Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. VIÐTAL Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Ég hef verið að brugga vín í um átta ár. Ég hef að mestu leyti verið að brugga ávaxtavín og mjöð sem áhugamál en langaði að prufa mig áfram með nýja ávexti og jurtir. Ég vissi að ég vildi stofna litla víngerð, en ég vissi ekki hvar.“ Þetta segir hinn 27 ára gamli vín- gerðarmaður Michael Delcau en Michael er líklega eini atvinnu- víngerðarmaður Íslands. Michael stofnaði fyrirtæki sitt, Westfjords Winery, í Súðavík í fyrra en Michael framleiðir bláberja- og krækiberjavín ásamt því að fram- leiða hunangsmjöð sem er bragð- bættur með íslenskum jurtum og plöntum. Michael útskrifaðist í vor með doktorsgráðu í lífefnaverkfræði frá Háskólanum í Iowa og framleiðir einnig vín þar vestra, en einbeitir sér að gerð hunangsmjaðar á meðan beðið er eftir berjatíðinni. Ástfanginn af Súðavík Michael er frá Bandaríkjunum en kom hingað til lands þegar hann gerðist sjálfboðaliði í mánuð hjá Melrakkasetrinu í Eyrardal sumarið 2015. Hann kom aftur til Íslands ári síðar en auk þess að starfa hjá Mel- rakkasetrinu gegndi hann starfs- nemastöðu hjá Matís. „Ég varð ástfanginn af Vestfjörð- unum. Þá sérstaklega hvað þeir eru einangraðir, fallegir og notalegir. Mér fannst þetta fullkominn staður fyrir litla víngerð,“ segir Michael. Hann segir víngerð vera ástríðu sína í lífinu og bætir við: „Mér fannst spennandi að heyra að það væri lík- lega enginn atvinnuvínframleiðandi á landinu og vildi því athuga hvort það væri möguleiki að setja hér á fót víngerð. Ég elska víngerð og ég elska Ísland.“ Hann segist hafa hugsað með sér, eftir að hafa séð hversu vinsæl inn- lendur bjór og íslensk brugghús höfðu orðið á seinustu árum, að lítil víngerð gæti verið skemmtileg við- bót við íslenskan drykkjarmarkað. Notar íslenskar jurtir Eins og áður segir býr Michael í Iowa í Bandaríkjunum en þar fram- leiðir hann hunangsvín sem hann bragðbætir meðal annars með blóð- bergi, hvönn og birki. Hann segir að vín úr íslenskum bláberjum (e. bilberries) sé talsvert frábrugðið hefðbundnu víni hvað bragð varðar. „Bláberjavínið er bragðmikið og hefur mikla fyllingu og er örlítið sætt. Svo eru bláber ákaflega rík að andoxunarefnum og margfaldast því sá heilsuávinningur sem fæst af því að drekka venjulegt vín,“ segir Michael. Næst á áætlun hjá Michael er að prófa sig áfram með vín úr kræki- berjum en hann gerir ráð fyrir að það verði ekki eins sætt og aðeins beiskara en bláberjavínið. Ætlar að handtína berin „Markmiðið er að tína öll ber sjálfur. Því miður er það ekki raunin eins og er. Ég er búinn að tína hér og hvar en það er ekki nærri því nóg til að framleiða það magn af víni sem okkur langar að koma á markað á næsta ári,“ segir Michael en hann áætlar að geta framleitt um fimmtíu flöskur af bláberjavíni og fimmtíu af krækiberjavíni á næsta ári. Michael hefur nú þegar framleitt nokkrar flöskur af bláberjavíni hér- lendis og fékk íbúa í Súðavík til að smakka og leggja dóm á vöruna. „Fólk í Súðavík kunni vel að meta vínið og skrifaði undir að það myndi styrkja vínframleiðslu á svæðinu. Einn af þeim var sveitarstjórinn,“ segir Michael og hlakkar til að geta haldið framleiðslunni hérlendis áfram svo fleiri Íslendingar geti smakkað ekta íslenskt vín. Eini vínframleiðandi landsins í Súðavík  Bandarískur lífefnaverkfræðingur bruggar bláberjavín Ljósmynd/Úr einkasafni Bruggari Michael elskar bæði víngerð og Vestfirði af öllu hjarta. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Rannveig er gríðarlega öflugur stjórnarmaður, með mikla reynslu og félaginu var fengur að henni. Það er því mikil eftirsjá að henni,“ segir Guð- rún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, um brotthvarf Rannveigar Rist úr stjórn HB Granda. Lífeyrissjóðurinn er ann- ar stærsti hluthafi fyrirtækisins með 13,66% hlut. Rannveig tilkynnti úrsögn sína úr stjórninni í fyrrakvöld. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér sagði Rannveig að ástæða úrsagnarinnar væri sú að hún hefði verið ósátt við uppsögn for- stjóra félagsins og hvernig staðið var að henni. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra sagt upp störfum nýverið og við starfi hans tók Guðmundur Krist- jánsson, þáverandi stjórnarformaður félagsins. Guðrún segir í samtali við Morgun- blaðið að stjórnarmenn séu sjálfstæðir í sínum störfum og athöfnum. „Ég ber virðingu fyrir því ef fólk metur stöðuna þannig að það treysti sér ekki til að vinna fyrir félagið eins og það telur sig þurfa að gera,“ segir hún. „Hins vegar er það áhyggjuefni að stjórnin er ekki löglega skipuð eins og er og alveg ljóst að það þarf að skoða. HB Grandi er skráð félag og verður að fylgja lögum. Þar á meðal eru lög um kynjakvóta í stjórnum,“ segir Guðrún en lögin kveða á um að minnst 40% stjórnarmanna séu af hvoru kyni. Í dag er Anna G. Sverrisdóttir eina konan í stjórninni. Í dag rennur út yfirtökutilboð sem Brim gerði hluthöfum HB Granda í hluti þeirra í félaginu. Verðið hljóðaði upp á 34,3 krónur á hlut. Brim gerði hins vegar samkomulag við stærstu hluthafa þar sem þeir staðfestu að þeir gengju ekki að yfirtökutilboðinu. Guð- rún sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að forstjóraskiptin og úrsögn Rann- veigar úr stjórninni breyttu engu um umrætt samkomulag. Það stæði. Ekki náðist í Guðmund Kristjáns- son, forstjóra HB Granda, í gærkvöld. Morgunblaðið/Golli HB Grandi Styr hefur staðið um félagið að undanförnu í kjölfar kaupa Brims hf. á því. Guðmundur Kristjánsson settist í stól forstjóra á dögunum. Stjórn HB Granda ekki löglega skipuð  Uppfyllir ekki lög um kynjakvóta Guðrún Hafsteinsdóttir Rannveig Rist Guðmundur Kristjánsson Heildarlaunakostnaður starfsmanna Stjórnarráðsins hækkaði um tæpa 2,3 milljarða króna á föstu verðlagi milli áranna 2000 og 2016. Þetta sýna nýjar tölur sem fram koma í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, alþingismanns og formanns Viðreisnar. Árið 2016 nam launakostnaðurinn 6.206 milljónum króna á verðlagi ársins 2017 en nam hins vegar 3.980 milljónum króna ár- ið 2000 á verðlagi fyrrnefnds viðmið- unarárs. Í sama svari er tilgreindur heildarfjöldi ársverka á vettvangi Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að fjöldi þeirra var 469 árið 2000 en árið 2016 hafði þeim fjölgað um 50 og stóðu í 519. Er það fjölgun upp á tæp 10,7% yfir tímabilið. Sé launakostnaðurinn skoðaður í samhengi við fjölda ársverka sést að ársverkið kostaði að meðaltali 8,5 milljónir króna árið 2000. Það hafði hækkað um 41% fram til ársins 2016 og nam kostnaðurinn þá 11,96 millj- ónum króna að meðaltali. Nokkra at- hygli vekur í tölum þeim sem fylgja svari ráðherra að þótt fjöldi ársverka hafi farið upp á við hefur starfs- mönnum á vettvangi Stjórnarráðsins fækkað talsvert. Þannig sýna tölur, sem taka saman fjölda kennitalna í launakerfi ríkisins, að árið 2000 voru 692 kennitölur að baki ársverkunum 469. Árið 2016 voru kennitölurnar hins vegar aðeins 548 að baki 519 ársverkum og hafði því fækkað um ríflega 21% yfir tímabilið. ses@mbl.is Launin hafa hækkað um 41%  Ársverkum Stjórnarráðsins fjölgað um 50 frá árinu 2000 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þróun Á föstu verðlagi hafa launin hækkað um 2,3 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.