Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 32

Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 32
✿ Sigurlíkur frambjóðenda n Beto O’Rourke n Ted Cruz22 % 78% Demókratar hafa í undan-förnum kosningum ítrekað rennt hýru auga til Texas og dreymt um að snúa þessu næst- stærsta og næstfjölmennasta ríki Bandaríkjanna á sitt band. Stærstu borgir ríkisins, Houston, Austin, Dallas, San Antonio og El Paso, má nú þegar flokka sem bláar [venjulega er talað um svæði sem blá eða rauð með vísan í einkennis- liti flokkanna tveggja]. En helsti þátturinn í því að Demókratar sjá fyrir sér sigur í Texas er sá að þar býr mikill fjöldi rómanskættaðra íbúa. Þeim fjölgar einnig ört og stefnir í að þeir verði fleiri en hvítir Texas- búar. Hins vegar ber að taka tillit til þess að í síðustu kosningum kusu um fjörutíu prósent rómanskætt- aðra Ted Cruz. Ekki er útlit fyrir að draumur Demókrata rætist í þetta sinn enda eru um 16,9 prósentustig- um fleiri Repúblikanar í Texas en að meðaltali í landinu Repúblikanar mælast með öruggt forskot í könnunum í Texas Það er óhætt að segja að Robert Francis O’Rourke, kallaður Beto, sé gæddur miklum persónutöfrum og hefur honum ítrekað verið líkt við John F. Kennedy. Hann hefur rekið jákvæða kosningabaráttu, sést klappa kanínum, spilaði í pönkhljóm-sveit á yngri árum og heldur baráttufundi sína á skokkinu með óákveðnum kjósendum. Þetta hefur aflað honum mikilla vin- sælda á landsvísu, mikilla peninga í kosningasjóðinn og hefur hann meira að segja verið orðaður við forsetaframboð árið 2020, takist honum ekki að vinna sigur í nóvember. O’Rourke er sitjandi þingmaður í fulltrúadeildinni og var áður borgar- fulltrúi í El Paso. Þótt hann berjist nú um atkvæði í íhaldssömu fylki hefur hann verið óhræddur við að standa fast á skoðunum sínum. Nóg til í framboðssjóðum Framboð O’Rourkes greindi frá því í gær að fjáröflunarmet hefði verið sleg- ið. Framboðið, sem neitar að taka við styrkjum frá efnafólki og stórfyrir- tækjum, hefði safnað 38,1 milljón dala á síðustu þremur mánuðum. Því má áætla að framboðið hafi nóg á milli handanna á lokasprettinum. Frjálslyndur í íhaldsríki Þannig hefur O’Rourke til að mynda gert meinta kynþáttafordóma lögreglumanna og ofbeldi þeirra gegn svörtum Bandaríkjamönnum að einu af leiðarstefjum kosningabaráttu sinnar. Einnig hefur hann talað fyrir hertri skotvopnalöggjöf, lögleiðingu kannabisefna og andstöðu við brottvísanir ólöglegra inn- flytjenda og fyrirhugaðan landamæravegg Donalds Trump forseta. Stundum er ekki annað hægt en að raula lag hins ástralska Geoffs Mack, I’ve Been Every- where, þegar hlýtt er á ræður O’Rourkes. Hann hefur nefnilega gert það að umtalsefni trekk í trekk að hann hafi ferðast til hverrar einustu sýslu í Texas. Allra 254. Þetta segist O’Rourke hafa gert til þess að sýna fram á að hann vilji þjóna öllum Texasbúum. O’Rourke var á árum áður handtekinn fyrir ölvunarakstur, þó ekki sakfelldur, og samkvæmt lögreglu- skýrslu reyndi hann að flýja vettvang. Þegar hann var spurður um þetta í kappræðunum baðst hann afsökunar, sagðist hafa fengið annað tækifæri en neitaði því að hafa flúið vettvang. Þann- ig var hann í beinni mótsögn við lögregluskýrslu og laug, að mati The Washington Post. Cruz sé fjarverandi Þótt Cruz hafi án nokkurs vafa skotið oftar á O’Rourke en öfugt hefur Demókratinn ekki hlíft Repúblikananum alfarið við gagnrýni. Þegar hann minntist á ferðalög sín um sýslur Texas í kappræðum frambjóðenda í september sagði hann að öfugt við sig væri Cruz alltaf fjarverandi. „Fáeinum mánuðum eftir að þið kusuð síðast var Ted Cruz farinn frá Texas. Hann heimsótti allar 99 sýslur Iowa. Hann ferðaðist um for- kosningaríki Repúblikana í stað þess að vera hér. Hann þvingaði fram stöðvun hjá alríkis- stofnunum í sextán daga árið 2013 því honum fannst of margir Bandaríkjamenn fá gjaldfrjálsa heilbrigðisaðstoð.