Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 23
Falleg svalaborð í frönskum stíl fást víða og það er ákaflega fagurt að hlaða þau kryddjurtum í leirpottum. Áttu gamlar trétröppur sem eru jafnvel með málningarslettum á? Ekkert mál, plöntur gera þær fallegar um leið og þú raðar þeim á. Svona stykki gætirðu líka fundið í Góða hirðinum. Umhverfisvænir smartpinnar finna að sjálfsögðu til pappa- og plastmál undan núðlusúpum og slíku, vefja í maskínupappír og binda snæri utan um. Línan 2.400 kr. Skittle-blómapottarnir frá Present time gefa fágað yfirbragð. 17.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 TÍSKA Saint Laurent reið á vaðið íherratískusýningunumfyrir vorið 2019 með sýn- ingu á stórbrotnum stað í stóra eplinu fyrr í mánuðinum. Þar hefur Anthony Vaccarello verið við stjórn síðustu tvö árin en hann er hrifinn af dramatísku umhverfi og til að mynda var Eiffelturninn í sýningunni á kventísk- unni fyrir haustið 2018. Í þetta sinnið var það ekki turninn í París sem blasti við gestum á borð við Kate Moss, Julianne Moore, Char- lotte Gainsbourg og Casey Affleck heldur háhýsi Manhattan. Fötin voru í mjög rokkuðum stíl og í þeim anda sem Hedi Slimane byggði upp í fjög- urra ára veru sinni hjá franska tískuhúsinu. Vaccarello segist þó ekki endilega hafa hugsað um þetta á þennan hátt heldur segist hafa umkringt sig með myndum af Yves Saint Laurent sjálfum frá því á áttunda áratuginum þar sem hann er með sítt hár og klæðist buxum sem eru háar í mittið og támjó- um skóm. Hann segist hafa fengið innblástur frá þessu útliti og síðan breytt því í takt við nútímann. Þó þetta hafi verið herratískusýning tóku tíu kven- kynsfyrirsætur líka þátt í sýningunni til að sýna fram á fjölhæfni fatnaðarins. Ein þeirra var Kaia Gerber, dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford og Randys Gerber. Hún var ekki eina barn fræga fólksins sem tók þátt heldur gekk Lennon Gallagher sýningarpallinn en hann er sonur Oasis-rokkarans Liams Gallagher og fyrirsætunnar og leikkonunnar Patsy Kensit. Sýningin fór fram í Li- berty State Park með útsýni yfir til Manhattan. AFP Rokknótt í New York Kaia Gerber var á meðal þeirra kvenna sem tóku þátt. Vaccarello fékk innblástur frá Yves Saint Laurent sjálfum á áttunda áratuginum Herratískan fyrir vorið 2019 er rokkuð hjá Saint Laurent og gætti áhrifa frá áttunda áratugi síðustu aldar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Lennon Gallag- her er sonur Liams Gallagher. Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Verð gildir til 8. júlí 2018, eða á meðan birgðir endast. VERSLUNIN ER LOKUÐ 17. JÚNÍ Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN EN VIÐ OPNUM AFTUR KL. 1000 Á MÁNUDAG GLEÐILEGA HÁTÍÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.