Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 27
sem fjármálastjóri. „Sá tími var einkar gefandi og lærdómsríkur þar sem ekki er sjálfgefið að fá að taka þátt í mótun og uppbyggingu nýrrar stofnunar, samstarfsmenn voru frá- bærir og vinnuumhverfið fallegt enda húsnæði bókhlöðunnar ein- stakt. Það er gaman og gefandi að þjónusta ungt fólk og unga náms- menn.“ Næstu 15 árin vann Hrafnhildur í umhverfisráðuneytinu, fyrst sem deildarstjóri en síðustu 10 árin sem skrifstofustjóri fjármála og rekstrar. „Ég tók þátt í mörgum skemmti- legum verkefnum í ráðuneytinu. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er verkefnið Vistvæn innkaup sem var unnið í samvinnu við sveitarfélögin. Í kjölfarið samþykktu ríkið og sveitar- félögin sína fyrstu innkaupastefnu árið 2009. Á þessum árum kviknaði hjá mér einlægur áhugi á vistvænum lífsstíl, umhverfinu og varðveislu þess til handa komandi kynslóðum. Ég reyni t.a.m. að hjóla eða ganga sem oftast í vinnu í stað þess að keyra.“ Hinn 1. nóvember 2013 var Hrafn- hildur skipuð framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og er þá aftur komin í samstarf við námsmenn. „Námsmenn eru kröfu- harður hópur og mikilvægt að þjón- ustan við þá sé fagleg og góð.“ Hrafnhildur Ásta segir áhuga- málin mörg þótt minni tími sé til þess að njóta þeirra en hún óskar sér. „Aðaláhugamálið mitt er bridge. Ég lærði það ung af föðurömmu minni Ástu sem spilaði mikið. Frá tíu ára aldri spiluðum við systurnar með henni og föður mínum gjarnan á sunnudagseftirmiðdögum. Svo má nefna að fyrir nokkrum árum byrjaði ég að æfa borðtennis. Ég hef gaman af salsadansi og er byrjuð að sveifla golfkylfum af og til. Börnin mín og barnabörn eru samt efst á lista og líf mitt er helgað þeim.“ Fjölskylda Börn Hrafnhildar Ástu og Yngva Ólafssonar, f. 3.11. 1956, bæklunar- læknis og yfirlæknis á Landspít- alanum, eru: 1) Þorvaldur Hrafn, f. 17.12. 1980, lögfræðingur í utanrík- isráðuneytinu. Maki hans er Elsa Ýr Bernhardsdóttir vöruhönnuður. Barn þeirra Móeiður Lilja, f. 11.3. 2015; 2) Ólafur Torfi, f. 15.4. 1984, hugbúnaðarverkfræðingur hjá TM. Maki hans er Urzula Konopacka líf- tæknifræðingur; 3) Nanna, f. 13.4. 1986, nemi í sjúkraþjálfun. Maki hennar er Ricardo Morris sjávarlíf- fræðingur. Barn þeirra Mikael Yngvi, f. 16.10. 2017; 4) Jóhannes Kári, f. 1.4. 2001, menntaskólanemi. Systkini Hrafnhildur Ástu eru: Hervör Lilja, f. 3.5. 1957, forseti Landsréttar, Lúðvík, f. 28.8. 1959, matreiðslumaður og iðnrekstrar- fræðingur, Ólafur Börkur, f. 18.5. 1961, hæstaréttardómari, Þórhallur Haukur, f. 7.10. 1970, hæstaréttar- lögmaður. Foreldrar Hrafnhildar Ástu voru hjónin Þorvaldur Lúðvíksson, f. 23.9. 1928, d. 2.4. 2007, hæstaréttar- lögmaður, síðar framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og síð- ast gjaldheimtustjóri Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, og Ásdís Ólafs- dóttir, f. 29.6. 1931, d. 3.2. 2006, röntgenhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri geisladeildar Land- spítalans. