Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018 Kynferðisbrotadómar vanmetnir Afbrot vekja forvitni og fólk hefur sterkarmeiningar. Tilfinning almennings er oftað samfélagið sé hættulegra en það var en gögn sýna að fjölgun glæpa og þjóðfélags- breytingar styðja ekki endilega þann grun. Því er mikilvægt að til sé fræðilegur texti um mál- efnið,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Ís- lands sem hefur í fjölda ára rannsakað glæpi frá öllum hliðum. Ný bók, Afbrot og íslenskt samfélag, kom út fyrir stuttu og má segja að hún sé nokkurs kon- ar framhald fyrri bóka Helga, Afbrot og Íslend- ingar sem kom út 2000 og Afbrot á Íslandi frá 2008. Helgi segir tilganginn að koma á framfæri aðgengilegu lesefni um afbrot hérlendis, vekja áhuga og umræður um efnið. Í bókinni er kafað ofan í erfiðari mál en líka þau léttari, eins og af- brotafræði íslenskra kvikmynda. Eitt er víst að fólk hefur áhuga á afbrotum og þeim heimi sem þau spretta úr samanber nýlega sjónvarpsþætti eins og Fanga. Helgi styðst bæði við eigin rann- sóknir í nýju bókinni og einnig vísar hann í rannsóknir annarra enda eru fjölmargar rann- sóknir sem „læðast með veggjum og fólk veit ekki af“, eins og Helgi orðar það sjálfur. Hvernig sjá Íslendingar fyrir sér heim af- brota og hvernig á þeim er tekið? „Íslendingar meta það sjálfir svo að stærstu vandamálin séu tengd fíkniefnaneyslu og fíkni- efnabrotum en á síðustu þremur áratugum er það oftast nefnt í viðhorfsmælingum. Það sem hæst ber í fjölmiðlum og samskiptamiðlum mót- ar þó afstöðuna talsvert hverju sinni. Þegar ákveðin mál koma upp breytist þessi sýn. Árið 2013 töldu flestir kynferðisbrot mesta vanda- málið, sem þá var stuttu eftir umfjöllun Kast- ljóss um barnaníð. 2015 nefndu flestir efnahags- brot sem stærsta vandamálið, skömmu eftir að þungir dómar höfðu fallið í Hæstarétti vegna efnahagsbrota. Þegar e-pillan kom fram á sjón- arsviðið og var áberandi í umræðunni 1995-1997 nefndu aldrei fleiri fíkniefnabrot.“ Tilkoma e-pillunnar hafði ekki aðeins áhrif á umræðuna heldur einnig fíkniefnadóma sem og dóma í öðrum brotaflokkum að mati Helga. „Það varð eins konar siðfár í samfélaginu með tilkomu þessarar pillu sem Íslendingar skynj- uðu sem eina mestu ógn sem steðjað hafði að samfélaginu, eins konar dauðapillu. Í kjölfarið fóru dómar í fíkniefnamálum að stórþyngjast og mörgum fannst dómar fyrir önnur brot sér í lagi kynferðisbrot allt of vægir í samanburði. Í stað þess að bakka og íhuga hvort við vær- um ef til vill að fara fram úr okkur í fíkniefna- dómum varð þróunin sú að dómar í kynferð- isbrotamálum tóku að þyngjast líka svo áhrifin á dómskerfið urðu talsverð. Alveg fram á þennan dag hefur ekki verið undið ofan af þróuninni og burðardýrin svoköll- uðu fá til að mynda afar þunga dóma því ákveðið fordæmi hafði verið sett og efri mörk refsi- rammans verið þanin út. Þróunina í átt til refsi- þyngingar má því að einhverju leyti rekja til uppnámsins sem varð með tilkomu e-pillunnar.“ Almenningur telur sig harðari Helgi bendir einnig á að rannsóknir sýni að fólk vanmeti dómstóla og vanmatið snúi einkum að kynferðisbrotum og nauðgunum. „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að van- meta refsiþyngd dómstóla, einkum í kynferðis- brotamálum. Við lögðum sex raunveruleg af- brotamál fyrir þátttakendur í stórri rannsókn. Þátttakendur fengu spurningalista þar sem spurt var hvernig þeir teldu að íslenskir dóm- arar myndu dæma í viðkomandi málum. Mjög margir álitu að dómarar myndu dæma mun vægar en þeir gerðu en við höfðum áður fengið reynda dómara til að „dæma“ í þessum málum. Minnst var vanmatið í fíkniefnabrotum, þar sem þátttakendur voru ekki fjarri því að giska rétt á þann dóm sem var felldur. Vanmatið á refsi- þyngd dómstóla var aftur á móti mest í nauðg- unarmálinu. Þátttakendur voru einnig spurðir hvernig þeir myndu sjálfir dæma í málunum sex og kom þá í ljós að þess eigin dómar voru yfirleitt væg- ari en niðurstöður dómaranna. Þetta er athygl- isvert