Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Níu af ríkjumEvrópu-sambands-
ins samþykktu á
mánudaginn að
mynda með sér sameiginlegt
herlið, sem mögulegt væri að
kveðja út hratt og örugglega ef
krísa kæmi skyndilega upp. Öll
ríkin níu eru einnig í Atlants-
hafsbandalaginu, og vekur at-
hygli að Bretar eru þar á með-
al, þrátt fyrir að þeir séu á leið
út úr Evrópusambandinu. Þá er
ekki loku fyrir það skotið að
Ítalir bætist við sem tíunda
þjóðin á seinni stigum, en ríkis-
stjórn landsins ákvað á síðustu
stundu að taka ekki þátt í þessu
framtaki að sinni.
Samkomulag ríkjanna níu
vekur eðlilega spurningar um
það hvaða hlutverki þetta her-
lið muni gegna, sem og hvort
það sé til marks um að ríki Evr-
ópu séu að fjarlægjast Banda-
ríkin í öryggis- og varnar-
málum, eða jafnvel að Evrópu-
ríkin telji sig ekki geta treyst á
Bandaríkjamenn í sama mæli
og áður. Jens Stoltenberg,
framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, var
hins vegar jákvæður gagnvart
þessari þróun, sér í lagi ef hún
leiddi til þess að ríki Evrópu
væru reiðubúnari til þess að
takast á við þær ógnir sem
sprottið gætu upp í álfunni. Á
það hefur því miður skort í
gegnum tíðina.
Á hinn bóginn hafa heyrst
áhyggjuraddir um að herlið
sem þetta gæti á einhvern hátt
flækst fyrir þeim viðbúnaði sem
hefur verið settur upp á vegum
Atlantshafs-
bandalagsins, og
hafa Bretar verið
sérstaklega varir
um sig að þessu
leyti á síðustu árum. Þátttaka
þeirra í þessu samstarfi nú
virðist hins vegar einkum eiga
að gegna því hlutverki að halda
varnarmálatengslum Breta við
helstu bandamenn sína innan
Evrópusambandsins, og þá sér-
staklega Frakka, óbreyttum
þrátt fyrir útgönguna á næsta
ári. Mun Macron Frakklands-
forseti hafa sótt það mjög hart
að Bretar væru með, en herliðið
og útfærsla þess er að miklu
leyti byggt á hugmyndum hans.
Þátttaka Breta þýðir raunar
að formlega er samkomulagið á
mánudag ekki hluti af stofnana-
bákni Evrópusambandsins.
Engu að síður er það staðreynd
að þrátt fyrir þá „lögformlegu“
hlið málsins passar þetta risa-
skref í átt að Evrópuher full-
komlega við önnur slík, sem
Evrópusambandið hefur stigið
á síðustu misserum í átt að því
að útfæra sameiginlega varnar-
mála- og öryggisstefnu fyrir
sambandið.
Allt sem stuðlar að bættu
öryggi í Evrópu er fagnaðar-
efni. Leiði þetta skref hins
vegar til þess, líkt og margoft
hefur verið varað við, að línan
yfir Atlantshafið trosni upp
mun það einungis auka hættuna
til lengri tíma litið. Evrópu-
þjóðir þurfa, ásamt því að
leggja sjálfar meiri áherslu á að
styrkja eigin varnir, að gæta að
því að halda þeim þræði traust-
um.
Níu ríki ESB mynda
sameiginlegt herlið}Skref í átt að Evrópuher
Almenn mót-mæli hafa ver-
ið á götum Teher-
an, höfuðborgar
Írans, það sem af
er þessari viku. Rót
mótmælanna má einkum rekja
til afleits efnahagsástands. At-
vinnuleysi hefur farið vaxandi
og fall ríalsins, gjaldmiðils
landsins, á mánudaginn varð
kornið sem fyllti mælinn. Talið
er að fjárfestar séu orðnir ugg-
andi um ástandið í efnahags-
málum, sér í lagi þar sem nán-
ast er öruggt að Bandaríkja-
menn hefji viðskiptaþvinganir á
ný á hendur Íran síðar á þessu
ári.
