Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 ✝ SigurbjörgGuðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 2. maí 1930. Hún lést á Hrafnistu, Laug- arási, 3. júní 2018. Foreldrar Sig- urbjargar voru Ketilfríður Dag- bjartsdóttur, kölluð Fríða, f. á Gröf á Rauðasandi, Barða- strandarsýslu, 3. júní 1897, d. 31.5. 1988, og Guðjón Sig- urður Magnússon, f. í Pálshúsi í Ólafsvík 15. janúar 1881, d. 10. júní 1947, skósmiður í Reykjavík. Sigurbjörg var ein- birni. Sigurbjörg giftist Steinari Jóhannssyni forstjóra 31. des- ember 1955, foreldrar hans voru Hildur Pálsdóttir hús- móðir, f. á Vatnsleysu, Glæsi- bæjarhreppi, Eyjafirði 11. júlí Heiða, barnsmóðir Steinunn S. Sigurbjörnsdóttir; Sylvía, í sambúð með Árna Birni Páls- syni; Sara, í sambúð með Þór- halli D. Péturssyni; Sigur- björn. 2) Agnes, gift Sigurði Pétri Ólafssyni, börn þeirra: Arnór Bjarki, giftur Jónínu Ósk Kristjánsdóttur, börn þeirra Arna Kristín Arnars- dóttir, Eydís Erla og Erika Björk; Ólafur Jónas, í sambúð með Auði Gestsdóttur. Sonur þeirra er Sigurður Pétur; Sig- urbjörg, í sambúð með Sölva Borgari Sighvatssyni. Sonur hennar er Alexander Máni Björgúlfsson, fyrir átti Sölvi dóttur, Valdísi. 3) Snjó- laug, ógift og barnlaus. 4) Guðjón, giftur Önnu Maríu Sigurðardóttur, börn þeirra eru: Steinar Þór, í sambúð með Ásdísi Bjarkadóttur; Hrafnhildur, í sambúð með Skúla Arnarssyni. Stjúpdóttir Sigurbjargar er Pálína Steinarsdóttir, maki hennar Stefán Björnsson, dæt- ur þeirra eru Anna Pála, Eva Hrönn og Auður Birna. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey að hennar ósk 14. júní 2018. 1906, d. 22. apríl 1987, og Jóhann Hávarður Angan- týsson, f. á Gull- húsá, Snæfjalla- hreppi, N-Ís. 9. október 1898, d. 15. maí 1990. Sigurbjörg og Steinar hófu bú- skap sinn á æsku- heimili Sigur- bjargar, Grjótagötu 9, en flest sín búskaparár bjuggu þau í Skógargerði 6 í Smáíbúðahverfinu. Sigurbjörg flutti svo í Sæviðarsund og bjó þar uns hún flutti að Hrafn- istu haustið 2017. Börn Sigurbjargar og Stein- ars eru: 1) Fríða Hildur, gift Sigurbirni Bárðarsyni, börn þeirra eru: Steinar, giftur Kristínu Birnu Óskarsdóttur, börn þeirra Fríða Hildur, Sús- anna Sóley og Birna Rós; Styrmir, dóttir hans er Sigrún Það eru ansi margar minn- ingar sem fara um hugann nú þegar mamma er skilin við. Mamma var einbirni og þurfti alla tíð að treysta mikið á sjálfa sig. Hún var ákveðin kona, kraftmikil og hafði skoð- anir á hlutunum og gat verið beinskeytt. Frá sjö ára aldri dvaldi mamma á sumrin á Borg við Mjólká. Borgarsystkinin voru henni mjög kær og leit hún alltaf á þau sem systkini sín. Hennar ævi var ekki alltaf auðveld, hún veiktist af berkl- um strax sem smábarn og var oft mikið veik. Hún lét það samt ekki stöðva sig heldur vann öll sumur ef heilsan leyfði. Hún útskrifaðist úr MR og tók hluta af náminu utanskóla vegna veikinda. Síðan lá leiðin á Vífilsstaði og Reykjalund þar sem hún kynntist manninum sínum Steinari. Þegar við systkinin ólumst upp var mamma alltaf til staðar fyrir okkur og bjó okkur gott heimili. Hún var mikil handa- vinnukona, var með græna putta og var garðurinn hennar alltaf mikil prýði. Hún kenndi okkur systkin- unum líka að taka þátt í heim- ilishaldinu og bera ábyrgð. Við lærðum það snemma að rekstur heimilis er samvinnuverkefni. Mamma vann utan heimilis- ins þegar við vorum yngri auk þess sem hún sá um bókhaldið fyrir pabba sem hafði stofnað Stálhúsgagnagerð Steinars. Þegar pabbi veiktist og féll frá 1974 tók mamma við rekstri fyrirtækisins. Líf hennar breyttist mikið við fráfall hans, hún var með fjóra unglinga að ala upp auk fyrirtækisins og gerði það með sóma. Hún seldi fyrirtækið 1990. Hún var ekki tilbúin að setj- ast í helgan stein strax svo næstu 10 árin rak hún heild- verslunina Árval og verslunina Garn og gaman. Mamma framkvæmdi hlutina strax ef henni datt