“ Beto sagður næsti Jack Kennedy Æði hefur gripið um sig í Texas vegna öld- ungadeildarframboðs Beto O’Rourke. Hann liggur ekki á skoðunum sínum þrátt fyrir íhaldssama kjósendur, er gæddur miklum persónutöfrum og segist ætla að þjóna öllum. Rafael Edward Cruz, kallaður Ted, er öllu þekktari en O’Rourke. Enda var hann sá maður sem komst næst því að veita Trump raunverulega samkeppni í forkosningum Repúblikana árið 2016. Cruz er harður íhaldsmaður, heittrúaður og klókur. Hann hefur jafnvel staðið svo fast á skoðunum sínum að Lindsey Graham, samflokksmaður hans í öldungadeildinni, sagði eitt sinn að þingmaður gæti myrt Cruz á gólfi öldungadeildarinnar fyrir framan alla en samt myndi enginn greiða atkvæði með sakfellingu morðingjans. Cruz fæddist bandarískri konu og kúbverskum föður í Kanada. Hann hefur setið í öldungadeildinni fyrir Texas frá árinu 2013 og er kenndur við Teboðshreyfinguna svokölluðu. Áður var hann ríkissaksóknari Texas í fimm ár. Ekkert frjálslyndi í Texas „Ef þú vilt bjóða þig fram í Texas, geturðu ekki verið frjáls- lyndur,“ mátti heyra í stuttu lagi sem framboð Cruz gaf út snemma í kosningabaráttunni. Þótt lagið hafi kannski ekki verið sérstaklega gott er mikið til í þessum mál- flutningi og litast boðskapur Cruz af því. Cruz er andvígur réttinum til þungunarrofs, vill lækka skatta töluvert og halda heilbrigðiskerfinu í höndum einkaaðila. Hann hefur sagst opinn fyrir lögleiðingu kannabisefna og hlynntur dauðarefs- ingu. Vill ekki herða byssulöggjöfina og er harður andstæðingur þess að heimila ólöglegum innflytj- endum að vera áfram í Bandaríkjunum eða gefa þeim færi á því að fá ríkisborgararétt. Segir O’Rourke of róttækan Cruz kom því skýrt frá sér í kappræðum fram- bjóðenda að honum þætti O’Rourke róttækur öfgamaður. „Öfgavinstrimenn eru fullir af orku, reiðir og jafn- vel hatursfullir. Nú erum við að sjá milljónir Banda- ríkjadala streyma til O’Rourkes frá fólki utan ríkisins. Hann hefur öfgavinstrisinnaða stefnu, er lengra til vinstri en Elizabeth Warren og Bernie Sanders,“ sagði Cruz til að mynda og bætti því við að O’Rourke væri opinn fyrir því að leggja útlendingaeftirlitið niður og ákæra Trump til embættismissis. Einnig hefur Cruz gert grín að því að O’Rourke kalli sig Beto, til að mynda í laginu sem áður var nefnt. O’Rourke er af írskum ættum, alls ekki rómönskum, og hefur það því komið spánskt fyrir sjónir að hann noti rómanskt gælunafn. Sjálfur segir O’Rourke að nafnið hafi hann fengið á barnsaldri í borginni El Paso, þar sem flestir vinir hans voru af rómönskum uppruna. Chris Cuomo, fréttamaður á CNN, spurði Cruz í viðtali hver munurinn væri á því að O’Rourke kallaði sig Beto og Cruz kallaði sig Ted. Svaraði Cruz því þá að að lagið væri bara grín, menn þyrftu að hafa húmor fyrir svona löguðu. Cruz segist harðgerður sem Texas Repúblikaninn Ted Cruz nýtur vinsælda í heimaríki sínu en er ekki alveg jafnvinsæll á vinnustaðnum. Þekktur fyrir að standa fast á skoðunum sínum og gagnrýnir O’Rourke fyrir meinta öfgavinstrimennsku. Höfuðborg Austin Fjölmennasta borgin Houston (2.099.451) Stærð 696.241 km2 Fólksfjöldi 28.304.596 O'Rourke Cruz Aldur Börn 46 ára 3 47 ára 2 5 ár í fulltrúadeild 6 ár í borgarstjórn 5 ár í öldungadeild 5 ár sem ríkissak- sóknari Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Texas sem heild. Cruz vann góðan sigur á Donald Trump forseta í Texas í forkosningunum 2016 og stefna Repúblikana er vinsæl í ríkinu. Samkvæmt spálíkani tölfræði- miðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á könnunum, svipuðum kosningum, sögunni, fjáröflun og mati sérfræðinga, hefur Demó- kratinn Beto O’Rourke ein- ungis 22 prósenta sigurlíkur en Repúblikaninn Ted Cruz 78 prósenta líkur. Sé einungis horft til skoðana- kannana mælist Cruz með 51,9 pró- senta fylgi samkvæmt vegnu meðal- tali en O’Rourke 46,6 prósent. Bilið hefur breikkað undanfarna daga. En Demókratar gera sér samt vonir um að O’Rourke verði fyrsti öldungadeildarþingmaður Demó- krata í Texas frá því að Bob Krueger tók við af Lloyd Bentsen í hálft ár fram að kosningum 1993 þegar Bentsen varð fjármálaráðherra Bills Clinton forseta. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 1 -B B F C 2 1 1 1 -B A C 0 2 1 1 1 -B 9 8 4 2 1 1 1 -B 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.