Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 MIKIÐ ÚRVAL! Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - verslun@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla VASAHNÍFAR VERÐ FRÁ 3.180 kr Ný vefverslun brynja.is SWISS TOOL VERÐ FRÁ 24.970 kr Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is B örn allt frá tveggja ára aldri eru flink í símum og spjaldtölvum, þau eru fljót að tileinka sér þetta. Og þetta fer auð- veldlega úr böndunum, því það er svo þægileg barnapía að leyfa barni að leika sér í þessum tækjum. Þessi miklu áhrif hins stafræna heims eru raunveruleiki fjölskyldna í nútíma- samfélagi, við verðum að horfast í augu við það, þetta gerist án þess að fólk taki eftir því. Einmitt þess vegna er þetta umræðuefni sem fer hátt þessi misserin, fagaðilar hafa mikið verið að vekja athygli á þessu. Núna er sú kynslóð að vaxa upp sem byrjaði mjög snemma að tileinka sér hinn stafræna heim. Margir forráða- menn barna í nútímasamfélagi kvarta yfir tölvunotkun þeirra og margir leita ráðgjafar vegna þess, enda getur þetta orðið mikið vanda- mál. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur nýlega viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. Er- lendar rannsóknir sýna að krakkar sem byrja að spila tölvuleiki um átta ára aldur og eru mjög mikið í tölvum árum saman eiga á hættu að verða félagslega einangruð, þunglynd og kvíðin. Þó vissulega sé stundum erf- itt að greina hvað er orsök og afleið- ing, þá fylgist þetta að. Krakkar sem verja miklum tíma í tölvum eru ekki í samskiptum við aðra nema í gegn- um tölvur, sem eykur líkur á fé- lagsfælni. Í verstu tilfellum verða þessir einstaklingar öryrkjar, klára ekki skóla og fara ekki út á vinnu- markaðinn. Þá hefur tölvufíknin al- veg tekið yfir líf þeirra. Þess vegna er full ástæða til að grípa sem fyrst inn í þegar fólk hefur áhyggjur af mikilli tölvunotkun hjá börnum og ungmennum,“ segir Lovísa María Emilsdóttir félagsráðgjafi, en hún og Guðrún Katrín Jóhannesdóttir félagsfræðingur ætla að bjóða upp á námskeið um tölvufíkn barna nk. mánudag. Lovísa María og Guðrún Katrín starfa báðar hjá ráðgjafa- fyrirtækinu Mikils virði, sem er áfalla- og fjölskyldumiðstöð. Foreldrar þurfa að læra að gera kröfur til barna „Námskeiðið er ætlað for- eldrum og öllum sem koma að mál- efnum barna, til dæmis kennurum, ömmum og öfum eða hverjum þeim sem annast börn. Í upphafi nám- skeiðs svarar fólk spurningum á blaði hjá okkur til að það geti séð hvar barnið sem það er með í huga er statt, hvort tölvufíknin sé orðin alvarleg eða ekki. Við kennum svo ákveðnar leiðir til að sporna við þessu og hvernig hægt er að draga úr tölvunotkun,“ segir Lovísa María og bætir við að námskeiðið nýtist einnig vel foreldrum ungra barna, sem hafa ekki enn kynnst stafræn- um heimi. „Við ætlum að komum inn á forvarnir, hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir að þetta þróist út í fíkn.“ Þegar Lovísa María er spurð að því hvað sé helst til ráða fyrir for- eldra til að bregðast við því að barn- ið þeirra sé með tölvufíkn, segir hún að þær Guðrún Katrín mæli til dæm- is ekki með því að fjarlægja tölvur alveg af heimilinu. „Við teljum það ekki raunhæft í nútímasamfélagi, en við mælum aft- ur á móti með að fólk læri að stýra tölvunotkuninni. Það skiptir máli hvernig byrjað er á því að draga úr tölvunotkun, það þarf að gera það smátt og smátt. Barn þarf aðlög- unartíma sem er vant því að vera í tölvu í níu tíma á dag, sem er ekki óalgengt á íslenskum heimilum, til dæmis börn sem eru heima í sumar- fríinu og foreldrarnir allan daginn í vinnunni. Sama er að segja um börn sem koma beint heim úr skólanum upp úr hádegi og fara þá í tölvuna og eru í henni til klukkan átta að kvöldi, borða jafnvel kvöldmatinn sinn framan við tölvuna. Þessi börn eru þá farin að einangra sig frá fjöl- skyldunni. Foreldrar þurfa að læra að gera kröfur til barnanna um tak- markaðan tíma í tölvunni, og stýra þessu. Við erum að kenna fólki ýms- ar leiðir til að draga úr tölvunotkun, til dæmis að reikna út hversu mikl- um tíma barnið ver í tölvunni á viku, og svo erum við með ákveðna form- úlu um hvernig sá tími er markvisst minnkaður. Alveg þar til tölvunotk- un fer í niður í það sem kallast mætti heilbrigt, eða ásættanlegt, sem er um það bil klukkutími á dag, en sá tími fer reyndar eftir aldri barnsins. Fólk þarf að fara eftir ákveðnu pró- grammi heima hjá sér að námskeiði loknu og fólk fær gögn með sér heim.“ Tölvufíkn eykur líkur á félagsfælni „Námskeiðið er ætlað foreldrum og öllum sem koma að málefnum barna, til dæmis kennurum, ömmum og öfum eða hverjum þeim sem annast börn,“ segir Lovísa María Emilsdóttir félagsráðgjafi um námskeið um tölvufíkn barna sem boðið verð- ur upp á nk. mánudag. Hún segir fólk þurfa að læra að stýra tölvunotkun barna. Morgunblaðið/Valli Kennarar námskeiðsins Lovísa María, félagsráðgjafi og MA, og Guðrún Katrín félagsfræðingur, báðar ráðgjafar hjá fyrirtækinu Mikils virði. Getty Images/iStockphoto Drama Börn bregðast stundum ókvæða við þegar taka á af þeim tölvurnar. Námskeiðið sem ráðgjafafyrirtækið Mikils virði stendur fyrir er sniðið að foreldrum og öðrum sem koma að málefnum barna sem vilja fræðast um einkenni óheilbrigðrar skjánotk- unar barna og læra aðferðir til að sporna við henni. Rannsóknir benda til þess að óhófleg skjánotkun barna og unglinga geti haft alvarlegar af- leiðingar. Ef eitthvað af þessu á við um barnið þitt þá gæti námskeiðið gagnast þér og þínu barni: - Barnið eyðir stórum hluta af frí- tíma sínum við skjá. - Barnið kýs tölvuleiki fram yfir samverustundir með fjölskyldu og vinum. - Barnið segir ósatt um þann tíma sem það hefur verið í tölvunni og laumast til að fara í hana. - Minnkaður áhugi hjá barninu á öðrum tómstundum og íþróttum. - Barnið á erfitt með að fara eftir reglum heimilisins um tölvutíma. - Barnið getur orðið dapurt og pirr- að þegar það er ekki í tölvunni. - Svefntruflanir. Námskeiðið verður haldið nk. mánudag 2. júlí frá kl. 18-21 í húsa- kynnum Mikils virði, Lyngási 18 í Garðabæ. Skráning í síma: 861 9996 og á netfanginu mikilsvirdi@mikilsvirdi.is Nánar á: www.mikilsvirdi.is. Námskeið um óheilbrigða skjánotkun barna Hvernig skal sporna við? Getty Images/iStockphoto Gláp Ef börn eyða stórum hluta af frítíma sínum við skjá, þarf að grípa í tauma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.