Afnám viðskiptaþvingananna
kom vitanlega til vegna kjarn-
orkusamningsins umdeilda, en
almenningi í Íran hafði verið
lofað því að hann myndi njóta
góðs af þeim efnahagslega
ábata sem átti að koma í kjölfar
þess að refsiaðgerðunum yrði
aflétt. Sá ábati, sem var umtals-
verður, virðist hins vegar ekki
hafa farið í neitt
annað en að auka
áhrif og ítök ír-
anskra stjórnvalda
víðs vegar um
Mið-Austurlönd,
einkum með stuðningi við öfga-
hópa og uppreisnarmenn. Það
er því ekki að undra að almenn-
ingur í Íran hafi ókyrrst.
Það sem einna helst gæti
skotið yfirstéttinni í Íran skelk
í bringu er að nú virðist sem
óánægjan hafi náð til höfuð-
borgarinnar Teheran, en áður
varð hennar vart annars staðar
í landinu.
Enn bendir fátt til þess að
mótmælin leiði til varanlegra
breytinga á efnahag eða stjórn-
kerfi Írans, enda hefur klerka-
stjórnin náð að koma sér kirfi-
lega fyrir. Engu að síður er
vert að benda á, að langvarandi
óánægja með þróun efnahags-
mála hefur oft breyst í óþolin-
mæði gagnvart ráðandi öflum.
Sér í lagi þegar þau hafa haldið
fast og lengi í stjórnartaumana.
Efnahagsóstjórn
klerkanna í Teheran
mótmælt}
Óánægjan breiðist út
F
ljótin í Skagafirði eru með fegurstu
sveitum enda hafa auðkýfingar
lagt þangað leið sína í leit að friði
og ró í hinni miklu fegurð. Þeir
hafa hins vegar ekki látið sér það
nægja heldur reyna, að því er virðist, að kaupa
fegurðina til að selja öðrum afnot af henni eða þá
til að auka áhrif sín í sveitinni.
Nú berast fréttir af því að erlendir auðkýf-
ingar haldi áfram kaupum með beinum hætti
eða í gegnum aðra aðila og nú er það ein af
stærri jörðum Fljótanna og er hún talin um
2.300 hektarar lands.
Áður hafa þessir aðilar eignast jarðirnar
Depla þar sem byggð hefur verið upp ferðaþjón-
usta þar sem ódýrasta gistinóttin kostar tæpar
290.000 krónur í nóvember (www.elevenexperi-
ence.com), Knappsstaði, hluta jarðarinnar Lundar, Stóru-
Brekku í Austur-Fljótum, Krakavelli í Vestur-Fljótum og
reyndar Hreppsendaá sem er efsta jörðin í Ólafsfirði en
Lágheiðin tilheyrir henni öll eða að mestu. Þá hafa verið
keyptar húseignir í Haganesvík o.s.frv. Þessi kaup á jörðum
fara fram á afar takmörkuðu svæði á landinu og veltir maður
því þá fyrir sér hvernig staðan sé annars staðar þar sem feg-
urð landsins eða auðlindir þess freista þeirra sem aurana
eiga?
Í desember 2016 greinir austurfrétt.is frá því að af 70 bú-
jörðum í Vopnafirði séu 23 þeirra að hluta eða að öllu leyti í
eigu félaga sem tveir menn eiga meirihluta í og er annar
þeirra fimmti ríkasti maður Bretlandseyja. Í janúar 2017
skipaði ég sem landbúnaðarráðherra þriggja
manna starfshóp til að leggja mat á það hvaða
takmarkanir komi helst til greina til að viðhalda
ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum
landsins. Starfshópurinn átti m.a. að skoða þær
takmarkanir sem er finna í lögum nágrannalanda
Íslands enda er þekkt að sum lönd takmarka
mjög eignarhald erlendra ríkisborgara á landi.
Hópurinn átti að skila af sér í júní 2017.
Helst hefði ég viljað skipa starfshóp um það
„hvernig takamarka megi eða banna eignarhlut
erlendra aðila á íslensku landi“ en það var á þeim
tíma í verkahring innanríkisráðherra að gera
slíkt.
