Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 29
17.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
eins og maður gerir núna á hjóli.“
Jón tekur undir það og bætir við:
„Maður drekkur náttúruna meira í
sig og svo spjallar maður líka við fólk
sem maður færi ekkert að tala við
annars. Allt verður einhvern veginn
nær manni, bæði náttúran og fólkið.
Alls staðar sem maður kemur vill
fólk spjalla; það sér að maður er á
hjóli og spyr hvernig gengur.“
Ekkert snyrtiveski með
Þau hjónin hlæja bæði þegar blaða-
maður spyr hvort þau hafi ekkert
íhugað það einhvern tíma að kalla
þetta bara gott og taka bílaleigubíl?
„Það er alla vega ekki komið að
því ennþá,“ segir Edda. „En við tök-
um líka frí inn á milli. Yfirleitt hjól-
um við ekki meira en þrjá daga í röð
og tökum einn eða tvo frídaga inn á
milli. Við höfum notað þá til að skoða
okkur um, fara á ströndina eða gera
eitthvað annað skemmtilegt.“
Þau segja farangrinum haldið í al-
gjöru lágmarki.
„Við erum með tvær hjólatöskur á
mann, og í þeim er bara það allra
nauðsynlegasta. Við erum með
hjólafötin og stuttbuxur og boli,
tannbursta og svitalyktareyði.
Maskarinn var ekki einu sinni tekinn
með. Það er ekkert snyrtiveski,“
segir Edda og hlær.
„En það eru þvottavélar á þessum
stöðum þar sem við gistum þannig
að það er hægt að þvo. Þetta er svo-
lítið frumstætt en það er bara gaman
líka.“
Að Íslendinga sið spyr blaðamað-
ur um veðrið og þau Edda og Jón
segjast hafa verið heppin með veður.
Það hafi rignt heilmikið í tvo daga en
þau hafi verið búin að gera ráð fyrir
því þar sem þetta sé rigningartími á
svæðinu.
„Hitinn hér er í kringum fimmtán
til tuttugu gráður en það hlýnar eftir
því sem við förum sunnar. Þetta er
mjög þægilegt hjólaveður og hentar
okkur vel þótt þetta þyki kannski að-
eins of kalt fyrir þá sem eru vanir
meiri hita,“ segir Edda.
Hvað mynduð þið ráðleggja fólki
sem hyggur á svona ferð?
„Fyrst og fremst að undirbúa sig
vel, vera búið að hjóla svolítið mikið
og skipuleggja hvernig þetta á að
vera,“ segir Edda. Jón bætir við:
„Svo þarf líka að vera búið að skoða
leiðina sem á að hjóla og gera ráð
fyrir að stundum þurfi maður að
klifra mikið, maður er ekkert alltaf
að hjóla bara á jafnsléttu.“
Öðruvísi upplifun
Edda og Jón segja að fegurðin á
þessu svæði sé mikil. En hvað skyldi
standa upp úr í ferðinni fram að
þessu?
„Það var mjög gaman að gista í
svokölluðu yurt-tjaldi í Vernonia
Springs, sem var þó ekki beint tjald
heldur frekar eins og kofi sem tjald-
að er yfir,“ segir Edda. „Annars er
líka gaman að upplifa allt aðra Am-
eríku en maður er vanur. Hér eru
engin háhýsi, bara mikið af litlum,
sætum timburhúsum. Og það er
mikill skógur hérna. Þetta minnir
mig dálítið á Skandinavíu.“
Þau hjón hafa áður ferðast víða í
Bandaríkjunum og Jón tekur undir
með Eddu: „Þetta er bara allt öðru-
vísi en maður hefur upplifað hingað
til.“
Jón og Edda þurfa að gera nokk-
urra daga hlé á hjólaferðinni þar
sem Jón þarf að fara til Rússlands í
vinnuferð. Hann nær þó ekki að
kíkja á HM í fótbolta.
„Það hefði verið gaman en ég verð
í austurhluta Rússlands sem er of
langt í burtu.“
Á meðan ætlar Edda að fara heim
til Íslands en hún flýgur svo aftur út
til Bandaríkjanna þegar Jón snýr til
baka frá Rússlandi.
„Við geymum hjólin hérna úti,“
segir Edda, „og höldum svo bara
áfram þar sem frá var horfið og klár-
um hjólatúrinn til San Francisco.“
Þar ætla þau hjónin að dvelja í
fimm daga og skoða sig um áður en
þau fara aftur heim til Íslands eftir
hjólaferðina sem þau segja bæði að
sé mikið ævintýri.
„Það eru auðvitað forréttindi að fá
að upplifa þetta og maður gerir sér
grein fyrir því að það eru ekkert allir
sem fá tækifæri til þess,“ segir Jón.
„Þetta var bara eitthvað sem okkur
fannst við verða að gera. Og það er
ekkert víst að maður geti það eftir
eitt ár, fimm ár eða tíu ár. Þetta er
draumur sem er orðinn að veru-
leika.“
Edda og Jón segjast upplifa náttúruna og fegurðina í henni á annan hátt á hjóli en í bíl.
Í Vernonia Springs gistu Edda og Jón í svokölluðu yurt-tjaldi.
Jóni og Eddu finnst umhverfið minna
á Skandinavíu.
’Við erum með tværhjólatöskur á mann,og í þeim er bara þaðallra nauðsynlegasta. Við
erum með hjólafötin og
stuttbuxur og boli, tann-
bursta og svitalyktareyði.
Fyrsta dagleiðin lá eftir gamalli járnbrautarleið úti í sveit. Farangrinum er haldið í lágmarki og aðeins helstu nauðsynjar teknar með.
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu
jakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST