Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Page 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018 að síminn myndi jafnvel ekki hringja framar en það fór alveg á hinn veginn, sem kom skemmti- lega á óvart.“ Vinir og kunningjar Atla og Önnu voru líka undrandi á ákvörðuninni, margir hverjir. Hjónin fengu stundum þá spurningu hvort þau væru hreinlega orðin snarvitlaus. „Næst þegar ég hitti það fólk nefndu sumir að þeir vildu eiga þann möguleika að geta líka flutt burt. Þegar fólk ákveður að flytja er maður orðinn leiður á einhverju og það er eitthvað sem togar í mann. En svo er ekkert allt annað hvort svart eða hvítt. Það er ekki eins og allt sé afleitt í Kaliforníu, en þegar við horfðum á heildar- myndina voru það aðallega fjölskylduaðstæður sem höfðu áhrif og við sjáum alls ekki eftir því að flytja.“ Hann segir börnin tvö, Óðin og Sóleyju, lifa algjörlega í tveimur menningarheimum, þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. „Ég held að það sé einmitt hluti af því sem við vildum gefa þeim. Að þekkja báða þessa heima.“ Atli segir álag að búa í borg eins og Los Ang- eles. Einhvers konar áreiti sé stöðugt í loftinu, bakgrunnshljóð, sem virðist meira að segja smjúga inn í einangruð hljóðver þar sem hann vinnur mikið. „Núna þegar ég fer til Los Angeles verð ég alltaf ofboðslega glaður, það er alltaf sól og gott veður, óteljandi veitingastaðir frá öllum heims- hornum og fólk alls staðar að úr heiminum. En þegar ég fer aftur tveimur vikum seinna verð ég líka dauðfeginn. Ég er kannski í hinni full- komnu aðstöðu, að geta stokkið á milli tveggja heima; ég get notið þess að grasið er í raun grænna báðum megin!“ Landslagið í kvikmyndaheiminum hefur breyst mikið á tiltölulega skömmum tíma. „Það er ekki mjög langt síðan að þeir sem unnu í Hollywood bjuggu í Hollywood. Morri- cone er ein af örfáum undantekningum en þetta hefur breyst gríðarlega með breyttri tækni.“ Atli segist raunar hafa áttað sig á því, á með- an fjölskyldan bjó enn í Los Angeles, að hann talaði mikið við fólk, sem hann vann með, í gegnum Skype. „Menn funda auðvitað öðru hvoru en nenna yfirleitt ekki að keyra í gegnum hálfa borgina til að hittast. Þegar ég áttaði mig á þessu komst ég að því að engu máli skiptir hvar ég vinn, svo fremi þar er góð nettenging.“ Ástandið í Bandaríkjunum hafði líka mikil áhrif á fjölskylduna. „Þegar George W. Bush var forseti Bandaríkjanna fannst mér frekar vont að búa í Ameríku, ég hélt þetta gæti ekki orðið verra, en er satt að segja mjög feginn að búa ekki þar meðan Trump ræður ríkjum. Kalifornía er að vísu eiginlega sér ríki innan ríkisins, og fólk þar að miklu leyti andsnúið hon- um; meirihluti íbúa þar vill ekkert með hann hafa, en ég sakna þess samt ekki að vera í Am- eríku á meðan hann er við völd.“ Atli segir ekki beinlínis hægt að tala um hræðslu þeirra Önnu vegna barnanna, en spyr: „Viltu ala upp börn í samfélagi þar sem byssu- eign þykir sjálfsögð og þar sem skotið er á hópa fólks á næstum hverjum einasta degi?“ spyr hann. Líkurnar á því að lenda í slíkum aðstæðum eru mjög litlar, miklu meiri líkur eru á að lenda í bílslysi, spurningin er frekar hvort fólk vilji ala börn sín upp í umhverfi þar sem þetta er talið eðlilegt. Við höfum ekki áhuga á því.“ Atli segir að skotárásir hafi reyndar snert fjölskyldu Önnu beint og það hafi hoggið býsna nálægt þeim hjónum. „Svo held ég hana hafi reyndar langað alla sína ævi að komast burt frá Bandaríkjunum og ég er hennar lykill að því. Ég var líka svona; þegar ég var að alast upp dreymdi mig um að komast burt frá Íslandi, amma átti bókaflokk um útlönd og um leið og ég gat lesið bækur fór ég að lesa um önnur lönd því mig dreymdi um að komast burt. Það er bara eins og það er; sumir eru mjög sáttir við að búa heima alla ævi, og ég öfunda það fólk að vissu leyti því þá er þetta ekkert stress; menn eru bara sáttir í sínu en ég er með þessa ferðabakt- eríu og á milli verkefna eru það ferðalög sem veita mér innblástur; ég þarf að fara til útlanda, vera í öðru umhverfi, fara út fyrir þæginda- rammann. Þannig fæ ég innblástur.