eitthvað í hug. Ef hún heyrði auglýsingu um einhverja skemmtilega uppákomu þá bara fór hún af stað. Henni fannst lítið spennandi að vakna of snemma en gerði það af nauðsyn. Þegar hún hætti að vinna leyfði hún sér að vaka lengur og fara seint á fæt- ur. Það þýddi lítið að sækja hana heim fyrir hádegi eftir að hún réð sínum tíma sjálf, engin ástæða til að fara á fætur fyrir ellefu, frekar seinna. Hún ferðaðist mikið með okkur systkinunum bæði innan- lands og utan. Frænka hennar frá Borg og besta vinkona, Dídí (Aðalheiður Dís), ferðaðist líka mikið með henni og náðu þær að heim- sækja flestar heimsálfurnar. Það var aldrei leiðinlegt í kringum þær, mikið hlegið. Mamma flutti á Hrafnistu Laugarási á síðasta ári. Það fór mjög vel um hana þar og á starfsfólkið þar þakkir skildar fyrir umönnun hennar. Hún saknaði samt alltaf Sæviðar- sunds þar sem hún bjó frá 1980, ekki síst þess að geta ekki haft hund hjá sér. Hún var mikill dýravinur og átti alltaf eitthvert heimilisdýr. Þótt heilsan væri orðin léleg var ekki kvartað því eins og hún sagði: þetta er bara ald- urinn og ekkert við því að gera. Það var alltaf gaman að heim- sækja hana, hún hafði dálítið lúmskan, svartan húmor og við systkinin gátum oft hlegið að því hvernig mamma sá heim- inn. Við kveðjum mömmu með söknuð í huga en treystum á það að pabbi ásamt öllum hin- um ástvinunum hennar taki vel á móti henni hinum megin. Fríða Hildur, Agnes, Snjólaug og Guðjón. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér. Orðin sem vakna í huganum þegar ég sest niður og rita kveðjuorð til tengdamóður minnar Sísíar. Langur tími er frá því að ég kynntist henni í Skógargerðinu kringum 1969, nýkominn með bílpróf og var að keyra Fríðu elstu dóttur hennar heim úr hesthúsinu 12 ára gamla. Fríða var hestakúskur hjá mér sem aðstoðaði við hirðingarnar. Hún ílengdist í starfinu og þegar tíminn leið breyttist hestakúsk- urinn í gjafvaxta stúlku. Nánari tengsl urðu á milli okkar sem og vinskapurinn við Sísí. Sísí var stórbrotin kona sem fékk að kynnast lífinu með öllum veðrabrigðum. Með fjög- ur ung börn missir hún mann- inn sinn Steinar 46 ára gamlan, tók þá við sem forstjóri fyr- irtækisins, Stálhúsgagnagerðar Steinars. Kom þá í ljós úr hverju hún var gerð! Börnin döfnuðu, uxu úr grasi undir sterkri stjórn tengdó, Ketilfríð- ur móðir Sísíar var fastagestur á heimilinu og traustur mátt- arstólpi fjölskyldunnar. Fyrir- tækið sem í upphafi voru nokkrir starfsmenn tók vaxt- arkipp við aðkomu Sísíar, varð stærsta fyrirtækið hér á landi sem sérhæfði sig í smíðum á skólahúsgögnum. Slíkur var vöxturinn að hús- næðið í Skeifunni varð of lítið og keypt var ein af stærstu iðn- aðarhúseignunum á landinu Smiðjuvegi 2 í Kópavogi. Sísí hafði yfirsýn, talnaglögg, ná- kvæm, hafði sterkan aga á öll- um hlutum. Þegar allt var í sem mestum blóma í kringum 1990 ákvað hún að rétt væri að selja. Kaupir fyrirtækið Árval með dætrum sínum, Agnesi og Snjó- laugu. Ég man vel hversu nánar Sísí og frænka hennar Dídí voru (hún átti lakkrísgerðina Drift). Þær ferðuðust mikið hérlendis og erlendis um marg- ar heimsálfur. Sísí var strangur uppalandi. Ekkert bruðl var liðið; ef börnin þurftu lán fyrir einhverju sem ekki var bráð- nauðsynlegt var þeim uppálagt að greiða til baka, þar voru skýrar línur. Sísí var mikill húmoristi og sjálfsvorkunn var ekki til. Þegar ég bað um hönd dóttur hennar samþykkti hún fúslega, en sagði ákveðið samt kímin: „Nú berð þú fulla ábyrgð á henni, ég er laus frá allri ábyrgð!