Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 ✝ Baldur Geirs-son fæddist á Reyðará í Lóni 11. september 1930. Hann lést 18. júní 2018. Baldur var son- ur Geirs Sigurðs- sonar bónda á Reyðará og Mar- grétar Þorsteins- dóttur konu hans. Hann kvæntist Hólmfríði Aradóttur frá Borg á Mýrum árið 1959. Foreldrar hennar voru Ari Sigurðsson bóndi á Borg og kona hans Sigríður Gísladóttir. Dætur Baldurs og Hólmfríðar eru Sigríður, f. 1954, og Gígja, f. 1959, eiginmaður hennar er Guð- mundur Rafn Sig- urðsson. Barna- börn Baldurs og Hólmfríðar eru Baldur, f. 1976, eiginkona hans er Þórey Björk Hall- dórsdóttir, Birkir, f. 1985, Hrefna, f. 1990, Ásgerður Birna, f. 1990, og Sindri, f. 1996. Barnabarna- börn eru Eik, f. 2003, og Úlf- hildur Þoka, f. 2015. Útför Baldurs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 29. júní 2018, og hefst athöfnin klukk- an 15. Á ég að tala um náttúrubarnið, friðarsinnann, ævintýramanninn, safnarann, listunnandann, húm- oristann, græjukallinn, hagleiks- manninn, heimspekinginn, tón- listarmanninn, andófsmanninn, grallarann? Allir þessir eiginleikar svo fal- lega samofnir í einum manni, manni sem ég var svo heppin að eiga sem föður. Við lágum milli þúfna og hlust- uðum á náttúruna, skoðuðum jurtir og smádýr með stækkunar- glerinu, gengum gegn her í land- inu, börðum potta og pönnur á Austurvelli, þvældumst um óbyggðir og eyðifirði, söfnuðum rekaviði og steinum, táruðumst yfir Ljósvíkingnum og kímdum með Sobbeggi afa og lillu heggu, fífluðumst með undarleg höfuð- föt, spiluðum á hljóðfæri, fórum á tónleika, í leikhús og bíó. Hann, alltaf með puttann á púlsinum, vissi hvað var á döfinni, svo for- vitinn og áhugasamur. Hreif okk- ur með sér og sáði fræjum í huga okkar, afkomendanna. Hann varðveitti barnið í sér, naut þess að leika sér og leyfði sér að hrífast og vera. Nú hefur nýr tónn bæst í náttúrusinfón- íuna. Ég mun leggja við hlustir og hitta hann fyrir milli þúfna. Full þakklætis fyrir að hafa fengið að deila lífinu með honum. Sigríður (Sigga). Að eiga góðan föður er ekki sjálfgefið en ég er svo sannarlega ein af þeim heppnu. Pabbi var minn velgjörðarmaður og einn af mínum bestu vinum; alltaf til staðar og ævinlega tilbúinn að rétta hjálparhönd ef þess þurfti með. Hann og mamma voru mín- ar fyrirmyndir. Í mörg ár átti pabbi þann draum að fara í jeppaferð út á Font á Langanesi en vinir hans voru ekki eins miklir ævintýra- menn og hann eða treystu sér ekki í slíka ferð. Árið 2014 hlotn- aðist mér sá heiður að verða ferðafélagi hans í 10 daga ferða- lagi út á Font. Þá var hann 84 ára og ótrúlega sprækur miðað við aldur.Við fór- um á Dodda (pallbílnum hans) sem skartaði stóru Fishúsi. Þessi ferð var eitt ævintýri frá upphafi til enda. Við kynntumst mörgum skemmtilegum persónum eða réttara sagt, pabbi komst í kynni við allt þetta fólk, ég meira fylgdi með á hliðarlínunni. Hann hafði sérlega gott lag á að kynnast fólki og hefja spjall um alls konar mál- efni og sýndi viðmælendum sín- um einlægan áhuga. Eitt kvöld í ferðinni gistum við á Höfðagerðissandi norðan við Húsavík. Þetta var í byrjun júlí og björt sumarnóttin var falleg og friðsæl. Þarna hlustuðum við á fuglana og öldugjálfrið, fengum okkur bjór og spjölluðum saman um líf- ið og tilveruna. Pabbi var svo hugfanginn af sumarnóttinni og sagðist ekki ætla að fara að sofa