Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Skemmdarverk hafa aukist til muna eftir að leiktæki voru fjarlægð af lóð Breiðagerðisskóla, að sögn formanns foreldrafélags skólans, Örnu Rúnar Ómarsdóttur. Leiktækin sem um ræðir eru körfuboltakörfur og ap- aróla. Í skriflegu svari frá Jóni Halldóri Jónassyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, kemur fram að „körfur og körfuboltaspjöld á velli við lóðarmörk voru tekin niður í kjölfar ítrekaðra kvartana um truflun á næturfriði“. Ekki kvartað vegna leiktækja Arna segist ekki kannast við að íbúar í Fossvoginum hafi verið óánægðir vegna körfuboltakarfanna eða aparólunnar. „Ég hef aldrei heyrt neinar kvart- anir yfir þessum leiktækjum og veit ekki hvaðan kvartanirnar koma,“ segir Arna. Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, hefur aftur á móti eitthvað heyrt af kvört- unum en segir þær ekki tilkomnar vegna leiktækjanna sjálfra. „Umkvörtunarefnið var háreysti og læti á kvöldin og langt fram eftir nóttu. Þeir íbúar sem ég talaði við tóku fram að þeir væru ekki að gera athugasemdir við leik barnanna eða notkun skólans á svæðinu. Umhverf- is- og skipulagssvið Reykjavíkur- borgar brást við kvörtunum með því að taka niður aparóluna og seinna meir körfuboltakörfurnar. Það eru auðvitað margir ósáttir. Ég gerði athugasemd við breytinguna og sagði það ansi hart að leiktækin tíndust svona út af skólalóðinni hvert á fætur öðru án þess að það kæmi eitthvað í staðinn.“ Aukin skemmdarverk Arna segir að foreldrum barna í skólanum og yfirstjórnendum skól- ans þyki þetta vond þróun. „Allt líf á skólalóðinni eftir skóla hefur dalað og því miður hefur það aukist til muna að unglingar séu að hópast við skólann seinni partinn og skemmdaverk á skólanum og skóla- lóðinni hafa aldrei verið eins mikil. Krakkar leika minna á lóðinni eftir að skólanum lýkur og það ýtir undir það að skemmdarvargar hópist þar sam- an á kvöldin.“ Þorkell vill ekki fullyrða um ástæður skemmdarverkanna en er þó sammála Örnu um að skemmdarverk á skólanum og á leiktækjum skóla- lóðarinnar séu allt of algeng. Hann segir nauðsynlegt að sporna við því og telur tvær leiðir vænlegastar. „Önnur leiðin er að lögreglan fylg- ist með, kíki inn á lóðina á kvöldin og spjalli við unglingana sem eru á lóð- inni en lögreglan er auðvitað undir- mönnuð og mikið annríki hjá henni. Þá er hin leiðin, samtakamáttur íbú- anna í hverfinu. Íbúar hér í hverfinu gætu tekið upp hverfarölt og varið sitt nærumhverfi með því.“ Þorkell segir skemmdarverkin á lóðinni þau mestu sem hann hafi séð í sinni vinnu í grunnskólum. „Þetta er fjórði skólinn sem ég starfa við og skemmdarverkin eru mest hér.“ Körfurnar fjarlægðar á sumrin Reykjavíkurborg ætlar að færa skólalóðinni aparóluna aftur í sumar og verður hún þá innar á skólalóðinni en áður. Einnig er fyrirhugað að setja upp körfuboltakörfur í skólabyrjun og að lýsingu á þær verði stýrt á þann hátt að það slokkni á kösturum klukkan tíu að kvöldi til. Að sögn Þor- kels munu þessar körfur vera teknar niður árlega í maí og settar aftur upp í september. „Ég sat fund nýverið með fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þar sem þetta kom fram. Mér líst vel á að færa aparóluna um set en ég er ekki sáttur við að körfuboltakörf- urnar verði teknar niður yfir besta tíma ársins.