Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 2

Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 2
Veður Suðvestan 3-10 í dag og skúrir síð- degis en léttir til norðaustan- og austanlands. Kólnandi veður, hiti 0 til 6 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan. sjá síðu 46 Þýðingastyrkir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Jafnframt eru veittir styrkir til þýðinga vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2018. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á islit.is Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrki Biðu í röð við Hafnartorg H&M opnaði verslun sína í hinu nýja og glæsilega húsnæði við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur í gær. Töluverð biðröð hafði myndast áður en dyrnar voru opnaðar almenningi í fyrsta sinn. Létu viðskiptavinir sig hafa það fyrir gjafabréf og afsláttarkjör fram eftir degi. Fréttablaðið/anton brink reykjavík Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjör- inna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhalls- dóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgar- stjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurn- inga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víð- fræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekk- ert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthóls- vík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. joli@frettabladid.is Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð Raddir hafa heyrst innan raða Viðreisnar um að óskiljanlegt sé að flokkurinn sé að svara fyrir klúður annarra. Oddvitinn segir eðlilegt að flokksmenn deili ekki allir sömu skoðun. Svör flokksins séu í fullu samræmi við stefnumál hans. bragginn í nauthólsvík bíður þess að verða kláraður. Fréttablaðið/SteFán Fólk innan flokks- ins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs reykjavík „Það er framkvæmda- stopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborg- ar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Hin endurbyggðu hús við Naut- hólsveg hafa í daglegu tali verið köll- uð „bragginn“ en hann er þó aðeins þriðjungur framkvæmdarinnar. Um er að ræða bragga, skemmu og svokallað náðhús auk nýrrar tengi- byggingar. „Aðeins á eftir að ljúka frágangi við fyrirlestrasalinn eða náðhúsið svokallaða,“ segir Bjarni um hverju sé ólokið. Aðspurður hvenær áætl- uð verklok séu virðist það óljóst. „Framhaldið er ekki klárt.“ Upphafleg kostnaðaráætlun verk- efnisins hljóðaði upp á 158 millj- ónir en framkvæmt hefur verið fyrir 415 milljónir. – smj Lítið eftir en allt stopp í bragga skipulagsmál Aukning á þunga- flutningum um Vesturlandsveg, sjón- og hljóðmengun, auk mögu- legra áhrifa vegna sandfoks er meðal þess sem skipulagsnefnd Mosfells- bæjar segist hafa áhyggjur af vegna áforma um iðnaðaruppbyggingu í Álfsnesvík. Sérstaklega lúta áhyggjur skipu- lagsnefndar að áhrifum iðnaðar- uppbyggingarinnar á íbúðar- og útivistarsvæði í Mosfellsbæ. „Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykja- víkur 2010-2030 ásamt drögum að umhverfisskýrslu en leggur áherslu á að umhverfisáhrif breytingarinnar verði metin sérstaklega með tilliti til hagsmuna byggðar- og útivistar- svæða í Mosfellsbæ,“ segir í bókun skipulagsnefndarinnar. – gar Hafa áhyggjur af Álfsnesvík álfsnesvík er neðan við athafnasvæði Sorpu. Fréttablaðið/anton brink 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -B 7 0 C 2 1 1 1 -B 5 D 0 2 1 1 1 -B 4 9 4 2 1 1 1 -B 3 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.