fyrr en sólin settist. Þessa nótt upplifðum við pabbi saman íslensku miðnætur- birtuna, samspil lita á himni og hafi þegar sólin rétt snerti haf- flötinn og reis upp aftur. Nokkrum dögum seinna keyrðum við nær ófæran vega- slóða út á Font, ákváðum nátt- stað í Hvalvík, skoðuðum reka í leit að einhverju spennandi og stríddum kríunni. Þegar út á Font var komið upphófst mikil myndataka, pabbi og Doddi, pabbi með vitann í baksýn, pabbi á tröppum vitans, pabbi að horfa út á hafið (sem sást nú reyndar ekki vegna þoku), pabbi röltandi í þokunni og nokkrar sjálfsmyndir af okkur tveimur. Á bakaleið stoppuðum við góða stund í Skálum og reyndum að ímynda okkur örlög fólksins í litla þorpinu sem fór í eyði. Eftir að haldið var af stað frá Skálum kom í ljós að bíllinn var nær bensín- laus því ég, sem bílstjóri, hafði ekki áttað mig á að eyðslufrekur pallbíll með Fishúsi eyðir talsvert meira bensíni en lítill fólksbíll. Það var æsispennandi en líka kvíðvænlegt að vita ekki hvort við myndum ná á Þórshöfn og við vissum einnig að engir voru á ferð á Langanesi þessa nótt. Ferðin sóttist hægt, eggjagrjótið á veginum var hættulegt og bíll- inn þungur. Við létum bílinn renna niður brekkur og engar skyndilegar bensíninnspýtingar voru leyfðar. Á síðustu bensíndropunum renndum við inn á Þórshöfn og pabbi hrósaði mér í hástert fyrir aksturshæfni. Pabbi elskaði ævintýri og „bensínlausu“ söguna af Langa- nesi sagði hana mörgum. Hann var sannkallað náttúrubarn, nátt- úruverndarsinni, friðarsinni, með afar sterka réttlætiskennd, góð- an húmor, hagmæltur, handlag- inn, með mikla seiglu, flugskarp- ur, vel lesinn, fróður, músíkalskur og sannkallaður vin- ur vina sinna. Takk fyrir allt elsku pabbi. Þín dóttir, Gígja Baldursdóttir. Elsku afi minn. Ég dáist að því hvað þú ert með opinn huga. Hvað þú hefur óþrjótandi áhuga á öllu í kringum þig og hvernig þú leyfir forvitninni að keyra þig áfram í ótrúlegustu að- stæður. Þér finnst þú aldrei of gamall til að setja þig inn í hlutina og hefur fyrir því að spyrja og skilja og velta fyrir þér hvar heimurinn er og hvert hann er að fara. Það tekur okkur bara fáeinar mínútur að klára praktísku mál- in, hvað er að frétta og svo erum við komin út í geim að spá í hulduefni og möguleika á lífi á hinum ýmsu plánetum. Eða á suðurskautið eða inn í eldfjall eða í framtíð gróðurhúsaáhrifa. Alltaf eitthvað að bralla og spá og rann- saka. Reyna að finna aftur rétta möppu í tölvunni, gúgla eða lesa greinar og bækur og ljóð. Eða skrifa þau og senda mér á chatt- inu í glansandi nýja snjallsíma- num. Og flokka pappíra og skrifa minnismiða og bréf og setja í hill- ur og skúffur og hólf og töskur. Og hvernig þú skefur úr jógúrt- dollu af nákvæmni á nanó-skala. Og enn nákvæmar ef um rjóma er að ræða. Ég man þegar þú uppgötvaðir fyrirframskrifuðu SMS-in og fórst að senda mér þau í tíma og ótíma: „Ég er á fundi.“ „Hringi á eftir.“ „Takk fyrir!“ „Ég er á fundi.