Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 20

Fréttablaðið - 13.10.2018, Síða 20
VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir að leigja vönduð sumar hús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2018. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS • Lýsing á eign og því sem henni fylgir • Ástand íbúðar og staðsetning • Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár • Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Öllum tilboðum verður svarað. Keflavík - KR 85-79 Keflavík: Michael Craion 27, Reggie Dupree 19, Hörður Axel Vilhjálmsson 14, Gunn- ar Ólafsson 11, Guðmundur Jónsson 6, Magnús Már Torfason 4, Ágúst Orrason 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Julian Boyd 29, Sigurður Á. Þorvaldsson 13, Jón Arnór Stefánsson 13, Björn Krist- jánsson 9, Emil Barja 6, Orri Hilmarsson 5, Dino Stipcic 2. Haukar - ÍR 66-84 Haukar: Hilmar Smári Henningsson 18, Marques Oliver 12, Kristinn Marinósson 10, Kristján Leifur Sverrisson 8, Matic Macek 7, Haukur Óskarsson 6, Hamid Dicko 3, Daði Lár Jónsson 2. ÍR: Gerald Robinson 23/15 fráköst, Justin Martin 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Hákon Örn Hjálmarsson 16, Matthías Orri Sigurðsson 4, Sæþór E. Kristjánsson 3, Benóný Svanur Sigurðsson 2. Nýjast Domino’s-deild karla ÍBV - Valur 18-18 ÍBV: Greta Kavaliuskaite 6, Arna Sif Páls- dóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Kristrún Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Karólína Bæhrenz 1, Ásta B. Júlíusdóttir 1. Valur: Lovísa Thompson 6, Sandra Erlings- dóttir 5, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1. Selfoss - Þór/KA 18-24 Selfoss: Sarah Boye Sörensen 6, Hrafn- hildur Hanna Þrastardóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1. Þór/KA: Martha Hermannsdóttir 8, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggva- dóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Rakel Sara Elvars- dóttir 1, Þórunn Eva Sveinbjörnsdóttir 1. Efri Fram 8 Valur 5 ÍBV 5 KA/Þór 4 Neðri HK 4 Stjarnan 3 Haukar 2 Selfoss 1 Olís-deild kvenna Þjóðadeildin A-deild Riðill 2 Belgía - Sviss 2-1 1-0 Romelu Lukaku (58.), 1-1 Mario Gavranovic (76.) , 2-1 Lukaku (84.). Riðill 4 Króatía - England 0-0 B-deild Riðill 3 Austurríki - N-Írland 1-0 1-0 Marko Arnautovic (71.). C-deild Riðill 2 Eistland - Finnland 0-1 Grikkland - Ungverjaland 1-0 D-deild Riðill 2 H-Rússland - Lúxemborg 1-0 Moldóva - San Marínó 2-0 Fótbolti Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakk- land í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudags- kvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leik- inn gegn Sviss sem fram fer á Laugar- dalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykil- leikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á mið- svæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sig- urðssonar við að loka á sendinga- leiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstill- ingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnars- son] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í víta- teignum. Hannes Þór [Halldórsson] Heildarbragurinn á íslenska liðinu allt annar í þessum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu náði vopnum sínum á nýjan leik eftir fremur slaka frammistöðu í tvígang þegar liðið gerði jafntefli við ríkjandi heimsmeistara á fimmtudagskvöldið. Fram undan er seinni leikur liðsins gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA sem leikinn verður á Laugardalsvellinum á mánudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti afbragðs leik gegn Frökkum bæði í vörn og sókn. Ólafur Kristjáns- son segir hann og Alfreð Finnbogason vera meðal lykilmanna í góðum varnarleik hjá liðinu. NORDiCpHOtOS/GEtty kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda bolt- anum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið  af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjöl- mörg góð  færi eftir  hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknar leikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hag- stæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á  miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en  það var allt annað uppi á teningnum á  móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og  á miðjunni  jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófess- orinn um komandi verkefni. hjorvaro@frettabladid.is Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit. Ólafur Helgi Kristjánsson 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 l A U G A r D A G U r20 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð Sport 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -D 4 A C 2 1 1 1 -D 3 7 0 2 1 1 1 -D 2 3 4 2 1 1 1 -D 0 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.