Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og Viðtal í Morgunblaðinu í gær viðAlexöndru Björk Adebyi um lokaritgerð hennar í lögfræði hefur vakið verðskuldaða athygli. Loka- ritgerðin fjallar um „Fyrirkomulag valdaframsals vegna EES-samningsins“ og niðurstöðurnar eru umhugs- unarverðar.    Alexandra segirað samning- urinn beri í dag mörg einkenni þess að vera yfirþjóðlegs eðlis. „Þegar skoðað er hvernig fyrirkomulag valdaframsals vegna EES- samningsins hefur þróast verður hann ekki talinn standast þær for- sendur sem byggt var á þegar valdaframsal vegna samningsins var talið samrýmast stjórnar- skránni. Fræðimenn hafa m.a. haft uppi varúðarorð um þróunina og hefur þeim fjölgað í gegnum tíð- ina,“ segir hún.    Styrmir Gunnarsson segir aðfróðlegt verði að sjá hvort ein- hver alþingismaður sjái ástæðu til að taka þetta mál upp, þegar þingið kemur saman í haust.    Björn Bjarnason er sammálaAlexöndru um að samningnum hafi ekki verið „ætlað að vera yfir- þjóðlegs eðlis með sama hætti og ESB“.    Þessi mál þarf að taka til umræðuog hægt er að taka undir með Styrmi að í ljósi umræðna fyrir skömmu um afgreiðslu Alþingis á persónuverndarlöggjöf ESB séu þessar niðurstöður mjög athyglis- verðar.    En ætli þær verði til þess að þing-menn velti því fyrir sér hvort færibandavinnan á Alþingi fyrir ESB þurfi að taka breytingum? Alexandra Björk Adebyi Þarf færibanda- vinnan að breytast? STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 súld Bolungarvík 10 rigning Akureyri 13 alskýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Stokkhólmur 26 heiðskírt Helsinki 25 heiðskírt Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 26 heiðskírt Glasgow 25 heiðskírt London 26 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 24 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 22 skúrir Moskva 25 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt Barcelona 25 þrumuveður Mallorca 29 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 24 léttskýjað Montreal 17 þoka New York 22 rigning Chicago 27 léttskýjað Orlando 31 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:03 24:01 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:19 23:44 Um 100 um- sóknir bárust Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands þegar auglýst var eftir hljóð- færaleikurum á samning til að leika í verk- efnum hljóm- sveitarinnar. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, segir áhugann hafa komið sér á óvart: „Það kom skemmtilega á óvart hvað það eru margir menntaðir og hæfir atvinnu- hljóðfæraleikarar á Íslandi.“ Við- brögð við auglýsingu Menningar- félags Akureyrar gefa til kynna að framboð á atvinnuhljóðfæraleik- urum sé mjög gott og hefur Sinfón- íuhljómsveitin nú þegar boðið 50 hljóðfæraleikurum samning. „Og 30 öðrum verður boðið að taka þátt í öllum stærri verkefnum. Þetta sýnir að það er enginn vafi á því að það er tilefni til að reka tvær sinfóníuhljómsveitir á Íslandi,“ segir Þorvaldur. Margir vilja leika á hljóðfærin  Sinfónía Norður- lands mjög eftirsótt Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Alþjóðlegt fornsagnaþing verður haldið í 17. skiptið, að þessu sinni í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.- 17. ágúst. Þingin hafa verið haldin víða um heim og var seinasta þing t.a.m. fyrir þremur árum í Sviss. Yfirskrift og aðalviðfangsefni þingsins eru Íslendingasögur en þess verður einnig minnst að nú eru liðin 900 ár frá upphafi lagaritunar á Ís- landi. Þá verða flutt yfir 200 erindi um hvaðeina sem tengist uppruna, þróun og list Íslendingasagna en auk þess munu hátt í 40 fræðimenn ræða um lög og samfélag í málstofum und- ir yfirskriftinni „Með lögum skal land byggja“. Þrír hátíðarfyrirlestrar verða fluttir í Háskólabíói og munu tveir þeirra fjalla um Njálu og einn um ís- lensk lögfræðiskjöl, forgangsatriði laga og viðfangsefni lögfræðinnar til forna. Hermann Pálsson prófessor stofn- aði til alþjóðlegu fornsagnaþinganna. Gekkst hann fyrir fyrsta þinginu sem haldið var árið 1971 í Edinborg. Há- skóli Íslands, Snorrastofa og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um standa að 17. alþjóðlega forn- sagnaþinginu. Í Háskóla Íslands og í Reykholti verður fjölbreytt dagskrá, sem nálgast má á heimasíðu viðburð- arins, fornsagnathing2018.hi.is. Skráningarfrestur á viðburðinn er til 1. ágúst. veronika@mbl.is Alþjóðlegt fornsagnaþing á Íslandi  Dagskrá í Reykjavík og Reykholti  Íslendingasögur verða aðalviðfangsefnið Morgunblaðið/Ómar Fræði Hluti dagskrár fer fram í HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.