Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 2
Fyrsti fundur nýs borgarráðs var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun. Fundinn sátu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem kjörin var for- maður, Líf Magneudóttir, sem verð- ur varaformaður ráðsins, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guð- jónsdóttir auk þriggja áheyrnarfull- trúa sem eru fremst á myndinni. Lengst til vinstri er Sanna Magda- lena Mörtudóttir, þá Kolbrún Bald- ursdóttir og Baldur Borgþórsson. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins, Flokks fólksins og Sósíalista létu bóka óánægju með að fundir borgar- stjórnar væru felldir niður í júlí og ágúst: „Eðlilegt hefði verið að ný- kjörin borgarstjórn hefði verið að störfum í sumar vegna allra þeirra brýnu mála sem nauðsynlegt er að hefja vinnu að strax,“ sagði í bókun þeirra. Borgarráð fer ásamt borgarstjóra með framkvæmdastjórn Reykjavíkurborgar og fjármálastjórn Nýtt borg- arráð tekur til starfa Morgunblaðið/Valli 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Afgreiðslutími bersýnilega tilhæfu- lausra umsókna um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun hefur styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fjóra daga, það sem af er árinu 2018, og hlutfall slíkra umsókna frá örugg- um upprunaríkjum hefur lækkað úr 52% árið 2017 í 26% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari dóms- málaráðherra, Sigríðar Á. Ander- sen, við fyrirspurn þingmannsins Ólafs Ísleifssonar á Alþingi. „Mér er til efs að farið hafi verið jafn ítarlega yfir þessa þætti áður eins og í svarinu. Dvalartímarnir voru mjög langir en eru nú að stytt- ast vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta er mjög þungur fjárhagslegur baggi fyrir ríkið að bera, en í eldra svari ráðherra við annarri fyrirspurn minni kom fram að kostnaður rík- issjóðs vegna hælisumsókna hefur vaxið úr 220 milljónum í rúma þrjá milljarða frá árinu 2012,“ segir Ólaf- ur í samtali við Morgunblaðið, en hann situr í fjárlaganefnd Alþingis. Í fyrirspurninni var óskað eftir upplýsingum, sundurliðuðum fyrir árin 2012-2017, um fjölda hælisleit- enda og hælisveitinga, meðaldvalar- tíma þeirra sem fengu synjun, lengsta dvalartíma og dreifingu hans, hvaða þættir hafi áhrif á lengd dvalartíma, aðgerðir til að stytta dvalartíma, árangur þeirra og hvaða aðgerðir séu fyrirhugaðar. Eins var spurt um endurkomur þeirra sem var synjað og fylgt af lögreglu úr landi. Umsóknum um alþjóðlega vernd hérlendis fjölgaði úr 118 árið 2012 í 1.096 árið 2017 og þeir sem sóttu aft- ur um eftir synjun og lögreglufylgd úr landi voru níu árið 2016 og sjö árið 2017, skv. svarinu. Dvalartími umsækjenda um al- þjóðlega vernd er tíminn sem það tekur stjórnvöld að afgreiða um- sókn, að viðbættum tímanum sem það tekur að framkvæma synjun með sjálfviljugri heimför eða flutn- ingi úr landi eða tímanum sem það tekur þá sem veitt er vernd að út- vega húsnæði. Meðaldvalartími og lengsti dval- artími umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem synjað var um efnislega meðferð eða synjað um vernd, við- bótarvernd eða dvalarleyfi af mann- úðarástæðum, hefur styst úr því að vera 355 og 1.432 dagar þegar hann var lengstur árið 2014, í 166 og 531 dag árið 2017. Einstaklingum sem veitt var al- þjóðleg vernd fjölgaði úr þremur ár- ið 2012 í 88 manns árið 2017, þeim sem fengu viðbótarvernd fjölgaði úr tveimur árið 2012 í 36 manns árið 2017. Engum var veitt