“ Henni þótti elsta dóttirin ekki auðveld í uppeldi, sjaldan heima hjá sér, hangandi frá fimm ára aldri í hesthúsum Fáks við Bústaðaveg. Þar var hún í góðum félagsskap með hestunum og stutt heim í Skóg- argerðið úr hesthúsunum, fylgdi hún hitaveitustokknum á milli. Síðustu árin í kringum Sísí voru skemmtileg, hún hafði nóg fyrir stafni, leysti allar krossgátur og var mikil hann- yrðakona. Hún prjónaði sokka og vettlinga á ömmu- eða lang- ömmubörnin, í einni af okkar heimsóknum þótti Fríðu laust prjónað hjá mömmu sinni og fann að verklaginu, rétti tengdó henni sokkinn, bað hana að sýna sér hvað mætti betur fara. Fríða brást vel við, hélt ég áfram samræðum við Sísí með- an á leiðréttingunni stóð. Fríða prjónaði og prjónaði, varð mér þá að orði við tengdó hvort hún ætlaði ekki að taka við, þá suss- aði hún á mig: „Ekki trufla hana, leyfum henni að klára sokkinn,“ og kímdi. Tæpt ár er síðan hún kom á DAS í Reykjavík. Kvartaði aldrei, bráðgreind, tókst á við hlutina með æðruleysi. Börnin hennar hugsuðu vel um mömmuna enda mikil virð- ing borin fyrir henni. Hún var södd sinna lífdaga, beið í sinni stóísku ró eftir kallinu. Minningin um hana hvílir sterkt í vitundinni. Sísí var heimskona, ábyggileg, stórbrot- inn persónuleiki með sterka framhugsun. Kveð með söknuði og þakk- læti fyrir góðar samverustund- ir. Sigurbjörn Bárðarson (Diddi). Sigurbjörg Guðjónsdóttir ✝ Árni FalurÓlafsson fædd- ist 17. september 1932 í Hafnarfirði. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 15. júní 2018. For- eldrar hans voru Ólafur Árni Guð- jónsson, f. 7.10. 1909, d. 24.5. 1984, og Sveindís Mar- teinsdóttir, f. 2.7. 1910, d. 28.12. 1983. Árni Falur var elstur af fjórum systkinum. Systur hans eru Elísabet, f. f. 27.5. 1958, Ólafur, f. 27.5. 1958, Guðbjörg Svanlaug, f. 12.2. 1962, og Árni, f. 16.5. 1966. Árni og Gréta eignuðust níu barnabörn og 14 langafa- börn. Árni stundaði flugnám hjá Flugskólanum Þyt árið 1956 og lauk atvinnuflugmannsprófi 1958 og flugstjóraprófi 1969. Hann starfaði sem flugleið- sögumaður, flugmaður og flug- stjóri hjá Loftleiðum hf. og síð- an Flugleiðum hf. í 34 ár. Árni átti sæti í stjórn Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og einnig Félags Loft- leiðaflugmanna, sat í starfsráði og um hríð í stjórn eftirlauna- sjóðs flugmanna. Útför Árna Fals Ólafssonar fer fram í Lindakirkju í Kópa- vogi í dag, 29. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. 19.7. 1937, Þóra Svanlaug, f. 23.7. 1938, og Júlíana Kristmunda, f. 20.11. 1944. Árni Falur ólst upp í Keflavík en sótti gagnfræðanám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Árni Falur giftist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Grétu Huldu Hjartardóttur, f. 30.1. 1938, hinn 7.12. 1957 og áttu þau því 60 ára brúðkaupsafmæli árið 2017. Börn þeirra eru: Hjörtur, Elsku pabbi. Það er sárt og þungur harmur að kveðja þig. Söknuðurinn er mikill en ljúft er að dvelja við minningar um þig og rifja upp skemmtilegar stundir. Þú varst stór hluti af lífi okkar, stoð okkar og stytta, studdir okk- ur með ráðum og dáð í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar á að lýsa þér sem persónu þá kemur margt upp í hugann; hjálpsamur, ósérhlífinn, tryggur, ábyrgur, vandvirkur, réttsýnn, umburðarlyndur og yfirvegaður. Þú varst mikill handverksmaður og tréútskurðurinn þinn ber glöggt merki um hversu nákvæm- ur og vandvirkur þú varst, verkin þín lifa með okkur og hafa búið um sig í hjörtum okkar til eilífðar. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur systkinin; hvort sem það var í leik eða lærdómi þá tókstu alltaf þátt í því með okkur. Þegar við urðum fullorðin og fórum að búa varstu alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd með hvað sem var. Það var yndislegt og gaman að hlæja með þér og þú brostir svo fallega með augunum. Þegar yfir lýkur er það ekki það sem maður tekur með sér eftir lífið, heldur það sem mað- ur skilur eftir sig. Pabbi, þú skilur eftir þig mikla ást, kærleika og umhyggju í hjörtum okkar sem við munum taka með okkur sem veganesti í lífinu. Að þreyja þorr- ann og góuna, eins og þú sagðir þegar okkur var sagt frá því að veikindi þín væru orðin það mikil að ekkert væri hægt að gera. Þú tókst þessu eins og svo mörgu í líf- inu með jafnaðargeði og róleg- heitum, að þola tímabundið ástandið, þú vissir í hvað stefndi og vildir ekki hafa fleiri orð um það. Að lokum langar okkur að fara með fallegt ljóð eftir Guðrúnu Sig- urbjörnsdóttur sem segir svo margt. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabba minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem förum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn. Hvíl í friði, elsku pabbi. Hjörtur, Ólafur, Svanlaug og Árni. Hlýr og góður. Vatnsgreiddur, sólbrúnn, vel rakaður, sultuslak- ur. Traustur, pottþéttur, klár. Svo innilega svalur án þess að hafa nokkuð fyrir því, það kom til þín frá náttúrunnar hendi. Ég hef bara átt einn afa og get ekki lýst því hversu heppin mér finnst ég vera að hafa fengið þig sem afa – og hafa verið sú sem gerði þig fyrst að afa. Minningarnar streyma og mér finnst óraunveru- legt að við munum ekki búa til fleiri saman hér á jörð. Afi var rólegheita ljúfmenni. Hann og amma voru gift í 60 ár, ólíkari hjón eru mögulega vand- fundin, amma alltaf á útopnu og stundum eins og blóðið hreyfðist varla í afa. Jing og jang í blíðu og stríðu sem pössuðu svo vel saman og vógu hvort annað upp. Ég heyrði oft söguna af því þegar þau kynntust þar sem mæður þeirra lágu saman á stofu á spítala. Afi var ekki bara heppinn í ást- um heldur var hann líka einn af þeim heppnu sem fékk að starfa við áhugamálið sitt, flugið. Hann sagði manni stundum frá ferðalög- um sínum, Parísarferðinni með skátunum, pílagrímsfluginu, árun- um hjá Loftleiðum, köldum vetr- ardögum í Chicago. Fyrir nokkr- um árum bað hann mig að mála mynd af flugvélunum sem hann flaug. Hann kom til mín á vinnu- stofuna með þykka plastmöppu af fyrirmyndum og sagði mér í smá- atriðum frá hverri vél. Mér skild- ist að „Monsarnir“ hefðu verið í uppáhaldi. Afi var barngóður og ljómaði þegar hann var í kringum lítil börn, hann var góður afi sem pass- aði vel upp á fólkið sitt. Hann var hraustur og duglegur alveg þar til rétt undir það síðasta. Maður sá hann varla eldast síðustu tuttugu árin. Ég fann einmitt um daginn mynd af honum sem var tekin fyr- ir tuttugu árum og get ekki séð að hann hafi breyst mikið, alltaf hraustlegur, snyrtilegur, vatns- greiddur, sólbrúnn og óendanlega svalur. Í eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti afa uppi á spítala bað hann mig að greiða sér, honum fannst ómögulegt að vera ekki al- mennilega greiddur. Ég greiddi honum og klippti líka á honum neglurnar og átti góða stund með honum með hans hönd í minni. Mikið á ég eftir að sakna þín afi minn. Ég kveð þig með söknuði í bili. Við sjáumst síðar. Linda Dögg Ólafsdóttir. Elsku góði afi minn og langafi. Þegar ég hugsa um þig og hvaða áhrif þú hefur haft á okkar líf þá minnumst við þín með gleði og í rólegheitum. Þú varst rólegur, staðfastur, þolinmóður og hafðir einstakt bros og innilegan hlátur. Við minnumst allra ferðanna upp í bú- stað í Borgarfirði og stundanna sem við spiluðum púka. Eins fór- um við í ferð saman til Lúxem- borgar með hinum barnabörnun- um sem gleymist seint. Eða þegar maður hjólaði yfir Fossvoginn til að heimsækja ykkur yfir í Geit- landið. Þó að þú hafir verið fámáll þá hefurðu kennt okkur margt og mikið sem situr eftir, sérstaklega í lund og fari okkar. Við þökkum þér fyrir tilveruna og kveðjum með söknuði. Guðmundur Árni og fjölskylda. Árni Falur Ólafsson Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn- um. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÁGÚSTU ÞORVALDSDÓTTUR Lækjarsmára 4, Kópavogi, áður til heimilis á Langholtsvegi 188, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Þorvaldur K. Þorsteinsson Guðrún Þ. Þórðardóttir Kristinn H. Þorsteinsson Auður Jónsdóttir Óli Þorsteinsson Ellen T´Joen barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.