Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Myndlistarmennirnir Gunnhildur
Helgadóttir, Freyja Reynisdóttir og
Karólína Baldvinsdóttir opna sýn-
inguna Veður í Deiglunni í Lista-
gilinu á Akureyri í kvöld kl. 20. Þær
sýna ný verk og innsetningu inn-
blásna af veðrinu. Karólína útskrif-
aðist úr Myndlistaskólanum á Ak-
ureyri árið 2014 og hefur tekið þátt
í og staðið fyrir ýmsum einka- og
samsýningum auk annarra verk-
efna. Freyja hefur verið og verður
áfram alls konar einstaklingur
ásamt því að vera listamaður hér og
þar, eins og segir í tilkynningu.
Gunnhildur útskrifaðist af fag-
urlistabraut Myndlistaskólans á
Akureyri árið 2013 og ker-
amikbraut/mótun Myndlistaskól-
ans í Reykjavík árið 2015. Í tilkynn-
ingu segir að Gunnhildur sé með
veðrið á heilanum.
Veðuráhugakonur Listakonurnar þrjár í þokumóðu eða bakvið regnvotan glugga, að
því er virðist. Þær hafa mikinn áhuga á veðri og sýning þeirra nefnist Veður.
Ný verk og innsetning innblásin af veðri
Sýning franska sjónlistamannsins
François Lelong, Hreindýradraug-
ur, verður opnuð í myndlistarsal
Safnahússins á Húsavík í dag,
föstudag, kl. 15. Lelong hefur í yfir
tíu ár unnið með landslag og í
landslagi í gegnum skúlptúra og
innsetningar sínar, að því er fram
kemur í tilkynningu. Hann hefur
unnið að verkefnum víða um heim
og unnið innsetningar úti í nátt-
úrunni og haldið hefðbundnari sýn-
ingar.
„Efniviðurinn í verkum François
er náttúrulegur, fenginn í því um-
hverfi sem er kveikjan að, eða er
viðfangsefni sýningar. Í sköpunar-
ferlinu verða þau menningar-, sam-
félags-, umhverfis- og sögulegu
áhrif sem listamaðurinn verður fyr-
ir samtvinnuð verkunum. Samband
manns, dýrs og náttúru hefur ávallt
verið listamanninum hugleikið.
François Lelong hefur unnið með
samruna þessa með blöndun spen-
dýra, lífhvolf þeirra og tengsl við
manninn. Þar liggur grunnurinn að
sýningunni sem nú verður opnuð,“
segir í tilkynningunni en í Safna-
húsinu á Húsavík sýnir hann skúlp-
túra og teikningar sem birta fjar-
veru hreindýra á Norðurlandi þar
sem þau áður bjuggu, eins og því er
lýst, og á hvern hátt þau lifa enn í
náttúrunni og hugarheimi manna.
„Hið horfna dýr birtist meðal ann-
ars í beinum, trjám og jurtum,“ seg-
ir í tilkynningunni. Sýningin stend-
ur yfir út ágúst og er opin daglega
frá kl. 10 til 18.
Lykilverk Hluti verks eftir Lelong sem er
jafnframt lykilverk sýningarinnar.
Hreindýradraugur
Lelong á Húsavík
Árið 2001 kom Ocean‘s Elev-en út, stjörnum prýddspennu- og grínmynd meðGeorge Clooney í farar-
broddi í hlutverki Danny Ocean. Í
myndinni skipuleggja Ocean og tíu
samverkamenn hans rán í spilavíti.
Þetta rán á að vera gjörsamlega
ómögulegt en hæfileikar teymisins
og gríðargott skipulag Ocean skila
sér í því að áætlunin heppnast. Vin-
sældir myndarinnar voru talsverðar
og í kjölfar hennar fylgdu tvær
framhaldsmyndir, sem fylgdu sömu
formúlu.
Þessar myndir eru flestum kunn-
ugar en það eru færri sem vita að
Ocean‘s Eleven er endurgerð á sam-
nefndri mynd frá árinu 1960. Þar fer
ekki minni maður en Frank Sinatra
með hlutverk Ocean og Sammy Dav-
is Junior er líka í burðarhlutverki.
Ocean‘s 8, sem nú er komin í bíó,
er því þriðja útgáfan af Ocean‘s-
myndunum. Að þessu sinni er það
systir Danny, Debbie Ocean, sem er
aðal „Ocean-inn“ og hún er leikin af
Söndru Bullock. Í upphafi myndar
er Debbie að fara á skilorð eftir
fimm ára fangelsisvist. Hún lofar
skilorðsnefndinni bót og betrun en
þegar hún er sloppin er hún ekki
lengi að sýna sitt rétta og glæpsam-
lega andlit, þar sem hún hnuplar úr
búðum að svindlar sér inn á hótel-
herbergi af mikilli kænsku.
Á þessum fimm árum í steininum
hefur Debbie haft nægan tíma til að
leggja á ráðin um svakalegt rán.
Hún hyggst ræna stóreflis demants-
hálsfesti á Metropolitan Gala-
kvöldinu. Met Galað er góðgerð-
arkvöldverður sem Metropolitan-
listasafnið í New York heldur til
stuðnings búningadeild safnsins.
