Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Side 35
Hugmyndin að Þjáningar-frelsinu kom upp þegarAuði Jónsdóttur var stefnt
fyrir pistil sem hún birti á Kjarn-
anum. Viðfang og höfundafjöldi
bókarinnar óx og breyttist eftir því
sem á leið en að lokum stendur eftir
veglegt safn af skoðunum ólíks fólks
um fjölmiðla.
Hvernig kom bókin til?
„Mig langaði að skrifa bók um það
hvernig það væri að vera í málaferl-
um, sama hvernig þau færu kæmi
eitthvað gott upp úr þeim. Ég byrj-
aði á að tala við lögfræðingana mína
og fjölmiðlafólk í kringum mig og þá
reyndist áberandi hversu flækings-
legt er að vinna við fjölmiðla svo ég
varð forvitin og bókin breyttist. Eft-
ir að ég talaði við Elvu Ýri Gylfa-
dóttur og Heiðdísi Lilju Magnús-
dóttur hjá fjölmiðlanefnd fattaði ég
að þetta væri að vinda upp á sig og
að ég þyrfti að fá höfund með mér.
Þá var ég heppin að hafa þolinmóðan
forleggjara sem treysti þessu rugl-
ingslega vinnuferli mínu.
Fyrst fékk ég til liðs við mig Arn-
dísi Þorgeirsdóttur, fyrrverandi
fréttastjóra, sem heltist síðar úr
lestinni, en þá var hún búin að finna
Steinunni Stefánsdóttur, fyrrver-
andi aðstoðarritstjóra, og í kjölfarið
kom til liðs við okkur Bára Huld
Beck, blaðamaður á Kjarnanum, og
við unnum bókina þrjár. Bókin varð
eins konar mósaík af tíðaranda í fjöl-
miðlum, þar sem við vildum í bland
tala við fræðifólk og heimspekinga
frekar en að gera eitthvað í ætt við
annál fyrir Blaðamannafélagið. Við
vildum fá greiningu á aðstæðum og
hvað fjölmiðlar eru í dag.“
Voru einhver sameiginleg stef?
„Það voru ákveðnir gegnum-
gangandi hlutir eins og til dæmis
atvinnuóöryggi og fylgifiskur þess
þegar safnast ekki upp næg
reynsla á ritstjórnum því að fólk
fer hratt í gegn. Þannig getur með-
al annars skapast hætta á var-
hugaverðum skorti á sérhæfingu
og að fjölmiðlafólk líti upp til við-
mælenda. Reynsla í þessu fagi er
ómetanleg, þótt nýtt og ungt fólk
sé vissulega nauðsynlegt líka.
Það var líka töluvert talað um
hvernig fjölmiðlafólk lendir í per-
sónuárásum. Að sjálfsögðu er gott
að gagnrýna fjölmiðla, en það er
stundum gert af hvatvísi og van-
hugsun. Þannig getur skapast
menning þar sem sjálfsagt þykir að
tala niður fjölmiðla og láta þá stýrast
af hagsmunum. Áhrifamenn sem
vilja hafa áhrif á fjölmiðla eiga oft of
auðvelt með það. Sumir bentu líka á
að ójafnvægi getur skapast þegar al-
mannatenglar eru með meiri reynslu
en blaðamenn. Í þessum tíðaranda
þarf síðan að greiða úr falsfréttum
og upplýsingamengun, svo að styrk-
ar og reyndar ritstjórnir eru ólýs-
anlega mikilvægar á breyttum tím-
um. Tækninni fylgja jú krefjandi
aðstæður, nokkuð sem ýmsir höfðu á
orði.“
Ertu bjartsýn á stöðu fjölmiðla á
Íslandi?
„Í dag er náttúrulega miklu meira
talað um málfrelsi og tjáningarfrelsi
en áður fyrr. Úlfar Þormóðsson seg-
ir til dæmis í viðtali sínu um Spegils-
málið að orðið tjáningarfrelsi hafi
ekki borið þar á góma. Sjón segir í
viðtali sínu að við höfum ekki, sem
samfélag, verið búin að ræða ýmis
grundvallarlýðræðisréttindi þegar
við fengum þau á silfurfati – en í dag
erum við að lifa þau. Nútíma-
samfélag kallar eftir aukinni vitund
okkar sem fjölmiðlaneytenda. Við
megum ekki vera hrædd að ræða
þessi hugtök á hverjum degi og velta
þeim fyrir okkur – þó að þeim fylgi
stundum hausklór.
Baklandið fyrir blöðin í dag er
náttúrulega gömlu flokkablöðin – og
svo verða til viðskiptablokkir að baki
stærri miðlunum sem hafa, að
ógleymdu hinu ríkisrekna RÚV,
sterka stöðu miðað við sjálfstæða
litla fjölmiðla – umhverfið er svolítið
eins og villta vestrið.
