Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér hefur tekist að koma málum
þínum svo fyrir að fólk sem áður skellti við
þér skollaeyrum fylgist nú með þér fullt af
áhuga.
20. apríl - 20. maí
Naut Hláturinn lengir lífið og það er mikil
guðsgjöf að geta séð spaugilegar hliðar til-
verunnar. Enginn er fullkominn og þú ekki
heldur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki spenninginn yfir at-
vinnutækifærunum fara með þig. Það get-
ur stundum tekið á að velja milli þess sem
rétt er og rangt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert tilbúinn til að taka stórt
skref fram á við. Hæfileikar sem þú álítur
sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir ein-
hvern annan.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt fullt í fangi með að komast yf-
ir allt, sem þú þarft að leysa af hendi. Þú
vilt ná árangri í því sem þú ert að gera og
dagurinn í dag ætti að skila þér góðum ár-
angri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þú eigir erfitt með að hemja
tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á
þeim. Sýndu þolinmæði og þá mun allt
leysast farsællega.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú eru hagstæðir tímar til þess að
koma áhugamálum þínum í framkvæmd.
Leggðu þig fram við að líta vel út þannig
að þér líði betur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur nóg á þinni könnu
þessa dagana og skalt ekki taka meira að
þér í félagsstarfinu en þú ert fær um að
standa við.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það getur verið snúið þegar
persónuleg vandamál teygja anga sína inn
á vinnustaðinn. Aðgát skal höfð í nærveru
sálar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétti tíminn til þess að
segja þínum nánustu hvað þér býr í
brjósti. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir
að þora að færa út kvíarnar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Oft var þörf en nú nauðsyn að
þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina.
Líttu á björtu hliðarnar og vertu jákvæður.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leyfðu einstöku skopskyni þínu að
njóta sín og heimurinn hlær með þér.
Vertu opinn fyrir nýju fólki því ókunnugir
eru í raun vinir sem þú hefur ekki enn
kynnst.
Ég hringdi í Ólaf Stefánsson ámiðvikudagsmorgun – hann
sagði að þetta yrði skrítið sumar og
bætti við:
Fúna tekur festarband,
færast undan skorður,
svíkja margir Suðurland,
sækja ylinn norður.
Og síðan þegar ég opnaði Leirinn
blöstu þessi vísnaskipti við. Davíð
Hjálmar Haraldsson orti um „Veðr-
ið í Eyjafirði í júní“:
Af brennhita sólar fá bændurnir slag
við bústörf – ég er ekki að skrökva.
Frá morgni til sólarlags dag eftir dag
dauðþreyttur blómin ég vökva.
„Ólíkt höfumst við að,“ svaraði
Sigrún Haraldsdóttir:
Lægðir hingað þráðbeint þeysa,
þetta er bara ekkert grín,
þurft hef ég hér rauða að reisa
regnhlíf yfir blómin mín.
Helgi Zimsen sagði að öllum
breytingum fylgdi tækifæri, líka í
garðyrkjunni:
Víst í öllum vanda sé
von, því lausn má finna.
Vaða senn mun vætu í hné
og vatnaliljum sinna.
„Og í annars konar ræktun
kannski,“ bætti Sigrún við:
Nú míga ský hér mikið fast,
mest á öllum hnettinum.
Hér fer að verða farsælast
fiska að rækta á blettinum.
Og að lokum Sigurlín
Hermannsdóttir:
Sumar er komið og ljósið fram laðar
en lífseig er vetrarins þreyta
því sólin er upptekin annars staðar
og allt sem við fáum er bleyta.
Deginum áður hafði Hjálmar
Freysteinsson heyrt í morgun-
útvarpinu að blómin væru að
drukkna í höfuðborgarregninu:
Í súpunni við sitjum enn;
að svona skuli viðra.
Drukkna blóm og dýr og menn
í drullupollum syðra.
