Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Deilt um ágæti nýju brúarinnar  „Þurfum betri sátt um veglagninguna“  Vegagerðin telur brúna dýrari  Margt jákvætt Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Það sem við þurfum fyrst og fremst er betri sátt og friður um veglagn- inguna,“ segir Haraldur Benedikts- son, fyrsti þingmaður í Norðvestur- kjördæmi, um nýjar tillögur um úrbætur á Vestfjarðavegi. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær kynnti norska verkfræðistofan Multi- consult nýjar leiðatillögur á svæðinu þar sem Vestfjarðavegur myndi renna vestur fyrir Reykjanes um Reykhóla og brú væri lögð yfir mynni Þorska- fjarðar. Átök um vegaumbætur á svæðinu eiga sér margra ára sögu og hefur náttúruverndarsvæðið Teigs- skógur verið eitt helsta deiluefnið. „Þessi nýja veglína hefur ákveðna galla,“ segir Haraldur og nefnir þá sérstaklega veginn sem myndi renna um Reykjanesið. „Þetta þverar í sundur bújarðir. Fyrst verða menn að ná samkomulagi við þá bændur til þess að þetta verði ekki til þess að eyðileggja búskap þeirra,“ segir Haraldur og segist vita til þess að bændur hafi áhyggjur af þessu. „Mér heyrist talsvert langt í land hvað varðar samkomulag um þetta,“ segir Haraldur en bætir við: „Ég ber virð- ingu fyrir þessari viðleitni Reykhóla- sveitar til að reyna að leita sátta. Ég held að það sé það sem við þurfum.“ Framkvæmdir í fyrsta lagi eftir ár Vegagerðin sendi í gærmorgun frá sér fréttatilkynningu þar sem fram koma athugasemdir stofnunarinnar við hinar nýju hugmyndir. Þar segir m.a.: „Vegagerðin telur að leið um utanverðan Þorskafjörð sé líklega dýrari kostur en reiknað er með í skýrslu Multiconsult.“ Þá segir þar einnig að leiðin kalli á frekari rann- sóknir og endurbyggingu á Reyk- hólasveitarvegi og benda á að Vega- gerðin geti ekki verið tilbúin til framkvæmda fyrr en að einu til tveimur árum liðnum. „Mjög líklegt verður að telja að sú gerð brúar sem Multiconsult leggur til yfir Þorska- fjörð sé mun dýrari lausn á lengd- armetra en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir,“ segir í athugasemdunum. Skýrsla norsku verkfræðistofunn- ar er einnig sérstaklega tekin fyrir og segir Vegagerðin: „Það eru engar nýjar leiðir sem koma þarna fram. Leið um Reykhóla sem nefnd er R- leið í skýrslu Multiconsult hét leið A í matsáætlun Vegagerðarinnar og var hafnað á grundvelli kostnaðar, um- ferðaröryggis og lengingar aksturs- vegalengda miðað við aðrar leiðir.“ Margt jákvætt segir ráðherra Ljóst er að eitthvað er í að endan- leg niðurstaða fáist í málið en að- spurður segir Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra: „Hér er aftur kominn fram valkostur sem var áður til skoðunar, en á nýjum forsendum. Það er margt jákvætt við hann, svo- sem láglendisvegur og að leiðin ligg- ur um Reykhóla. Vegagerðin þarf að meta hann m.a. með tilliti til hvort nýjar upplýsingar og rannsóknir gefi tilefni til að endurskoða fyrri áform og kostnað.“ Haraldur Benediktsson Sigurður Ingi Jóhannsson Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Umhverfisáhrif vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á hálendismiðstöðinni í Kerlingarfjöllum eru að mestu óveruleg þegar litið er á þá umhverf- isþætti sem voru til umfjöllunar í frummatsskýrslu Fannborgar ehf., sem á og rekur hálendismiðstöðina. Er Fannborg jafnframt fram- kæmdaraðili fyrirhugaðrar upp- byggingar þar sem ráðgert er að byggja nýjan og stærri gistiskála. Í skýrslunni er gerð grein