því umfjöllun í samfélaginu er oft sú að dómstólar séu of linir og fólk telur sig því harð- ara í dómum en dómstólar raunverulega eru,“ segir Helgi og bætir við að eitt mál hafi þó skor- ið sig úr en það var kynferðisbrot gegn barni sem þátttakendur voru beðnir að skoða. Þar vildi rúmur helmingur þátttakenda harðari refsingu en dómararnir höfðu áður úrskurðað. Norræna rannsóknin okkar sýnir að ef al- menningur fær fyllri upplýsingar um áþreif- anleg brotamál, gerendur þeirra og þolendur og vitneskju um ólíkar refsitegundir, dregur úr refsigleði. „Það skiptir því máli að veita almenn- ingi fyllri upplýsingar. Þá breytast afbrota- menn, sem áður voru jafnvel taldir skrímsli, í manneskjur, og kannski skili litlu að læsa þá bara inni og henda lyklinum. Yfirveguð umræða er því afar mikilvæg.“ Í bókinni eru efnahagsbrotin ekki undan- skilin. Helgi veltir þar upp ýmsu, til dæmis hvort rekja megi orsakir hrunsins eingöngu til stjórnenda banka og embættismanna og spyr hver ábyrgð einstaklinga á kerfishruni sé. „Það er einnig forvitnilegt að skoða hvaða áhrif þjóðarhremmingar eins og þær sem hér urðu 2008 hafa á afbrot. Í málaskrá lögreglu má sjá aukningu í hefðbundnum auðgunarbrotum árið 2008 og framan af 2009 sem þarf þó ekki að tengjast hruninu beint því slíkar sveiflur koma oft fram. Í raun hafði bankahrunið óveruleg áhrif á tíðni hefðbundinna afbrota. Efnahags- brotin eru þó sér kapítuli og þar hafa Íslend- ingar sérstöðu því hundruðir fengu stöðu sak- bornings og tugir einstaklinga voru dæmdir í fangelsi meðan slíkt var ekki gert í sama mæli erlendis þótt fjármálastofnanir hafi víða hrunið. Ég velti þeim spurningum upp, hvort og hvern- ig sé hægt að draga einstaklinga til ábyrgðar fyrir kerfishrun því eins og til dæmis í Banda- ríkjunum, þar sem stórar stofnanir hrundu, var það ekki gert í sama mæli og hér og spurningin um saknæma einstaklingsábyrgð varð aldrei eins áberandi. Hérlendis voru sakamálarannsóknir tengdar hruninu mjög umfangsmiklar og í raun ein- stakar. Ef við myndum heimfæra umfang ís- lensku rannsóknanna út frá mannfjölda yfir á til dæmis Wall Street værum við að tala um að um eitt hundrað þúsund bandarískir starfsmenn hefðu verið fengnir til að rannsaka það sem þar gerðist. Ég er ekki að segja að ekki eigi að draga neinn til nokkurrar ábyrgðar, refsiverð háttsemi átti sér óneitanlega stað í fjármála- kerfinu, en það er sláandi að skoða umfang þessara rannsókna og málsókna og hversu langt var gengið hér í alþjóðlegu samhengi.“ Stemningin í fjármálaheiminum og þjóðfélag- inu fyrir hrun er einnig til umfjöllunar. „Nýjar leiðir voru fetaðar í fjármálalífinu sem aldrei höfðu áður verið stigin á Íslandi. Hröð einkavæðing, markaðir stækkuðu út fyrir land- steinana og hugmyndir um markaðsfrelsi og lít- ið opinbert eftirlit urðu ofan á og andrúmsloftið gagnvart því jákvætt. Síðan hrynur kerfið og þá urðu allar þessar athafnir grunsamlegar, sem höfðu áður þótt eðlilegar. Ég reyni að skoða bankahrunið í víðu sam- hengi. Margir telja að bankamenn hafi fyrst og fremst framið refsiverða háttsemi til auðgunar fyrir sjálfan sig, en í mjög mörgum tilfellum voru menn einfaldlega að reyna að bjarga hlutunum fyrir horn í stærra samhengi, þegar öll sund lok- uðust á alþjóðamörkuðum í aðdraganda hruns- ins. Djarft hafði verið teflt og fallið var hátt. “ Morgunblaðið/Ófeigur Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur skoðar ýmsa fleti afbrota og viðhorf Íslendinga til þeirra í nýrri bók sinni, Afbrot og ís- lenskt samfélag, allt frá afbrotafræði kvikmynda og bjórbanninu upp í þyngri kynferðisbrotamál og svo efnahagshrunið. „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að vanmeta refsi- þyngd dómstóla, einkum í kynferðisbrotamálum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Einn af prófsteinum siðmenningarstigs hvers samfélags er meðferð þess á glæpamönnum sínum. Rutherford B. Hayes, forseti Bandaríkjanna 1877-1881 INNLENT JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.