Jón Arnkelsson bætti við:
Varla er það gott, en má venjast því
veðrinu í héðra.
En ekki má bleytan ná ofaní
ofnana í neðra.
Hjálmar Freysteinsson orti um
helgina:
Ergelsið og ólund mín
er út í bláinn fokið.
Blessuð sólin bjartar skín;
bíladögum lokið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skrítið sumar – blóm,
dýr og menn drukkna
Í klípu
„EN EF EINHVER KEMST AÐ ÞVÍ AÐ
ÞÚ ERT GÆLUDÝRIÐ MITT GÆTI ÞAÐ
SKEKKT NIÐURSTÖÐURNAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„YFIRMAÐURINN ÞINN SAGÐI AÐ ÞÚ GÆTIR
FENGIÐ STARFIÐ ÞITT AFTUR EF ÞÚ SEGÐIR
HONUM HVAR ÞESSAR 80 MILLJÓNIR ERU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þannig, stundum.
HEI,
GRETTIR!
HVERNIG FANNST ÞÉR
RÚSÍNURNAR SEM ÉG BÆTTI
ÚT Í KARTÖFLUSTÖPPUNA?
HELGA SEGIR AÐ ÉG KLÁRI
ALDREI NEITT SEM ÉG
BYRJA Á…
Í DAG SÝNI ÉG HENNI
AÐ ÉG GET BREYST!
ÉG ÆTLA AÐ KLÁRA DRAUMINN
MINN!
Grámygla, rok og rigning. Ein-hvern veginn svona mætti lýsa
veðrinu það sem af er sumrinu 2018,
a.m.k. á suðvesturhorninu. Fæstir
Íslendingar búast svo sem við mikl-
um hitum eða langvarandi sól, lík-
lega gera allflestir sér góða grein
fyrir því hvar á jarðarkringlunni
landið er staðsett og stilla vænt-
ingum sínum í hóf.
En fyrr má nú aldeilis fyrrvera.
Veðurspáin næstu daga hljóðar upp
á skúrir, rigningu, úrkomu og allt
annað sem fólki hugnast að nefna
það þegar vatn kemur af himnum.
x x x
Víkverji telur sig ekki í hópi þeirrasem láta veðurfar hafa mikil
áhrif á sig. Hann reynir að halda
sínu striki, en engu að síður er hon-
um farið að finnast að tilvera hans
væri vissulega ljúfari ef hann fengi
að sjá til sólar, þó ekki væri nema
endrum og eins.
x x x
Í ljósi þessa var býsna áhugaverðfrétt í Morgunblaðinu í gær þar
sem sálfræðingurinn Kristján Helgi
Hjartarson, sem sérhæfir sig í þung-
lyndi og kvíðaröskunum, sagði að
það gæti valdið vanlíðan, sérstak-
lega hjá þeim sem kljást við þung-
lyndi, þegar væntingar fólks um
sumarblíðu standast ekki.
x x x
Talsverður munur getur verið áframburði og talsmáta fólks. Það
gleður Víkverja þegar dimm karl-
mannsrödd, sem les skjáauglýsingar
hjá RÚV, segir „Fálkinn“ með rödd-
uðum framburði. Það hljómar ein-
hvern veginn svona: Fállllll-kinn.
Svo er það hann Heimir Már,
fréttamaður á Stöð 2, sem talar með
svokölluðum einhljóðaframburði á
undan -nk og -ng. Hann ber orð eins
og banki fram nákvæmlega eins og
það er skrifað á meðan þeir sem ekki
hafa framburð þennan segja
„bánki“.
Þetta finnst Víkverja skemmtilegt
og alltaf þegar fréttaþulurinn á Stöð
2 segir í upphafi fréttatíma að
bankafréttar sé að vænta, þá kross-
ar Víkverji fingur og vonast til að
Heimir Már sé með fréttina.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Þetta er mitt boðorð, að þér elskið
hvert annað eins og ég hef elskað yður
(Jóh: 15.12)
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.