fyrir áfangaskiptri framkvæmd og sam- kvæmt fjórum valkostum, þ.m.t. svo- kölluðum „núll-kosti“ sem þýðir að ekki verði af frekari framkvæmdum og núverandi húsum verði haldið við „svo lengi sem hægt er,“ eins og seg- ir í samantekt skýrslunnar. Þeir umhverfisþættir sem teknir voru til umfjöllunar í mati á um- hverfisáhrifum voru: landslag og ásýnd, gróður, fuglar, jarðfræði og jarðminjar, vatnafar, ferðaþjónusta og ferðamenn auk fornleifa. Er óverulegur munur á umhverfisáhrif- um þeirra fjögurra valkosta sem standa til boða, „nema helst varðandi áhrif á ferðaþjónustu og ferðamenn, gróður og landslag og ásýnd,“ segir í skýrslunni. Tekið er þó fram að ekki er talin þörf á „sérstökum mótvæg- isaðgerðum“ vegna áhrifa fram- kvæmdarinnar. Segir í skýrslunni að sýnileiki mannvirkja sé afmarkaður og muni ekki taka breytingum. Einhver nei- kvæð áhrif verða á ásýnd staðarins, en ekki er talið að það dragi úr komu ferðamanna í fjöllin. Fjölgi ferða- mönnum mikið verða nokkuð nei- kvæð áhrif á gildi landslags í Kerl- ingarfjöllum og jarðminja í Hveradölum. Hefur efnistaka vegna framkvæmdarinnar einnig neikvæð áhrif á jarðminjar, sem hafa mjög hátt verndargildi líkt og landslagið. Óveruleg áhrif á umhverfið  Ný frummatsskýrsla um uppbyggingu í Kerlingarfjöllum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skálar Hálendismiðstöðin býður upp á gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Þriðja og síðasta hækkunin á mót- framlagi launa- greiðenda í lífeyr- issjóði samkvæmt samkomulagi SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands fer í gegn 1. júlí. Um er að ræða 1,5% hækk- un en samið var um það árið 2016 að mótframlagið myndi hækka í þremur áföngum til 2018. Hefur mótframlagið nú hækkað um 0,5% stig 1. júlí 2016, 1,5% stig 1. júlí 2017 og svo 1,5% stig 1. júlí 2018. Hækkunin nær til þeirra lífeyris- sjóða sem starfa á grundvelli kjara- samnings þessara aðila um lífeyris- mál. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs verður nú samtals 15,5% og skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekanda. At- vinnurekendum er áfram skylt að skila öllu skyldutryggingariðgjaldinu til lífeyrissjóðs viðkomandi launa- manns. Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða, segir sjóðfélaga geta valið um hvernig þeir skipta hækkuninni. „Sjóðfélagar geta valið um hvort þetta fer í samtryggingu eða í til- greinda séreign og geta sett þetta þá í hvaða sjóð sem þeir kjósa,“ segir Þórey. mhj@mbl.is Mótfram- lag hækkar um 1,5% Þórey S. Þórðardóttir  Tekur gildi um næstu mánaðamót Fjölmenni var viðstatt í gær þegar Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, lagði hornstein að Búrfellsstöð II, 18. aflstöð Landsvirkjunar. Það var svo Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hafði samband við stjórnstöð Landsnets, hvar fólk ræsti vélar virkjunarinnar og innan stundar streymdi rafmagn inn á háspennulínur. Með stöðinni, sem er 100 MW, eykst orkugeta raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári en gera má ráð fyrir að sú viðbótarorka sem nú fæst verði fullnýtt á næsta ári. Verkefni þetta hefur átt langan aðdraganda, en framkvæmdir hófust í apríl 2016. Helgast skammur framkvæmdatími af því að fyrir voru á svæðinu lón, vegir og veitur og það hélt umhverfisáhrifum í lágmarki. Bjarni gangsetti Búrfellsstöð II Ljósmynd/Landsvirkjun 100 MW orka frá 18. aflstöð Landsvirkjunar verður fullnýtt á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.