Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Vel var tekið á móti íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu við kom- una til Íslands í fyrradag. Ríkis- stjórn Íslands bauð til óformlegrar móttökuathafnar þar sem landsliðs- hópnum og fjölskyldum þeirra voru færðar þakkir og kveðjur. „Strákarnir hafa veitt þjóðinni innblástur og mikla gleði síðustu vikurnar og mér þótti vænt um að geta komið þeim skilaboðum til þeirra og fjölskyldna þeirra við heimkomuna í gærkvöldi. Sam- vinnan og baráttuþrekið þeirra hef- ur kennt okkur margt og þeir mega vita það að við erum öll sem eitt af- ar stolt af þeim,“ sagði Katrín Jak- obsdóttir, forsætisráðherra Íslands, að strákunum viðstöddum í athöfn- inni í gær. Auk hennar voru við- stödd móttökuna Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stað- gengill borgarstjóra, og Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. aronthordur@mbl.is Ljósmynd/Stjórnarráðið Móttaka Strákunum voru færðar þakkir og kveðjur fyrir frábæra frammistöðu landsliðsins á HM í Rússlandi. Landsliðið heiðrað við heimkomu Athvarf fyrir hvíthvali eða mjaldra í Vestmannaeyjum virðist ætla að verða að veruleika ef marka má frétt- ir á heimasíðu Whale and Dolphin Conservation (WDC) en WDC hefur verið að kanna möguleika á hvalaat- hvarfi í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fyrsta opna athvarfið fyrir hvít- hvali, en unnið hefur verið að verk- efninu í mörg ár. Fyrstu tveir hvíthvalirnir eru væntanlegir vorið 2019. Um er að ræða tvo kvenkyns hvali sem bera nöfnini Little Grey og Little White eða Litli grái og Litli hvíti. Hvala- athvarfinu er ætlað að bjarga hvölum sem eru geymdir í skemmtigörðum en Litli grái og Litli hvíti eru núna hýstir í Chanfeng Ocean World- garðinum í Sjanghæ í Kína. Samkvæmt fréttamiðlinum Eyja- fréttum var ákveðið á fundi bæj- arráðs í byrjun maí að gera leigu- samning við The Beluga Building Company sem er í eigu Merlin Enter- tainment en Merlin er stærsti fjár- veitingaraðili verkefnisins. Samn- ingur Vestmannaeyja við fyrirtækið er til 20 ára og gerir ráð fyrir að fyr- irtækið leigi tæplega 800 m² húsnæði á jarðhæð Fiskiðjunnar á Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum. Leigusamning- urinn gerir ráð fyrir því að fyrirtækið komi upp fiska- og náttúrugripasafni í Fiskiðjunni þar sem fræðslusýning verður um lunda og hvali. Áætlaður stofnkostnaður er talinn um 500 milljónir króna og tekur Vest- mannaeyjabær engan þátt í fjár- mögnun verkefnisins. Leigusamning- urinn gerir ráð fyrir að velji leigutaki að hætta starfsemi muni Vest- mannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi því, bænum að kostn- aðarlausu, en leiguverðið er um 190.000 kr. á mánuði. mhj@mbl.is Hvíthvalir til Eyja  Fyrstu hvalirnir væntanlegir í vor AFP Mjaldrar Litli grái og Litli hvíti framkvæma þrautir fyrir þjálfara sína í Chanfeng Ocean World. Til stendur að koma þeim fyrir í Eyjum í vor. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta dregur úr hvatningu til einka- framtaks og vilja fólks til að reyna að ná sér í viðbótartekjur,“ segir Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, um nýtt átaksverkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar verður heimagistingarvakt sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæðinu efld til muna í kjölfar 64 milljóna króna aukafjárframlags. Með verkefninu er ætlunin að öðlast yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagisting- ar, tryggja rétt skattskil og að rekstraraðilar séu með tilskilin leyfi. Sölvi furðar sig mjög á átaksverk- efninu. „Það eru t.d. miklu færri að fylgjast með hótelum. Við hljótum að vilja fá fjölbreytni í ferðaþjónustu og bjóða upp á fleiri en eina tegund af gistingu,“ segir Sölvi og bætir við að helsti vandinn sé núverandi reglu- verk. Í dag eru reglur í gildi sem kveða á um að fólk megi einungis leigja heimili sitt út í að hámarki 90 daga. Þar að auki er ekki leyfilegt að vera með meira en tvær milljónir króna í tekjur af heimagistingu. „Þetta er auðvitað mjög skrýtið. Ef þú átt t.d. sumarbústað og stórt hús sem þú leigir í heimagistingu geturðu auðveldlega farið yfir tvær milljónir króna í tekjur. Góðir bú- staðir geta farið á 50.000 krónur á dag. Þar fyrir utan eru þessir 90 dag- ar sem þú mátt leigja út alltof fáir að mínu mati,“ segir Sölvi. Gagnrýnir eftirlit með heimagistingu www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Vinnupallar margar stærðir og gerðir VIÐ leigjum út palla og kerrur Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Nánar á www.BILO.is Ford Transit Double Cab 350 - L3 FWDNÝR Eigumeinnig 4WDá lager hendingar strax TILBOÐ 3.999.000 +vsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.