“ Skortur á leiktækjum „Það er í raun ekkert mikið um leiktæki á lóðinni,“ segir Arna, sem er ósátt við stöðu mála. „Nýlega var öll lóðin gerð upp og það er auðvitað frábært. En svo hefur ýmislegt verið skemmt og það er auðvitað mjög leið- inlegt að sjá þessa nýuppgerðu lóð skemmast. Lóðin er mjög skemmti- leg þrátt fyrir að ég vilji alltaf sjá meira af leiktækjum,“ segir Þorkell. Leiktæki fjarlægð vegna kvartana  Ósætti vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar að fjarlægja körfuboltakörfur og rólu  Skemmdarverk mögulegur fylgifiskur breytinganna  Brýn þörf á eftirliti með skólalóð Breiðagerðisskóla á kvöldin Morgunblaðið/Valli Körfuboltaspjald Á spjaldið vantar körfu, en körfur á leiksvæðinu voru fjarlægðar fyrir skömmu. Rætt verður um hágengi krónunnar, áskoranir á vinnumarkaði, samkeppnismál og regluverk, þróun skattbyrði fyrirtækja, menntastefnu fyrir atvinnulífið og leiðir til að gera betur. Til máls taka Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri VÍ, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Finnur Árnason, forstjóri Haga, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Boðið verður upp á létta hádegishressingu, súpu og nýbakað brauð. SAMKEPPNISHÆFT ÍSLAND? HÁDEGISVERÐARFUNDUR UM SAMKEPPNISSTÖÐU ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA. Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK, ÞRIÐJUDAGINN 12. JÚNÍ KL. 12.00-13.30 Finnur Árnason Heiðrún Lind Marteinsdóttir Bjarni Benediktsson Halldór Benjamín Þorbergsson Ásdís Kristjánsdóttir Lilja Alfreðsdóttir Ásta S. Fjeldsted Vinsamlega skráið þátttöku á www.sa.is Bjarni Siguróli Jakobsson mun í dag keppa fyrir Íslands hönd í Evrópu- forkeppni Bocuse d‘Or-matreiðslu- keppninnar sem haldin er í Torino á Ítalíu. Matreiðslukeppnin er ein sú virtasta í heimi en 20 Evrópuþjóðir keppa um 12 sæti í aðalkeppninni sem haldin verður í Lyon í Frakk- landi á næsta ári. Alls verða 24 þjóð- ir frá nokkrum heimsálfum með þátttökurétt í lokakeppninni. Undir- búningur fyrir Bocuse d‘Or- keppnina hefur nú staðið yfir í marga mánuði, en í aðdraganda keppninnar voru nokkur tonn af eld- húsáhöldum og tækjum send frá Ís- landi til Torino. Bjarni verður þriðji keppandi í eldhúsinu í Torino í dag en hann mun hefja leik rétt fyrir klukkan tíu. Bjarni er ekki ókunnugur mat- reiðslukeppnum, en hann hefur áður verið valinn kokkur ársins 2012 auk þess að landa öðru sæti í keppninni um matreiðslumann Norðurlanda árið 2013. Auk Bjarna verða þjálfari hans, Viktor Örn Andrésson, og að- stoðarmaður, Ísak Þorsteinsson, viðstaddir mótið. Þetta er í 31. sinn sem Bocuse d‘Or matreiðslukeppnin er haldin og um leið í 19. skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Úrslit keppninnar í ár verða kunngerð síðdegis á þriðjudag. Keppir í einu virtasta matreiðslumóti heims  Nokkur tonn af tækjum send út Undankeppni Keppnin mun fara fram í dag og á morgun. „Þetta er hvatning til frekari til- rauna á óperusviðinu,“ segir Daníel Bjarnason, sem hlaut um helgina sviðslistaverðlaunin Reumert fyrir óperu ársins. Það var sýningin Bræður sem Daníel hlaut verðlaunin fyrir en hann fékk fréttirnar frá sviðsmanni í Hörpu þegar hann hafði nýlokið við að stýra sömu sýningu. „Ég stóð við hliðina á Kasper Hol- ten leikstjóra þegar sviðsmaður færði okkur fréttirnar. Við óskuðum hvor öðrum til hamingju og þetta var auðvitað mikil gleði,“ segir Daní- el og bætir við að það sé mikill heið- ur að hljóta verðlaun fyrir óperu sem hann samdi og stýrði. Þetta er í fyrsta sinn sem Daníel stýrir eig- in óperu. „Þetta er allt öðruvísi en að vera úti í sal. Maður er nær verkinu að mörgu leyti og mér finnst það frá- bært. Að koma að flutningnum er lifandi listform sem verður til á staðnum,“ segir hann, en fram undan eru tónleikar með Sin- fóníunni auk annarra verkefna. Fékk verðlaun fyrir óperu sem hann samdi og stýrði Daníel Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.