Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 26

Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 26
stundum fram hjá, tökum mynd. Svo komum við til baka 10 mínút- um seinna og þá skrifum við gjald. Þá kemur fólk öskrandi og segir, ég var að leggja hér og var bara að ná í pening. Margrét: En stundum er fólk ósköp einlægt. Sérstaklega yngra fólk. Ég man eftir strák sem hafði lagt bílnum hálfum upp á stétt. Ég var komin til að sekta og hann horfði á mig hvolpaaugum og sagðist vera nýbúinn að fá bíl- prófið. Hann væri hrikalega lélegur í að leggja. Þá kenndi ég honum að leggja bílnum, bakka í stæðið. Sem hann og gerði og fékk ekki gjald. Áreita og ógna Jóhanna: Siðferði fólks er stundum mjög ábótavant og allra leiðinlegast í okkar starfi er að grípa fullfrískt fólk í stæði fyrir fatlaða. Ég man sérstaklega eftir manni sem lagði í stæði fyrir fatlaða við Laugardals- höll. Hann var með dóttur sína í framsætinu. Fyrir aftan voru um það bil 200 laus stæði á bílaplani. Þessi maður rökræddi hins vegar við mig þegar ég sagðist myndu þurfa að skrifa á hann gjald og sagðist samt ætla að leggja bílnum í stæðið. Hvað var þessi faðir að kenna dóttur sinni? Maður spyr sig. Það er líka bannað að stöðva í stæði fyrir fatlaða. Fólk stöðvar oft bílinn uppi á stétt eða í stæði fyrir hreyfihamlaða og heldur að það sé í fullum rétti. En það er bæði bannað að stöðva og leggja. Einar: Nei, ég þekki minn rétt, hefur fólk stundum sagt við mann þega það hefur stöðvað bílinn í stæði fyrir fatlaða. Margrét: Og sumir juða bílnum fram og til baka og þræta fyrir. Segj- ast þá hvorki hafa lagt bílnum né stöðvað. En það gildir ekki. Jóhanna: Þá hugsar maður auð- vitað, ertu fimm ára? Allt þetta rugl til að sleppa við að setja fimmtíu- kall í stöðumæli eða ganga stutta vegalengd? Maður hristir bara hausinn. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að ef fólk myndi beita þessari orku og hugviti, sem það notar að finna þessar smugur til að komast hjá því að setja í stöðu- mæli eða sleppa við sekt, til að gera eitthvað gagnlegt þá væri þjóðfélagið í góðum málum. Við erum öll sammála um það hér að það eru helst karlar á aldr- inum fimmtíu til sjötugs sem áreita og ógna. Þeir eru mestu dónarnir. En því miður eru stundum eldri konur líka dónalegar við okkur. Margrét: Já, þetta eru eiginlega alltaf karlar á þessum aldri og maður finnur fyrir því hvað þeir líta niður á mann. En ég hef líka lent í leiðindum við eldri konur. Okkur finnst eldri kynslóðin sýna meiri lítilsvirðingu. Og oft algjöra lítilsvirðingu. Undantekningin Að minnsta kosti á einum stað í Reykjavík gera stöðuverðir ekkert „Allt þetta rugl til að sleppa því að setja fimmtíukall í stöðumæli eða ganga stutta vegalengd?“ FréttAblAðið/Ernir veður út af því þegar fólk öskrar á þá. Það er við Landspítalann við Hringbraut. Margrét: Þetta er erfiðasta hverfið í Reykjavík. Ég hef oft lent í því að fólk verður reitt og þarf að fá útrás. Þá tek ég því bara og leyfi fólki að öskra á mig. Við skiljum hvernig fólki líður. En þetta er sárt. Jóhanna: Þarna er fólk að fara í geislameðferð við lífshættulegum sjúkdómi og þarna erum við góðir boxpúðar. Það er lítið sem maður getur sagt og fólk vill ekki hlusta. Þetta eru tilfinningar fólks og það þarf að fá útrás. Vinátta og frelsi Hvað er gott við að vera stöðu- vörður? Það er ekki nema eðlilegt að blaðamaður spyrji að því. Jóhanna: Mér finnst gott að ganga um Reykjavík. Ég sé alltaf eitthvað áhugavert og tek oft myndir af skemmtilegum hlutum sem ég sé. Það eru svo margir faldir gimsteinar í borginni sem enginn veit um. Margrét: Það sem heldur mér í þessu starfi er fólkið sem er að vinna hér. Við erum öll góðir vinir. Ég held að ástæðan sé sú að við upp- lifum stundum að samfélagið sé á móti okkur. Við þurfum oft að tala um það sem gerist. Við erum sam- heldinn hópur. Ég gæti heldur ekki verið í vinnu Stöðuverðir þurfa að bera neyðarhnapp „Mér finnst frásagnir stöðu­ varðanna vera raunsæjar, því miður er starfsumhverfi þeirra mun erfiðara en margra annarra, meðal annars vegna framkomu almennings í þeirra garð,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, fram­ kvæmdastjóri Bílastæða­ sjóðs. „Það er mikil starfsmannavelta hjá okkur, það eru ekki allir sem eru til í að sætta sig við svona framkomu við vinnu sína. Það er í raun ótrúlegt að segja frá því að það eru nokkrir stöðu­ verðir með um og yfir 10 ára starfsreynslu,“ segir Kolbrún sem segir að þótt frásögn stöðu­ varðanna sé afar sláandi telji hún að það hafi dregið úr áreitni og hót­ unum síðustu ár. „Það er að segja, það eru ekki eins margir í þessum hópi. Viðhorf til gjaldskyldu og lagningar ökutækja er að breytast til batnaðar.