Einhverjum viðmælendum fannst
að í íslenskum fjölmiðlum mætti al-
mennt vera minni hávaði og meiri
greining, meiri upplýsingavinnsla og
fleiri fréttaskýringar en minna af
skoðunum. Það er einfalt að fram-
leiða smellibeitur og skoðanapistla,
en það verður oft á kostnað frétta-
skýringa. Ég bjó í níu ár í þremur
Evrópulöndum og þar vandist mað-
ur mun dýpri fréttaskýringum og
margslungnari umræðu. En ég flutti
á miklum mótunarárum til Kaup-
mannahafnar og það að lesa þessi
þykku helgarblöð var besti skóli sem
ég hef farið í. Ég er þakklát góðum
fjölmiðlum því þeir kenna okkur
ákveðin hugtök og ákveðna lífs-
leikni. Við lærum af því að vera fjöl-
miðlaneytendur. Á móti kemur að
við þurfum að vera kröfuharðir,
meðvitaðir neytendur.“
Mósaík af tíðaranda
Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla er nýútgefið
samansafn skoðana og hugleiðinga fjölda fólks um flókinn heim fjölmiðla.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Auður Jónsdóttir segir
fjölmiðlum á Íslandi
svipa til villta vestursins.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
17.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 6.-12. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 UppgjörLee Child
2 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson
3
Sumar í litla bakaríinu
við Strandgötu
Jenny Colgan
4 Ævintýraeyjan TenerifeSnæfríður Ingadóttir
5 Tólf lífsreglurJordan Peterson
6 StormfuglarEinar Kárason
7
Handbók fyrir ofurhetjur
Annar hluti — Rauða gríman
Elias/Agnes Vahlund
8 Marrið í stiganumEva Björk Ægisdóttir
9 KapítólaEmma D.E.N. Southworth
10 BlóðengillÓskar Guðmundsson
1 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson
2
Handbók fyrir ofurhetjur
Annar hluti — Rauða gríman
Elias/Agnes Vahlund
3 Ísland á HMGunnar Helgason
4
Kamilla Vindmylla og
svikamillurnar
Hilmar Örn Óskarsson
5
Risasyrpa sniðugra upp-
finninga
Walt Disney
6 VillinornLene Kaaberbøl
7
Stóra bókin um
Hvolpasveitina
Mary Tillworth
8 Alein úti í snjónum Holly Webb
9 Bernskubrek Ævars — PakkiÆvar Þór Benediktsson
10 Risasyrpa Sögufrægar endurWalt Disney
Allar bækur
Barnabækur
Um þessar mundir er ég að lesa
smásöguna The Shadow Line eftir
Joseph Conrad (sem er í miklu
uppáhaldi) og bókina
Asymmetry eftir
Lisa Halliday, en hin
síðarnefnda byggist
lauslega á ástarsam-
bandi höfundar og
bandaríska stór-
skáldsins Philip Roth
(hvíl í friði). Asymmetry hef ég les-
ið hægt og rólega á Eymundsson á
Austurstræti og er hún stórfín.
Hún geymir meðal
annars eftirfarandi
tilvísun í Ambrose
Bierce: „Stríð er leið
Guðs til þess að
kenna Bandaríkja-
mönnum landa-
fræði.“
Það eru margar bækur sem eru
á leslistanum og þá
aðallega helstu verk
Philip heitins Roth.
Svo er ég alltaf að
gefast upp og byrja
aftur á Ódysseifi eft-
ir Joyce, Infinite Jest
eftir Wallace og
Stríði og friði eftir Tolstoy (ég virð-
ist ekki hafa vitsmuni til að klára).
ÉG ER AÐ LESA
Ragnar
Tómas Hall-
grímsson
Ragnar Tómas Hallgrímsson er rit-
stjóri SKE og forsprakki bóka-
klúbbsins Viskí og bækur
Hin fullkomnaþrennaVel samsett boost, einusinni á dag, eykur orkuna,kemur meira jafnvægi áblóðsykurinn.
Candéa
Byggir upp og kemur
jafnvægi á þarma-
flóruna. Öflugt fyrir
ónæmiskerfði og vinnur
á candéa sveppnum.
Betri melting
Aukin orka
Öflugra ónæmiskerfi
Meltingin og þarmaflóran er grunnur að góðri heilsu
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Digest Spectrum
– einnig gegn fæðuóþoli
• Styður meltingu á glúteini, laktósa,
kaseini, próteini og baunum.
• Hentar vel þeim sem glíma við
ýmiskonar fæðuóþol.
• Viðurkennt af Autism Hope Aliance.
• Hentar allri fjölskyldunni,
tekið rétt fyrir mat.