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir Friðbjörg Gísladóttir vinnukona, síðast bús. í Reykjavík Júlíus Kristjánsson vinnumaður í Borgarfirði Lilja Júlíusdóttir húsfr. og garðyrkjub. í Víðigerði Ólafur Sveinsson garðyrkjub. í Víðigerði í Biskups- tungum, síðar verkam. í Rvík Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík Ingibjörg Baldvinsdóttir húsfreyja í Hamragerði á Borgarfirði eystra Sveinn Sigmundsson fór til Vesturheims Björn Snorrason mjólkurfræðingur í Rvík LúðvíkÓlafsson læknir í Rvík Ólafur Sturla Kristjáns- son stýrim. í Rvík Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Ingibjörg Kristín Lúðvíks- dóttir húsfr. í Rvík Anna Sigríður Lúðvíksdóttir skrif- stofumaður í Rvík Drífa Hrönn Kristjáns- dóttir mannfræðingur í Rvík Friðjón Guðröðar- son sýslum. í A-Skaft. og Rang. Tryggvi Ólafsson bóka- safnsfræðingur í Rvík Ingibjörg Kristjáns- dóttir skrifstofumaður hjá Actavis Halldóra Sig- finnsdóttir húsfr. í Nes- kaupstað Sigríður Snævarr sendiherra Sigríður Ólafsdóttir fv. héraðsdómari, bús. í Rvík Kristján Ólafsson loftskeytamaður og verslunarmaður í Rvík Sigfinnur Sigmundsson b. á Borgarfirði eystra Valborg Sigurðar- dóttir skólastj. Fósturskólans Logi Gunnarsson doktor í heimspeki í Þýskalandi Kristján Yngvi Karls- son fiskeldisfræð- ingur í Vestm.eyjum Ásdís Þorgrímsdóttir húsfr. á Hvítárbakka í Borgarfirði Davíð Oddsson ritstjóri Morgun- blaðsins og fv. forsætisráðherra Ingibjörg Ólafsdóttir skrifstofumaður hjá LÍN Þorgrímur Jónatans- son b. á Ytri-Kára- stöðum á Vatnsnesi Torfhildur Guðnadóttir húsfr. í Hvoltungu undir Eyjafjöllum Jón Jónsson landpóstur og bóndi á Núpsstað í Skaftár- hreppi Ásta Jónsdóttir húsfr. á Eyrarbakka og síðar Selfossi Lúðvík Norðdal Davíðsson læknir á Eyrarbakka og síðar Selfossi Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Davíð Jónatansson verkamaður í Reykjavík Úr frændgarði Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Jón fæddist 29. júní árið 1906 íReykjavík. Foreldrar hans voruhjónin Sigurður Jónsson, f. 1878, d. 1909, trésmiður í Reykjavík, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 1878, d. 1960, húsfreyja og síðar matselja í Reykjavík. Faðir Jóns var úr Keldu- hverfi en móðir hans úr Flóanum. Jón lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1926 og kandídatsprófi í læknisfræði frá Há- skóla Íslands 1933. Að námi loknu vann hann á árunum 1933-1946 á sjúkrahúsum, stofnunum og hælum í Danmörku. Jafnframt störfum sínum vann hann að rannsóknum sem síðar urðu efni í doktorsritgerð. Almennt lækningaleyfi hlaut hann árið 1939 og jafnframt viðurkenningu sem sér- fræðingur í berklalækningum. Dr. med. við Kaupmannahafnarháskóla varð hann árið 1945. Jón var ráðinn heilbrigðisfulltrúi Reykjavíkurbæjar árið 1946 og skipaður borgarlæknir árið 1948 og gegndi því embætti til 1974 er hann sagði því lausu fyrir aldurs sakir. Jafnframt var hann skipaður héraðs- læknir í Kópavogi 1950-1956 og á Seltjarnarnesi 1950-1974. Auk þessara starfa annaðist hann ýmis trúnaðarstörf fyrir borgina og var skipaður prófdómari við læknadeild HÍ 1973-1977. Jón gegndi trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna og var meðal ann- ars heiðursfélagi Knattspyrnufélags- ins Vals og sæmdur gullmerki félags- ins árið 1961 og 50 ára afmælismerki ÍSÍ árið 1962. Hann átti sæti í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands frá upphafí, þar af formaður og varaformaður í fjögur ár. Hann var formaður stjórnar Skálatúnsheimilis- ins í Mosfellssveit og kjörinn forseti Sambands norrænna styrktarfélaga vangefinna 1975-1979. Eiginkona Jóns var Ragna Sigurðsson, f. 6.5. 