“ Stöðuverðir bera neyðarhnapp. Þeir sem hóta stöðuvörðum geta hins vegar gert ráð fyrir því að allt sem þeir hafa í frammi sé tekið upp. Þá geta stöðuverðir komist beint í samband við neyðar­ línuna með því að nota hnappinn. Hnappurinn hefur þó ekki nýst þeim nógu vel. „Neyðarhnapp­ urinn hefur ekki verið notaður til að kalla eftir aðstoð lengi, í ein­ hverjum tilfellum er það vegna þess að sá sem lendir í þessu fer í panikk og hugsar ekki rök­ rétt fyrr en eftir á. Það eru þó haldnar skrár yfir öll svona tilvik. Sönnunarbyrðin getur verið erfið í svona málum þegar um alvar­ legar hótanir er að ræða, vörðurinn oftar en ekki einn á ferð á meðan sá sem hótar er jafnvel með einhverjum sem bakka hann upp. Í svona tilvikum stendur þeim til boða sálfræðimeðferð, fjöldi skipta fer eftir aðstæðum hverju sinni. Þau ræða málin líka sín á milli og við yfirmenn og aðra sam­ starfsmenn,“ segir Kolbrún. þar sem ég þyrfti að vera inni á sama stað á hverjum degi. Ég vil hafa frelsi, ég er líka mikill dýravinur og klappa öllum kisum sem verða á vegi mínum. Dýrin dæma ekki. Jóhanna: Það er líka ákveðið frelsi og sveigjanleiki sem fæst í starfinu þrátt fyrir að vinnudagur- inn sé langur, frá 9-18. Ef þú þarft að skreppa til læknis, ekkert mál. Tannlæknis, ekkert mál. Það getur komið sér vel. Einar: Það er gott að ráða sér sjálfur. Við fáum úthlutað hverfi í hverri viku sem við sjáum svo um. Það er enginn yfirmaður að horfa yfir öxlina á okkur. Við erum alltaf á rólegu rölti og ég nýti tímann og hlusta á góð hlaðvörp. Sumir hlusta á hljóðbækur. Þannig að það eru margir víðlesnir stöðuverðir á ferð? Einar: Já, heldur betur. lykillinn sem gleymdist Eigið þið einhverja skemmtilega sögu úr starfinu? Einar: Alla vega eina áhugaverða. Einu sinni gleymdi stöðumæla- vörður sem var að tæma kassana lyklinum í. Einhver tók hann og gekk svo á milli stöðumæla í borg- inni í einhvern tíma á eftir. Það var nú smá hasar á skrifstofunni þá. Margrét: Og ekki má gleyma fólk- inu sem kemur okkur til aðstoðar. Ég var að skrifa stöðubrotagjald á bíl uppi á miðri gangstétt þegar eigandi bílsins ógnaði mér. Hellti sér yfir mig og öskraði hástöfum. Þá kom kona á hjóli og hvessti sig við mann- inn: Hættu að áreita fólk í vinnunni. Honum var mjög brugðið. Dugði þetta? Margrét: Nei, hann hélt áfram þegar hún var farin, elti mig niður götuna og hélt áfram að drulla yfir mig. En ég er svo þakklát henni. Það linar áfallið og dregur úr lítilsvirð- ingunni þegar fólk kemur manni svona til hjálpar. Og hverjir eru í uppáhaldi hjá ykkur? Margrét: Það er hressa fólkið sem tekur því sem við segjum. Rífst ekki. Mest yngra fólk á milli tvítugs og þrítugs. Það notar oft húmorinn og veit upp á sig sökina. Einar: Það er líka einstaka sinnum sem fólk hrósar eða heilsar vinalega. Það er fínt. Jóhanna: Fólk sem býr við götur þar sem er mikill átroðningur bíla er vanalega bara afar glatt að sjá okkur mæta á vettvang. Jóhanna: Við höfum oft velt því fyrir okkur af hverju stöðuverðir eru ekki hluti af lögregluliði. Þann- ig er það víða. Við fengjum meiri virðingu. Við erum stundum spurð: Af hverju færðu þér ekki almenni- lega vinnu. Hverju svarið þið þá? Jóhanna: Ég svara alltaf því til að ég sé í almennilegri vinnu þótt starf okkar væri betra ef fólk kæmi vel fram við okkur og ef launin væru hærri. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs. Hafið samband við sérfræðinga Olís í síma 515 1100 eða pontun@olis.is og fáið nánari upplýsingar. ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -F 7 3 C 2 1 1 1 -F 6 0 0 2 1 1 1 -F 4 C 4 2 1 1 1 -F 3 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.