Ekki hef ég séð neinar tillögur frá eftirmönnum
mínum í ráðherrastól um hvernig bregðast eigi
við þessu. Í september 2017 var útbýtt á Alþingi
svari innanríkisráðherra við fyrirspurn um jarðakaup er-
lendra aðila. Þar vísar ráðherra í vinnu fyrrnefnds starfs-
hóps sem nú átti að skila eigi síðar en 15. desember 2017.
Íslendingar líkt og aðrar þjóðir eiga og verða að verja sitt
land, ekki síst þann hluta sem nýtanlegur er, það gera aðrar
þjóðir. Þegar þetta er ritað er kominn 28. júní 2018 og ekki
seinna vænna að ráðherrar þeir sem fara með þessi mál taki
sig á og komi með breytingar sem taka á vandamálinu. Á
meðan þeir gera það ekki halda erlendir auðkýfingar áfram
að kaupa Ísland. gunnarbragi@althingi.is
Pistill
Erlendir auðkýfingar kaupa landið
Höfundur er alþingismaður Suðvesturkjördæmis og varafor-
maður Miðflokksins.
Gunnar Bragi
Sveinsson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tímamótaaðgerð var sögðhafa verið gerð á Karól-ínska háskólasjúkahúsinu íSvíðþjóð í júlí 2011 þegar
blastbarki var græddur í eretrískan
námsmann við Háskóla Íslands, And-
emariam Teklesenbet Beyene að
nafni. Aðgerðinni stjórnaði ítalski
skurðlæknirinn Paolo Macchiarini.
AP-fréttastofan hafði eftir Beyene að
hann hefði haft miklar efasemdir um
aðgerðina en eftir að hafa rætt við
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð-
lækni og fjölskyldu sína í Erítreu
hefði hann ákveðið að fara í aðgerð-
ina. Beyene lést í febrúar 2014. Þrír
sjúklingar sem fóru á eftir Beyene í
plastbarkaígræðslu á Karólínska
sjúkrahúsinu eru einnig látnir.
Greinin í The Lancet
Í nóvember 2011 birtist grein í
virtu vísindatímariti, The Lancet, um
barkaígræðsluna þar sem fram kom
að barkaþeganum heilsaðist vel. Tóm-
as Guðbjartsson og Óskar Einarsson
lungnalæknir voru meðhöfundar að
greininni ásamt vísindamönnum við
fremstu rannsóknastofnanir og há-
skóla heims.
Í nóvember 2014 hófst rannsókn
á ásökunum fjögurra lækna sem tóku
þátt í meðhöndlun fjögurra barka-
þega þess efnis að Macchiarini hefði
ekki haft leyfi siðanefnda né fengið
samþykki allra sjúklinga fyrir að-
gerðunum, auk þess að hafa hagrætt
sannleikanum í greininni í The Lan-
cet.
Bengt Gerdin, skurðlæknir í
Uppsalaháskóla, komst að þeirri
niðurstöðu í maí 2015 að Macchiarini
hefði gerst sekur um misferli og að
upplýsingar sem settar hefðu verið
fram í rannsóknarskýrslu eftir plast-
barkaaðgerðina hefðu ekki verið
sannar. Macchiarini vísaði ásökunum
á bug en saksóknari í Svíþjóð hóf
rannsókn á plastabarkaígræðslunni
sem gerð var á Beyene.
Tóku þátt í góðri trú
Tómas Guðbjartsson og Óskar
Einarsson lýstu því yfir í kjölfarið að
þeir hefðu tekið þátt í skrifum
vísindagreinarinnar í The Lancet í
góðri trú og þeirra hlutverk hefði ver-
ið að lýsa líðan sjúklingsins fyrir að-
gerðina. Á þessum tíma sá forseti
læknadeildar (HÍ) ekkert athugavert
við aðkomu íslensku læknanna að
greininni Ári síðar studdi hann hug-
mynd að ítarlegari rannsókn á vís-
indagreininni og aðkomu íslensku
læknanna í kjölfar sænskrar heimild-
armyndar og nýrra upplýsinga.
