Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Mikil spenna var í loftinu í bænum La Malbaie í Quebec um helgina þegar leiðtogar G-7 ríkjanna komu þar saman. Í aðdraganda fundarins var ljóst að öll spjót myndu beinast að Donald Trump Bandaríkjafor- seta vegna þeirrar ákvörðunar hans frá því fyrr á árinu að leggja nokkuð háa verndartolla á innflutt ál og stál. Höfðu margir hinna leið- toganna á fundinum gagnrýnt Bandaríkin harðlega fyrir að að- hyllast verndartollastefnu og heitið því að nota tækifærið til að láta Trump heyra það. Emmanuel Mac- ron Frakklandsforseti hafði gengið svo langt að segjast ekki ætla að undirrita sameiginlega yfirlýsingu leiðtoganna í fundarlok nema Trump gæfi eftir í tollamálum. En Trump, óútreiknanlegur sem hann er, tókst að koma fundargest- um í opna skjöldu, þegar hann lagði til að afnema allar hömlur á við- skiptum á milli þjóðanna. „Engir tollar, engar hindranir, þannig ætti það að vera, og engar niðurgreiðslur heldur,“ sagði Trump á blaðamannafundi áður en hann kvaddi La Malbaie. „Ég lagði það til, og fólk var … – Ætli þau fari ekki með það aftur að teikni- borðinu, til að skoða nánar.“ Tillaga Trumps gengur þvert á fyrri stefnu hans um að reisa tolla- múra utan um bandarískt efna- hagslíf, og bendir til þess að hann sé ekki eins illa að sér á sviði hag- fræði og gagnrýnendur forsetans hafa óttast. Að sögn Bloomberg gekk Larry Kudlow, efnahagsráð- gjafi Trumps, svo langt að segja að útspil forsetans á laugardag hefði verið „yfirlýsing um kosti við- skiptafrelsis“, sem hefði verið til þess fallin að fá hina leiðtogana til að sýna sitt rétta andlit: fyrst þeir eru svona andvígir nýju tollunum hans, hví ekki að afnema alla tolla? Kominn í loftið og hættir við Í lok fundar hafði tekist að semja sameiginlega yfirlýsingu sem lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að al- þjóðaviðskipti byggist á reglum, en undirstrikaði líka hversu mikilvægt það væri að alþjóðaviðskipti væru frjáls, sanngjörn og gagnkvæm. Fyrri hlutinn þykir bera keim af áherslum evrópsku ríkjanna á fundinum en seinni hlutinn minnir á orðalag Trumps. Fór samt svo á endanum að Trump neitaði að samþykkja yfir- lýsinguna og sagði hann ástæðuna m.a. vera „rangfærslur“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kan- ada. Trump sendi frá sér tíst þegar hann var kominn í loftið á laugar- dagskvöld þar sem hann skrifaði m.a. að „í ljósi þess að Kanada leggur háa tolla á bandaríska bændur, verkamenn og fyrirtæki, þá hef ég fyrirskipað fulltrúum Bandaríkjanna að undirrita ekki yfirlýsinguna og skoða mögu- leikann á tollum á bifreiðar sem flæða inn á bandaríska markað- inn.“ Að sögn FT tísti Macron í fram- haldinu að „Trump forseti sá að hann stóð frammi fyrir sameinuð- um hópi. Að vera einangrað land í samfélagi þjóðanna er í mótsögn við sögu Bandaríkjanna.“ Trump lagði til afnám allra tolla og hafta  Óvænt útspil á leiðtogafundi G-7 ríkjanna  Trump neitaði að skrifa undir yfirlýsingu og hótar nú tollum á bifreiðar AFP Miðpunktur Trump forseti Bandaríkjanna á tali við Merkel Þýskalandskanslara. Umhverfis þau standa f.v.: Larry Kudlow, Theresa May, Emmanuel Macron, Yasutoshi Nishimura, Shinzo Abe, Kazuyuki Yamazaki,og John Bolton. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Að lokinni talningu á sunnudag var ljóst að þrír af hverjum fjórum svissneskum kjósendum hefðu hafnað róttækri tillögu um að inn- leiða svk. þjóðpeningakerfi. Tillagan, sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu, kvað á um að heimila aðeins seðlabanka Sviss að koma peningum í umferð en meina almennum bönkum um að geta skapað nýja peninga með því einu að merkja í kerfum sínum að innistæða sé á reikningi lántak- enda. Niðurstaðan þykir góðar fréttir fyrir svissneska bankageirann sem hefur beitt sér af krafti gegn til- lögunni og varað við að þjóðpen- ingakerfi geti komið hagkerfi landsins í uppnám. FT hefur eftir sérfræðingum á sviði peningamála að sú staðreynd að tæpur fjórðungur kjósenda sam- þykkti tillöguna bendi til þess að áhugi sé til staðar hjá almenningi að gera róttækar breytingar á pen- inga- og bankakerfinu. ai@mbl.is Svisslendingar segja nei við þjóðpeningum AFP veggspjald Bankarnir í Sviss voru lítt hrifnir af hugmyndinni. Á föstudag staðfesti matsfyrirtækið Fitch óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtíma- skuldir í erlendri mynt. Mælist láns- hæfið í flokki A með stöðugum horf- um. Í tilkynningu segir að einkunnin endurspegli háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi, en á móti komi að hagkerfi landsins reiðir sig að töluverðum hluta á hrávörur í út- flutningi og er að auki næmt fyrir ytri áföllum. Áframhaldandi lækkun skulda hins opinbera og ábyrg stefna í ríkisfjármálum er meðal þess sem Fitch tiltekur að gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar, en vísbending- ar um ofhitnun hagkerfisins gætu valdið því að einkunnin lækkaði. ai@mbl.is Einkunn Fitch óbreytt Þýska bifreiðaeftirlitið, KBA, hefur fundið fimm tegundir af „ólöglegum lokunarbúnaði“ í bílum Daimler sem m.a. framleiðir Mercedes-Benz bifreiðar og hópferðabíla. Bild am Sonntag greindi frá þessu á sunnu- dag. Að sögn KBA má finna búnaðinn, sem hefur áhrif á mengunarmæl- ingar, í megninu af þeim dísilbílum Daimler sem hannaðir eru til að fullnægja kröfum Euro 6 útblástursstaðalsins og gæti vand- inn því náð til um það bil milljón ökutækja. Talsmaður Daimler sagði að fyrirtækið myndi ekki tjá sig um frétt Bild am Sonntag. Sagði hann jafnframt að bílaframleiðandinn hefði sýnt stjórnvöldum fullan sam- starfsvilja við rannsókn málsins og að Daimler væri ósammála því mati KBA að lokunarbúnaðurinn sem um ræðir stangaðist á við lög. ai@mbl.is Umdeildur búnaður í fjölda dísilbíla Daimler AFP Óvissa Daimler segir búnaðinn sem um ræðir ekki vera ólöglegan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.