Morgunblaðið - 11.06.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 11.06.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Í KABARDINKA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fjölmenni fylgdist með í gærmorg- un þegar íslenska fótboltalandsliðið æfði fyrsta sinni eftir komuna suður að Svartahafi. Heimamenn í sjávar- þorpinu Kabardinka, þar sem liðið býr og æfir, eru bersýnilega stoltir af að hýsa fulltrúa fámennustu þjóð- ar sem nokkru sinni hefur tekið þátt í lokakeppni heimsmeistaramóts og tóku fagnandi boði um að vera við- staddir æfinguna í gærmorgun. Mjög heitt var í veðri; heiður him- inn, stafalogn og líklega um 30 stiga hiti um hádegisbil. Ungir sem aldnir komu sér vel fyrir í stúkunni við völl- inn og sátu þar allan tímann, þrátt fyrir steikjandi hitann. Sumir höfðu vit á að hafa með sér skyggnishúfur og sólhlífar. Ekki veitti heldur af. Gefið hafði verið í skyn að fólk gæti hitt leikmennina og fengið eiginhandaráritanir en vegna þess hve margir mættu á svæðið var horf- ið frá því, af öryggisástæðum. Nokkrir leikmanna gáfu sér hins vegar góðan tíma eftir æfingu og skrifuðu á treyjur, bolta og myndir sem áhorfendur í stúkunni köstuðu niður til þeirra. „Aron, please“ eða „Sigurdsson“ og „Alfreð“ var kallað úr stúkunni; íbúar heimabæjar Ís- lands þekktu greinilega sína menn í sjón. Ferðin suður að Svartahafi gekk prýðilega á laugardaginn. Eftir um það bil sex klukkutíma flug með Herðubreið, þotu Iceland- air, beint frá Keflavíkurflugvelli, lenti landsliðshópurinn í Gelendzhik um áttaleytið að staðartíma um kvöldið. Það er aðalborgin hér við ströndina en Kabardinka samfast þorp. Haft var á orði á Keflavíkurflug- velli að fall væri fararheill. Ferðataska Heimis Hallgríms- sonar landsliðsþjálfara lenti nefni- lega í vitlausri rútu við hótelið þaðan sem landsliðið hóf ævintýraförina; þegar KSÍ-hópurinn ók á brott í suðurátt var taskan á leið upp á Akranes! Mistökin komu sem betur fer í ljós áður en í óefni var komið og Heimir hló mest sjálfur að öllu saman. Engum varð meint af … Landsliðið býr á glæsihóteli ná- lægt ströndinni þar sem vel fer um alla að sögn. Með í för eru meðal annars tveir matreiðslumenn sem sjá um að öll- um líki það sem þeir setja ofan í sig og enginn fái magakveisu. Æfingin í gær fór fyrst og fremst í að ná úr mönnum ferðaþreytunni en alvaran hefst af fullum krafti í dag enda ekki nema fimm dagar þar til litli risinn Messi og félagar í lands- liði Argentínu taka á móti okkar mönnum. Þá þarf að vera búið að skola öllu ferðarykinu burt. Himinlifandi Þessi ungi piltur og kennarinn hans voru ánægð með að fá áritanir hjá Aroni Einari. Svalandi Gylfi Þór Sigurðsson fær sér vatnssopa á æfingunni í gær. Bjart yfir við Svartahaf  Heimamenn áhugasamir um landsliðið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mjög heitt Emil Hallfreðsson lét ekki duga að svala þorstanum heldur skvetti vatni líka yfir skallann. Ekki veitti af! Í réttum lit Vinirnir þrír ákváðu að koma klæddir landsliðs- litum Íslands og biðu spenntir eftir að fá að hitta hetjurnar. 5 DAGAR Í FYRSTALEIK ÍSLANDS Spenntar Þessar rússnesku dömur fylgdust af áhuga með æfingunni. Samfélagsmiðlar Magnús Gylfason skráir samtímasöguna um leið og Jó- hann Berg Guðmundsson athugar líkast til hvort eitthvað nýtt sé í fréttum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.