Galað þykir glæsilegasti og eftir-
sóttasti viðburður ársins meðal stór-
stjarna og ríkisbubba og hefð er fyr-
ir því að gestir mæti í búningum sem
eru hannaðir af fremstu tískuhönn-
uðum heims. Debbie hyggst sjá til
þess að fræg kvikmyndastjarna fái
hálsmenið lánað fyrir galakvöldið og
svo ætlar hún að ræna því með
dyggri aðstoð samverkakvenna
sinna.
Debbie hefst því handa við að
safna liði. Hver og einn meðlimur
hefur sinn styrkleika, innanborðs er
m.a. tölvuhakkari, tískuhönnuður,
skartgripasérfræðingur og vasaþjóf-
ur. Líkt og í fyrri myndunum er
teymið skipað frægum leikurum,
þetta er ein allsherjar stjörnuþoka.
Það er vel skipað í hlutverkin, Anne
Hathaway, Cate Blanchett og Hel-
ena Bonham Carter eru að vonum
góðar og tónlistarkonan Rihanna
kemur á óvart með skemmtilegri
frammistöðu.
Eins og búast má við er myndin
full af óvæntum uppákomum og
„plott-tvistum“, þar sem ræningj-
arnir sýna snilli sína. Þetta er ósköp
skemmtilegt og nær að halda athygli
áhorfandans, sem fylgist spenntur
með því hvernig á nú að leysa úr öll-
um þeim vandamálum sem verða á
vegi glæpakvennanna. Stundum er
teygt ansi duglega á trúverðugleik-
anum, það þarf t.d. furðulega lítið til
að sannfæra forsvarsmenn Cartier
um að lána 150 milljón dala hálsfesti
fyrir búningaball. Það vekur einmitt
athygli hvað þetta gengur allt ægi-
lega smurt hjá þeim. Óvæntar
hindranir skjóta vissulega upp koll-
inum en það er sjaldan og dömurnar
eru mjög fljótar að sveigja framhjá
þeim. Það er lítið um tifandi tíma-
sprengjur og fyrir vikið er maður
sjaldan svo spenntur að maður
dangli af sætisbrúninni, þótt manni
leiðist heldur ekki beinlínis.
Á köflum er kvikmyndin nokkuð
fyndin en það hefði algjörlega mátt
keyra meira á húmornum. Helena
Bonham Carter og Anne Hathaway
eiga bestu grínaugnablikin, sér-
staklega sú síðarnefnda. Handrits-
höfundar nýta þó tækifærið til að
henda inn nokkrum lymskulegum
femínistabröndurum, sem ég kunni
vel að meta.
Ocean‘s 8 er sver sig í ætt við ný-
lega endurgerð á Ghostbusters, hér
er verið að endurgera sígilda mynd
og skipa konur í aðalhlutverkin í
stað karla. Það hefur verið ákall um
fleiri myndir með bitastæðum kven-
persónum og í þessu tilfelli svarar
Hollywood kallinu með því að máta
konur inn í „karlamynd“. Þetta er
áhugavert og ekki gott að segja
hvort þetta er endilega gott eða
slæmt. Það má líta svo á að þarna sé
mjög bókstaflegur femínískur gjörn-
ingur að eiga sér stað, þar sem kon-
ur ganga í hlutverk karla líkt og til
að segja: „Sjáiði, við getum alveg
gert þetta líka!“ En þegar allt kem-
ur til alls snýst bíóheimurinn alltaf
um peninga og ef maður hefur það
bak við eyrað má spyrja sig hvort
þarna lýsi kvikmyndaframleiðendur
yfir ákveðnu vantrausti á kvikmynd-
ir með konum í aðalhlutverki. Að
þeir fallist á að gera mynd með kon-
um (sem er ekki „konumynd“) svo
framarlega sem þær byggi á reyndri
og gróðavænlegri formúlu. Aukinn
sýnileiki kvenna hlýtur þó alltaf að
vera fagnaðarefni og það virðist
vera að færast í aukana að gerðar
séu fjölbreyttar kvikmyndir um kon-
ur eftir nýjum handritum og senni-
lega óþarfi að hafa áhyggjur af
þessu.
Ocean‘s 8 er á pari við forvera
sína, hún er stjörnudrifin afþreying-
armynd alveg eins og þær en hefði
mátt við meiri spennu og fleiri
bröndurum. Það er þó gaman að
fylgjast með fléttunni og skemmti-
legar persónur og mátulega snjallt
handrit skila sér í prýðilegri bíóferð.
Svellkaldar Glæpakvendin í Ocean’s 8 kalla ekki allt ömmu sína. Hér eru þau pollróleg í neðanjarðarlest.
Glæpir eru ekkert mál
Sambíóin Egilshöll, Kringlunni
og Álfabakka
Ocean’s 8 bbbnn
Leikstjóri: Gary Ross. Handrit: Olivia
Milch og Gary Ross. Kvikmyndataka: Ei-
dil Bryld. Klipping: Juliette Welfling. Að-
alhlutver: Sandra Bullock, Cate Blanc-
hett, Anne Hathaway, Helena Bonham
Carter, Mindy Kaling, Rihanna, Awkwaf-
ina og Sarah Paulson. 110 mín. Banda-
ríkin, 2018.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
ICQC 2018-20