1912, d. 6.3. 2005, bankaritari og húsfreyja. Sonur þeirra er Örn, f. 1944. Jón Sigurðsson lést 28.12. 1986. Merkir Íslendingar Jón Sigurðsson 95 ára Rebekka Stígsdóttir 90 ára Marta Ágústsdóttir Sigurást Indriðadóttir 85 ára Eysteinn Jónsson Kristín Ágústa Viggósdóttir Oddný Freyja Kristinsdóttir 80 ára Friðbjörg Vilhjálmsdóttir Ninna B. Sigurðardóttir Sighvatur Snæbjörnsson Vilhjálmur Hjálmarsson 75 ára Ágúst Ólafsson Magnús Einarson Sigmundur Karl Ríkarðsson Sigrún Guðmundsdóttir Svava Ágústsdóttir Þuríður Ísólfsdóttir Þuríður Jóna Schiöth 70 ára Bjarni Ólafsson Eyjólfur S. Gunnarsson Frímann Jóhannsson Guðjón Friðjónsson Jens Hilmarsson Sigrún Richter Svanhildur Guðmundsd. Þorsteinn Ólafsson 60 ára Bjarni Jónsson Egill Heiðar Gíslason Gylfi Gunnarsson Hrafnhildur Ásta Þorvaldsd. Kristbjörg Jóhannsdóttir Kristinn Daníelsson Runólfur Þór Jónsson Teresa Zdanowicz Þorsteinn Sveinsson 50 ára Berglind Ólafsdóttir Björn Ársæll Pétursson Guðmundur Ingi Hjartarson Gunnar Arnar Hilmarsson Hanna Kristín Stefánsdóttir Harpa Lydía Gunnarsdóttir Hermann G. Hermannsson Magnús Garðarsson María Salóme Lapitan Ragnhildur I. Aðalsteinsd. Sigrún Guðmundsdóttir Sigvaldi H. Ragnarsson Valur Bergsveinsson 40 ára Angel Martin Bernal Edda Tegeder Óskarsdóttir Hulda Ösp Ragnarsdóttir Jens Kristjánsson Magdalena-Petruta Hogea Ólafur Heiðar Harðarson Óli Grétar Skarphéðinsson Róbert Már Þorvaldsson Sigurrós Sóley Jónsdóttir Vilhelmína Una Hjálmarsd. 30 ára Aron Sölvi Ingason Áslaug Karen Jóhannsd. Boði Logason Daði Snær Skúlason Davíð Þór Gíslason Eggert Orri Hermannsson Erla Laufey Pálsdóttir Eva Arnfríður Aradóttir Guðrún Mist Gunnarsdóttir Hreiðar Örn Svansson Jesus I. Camacho Robles Kári Sveinsson Magnús Stefán Jóhannsson Óskar Þormarsson Rúnar Máni Baldursson Snæbjörn Örvar Gunnarss. Snædís Ósk Sigurjónsdóttir Tryggvi Rúnar Guðnason Til hamingju með daginn 40 ára Guðmundur er frá Drangsnesi en býr í Garðabæ. Hann er vélvirki hjá VHE. Dóttir: Sandra Rós, f. 2013. Bræður: Magnús, f. 1980, og Guðfinnur, f. 1984. Foreldrar: Erling Ómar Guðmundsson, f. 1955, útgerðarmaður á Drangs- nesi, og Viktoría Lofts- dóttir, f. 1958, matráður hjá Kviku. Þau eru búsett í Garðabæ. Guðmundur L. Erlingsson 30 ára Andri er Reykvík- ingur og vinnur sem skóari hjá Eimskip, en skóari sér um að festa gámana á skipunum. Systkini: Snædís Berg- mann, f. 1991, og Bjarki Bergmann, f. 1996. Foreldrar: Guðmundur Karl Bergmann, f. 1962, húsasmíðameistari hjá GKB, og Hugrún Davíðs- dóttir, f. 1963, sjúkraliði í heimahjúkrun. Þau eru búsett í Reykjavík. Andri Bergmann 30 ára Eyjólfur er úr Kópavogi en býr í Reykja- vík. Hann er sendill hjá AHA veitingum. Maki: Hrefna Erna Ólafs- dóttir, f. 1988, leikskóla- kennari. Dóttir: Máney Aþena, f. 2014. Foreldrar: Eyjólfur Þórð- arson, f. 1962, lagerstjóri hjá Lífi og list, bús. í Keflavík, og Jóna Páls- dóttir, f. 1964, ritari á LSH, bús. í Reykjavík. Eyjólfur A. Eyjólfsson Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt ÚTSALAN ER HAFIN afsláttur af öllum útsöluvörum40%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.