Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  151. tölublað  106. árgangur  LANDSMÓT HESTAMANNA Í VÍÐIDAL NÁMSKEIÐ UM TÖLVU- FÍKN BARNA TÓNLEIKARNIR „SÍÐASTA LAG FYRIR FRÉTTIR“ MIKILS VIRÐI 12 KVOSLÆKUR 3124 SÍÐNA SÉRBLAÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bláfugls, segir áhrif breytts rekstrarumhverfis ferðaþjónust- unnar ekki komin fram. Bílaleigur og fleiri geirar ferðaþjónustunnar hafi átt erfitt ár í fyrra. Framundan sé tímabil aðlögunar og samruna. Steinn Logi, sem var fyrsti for- maður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir talningu á fjölda ferðamanna skipta sífellt minna máli. Grundvall- arbreyting sé að verða á eftirspurn erlendra ferðamanna. Í stað ferða- manna frá Evrópu sem dvelji í nokkrar vikur sé Bandaríkjamönn- um að fjölga. Þeir dvelji hins vegar skemur, líkt og Asíubúarnir. Laus herbergi skapa tækifæri Bókanir á netinu benda til að ferðamynstrið sé að breytast. Ólafía Lárusdóttir, viðskipta- stjóri Expedia í Reykjavík, segir sölu gistinátta á Íslandi á bókunar- síðunni Expedia hafa aukist um rúman fimmtung milli ára. Fjölgun lausra hótelherbergja skapi tæki- færi fyrir netfyrirtækin til að selja gistinætur. Davíð Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Dohop, segir Ísland eiga í harðnandi samkeppni við önnur lönd um ferðamenn. Áfangastöðum fyrir ferðalög fjölgi ár frá ári. Áhrifin ekki komin fram  Forstjóri Bláfugls segir erfiðleika í ferðaþjónustu eiga eftir að koma upp á yfirborðið  Færri bókanir á hótelum skapa tækifæri fyrir bókunarsíður eins og Expedia MSlaki á hótelum … »10 Minna til skiptanna » Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir Ísland í sömu stöðu og þegar þorskafli dróst saman á 9. áratugnum. » Fyrirtæki í ferðaþjónustu verði að hagræða til að geta staðið undir núverandi laun- um. Einhver muni hætta. Að mati lögfróðra manna sem Morgunblaðið leitaði til vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júní sl., þar sem ákvörðun hluthafafundar Stemmu hf. 9. maí 2016 að selja lóðaréttindi að Aust- urvegi 12 og 14 á Hvolsvelli til Fox ehf. var ógilt, felur niðurstaða héraðsdóms í sér áhugaverða nálgun á málshöfðunarrétt stjórnarmanna hlutafélaga. Segja viðmælendur Morgun- blaðsins að telja verði að ef niður- staða héraðsdóms standi, að undangenginni áfrýjun til Lands- réttar, sé komið fordæmi sem styrki frekar minnihlutavernd í félagarétti. Með dómnum var farið að kröfu fyrirtækisins Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar en Sigmar og Sjarmur og Garmur stefndu Stemmu vegna deilna þeirra Sigmars og Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway um ferða- þjónustuverkefni á Hvolsvelli. Sigmar bendir á að fordæmið sem hér hafi mögulega myndast geti þýtt að erfiðara verði fyrir þá efnameiri í hlutafélögum að þvinga fram sínar ákvarðanir í framtíðinni. » 16 Verndi minni- hlutann Dómur Sigmar og lögmaður hans, Daði Bjarnason, í héraðsdómi.  Mál gegn Skúla fordæmisgefandi Verkfræðinemar í Háskóla Íslands afhjúpuðu í gær rafknúinn kappakst- ursbíl en þeir hafa unnið að hönnun og framleiðslu hans í allan vetur. Bíll- inn hefur fengið nafnið Garún og er 134 hestöfl. Hópurinn sem unnið hefur að þessu verkefni kallast Team Spark og er á leið með bílinn til Spánar í lok ágúst. Þar mun Garún keppa í alþjóðlegri kappaksturs- og hönnunarkeppni stúdenta í Barcelona. Rafmögnuð Garún á leið til Barcelona Morgunblaðið/Arnþór Birkisson  Byssumaður hóf skothríð á rit- stjórnarskrifstofu dagblaðsins Capi- tal Gazette í Annapolis í Maryland í Bandaríkjunum um klukkan þrjú að staðartíma í gær. Fimm létust í árásinni og nokkrir særðust alvar- lega. Byssumaðurinn var tekinn hönd- um en hann notaðist við haglabyssu. Fregnir herma að lagt hafi verið hald á sprengibúnað. Ekki kom til átaka þegar maðurinn var handtek- inn. Starfsmaður Capital Gazette greindi frá því á Twitter að árásar- maðurinn hefði skotið í gegnum glerhurð á skrifstofu blaðsins og svo skotið á starfsmenn þess. Fimm látnir eftir skotárás í Maryland  Lífefnaverkfræðingurinn Mich- ael Delcau framleiðir bláberja- og krækiberjavín í Súðavík. Hann seg- ir vínið bæði bragðmikið og sætt en hann hefur nú þegar framleitt nokkrar flöskur og leyft íbúum Súðavíkur að smakka. Michael áætlar að geta framleitt fimmtíu flöskur af hvorri tegund á næsta ári og hafið þá almenna sölu á víninu. Hann framleiðir einnig hunangsvín með blóðbergi og hvönn sem hann mun líka selja á næsta ári. Michael er með doktorsgráðu frá Háskólanum í Iowa en kynntist Vestfjörðum þegar hann starfaði á Melrakkasetrinu í Eyrardal. Hann segist elska Vestfirði og Ísland ekki minna en víngerð og vonast til að geta aukið vínframleiðslu sína á næstu árum. »11 Bandarískur vínframleiðandi í Súðavík Handverk Hið fágæta berjavín verður framleitt í nokkuð takmörkuðu magni.  Minjastofnun tók sýni á dögunum úr nýfundnum manngerðum helli við Ægissíðu á Hellu. Afhellirinn fannst fyrir tilviljun við viðgerðir á Hlöðuhelli en til stendur að opna fyrir almenningi tvo hella á svæð- inu. Á Suðurlandi er að finna um 93 manngerða hella sem eru taldir margra ára gamlir. Uggi Ævars- son, minjavörður Suðurlands, segir að lítið sé vitað um hellana en það sé spennandi þegar nýr hellir finnst sem heimildir hafa aldrei getið um. Við Ægissíðu eru 12 manngerðir hellar og ekki vitað með vissu um aldur þeirra né til hvers þeir voru notaðir. „Það finnast gjarnan krossmörk sem er búið að höggva í bergið og Einar Benediktsson kom því á flug að þarna hefðu Papar verið á ferð,“ segir Uggi, „en það er ekki víst því hver sem er getur gert krossmörk.“ »11 Sýni tekin úr nýfundnum helli á Hellu Nýfundið Minjar fundust í afhellinum í Hlöðuhelli og sýni voru send í greiningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.