Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 29

Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 29
Framúrskarandi Siemens uppþvottavélar á afar hagstæðu verði. Vélar þessar eru einstaklega hraðvirkar (60° C hraðþvottakerfi), hljóðlátar (42 dB) og orkusparandi (orkuflokkur A+++). Taka borðbúnað fyrir 14 manns og hafa þrjár grindur, þar á meðal hnífaparaskúffu efst. Þær hafa sjö uppþvottakerfi og fjögur sérkerfi. Lýsing er inni í vélinni. Einstaklega áhrifarík þurrkun Flæðivörn Tímastytting þvottakerfa Home Connect Zeolith®-þurrkun notfærir sér eiginleika seólíta til að draga í sig raka og umbreyta í varmaorku. Niðurstaðan verður skilvirkari og umhverfisvænni þurrkun. aquaStop® kemur í veg fyrir vatnstjón, bæði af völdum leka í vélinni og frá slöngu sem tengist vélinni. Öryggið er tryggt allan endingartíma vélarinnar. Með því að þrýsta á varioSpeed Plus-hnappinn má stytta þvottatímann um allt að 66%. Styttur tími birtist þá á skjá stjórnborðsins. Stjórnaðu uppþvottavélinni úr snjallsíma eða spjaldtölvu hvar sem þú ert. Gildir til og með 31. október eða á meðan birgðir endast. Tilboðsverð: 129.900 kr. Uppþvottavél, SN 457S16MS / SN 457W16MS Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Uppþvottatöflur frá Finish fylgja með öllum uppþvottavélum. Nokkur góð ráð varðandi flokkun Framkvæmdir standa nú yfir við byggingu gas- og jarðgerðar- stöðvar Sorpu í Álfsnesi. Ráðgert er að stöðin taki til starfa árið 2020 en þá verður urðun úrgangs hætt á svæðinu. Með tilkomu hennar er stefnt að því að 95 prósent heimilisúrgangs verði endurnýtt. Óflokkaður heimilisúrgangur verður flokkaður vélrænt en leggja verður áherslu á að fólk flokki enn betur raftæki, spilliefni, lyf og gler frá öðrum úrgangi. Áhersla verður sem fyrr á flokkun á pappír, plasti og textíl. Stöðin mun fyrst og fremst taka við lífrænum úrgangi en er þann- ig hönnuð að unnt verður að ná frá plasti og málmum. Með því að nýta þá orku sem verður til við niðurbrot úrgangs- ins verður hægt að framleiða metangas sem getur nýst sem eldsneyti á bíla og jarðvegsbætir fyrir landgræðslu. Jarðgerðarstöðin mun breyta miklu Það er oft bent á að það sé ekki nóg að flokka og endurvinna heldur þurfi líka að ráðast að rót vandans og minnka notkun umbúða. Víða erlendis hafa sprottið upp versl- anir sem selja eingöngu umbúða- lausar matvörur. Ein slík er verslunin Løs market sem er á Vesterbro í Kaupmanna- höfn. Verslunin var opnuð fyrir rúmum tveimur árum og nú er í undirbúningi opnun nýrrar versl- unar á Nørrebro. Hægt er að kaupa vörur eins og ávexti, grænmeti, ýmsar þurrvörur eins og hveiti og pasta, olíur, vín, kaffi, krydd, sápur og sælgæti allt án umbúða. Viðskiptavinurinn þarf að koma með ílát að heiman en einnig er hægt að kaupa krukk- ur og margnota poka á staðnum. Vörurnar eru svo allar seldar eftir vigt. Óskar Ísfeld sigurðsson, deildar- stjóri matvælaeftirlits hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að vilji verslanir selja vörur án umbúða þurfi að hafa samband við heilbrigðiseftirlit viðkomandi sveitarfélags. Hann segir mjög fáar fyrirspurnir berast um slíkt. „söluaðilar bera ábyrgð á því að hafa hættugreint starfsemina. Það þarf að tryggja öryggi neytenda og heilbrigðiseftirlitið myndi meta það hvernig það öryggi yrði tryggt.“ Hann segir að umbúðir hafi til- gang, bæði til að auka öryggi og til að bæta geymsluþol matvæla. „Hins vegar eru víða möguleikar á því minnka umbúðir án þess að ógna öryggi.“ Verslun sem selur umbúðalausar vörur Verslunin LØS market selur eingöngu vörur án umbúða. MYND/JIM BABBONEAU Notast verður við urðunarstaðinn í Álfsnesi til ársins 2020 en þá verður tekin í notkun gas- og jarðgerðarstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hægt er að sjá fleiri myndir á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLúS 95% endurnýtingar- hlutfall heimilis- sorps með tilkomu stöðvarinnar. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 29l A U g A R D A g U R 1 3 . o k T ó B e R 2 0 1 8 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 1 -D 4 A C 2 1 1 1 -D 3 7 0 2 1 1 1 -D 2 3 4 2 1 1 1 -D 0 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.