svokallað mannúðarleyfi árið 2012 en hefur fjölgað í 54 manns árið 2017. Veitt vernd sem hlutfall af um- sóknum sama árs hefur því aukist úr því að vera um 4,2% árið 2012 í að vera um 16,2% árið 2017. Málsmeðferð hefur mikil áhrif á lengd dvalartíma, þ.e. hvort um er að ræða bersýnilega tilhæfulausa um- sókn einstaklings frá öruggu upp- runaríki, hvort umsókn er afgreidd án efnislegrar niðurstöðu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, eða hvort umsókn er tekin til efnislegrar með- ferðar. Einnig kærur á ákvörðunum og óskir um frestun réttaráhrifa nið- urstöðu, skortur á skilríkjum og auð- kenning umsækjenda ásamt þeim tíma sem samvinna við heimaríki við- komandi tekur. Á undanförnum árum hefur stærstur hluti umsækjenda um al- þjóðlega vernd hér á landi komið frá öruggum upprunaríkjum og hafa stjórnvöld því lagt ríka áherslu á að- gerðir til að draga úr og hraða af- greiðslu umsókna þaðan og stytta dvöl umsækjendanna með skilvirkri málsmeðferð. Áfram verði unnið að því að bæta kerfið, því móttaka og málsmeðferð umsækjenda um alþjóð- lega vernd sé ekki verkefni sem verði leyst með átaksaðgerðum, heldur við- fangsefni sem er komið til að vera í vestrænum ríkjum. Dvalartími hælisleitenda styttist  Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd hefur nær tífaldast á sex árum  Veiting verndar eykst talsvert hlutfallslega Meðal- og lengsti dvalartími þeirra sem fá synjun hefur verið styttur allverulega Mun færri dvalardagar » Dvalartími vegna tilhæfu- lausra umsókna styttist úr 69 dögum 2017 í 4 daga 2018. » Lengsti dvalartíminn var áður um 4 ár en er nú 1,5 ár. » Umfang veittrar verndar eykst. » Hægt að sækja endurtekið um hæli þrátt fyrir synjun. Ólafur Ísleifsson Sigríður Á. Andersen Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Við erum að rífa og hreinsa og þetta gengur bara ágætlega,“ sagði Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja fiskeldi, í samtali við Morgunblaðið. Húsnæði fyrirtækis- ins brann í eldsvoða aðfaranótt mið- vikudagsins síðasta. Fyrirtækið hef- ur fengið brunavettvanginn afhent- an og hafið þar vinnu. „Það er fólk hérna í hreinsunarstarfi og gjör- gæslu með seiðin sem sluppu lif- andi,“ segir Jón Kjartan, en eitt ker- ið bráðnaði í eldinum og seiðin í því drápust. „Ég get ekki tjáð mig um það núna, málið er í eðlilegum farvegi hjá lögreglunni og við þurfum að átta okkur á umfangi tjónsins fyrst,“ sagði Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, aðspurður hvort tilefni væri til að gefa út afkomuviðvörun hjá tryggingafélaginu vegna brunans í fiskeldi Samherja á Núpi í Ölfusi. Hann vænti þess að frekari upplýs- ingar fengjust á allra næstu dögum. Forstjóri Mannvirkjastofnunar, Björn Karlsson, gat ekki veitt neinar upplýsingar þar sem stofnunin vinn- ur að rannsókn málsins fyrir lög- reglu og vísaði á lögregluna á Suður- landi um upplýsingar af framgangi rannsóknarinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn kvað ekkert nýtt að frétta af rann- sókn málsins og vænti þess ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi, enda tals- verð vinna fólgin í að rannsaka stór- bruna. Niðurrif hafið á bruna- rústum fiskeldisins á Núpi  Enn verið að meta umfang tjónsins hjá tryggingafélaginu Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson Stórbruni Hreinsunarstarf er hafið á vettvangi á Núpi í Ölfusi.DimmalimmReykjavik.is Útsalan er hafin 40-60% afsláttur DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.