“ En þegar þú gafst mér gorm- inn þá fannst mér þú skilja mig virkilega. Þú réttir mér þennan litla upprúllaða járnvír og spurðir hvort þetta væri ekki eitthvað fyrir mig. Ég held að þetta sé fal- legasta gjöf í föstu formi sem þú hefur gefið mér, fyrir utan auð- vitað alla ástina og samveruna og vinskapinn. Ég man þegar við vorum lítil og gistum hjá ykkur ömmu og þú útskýrðir fyrir okkur hvað þér fyndist gott að standa í dyragætt- inni á kvöldin og hlusta á okkur anda í svefninum. Og ég skildi ekki alveg hvað þú varst að fara. Og hvernig þið amma kennduð okkur að ganga í mosanum án þess að skemma hann og hvað það er gott að liggja á milli þúfna og hlusta á hrossagauk. Og mik- ilvægi þess að berjast við hvönn. Ég vona að mér takist að temja mér þó ekki væri nema hluta af viðmótinu sem þú hefur til lífsins. Ég skil að það þarf kjark til þess að leyfa sér að þroskast og breytast og þrek til þess að halda því áfram fram á níræðisaldur. Ég sé að það er ekki sjálfgefið að vera svona vakandi manneskja og mér finnst eins og þú hafir verið meira á lífi en svo margir aðrir. Eilíf ást til þín elsku afi minn, ég sakna þín en ég finn að þú ert enn þá hérna hjá mér. Birna. Þegar maður hugsar aftur og rifjar upp minningar um hann Baldur þá koma þær margar upp. Það er ekki hægt að finna hlut um Baldur sem var leiðinlegur, hann einfaldlega var alltaf skemmtilegur. Ég man eftir því þegar ég var lítill, þá beið ég spenntur eftir jólakortunum frá Baldri. Þau byrjuðu öll á „Kæri Loðmundur“ eða „Kæri Mundi“, en Baldur kallaði mig Loðmund í mörg ár. Þessi kort frískuðu alltaf upp á jólin og voru mikið tilhlökkunar- efni því í þeim var ýmislegt rifjað upp sem við höfðum gert skemmtilegt það árið. Síðan var alltaf svo gaman að koma í heim- sókn til Baldurs og Fríðu og spjalla um allt milli himins og jarðar. Svo var líka mjög gaman í öll- um „gamalmennagöngunum“ og „gamalmennaboðunum“ því Baldur var alltaf svo skemmtileg- ur. Ég, pabbi og mamma sendum fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og þökkum fyrir allt. Nökkvi Gunnarsson. Baldur frændi. Baldur var mikill uppáhaldsfrændi, yngsti bróðir mömmu. Honum á ég margt að þakka. Ýmsar myndir koma í hugann þegar nafn Bald- urs er nefnt: Hann og Fríða í heimsókn á æskuheimili mínu á Höfn, svo myndarlegur og skemmtilegur, brosandi með mikið hrokkið hár og skegg, áreiðanlega að stríða okkur systrum góðlátlega, taka myndir, spjalla og velta upp ýmsum skemmtilegum og nýstárlegum sjónarhornum á menn og mál- efni. Baldur í gönguferð uppi í Lóni, leiðandi lítil frændsystkin, Baldur í áningarstað eftir langa göngu á fjöllum, búinn að yrkja í gamansömum stíl um samferða- menn og viðburði dagsins, Bald- ur með krosslagðar hendur og skelmislegan svip eftir að hafa spurt óvæntra spurninga og bíð- ur viðbragðanna spenntur. Baldur og Fríða opnuðu heim- ili sitt á Vesturgötunni fyrir ung- lingsstúlkunni að austan sem fékk skólavist í MH og vantaði samastað í höfuðborginni. Heim- ilisbragurinn einkenndist af ást og virðingu, húmor og hlýju. Baldur sleppti ekki hendinni af frænkum sínum og útvegaði okk- ur Önnu systur og vinkonum okk- ar leiguhúsnæði hinum megin við götuna. Á meðan við bjuggum þar, eins og alla tíð, áttum við svo sann- arlega hauka í horni á númer 57. Hjálpsemi og hlýja einkenndu öll samskipti við Baldur. Einlægum áhuga Baldurs á börnum og barnabörnum systk- ina sinna voru engin takmörk sett. Hann fylgdist vel með öllum og kunni þá list að spjalla við börn af virðingu. Þau áttu ein- stakan vin í Baldri og honum leyfðist að nefna þau sérstökum nöfnum, Snúður og Mundi eru dæmi um það. Húmorinn aldrei langt undan. Við getum þakkað fyrir að hafa átt Baldur að í mörg ár en þótt aldurinn hafi ef til vill verið nokk- uð hár í árum talið fer því fjarri að Baldur hafi verið orðinn gam- all maður. Hann var einn af þeim sem eru alltaf ungir. Nútímaleg- ur, ferskur, hugsandi, lifandi, allt til hinstu stundar. Elsku Fríða, Sigga, Gígja og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur frá okkur systrum og fjölskyldum okkar. Við kveðjum einstakan mann sem hefur svo sannarlega skapað sér góðan orðstír. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Halldóra Sigríður Sigurðardóttir. Hugsjóna- og eljumaður eru orð sem lýsa vel Baldri vini okk- ar. Hann gekk snemma til liðs við ungliðasamtök sósíalista og sat í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar á Siglufirði. Þar dvaldi hann hjá föðurbróður sínum Hlöðveri og Katrínu konu hans til 1950. Baldur var kosinn í stjórn landssamtaka Æskulýðsfylking- arinnar 1955 og gerðist síðar öt- ull liðsmaður Alþýðubandalags- ins og VG. Sem iðnnemi í rafvirkjun fékk Baldur brennandi áhuga á mál- efnum iðnnema. Hann var formaður Skóla- félags Iðnskólans í Reykjavík 1954-’55. Á þingi Iðnnemasambandsins 1955 var hann kosinn varafor- maður og sat í stjórn sambands- ins þar til hann lauk námi í raf- virkjun 1957. Hann innritaðist þá í raf- magnsdeild Vélskólans, lauk það- an prófi sem raffræðingur með ágætiseinkunn vorið 1958 og hóf störf hjá Rafmagnseftirliti ríkis- ins. Ásamt Sveini Þórðarsyni vinnufélaga sínum þar fór hann brátt að huga að stofnun sér- hæfðs fyrirtækis í smíði kol- bursta í rafvélar. Í ágúst 1960 hóf fyrirtækið Kórall starfsemi sína á Vestur- götu 55. Þar starfaði Baldur yf- irleitt við annan mann þar til hann lét af störfum og seldi fyr- irtækið. Ég vann hjá Baldri á árunum 1965-’66. Við áttum það m.a. sam- eiginlegt að hafa gaman af að stúdera úreltan tæknibúnað, s.s. vatnshrúta. og láta eitthvert hnoð fylgja jólakortum okkar. Vísa Baldurs með jólakorti 2014 var Ferðasaga frá Afríku: Máninn glatt í myrkri skín mikið er gott að vera hér í útreiðartúr á eyðimörk á úlfaldanum Kristófer. Á tölvu minni fann ég vísu til Baldurs frá jólum 2000: Haldið ekki hálsar góðir hjá Hydro myndi í skjólin fjúka ef sett yrðu Grýla og Leppalúði landverðir uppi við Kárahnjúka? Tónlistin veitti Baldri mikla lífsfyllingu. Á Siglufirði hafði hann fengið smá tilsögn í tón- fræði og nótnalestri. Í ársbyrjun 1950 lék hann með hljómsveit Gagnfræðaskólans á saxófón sem hann keypti fyrir 950 kr. Hér syðra sótti hann kringum 1980 tíma í gítarleik hjá Gunnari H. Jónssyni og síðar tíma í Tón- listarskóla FÍH. Meðal kennara hans þar var djassistinn Jón Múli. Löngu síðar stofnuðu Baldur og nokkrir vinir hans Sveiflukvartettinn sem víða kom fram; nefndur eftir bílskúrn- um á Vesturgötu 55 (Sveiflan) sem Baldur innréttaði fyrir hóp- inn. Benedikt Steingrímsson, fv. vinnufélagi Baldurs, spilaði á pí- anó. Þegar þeir tóku lagið, t.d. í jólaboðum, spilaði Gerður dóttir okkar gjarnan með þeim á fiðl- una. Margrét systir hennar man sérstaklega eftir blúslaginu Careless Love úr bókinni Folk Songs. Ógleymanlegur er fallegi garð- skálinn með vínberjaklösunum að húsabaki á Vesturgötu 57. Og minnisstæðar eru þær mörgu unaðsstundir sem við átt- um fyrr og síðar með Baldri og Fríðu, m.a. í Spóabúri, sumarbú- stað þeirra í Grímsnesi. Við og dætur okkar fengum stundum að dvelja í þessum ynd- islega bústað, t.d. þegar Baldur og Fríða fóru austur á æskuslóð- irnar. Við hjónin, dætur okkar og þeirra fjölskyldur þökkum vin- áttu og tryggð á liðnum árum og sendum Fríðu, Siggu og Gígju og þeirra fjölskyldum hugheilar samúðarkveðjur. Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir. Heill og sæll, eins og hann afi hefði sagt, eða afi Baldur eins og við barnabörnin kölluðum hann. Afi notaði mörg skemmtileg orðatiltæki og hafði gaman af því að nefna ýmsa hluti nýjum nöfn- um. Sem dæmi hét bíllinn hans, sem var af gerðinni Dodge, Doddi og iPod-inn sinn kallaði hann tón- hlöðu. Húmorinn var aldrei langt undan. Ég man þegar ég hringdi í hann fyrir stuttu þegar hann var í hvíldarinnlögn í Sunnuhlíð. Við spjölluðum aðeins saman, ég spurði hvernig honum fyndist þarna og hvort þar væru ein- hverjar kerlingarálftir, sem ekki virtist vera. Síðan kom til tals hversu lengi hann ætti að dvelja þar, þá sagði hann að þetta væru sex vikur, svo langur tími að hann yrði orðinn gamalmenni þegar hann kæmi út, jafnvel eldgamalmenni. Þarna var hann orðinn 87 ára að aldri. Húmorinn fólst ekki einungis í skondnum orðum heldur einnig í meðallöngum og löngum sögum. Við áheyrn var gott að fylgjast vel með og ekki láta neitt fram hjá sér fara, enda kom sagan öll saman í lokin, vanalega með óvæntum endalokum. Síðasta sagan sem ég heyrði frá afa var mjög skemmtileg smokkasaga, sem við látum kannski liggja milli hluta í dag. Afi var bráðsnjall, ráðagóður og áreiðanlegur. Ef eitthvað vantaði var hann fyrsta mann- eskjan sem leitað var til, enda oftar en ekki kominn strax í málið og jafnvel búinn að leysa það. Afi Baldur og amma Fríða voru einnig mjög gott teymi. Afi var kannski ekki sá besti til að velja höfuðfat og annan klæðnað en þar kom amma sterk inn og sá til þess að afi væri alltaf fínn í tauinu. Afi var mikill jafnaðarmaður og með sterka réttlætiskennd. Það mikilvæga var hins vegar að hann sýndi það einnig í verki. Gaf til þeirra sem minna máttu sín og kom alltaf til aðstoðar þegar á reyndi. Mig langar að þakka þér fyrir öll þau góðu ár sem við áttum saman. Þann dýrmæta lærdóm að ganga vel um náttúruna, vera áhugasamur um nýjungar og gef- ast aldrei upp, sama hvað á dyn- ur. Einnig langar mig að þakka fyrir að leyfa hugmyndafluginu að fljúga í bústaðnum og vera tilbúinn að framkvæma allar mín- ar hugmyndir, sama hversu margvíslegar eða óraunhæfar þær voru. Takk fyrir allt. Sindri Guðmundsson. Það fækkar smám saman í Súpuklúbbnum okkar, nú er hann Baldur búinn að kveðja. Upphaflega vorum við átta, vina- og frændfólk, sem hittumst í súpu og skemmtilegheitum heima hjá félögunum til skiptis. Nú eru aðeins fimm eftir. Súpuklúbburinn var skemmti- legur félagsskapur. Við fórum í frábær ferðalög, bæði í Borgar- fjörðinn, norður í Skagafjörð og austur á Hornafjörð. Einnig fór- um við nokkur haust í sumarbú- stað. Það var mikið hlegið og mörg- um vísum kastað fram. Einhvern veginn var það svo að flestar vísurnar snerust um Baldur. Það var kannski ekki að undra, því Baldur var æringi hópsins, alltaf með gamanyrði á vörum og skemmtileg uppátæki. Minning- ar um ferðirnar lifa í mynd- skreyttum vísnabókum (teikn- ingar Önnu Siggu). Við klúbbfélagar þökkum skemmtilegar samverustundir og sendum Fríðu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. Súpuklúbbsins, Anna Jórunn Stefánsdóttir. Baldur Geirsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.