“ Fjölskyldan er alsæl á Akureyri að sögn Atla. „Þetta er ídeal líf því hér er allt svo rólegt; í Los Angeles eyðir maður mörgum klukkutímum á dag í bíl, ef maður þarf að vera á ferðinni, og það sem okkur finnst við hafa grætt mest á við að flytja er tími saman sem fjölskylda. Ég finn líka að sem skapandi höfundur verður þetta útsýni hér og kyrrðin til þess að mér finnst ég bæði semja betri tónlist og verða meira úr verki.“ Hann bendir út um gluggann þar sem sólin skín á Vaðlaheiðina. „Hér er ekki bakgrunnsniður, þetta áreiti, sem er allt fyrir hendi í Los Angeles. Hér er allt önnur orka, þannig að ég er viss um að mín bestu verk séu framundan. Það er líka eitthvað við að koma heima og tengja sig aftur við uppruna sinn, geri ég ráð fyrir. Að skynja náttúrufegurðina, rólegheitin og þögnina. “ Atli var kominn yfir tvítugt þegar hann flutti til Bandaríkjanna og hóf nám í Berklee College of Music í Boston. „Ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég ætlaði að læra þegar ég fór. Þetta var 1993 og ég bókstaflega á hátindi frægðarinnar að spila með Sálinni hans Jóns míns, en hætti og ákvað að fara að gera eitthvað annað. Fljótlega eftir að ég kom í Berklee datt ég inn í tón- smíðar, kvikmyndatónsmíðar sérstaklega, og fann þá mína köllun. Hann bjó nær óslitið í Bandaríkjunum í 22 ár, frá 1993 til 2015. „Ég ólst upp sem kvikmynda- tónskáld í Bandaríkjunum og hafði búið helm- ing ævi minnar þar, þegar ég flutti aftur heim, og öll mín fullorðinsár. Það er skrýtið að koma heim aftur og ég upp- lifi mig varla enn eins og ég sé heima! Þegar ég fer svo til Los Angeles finnst mér ég ekki alveg heima þar heldur. Ég er í einhverju millibils- ástandi og fíla það reyndar mjög vel, en ég finn að öll þessi ár í Ameríku hafa áhrif á hugs- unarhátt og venjur, á jákvæðan hátt. Ég held einmitt að það sé mjög gott fyrir íslenskt þjóð- félag að fá fólk aftur heim með nýjar hug- myndir, nýtt verklag og svo framvegis.“ ’Viltu ala upp börn í sam-félagi þar sem byssueignþykir sjálfsögð og þar sem skot-ið er á hópa fólks á næstum hverjum einasta degi? Við höf- um ekki áhuga á því Atli og Anna ásamt börnunum við flygilinn heima í stofu á Akureyri. Krakkarnir hafa bæði fetað í tónlistarfótspor föðurins. Óðinn spilar á píanó og rafmagnsgítar en Sóley spilar á fiðlu. Undanfarin misseri hefur Atli tekiðupp töluvert af kvikmyndatónlistsinni í menningarhúsinu Hofi á Ak- ureyri. Ber hann aðstæðum þar og tónlist- arfólkinu afar vel söguna. „Þegar ég sá húsið fullbyggt fékk ég þá hugdettu að einhvern tíma gæti verið gam- an að taka þar upp. Svo rakst ég Þorvald Bjarna [Þorvaldsson] um jólin 2014, hann sagðist þá nýbúinn að ráða sig sem tónlistar- stjóra Menningarfélags Akureyrar svo ég nefndi hugmyndina við hann. Þá kom í ljós að honum hafði dottið þetta sama í hug svo ég ákvað bara að prófa,“ segir Atli. Tónskáldið segist hafa verið búið undir að þurfa hugsanlega að taka tónlistina upp aft- ur, á öðrum stað, „því ekki er endilega við því að búast að fólk kunni að taka upp kvik- myndatónlist í stúdíóumhverfi, en útkoman hefur verið til fyrirmyndar alveg frá upp- hafi“. Atli kveðst ekki taka upp í Hofi vegna þess að hann sé fæddur, uppalinn og nú bú- settur á ný í höfuðstað Norðurlands. „Halda mætti að ég væri hlutdrægur en það er ekki þannig. Alls ekki! Mér finnst ekki leiðinlegt að fara til Búdapest, London eða eitthvað annað til að vinna og stæði ekki í þessu nema vegna þess hve gæðin eru mikil. Það hefur í hreinskilni sagt komið mér á óvart hve vel gengur og einhverra hluta vegna er hljómburðurinn í Hofi frábær fyrir upp- tökur.