Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir við byggingu nýrr- ar brúar yfir Bjarnarfjarðará á Ströndum eru nú á lokastigi. Smiðir vinna nú að frágangi á brú- argólfi og slá mót frá stöplum en í næstu viku verður vegrið á brúna sett upp. Í framhaldi af því verður uppfyllingu mokað frá brúnni, sem er byggð á þurru landi eins og al- siða er framkvæmdum sem þess- um toga. Framhald af vegagerð „Þetta er skemmtilegt verkefni sem hefur gengið vel,“ segir Garð- ar Sigurgeirsson, framkvæmda- stjóri Vestfirskra verktaka, sem hafa þetta verk með höndum. Brúarsmíðin er í raun óbeint framhald af því að lagður var nýr vegur yfir Bjarnarfjarðarháls sem tekinn var í gagnið á síðasta ári. Fyrir er á þessum slóðum lítil brú með trégólfi og þröngri aðkeyrslu, en mun betri aðstæður eru við nýju brúna, sem er 52ja metra löng og tvíbreið. Kostnaður við verkið er um 180 milljónir króna. Vegurinn á þessum slóðum liggur úr Bjarnarfirði norður í Árnes- hrepp. Framkvæmdir við smíði brúar- innar hófst í nóvember á síðasta ári þegar sökklar voru steyptir. Þráðurinn var svo aftur tekinn upp í apríl, mótum slegið upp og steypt 9. júní síðastliðinn. Alls þurfti í brúargólfið 330 rúmmetra af steypu sem kom með steypubíl- um úr Borgarnesi í alls 60 ferðum. Má af því nokkuð ráða um hver umfang þessarar framkvæmdar er. Stefnir í Arnarfjörð „Við ljúkum brúarsmíðinni í næstu viku. Starfsmenn Borgar- verks sem lögðu veginn yfir háls- inn koma svo í júlí og fylla að brúnni og ganga frá veginum. Svo verður brúin opnuð fyrir umferð seinnipartinn í sumar,“ segir Garðar Sigurgeirsson. Hann stefn- ir svo í framhaldinu með sínum mönnum vestur í Arnarfjörð þar sem byggja þarf tvær nýjar sex- tán metra langar brýr sem eru eitt af því sem fylgir gerð Dýra- fjarðarganga, en sú framkvæmd er á áætlun og gengur vel. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bjarnarfjörður Byggð á þurru landi en nú verður fyllingum mokað burt og vatni veitt undir brúna, sem hér sést. Ný brú á Bjarnarfjarðará á Ströndum senn tilbúin  52 metra löng og tvíbreið  Kostar 180 milljónir króna Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar á þessu sumri hefst í dag, þegar fyrstu hóparnir úr röðum félagsins fara í Landmannalaugar. Þar verða í sumar tveir flokkar sem sinna aðstoð og öðrum tilfallandi verkefnum að fjallabaki og á nær- liggjandi svæðum. Um 20 björgunar- sveitir koma að þessu verkefni og er hver hópur viku í senn á vaktinni. Í næstu viku fara svo af stað tveir hóp- ar til viðbótar; annar verður í Nýja- dal á Sprengisandi og hinn við Drekagil í Öskju og sinnir hálendinu norðan Vatnajökuls. „Þörfin fyrir þessa þjónustu er brýn. Við höfum gjarnan verið að sinna um 2.000 verkefnum á ári, en 10-15% þeirra eru það sem við gæt- um kallað brýna hjálp svo sem þegar fólk veikist alvarlega, bílar eru fastir og svo framvegis. Annað eru minni- háttar þjónustuverkefni,“ segir Jón- as Guðmundsson hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Angi af Hálendisvaktinni er að í sumar verður einn flokkur björgun- arsveitarfólks í Skaftafelli frá miðjum júlí til jafnlengdar í ágúst. Er það gert til að styrkja þær bjargir sem fyrir hendi þurfa að vera í hinni fjölförnu Öræfasveit. sbs@mbl.is Hálendisvaktin fer á fjöll í dag  Styrkja allar bjargir í Skaftafelli Hálendisvakt Björgunarsveitarfólk í Landmannalaugum í fyrrasumar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Með þér í liði Alfreð Finnbogason Landsliðsmaðu attspyrnu „Tækifærið er núna.“ r í kn Registered trademark licensed by Bioiberica Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.