Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018 Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Gagnsæ stjórnsýsla borgarinnarþar sem allt á að vera fyrir opnum tjöldum veitir ótrúlegt svig- rúm fyrir misnotkun og pukur. Hið sama má segja um lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem setja þá sem vilja fara eftir þeim í spennitreyju en hindra hina ekki í að nota háar fjár- hæðir til að kynna baráttumál sín.    KosningabaráttaSamfylkingar- innar fyrir nýaf- staðnar borgar- stjórnarkosningar er dæmi um þetta. Marta Guðjóns- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spurð- ist fyrir um kostnað við myndbönd sem borgin lét framleiða í aðdrag- anda kosninganna. Myndböndin fjölluðu um tvö helstu kosningamál Samfylkingarinnar, borgarlínu og Miklubraut í stokk.    Svo heppilega vildi til – fyrirSamfylkinguna og borgar- stjóra – að svar við fyrirspurn Mörtu barst ekki fyrr en eftir kosn- ingar. Þá kom í ljós að kostaðurinn við þessi kosningamyndbönd Sam- fylkingarinnar var 4,2 milljónir króna.    Þessi kostnaður bætist við ennhærri kostnað, 12,8 milljónir króna, sem Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, lagði út fyrir í vor til að taka þátt í sýningunni Verk og vit. Þær milljónir fór einnig í að kynna borgarlínuna, meðal annars með sérstökum Borgarlínubjór!    Samtals eyddi borgin, undirstjórn Samfylkingarinnar, því 17 milljónum króna af skattfé, bara í þennan kosningaáróður fyrir flokkinn, skömmu fyrir kosningar. Marta Guðjónsdóttir Borgin borgaði kosningabaráttu STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 10.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 alskýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 26 heiðskírt Helsinki 19 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 24 léttskýjað Dublin 20 léttskýjað Glasgow 19 skýjað London 21 skýjað París 23 þrumuveður Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 23 þrumuveður Vín 28 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 19 skýjað Madríd 19 skýjað Barcelona 23 skúrir Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Aþena 28 skýjað Winnipeg 26 léttskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 20 rigning Chicago 20 rigning Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:02 23:54 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:18 23:37 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Hið árlega lundarall hófst fyrir rúmri viku og er þá varpárangur lundans á landsvísu mældur. Nátt- úrustofa Suðurlands sér um mæling- arnar og fer Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna, fyrir flokki leiðangursmanna sem hafa framkvæmt mælingar vítt og breitt um landið. Fyrstu tölur bárust úr Akurey 4. júní síðastliðinn en síðan hafa borist tölur úr Ingólfshöfða, Papey, Hafnarhólma í Borgarfirði eystra og Lundey á Skjálfanda. Þegar Morgunblaðið náði tali af Erpi í gærkvökdi var hann önnum kafinn við mælingar í Grímsey og hafði á orði að úrhellisrigning væri á svæðinu. Gaf hann sér því lítinn tíma til að ræða við blaðamann. Á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands kemur fram að holu- ábúðarhlutfall, það er sá hluti sem orpið var í, sé 63% í Akurey. Þetta er mikil lækkun frá því í fyrra en þá var holuábúð 83%, sem þó er kallað góð- ærisár inni á síðunni. Minna varp en fyrri ár virðist vera þemað í ár, en lækkun mælist einnig í Ingólfshöfða, Papey og Lundey á Skjálfanda. Þá mælist eins prósentu- stigs aukning í Hafnarhólma og Borgarfirði eystra. Fram kemur á síðu Náttúrustofu að þar sé fyrsti ungi sumarsins klakinn. Þá er einnig haft auga með merkt- um lundum, en í Papey náðust sex svokallaðir Setrack-hnattritar af lundum, þar af einn frá árinu 2014. Fækkun mælist á flestum stöðum Morgunblaðið/Eggert Fækkar Leiðangursmenn hafa gjarnan komið við á 12 varpstöðum. Ófögur sjón blasti við vallarstarfs- manni á golfvell- inum í Grafar- holti þegar hann mætti til vinnu í gærmorgun, en búið var að vinna skemmdir á flöt- inni á sjöundu holu á vellinum. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur kært málið til lögreglu. „Þetta komst upp í morgun [í gær] þegar maður sem sér um slátt hjá okkur, sem ætlaði að slá í kringum flötina, sá skemmdarverkin eftir nóttina. Þetta hefur því gerst í [fyrri]nótt,“ segir Ómar Friðriksson, framkvæmdastjóri GR, við mbl.is í gærkvöldi. Ómar segir allt líta út fyrir að ein- staklingur hafi farið inn á golfvöllinn á einhvers konar mótorhjóli. „Það er búið að kæra málið til lögreglu og við erum að vinna í málinu innan dyra. Við vitum ekkert eins og staðan er núna,“ segir Ómar og bætir við að það sé mjög leiðinlegt þegar svona lagað gerist. Skemmd- arverk á golfvelli  GR hefur kært málið til lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.