Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Óskar Þormarsson, trommari í hĺjómsveitinni Albatross, er þrí-tugur í dag. Hann hefur komið víða við, var til að myndatrommari í Veðurguðunum á meðan þeir voru og hétu. Nú leikur hann með Albatross og einnig Fjallabræðrum. „Ég ólst upp á Hvolsvelli og trommaði á verkstæðinu hans pabba frá því ég var barn. Flutti svo 17 ára til Reykjavíkur til þess að stunda nám við FÍH.“ Þannig unir Óskar sér best á bak við trommusettið, er með gráðu í tónlist frá FÍH og er í tveimur hljómsveitum. „Áhugamálin mín eru tónlist og trommur og ég er svo lánsamur að hafa atvinnu af áhuga- málinu.“ Hann starfar þar að auki sem trommukennari í Víðistaða- skóla og hjá Tónkvísl í Hafnarfirði. Óskar tók út hálfgert forskot á sæluna á dögunum. „Það má segja að ég hafi fagnað afmælinu fyrr á þessu ári þegar fjölskyldan fór í frábært ferðalag til Balí. Um helgina ætla ég samt að njóta samveru- stunda með mínum nánustu, fara út að borða með konunni minni og kíkja svo ásamt henni, börnunum okkar og tengdafjölskyldunni í bústað í Stykkishólmi.“ Óskar er í sambúð með Emmu Ásmundsdóttur, mannfræðingi og jógakennara. Þau eiga tvær dætur, Dögg sex ára og Móeiði þriggja ára. Foreldrar Óskars eru Þormar Andrésson og Sigurlín Óskars- dóttir. Siglt um höfin sjö Litla fjölskyldan í Herjólfi á leið til Eyja. Forskot á sæluna tekið á Balí Óskar Þormarsson er þrítugur í dag H rafnhildur Ásta Þor- valdsdóttir fæddist 29. júní 1958 í Reykja- vík og ólst þar upp fram að tíu ára aldri en í Kópavogi fram til tvítugs. Þau systkinin eru fimm og einungis fjög- ur ár á milli þeirra fjögurra elstu. „Við erum öll fyrirferðarmikil og því var oft ansi fjörugt á heimilinu.“ Hrafnhildur Ásta lauk landsprófi frá Þinghólsskóla í Kópavogi, stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1983. Eftir nám vann hún í tvö ár í bókhaldsdeild Eimskips en flutti síðan út til Stav- anger í Noregi þar sem Yngvi Ólafs- son, fyrrverandi maður hennar, fór í framhaldsnám í bæklunarlækn- ingum. Þá voru elstu börnin fædd, Þorvaldur Hrafn, Ólafur Torfi og Nanna. Fjórum árum síðar flutti fjöl- skyldan til Álaborgar í Danmörku þar sem Hrafnhildur Ásta lauk frek- ari sérhæfingu í meistaranámi í við- skiptafræði við háskólann þar. „Árin okkar í Noregi og Dan- mörku voru góður tími sem ég hugsa oft til. Þar þurfti maður að standa á eigin fótum og mikill lærdómur í því fólginn. Börnin voru ung og dýrt að hringja eða ferðast til Íslands. Á þessum sex árum sem við bjuggum úti komum við tvisvar í heimsókn heim til Íslands.“ Eftir að heim kom, árið 1992, vann Hrafnhildur í tvö ár hjá Hagsýslu ríkisins í fjármálaráðuneytinu. Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn var opnað 1. desember 1994 og starfaði hún þar í fimm ár Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN – 60 ára Fjölskyldan Hrafnhildur heima um jólin 2015, ásamt börnum, mökum þeirra og barnabarninu Móeiði Lilju. Gefandi að þjónusta unga námsmenn Í gönguferð Hrafnhildur stödd í Lónsöræfum sumarið 2012. Í dag, 29. júní, eiga hjónin Ragnheiður Arnkelsdóttir og Willy Petersen 50 ára brúðkaupsafmæli. Þau voru gefin saman í Laugarneskirkju 29. júní 1968 af Sr. Garðari Svavarssyni sóknar- presti. Þau munu verja deginum með börnum sínum og fjölskyldum þeirra, en á morgun taka þau á móti gestum í sumarhúsi sínu. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. OCEAN MIST Modus Hár og Snyrtistofa Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki Ocean Mist er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Verð 2.560 kr. Sjá nánar á harvorur.is Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.