“ Hann hælir tónlistarfólkinu á hvert reipi, en félagar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika aðallega í upptökunum. „Einstaka sinnum hafa komið tónlistarmenn að utan en annars er það fólk héðan af svæðinu og að sunnan sem spilar á upptökunum. Við sett voru í landinu á sínum tíma. Róm- antíska sýnin, sérstaklega fólks í útlöndum, er að náttúrufegurðin veiti mönnum ofboðs- legan innblástur; innblástur skiptir vissu- lega máli en ég held þó að stærsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru þátttakendur í tón- list, ekki bara neytendur.“ Sú er ekki alls staðar raunin, segir hann. „Við erum látin syngja og spila frá unga aldri, sem ég held að hljóti að skipta miklu máli.“ Akureyrska tónskáldið segir að þegar fyrstu skrefin voru tekin við upptökur hafi fólk sennilega ekki skilið hvað var í gangi „eða því fannst mjög óraunverulegt að við værum að taka upp kvikmyndatónlist fyrir Hollywood á Akureyri. Þessi síðasta setning er dálítið súrrealísk en engu að síður sönn, og þetta gengur mjög vel. Til dæmis er leik- stjóri myndarinnar, sem ég vann að síðast, alveg æstur í að koma og vinna með mér hér. Líklega hefur gamli draumurinn um landkynninguna ræst! Ísland er í tísku, er hipp og kúl, það vinnur með okkur en gæðin þurfa að vera fyrir hendi og eru það“. Atli vinnur mikið með upptökumanninum Steve McLaughlin, sem búsettur er í Lond- on, sá er gamalreyndur og þekktur í faginu. „Hann hefur tekið upp úti um allan heim og segir að upptökurnar sem við gerum hér séu þær bestu sem hann hafi fengið, fyrir utan Los Angeles og London. Það er ansi mikið hrós! Og þá erum við bæði að tala um hljóm- burðinn og spilamennskuna,“ segir Atli. Þannig að eftir að þetta viðtal birtist get- ur Þorvaldur Bjarni auglýst Akureyri sem þriðja besta upptökustað í heimi! Eða hvað? „Já, hann getur gert það!“ segir Atli og hlær. lenskri tónlist og mér finnst forréttindi að fá að vera með í þeirri hreyfingu. Mér fannst mjög spennandi að koma heim og fylgjast með því sem er að gerast“. Atli bendir á hve mikið sé í deiglunni hér- lendis. Staða poppsins sé alþekkt, mjög mik- ið sé að gerast í nútímatónlist og íslenskir kórar séu frábærir, margir hverjir, nefnir hann sem dæmi. „Ég vinn til dæmis með bæði Kammerkór Norðurlands og Hymno- diu hér á Akureyri og þetta eru heims- klassakórar, báðir tveir.“ Atli segir stöðu íslenskrar tónlistar, æv- intýrisins eða náttúruundursins, sem hann kallar svo, ekki tilviljun. „Ég held að ákveðnar ástæður séu fyrir stöðunni; ég gæti nefnt mikla inniveru vegna myrkurs og kulda,“ segir hann og hlær, „en ekki síst lög um tónlistarskóla sem megum vera mjög stolt af bæði þeim og mannvirkinu.“ Atli segir annan tón einkenna upptök- urnar í Hofi en menn eigi að venjast annars staðar frá; annað „sánd“ eins og það er kall- að á ísl-ensku. „Íslensk tónlist er í raun mikið ævintýri. Það getur varla talist eðlilegt að svona tón- listarlíf sé í 350 þúsund manna samfélagi. Samt er ekki hægt að halda því fram að ástandið sé ekki eðlilegt fyrst það er svona, en að minnsta kosti má segja að það sé mjög óvenjulegt; næstum því eitthvert nátt- úruundur.“ Hann segist finna á ferðum sínum erlend- is að fólk líti á íslenska tónlist sem vöru- merki með gæðastimpil, „eins og svissnesk úr, svo ég nefni eitthvert dæmi. Hún hefur sérstöðu, gífurleg virðing er borin fyrir ís- BESTU UPPTÖKUSTAÐIRNIR London, Los Angeles og Akureyri! Upptökumaðurinn Steve McLaughlin og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að störfum í Hofi. Ljósmynd/Mehau Kulyk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.