Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 16

Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 16
Hugsum út fyrir garðinn svo leiðin sé greið allt árið! Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi fyrir vegfarendur. Umferðarmerki eiga að sjást vel og trjágróður má ekki byrgja götulýsingu. Gæta þarf að lágmarkshæð trjágróðurs þar sem vélsópar, snjóruðningstæki og sorphirðubílar þurfa að fara um. Hugum að trjágróðri við lóðarmörk Nánari upplýsingar á reykjavik.is/trjagrodur H V ÍT A H Ú SI Ð / 1 8 -3 1 0 2 Lágmark 2,80 m Stétt/stígur Lágmark 2,80 m Lóðar- mörk Lágmark 4,20 m Stétt/stígurAkbraut Lóðar- mörk BAKARÍ til sölu. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Svavarsson: gunnar@kontakt.is H au ku r 10 .1 8 Um er að ræða framleiðslubakarí með tvo útsölustaði á góðum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði getur fylgt ef óskað er. Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónu­ verndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upp­ lýsa notendur um hvaða upplýsing­ ar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálpar­ síðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismála­ rannsakandi hjá University Col­ lege í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upp­ lýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélags­ miðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónu­ legra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með til­ komu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglu­ gerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra per­ sónuverndaryfirvalda og segir For­ tune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og ann­ arra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Pay­ pal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR­löggjöfinni gæti fyrir­ tækið átt yfir höfði sér allt að tutt­ ugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofn­ unin hefur það mál nú til rann­ sóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera  persónuverndar­ málið  sem Facebook glímir nú við.  Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna not­ enda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna. thorgnyr@frettabladid.is Skoða Twitternjósnir Samfélagsmiðillinn neitar að afhenda rannsakanda upplýsingar um vöktun notenda. Twitter gæti átt yfir höfði sér tugmilljóna evra sekt vegna málsins. Ef ásakanir á hendur Twitter reynast réttar gæti fyrirtækið þurft að greiða himinháa sekt. NordicphoTos/AFp Það sem Twitter veit Blaðamaður sótti um að fá afrit af gögnum sínum frá Twitter og bárust þau fáeinum mínútum síðar. Um var að ræða 554 skrár, samtals 124 MB. Meirihluti gagnanna var nokkuð ómerkilegur. Sjá mátti að blaðamaður er líklegur til að vera undir 65 ára aldri sem og tölvupóstfang, tíst, ljósmyndir, myndbönd, GIF, fylgjendur, bein skilaboð og Twitterlista blaða- manns svo fátt eitt sé nefnt. Einnig mátti þó sjá hvernig blaðamaður brást við mis- munandi auglýsingum. Einkum hvaða auglýsingar blaðamaður hefur smellt á á Twitter. Þannig mátti sjá að blaðamaður hafði til dæmis smellt á auglýsingar fyrir tölvuleikinn Diablo, tímaritið The New Yorker og dagblaðið The Washington Post. Að auki mátti sjá frá hvaða IP-tölum blaðamaður hafði skráð sig inn á Twitter og úr hvers konar tækjum. Hefði blaðamaður verið með kveikt á því að birta staðsetn- ingu sína með tístum hefðu þeir staðir sem blaðamaður hefur tíst frá einnig verið skráðir en svo var ekki. Tækni 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -B 2 1 C 2 1 1 1 -B 0 E 0 2 1 1 1 -A F A 4 2 1 1 1 -A E 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.