Í nóvember 2017 komst sænska
siðanefndin að þeirri niðurstöðu að
Macchiarini og meðhöfundar hans að
vísindagreininni í The Lancet hefðu
gerst sekir um vísindalegt misferli. Í
kjölfarið skipuðu forstjóri Landspít-
alans og rektor HÍ óháða rannsókn-
arnefnd sem skilaði 300 blaðsíðna
skýrslu um plastbarkamálið. Í henni
segir að Tómas Guðbjartsson hafi
verið blekktur af Macchiarini til að
breyta texta í tilvísun en Tómas hefði
átt að kanna hvort leyfi væri fyrir
rannsókn sem framkvæmd var á
Landspítalanum í tengslum við að-
gerðina á Beyene og að Tómas hafi
haft í frammi villandi ummæli í Kast-
ljósi. Óskar Einarsson læknir sendi
frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem
hann harmaði að hafa ekki neitað að
gerast meðhöfundur að greininni. Í
kjölfar skýrslunnar var Óskar sendur
í stutt leyfi en Tómas í fjórar vikur.
Rektor Háskóla Íslands féllst á
niðurstöðu óháðu rannsóknarnefnd-
arinnar en taldi að ekki væru lagaskil-
yrði fyrir hendi til þess að beita form-
legum viðurlögum vegna brota í starfi
og Tómas hefði lagt sitt af mörkum
við að varpa ljósi á plastbarkamálið.
Vísindalegt misferli
Í júní 2018 úrskurðar rektor
Karólínsku stofnunarinnar með 38
blaðsíðna rökstuðningi að Tómas
Guðbjartsson ásamt sex öðrum lækn-
um sé ábyrgur fyrir vísindalegu mis-
ferli vegna greinarskrifa í The Lancet
árið 2012 en áður en greinin birtist
hafði New England Journal of Medic-
ine hafnað greininni. Óskar Ein-
arsson er sagður hafa vanrækt skyldu
sína til þess að gera athugasemdir við
áberandi rangfærslur í greininni í
Lancet.
Tómas gagnrýndi úrskurðinn í
fésbókarfærslu og sagðist ekki hafa
fengið að fylgja eftir gögnum eins og
honum hefði verið lofað.
Háskólinn baðst velvirðingar
Óháð rannsóknarnefnd HÍ og
Landspítalans gagnrýndi starfsmenn
HÍ fyrir að hafa tekið þátt í því að
draga sjúkling fram í fjölmiðla á
rannsóknarþingi um plastbarkaað-
gerðina sem haldið var af HÍ árið
2012. Háskólinn hefur beðist velvirð-
ingar á ágöllum málþingsins og boðað
endurskoðun verklags á undirbúningi
og kynningu viðburða í nafni Háskóla
Íslands. HÍ hefur nú skipað þann hóp
sem einnig mun fara yfir siða- og vís-
indareglur og móta tillögur um al-
mennar aðgerðir til að tryggja að
starfsmönnum sé ávallt ljóst hvaða
lög, reglur og siðareglur gilda um há-
skólann og starfsmenn hans.
Landspítalinn hefur brugðist við
plastbarkamálinu með því að óska eft-
ir leiðbeiningum vísindasiðanefndar
um mörk milli gagnrannsókna annars
vegar og vísindarannsókna á mönn-
um hins vegar auk þess að senda
formlegt erindi til mennta- og menn-
ingarmálaráðherra um endurskoðun
á lögum um vísindarannsóknir á heil-
brigðissviði með það að markmiði að
tryggja að vísindasiðanefnd eða sam-
bærileg nefnd fái nægjanlegar vald-
heimildir til afskipta af vísindarann-
sóknum.
HÍ og Landspítalinn hafa lýst
því yfir að þeir muni ekki tjá sig um
úrskurð rektors Karólínska fyrr en
þeir hafa farið vandlega yfir hann.
Háskólinn hefur
beðist velvirðingar
Morgunblaðið/Ómar
Vísindi Vanda þarf til verka í allri vísindavinnu til þess að traust ríki.