar Viggós, Helgu og Sigga en for- eldrar þeirra og systkini voru ættuð frá Jörfa í Kolbeinsstaða- hreppi. Amma okkar Helga, sem var föðursystir Höllu, var líka mikil vinkona hennar og töluðu þær mikið saman í síma og heim- sóttu hvor aðra og fjölskylduna alla með tilheyrandi kaffi- drykkju og tertuáti. Systkinin frá Jörfa voru afar glaðsinna og afkomendur almennt og var því oft glatt á hjalla með tilheyrandi hlátrasköllum og skemmtileg- heitum og var þá Halla frænka aldeilis í essinu sínu en hún kunni vel við mannfagnaði og að hópnum væri haldið saman. Halla frænka var, eins og áður er getið, ein af uppáhaldsfrænk- um okkar og héldum við aldrei boð eða veislur í okkar fjöl- skyldu án þess að skreyta boðin með henni og Öggu systur henn- ar sem var í sama flokki, sem sagt gull af manni. Það lék allt í höndunum á Höllu frænku okk- ar, hún var mikil hannyrða- og saumakona en að auki var hún með afbrigðum ættfróð og stál- minnug í þokkabót fram til hins síðasta. Hún gat þulið upp ótrú- legustu hluti og mundi m.a. alla afmælisdaga ættarinnar. Halla frænka giftist ung honum Trausta sínum og voru þau óað- skiljanleg uns hann lést fyrir nokkrum árum. Saman ólu þau upp barnahópinn og voru þau af- ar stolt af börnum sínum og barnabörnum og barnabarna- börnum, enda allt saman mann- kostafólk og með eindæmum hresst og skemmtilegt. Við fjölskyldan erum um þess- ar mundir í útlöndum og þykir mjög miður að geta ekki fylgt frænku okkar síðasta spölinn. Við viljum með þessum fáu orð- um þakka frænku okkar fyrir samfylgdina, tryggðina og vænt- umþykjuna í okkar garð til ára- tuga og sendum afkomendum hennar og venslafólki okkar dýpstu samúðarkveðjur. Soffía (Doddý), Helga, Helgi og fjölskylda. Halla Guðný Erlendsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ERLA HARALDSDÓTTIR Hólagötu 26, Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 5. júní. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 13. júní klukkan 14. Viðar Einarsson Matthildur Einarsdóttir Ríkharður Zoega Guðný Hrefna Einarsdóttir Ágúst Ómar Einarsson Einar Birgir Einarsson Guðrún Snæbjörnsdóttir Halla Einarsdóttir barnabörn og langömmubörn Móðir okkar, amma og tengdamóðir, ANNA RAGNHEIÐUR ERLENDSDÓTTIR Klettahrauni 6, Hafnarfirði, lést mánudaginn 4. júní á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. júní klukkan 13. Steina Borghildur Níelsdóttir Gunnar Níelsson Hafdís Erla Gunnarsdóttir Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir Víglundur Þorsteinsson Svava Theodórsdóttir Lovísa María Erlendsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU DAGRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Árskógum 8, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir Kolbrún Gunnlaugsdóttir Rannveig Gunnlaugsdóttir Pálmar Guðmundsson Gunnlaugur Gunnlaugsson Guðríður Ágústsdóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON prentari Engjavöllum 5a, Hafnarfirði, lést á Landakotsspítala 1. júní Útför hans fer fram í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 12. júní klukkan 15. Blóm og kransar eru afþakkaðir en við viljum gjarnan benda þeim sem vilja minnast hans á Alzheimersamtökin á Íslandi. Þórunn Haraldsdóttir Bylgja Magnúsdóttir Þórunn Maggý Jónsdóttir Birta Sól Utley og Rebekka Huld Utley Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS VALDIMARSDÓTTIR Hamrahlið 3, Grundarfirði, lést á St. Franciskussjúkrahúsinu fimmtudaginn 7. júní. Jarðarför verður auglýst síðar. Kolbrún Sjöfn Matthíasdóttir Ólafur F. Magnússon Lárus G. Þorvarðarson Pía Bertelsen Jóhannes G. Þorvarðarson Kolbrún Reynisdóttir Sigurður Ólafur Þorvarðars. Sjöfn Sverrisdóttir Sævör Þorvarðardóttir Einar Guðmundsson Jón Bjarni Þorvarðarson Anna Dóra Markúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.