Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 34

Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 34
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Lilja mátti ekki bíða mikið lengur með að fara til læknis. Hún segist hafa verið komin í mikla lífshættu þar sem æðarnar gátu lokast hvenær sem var. Eftir að hún leitaði til læknis þurfti hún engu að síður að hafa heilmikið fyrir því að komast í hjartaþræð- ingu. „Þegar ég fór að finna fyrir verk í brjóstkassanum vissi ég auð- vitað ekki nákvæmlega hvað þetta var. Mig grunaði samt að hann væri merki um eitthvað óeðlilegt. Í hjartaþræðingunni kom í ljós að þrjár af aðalæðunum voru mikið stíflaðar. Lykla-Pétur stóð bara með kippuna í dyrunum,“ segir Lilja. „Ég fékk stoðnet í aðgerðinni, var síðan sett á blóðfitulækkandi lyf, blóðþynningarlyf og barna- magnyl. Síðan tók endurhæfing við,“ útskýrir hún. Breyting til batn- aðar „Ég hafði ekki verið á lyfjum áður og þau fóru ekki vel í mig. Þar fyrir utan leiðist mér að taka lyf þó ég viti að þau geti auðvitað verið lífs- nauðsynleg. Dóttir mín, Ragga nagli, kom til mín með Cholesterol Pro frá fyrirtækinu NOW. Það er náttúruleg vara sem getur hjálpað til við að halda kólesteróli eðlilegu. Ég var nýbúin að vera í mælingu hjá lækninum. Vonda kólesterólið var enn of hátt en þar sem lyfin fóru illa í mig ákvað ég að prófa Cholesterol Pro. Ég fór aftur í mælingu sex mánuðum síðar og þá hafði orðið mikil breyting. Vonda kólesterólið hafði lækkað umtals- vert. Læknirinn taldi að lyfin sem hann hafði gefið mér hefðu gefið svona góða raun. Þegar ég sagði honum að ég hefði ekki tekið þau heldur náttúrlegt efni sem héti Cholesterol Pro frá NOW trúði hann mér varla. Bæði lækninum og hjúkrunarfræðingnum fannst þetta ótrúlegt. Síðan hef ég tekið eina töflu á dag og veit ekki betur en að allt sé í góðu lagi. Ég vonast til að næsta mæling sýni það,“ segir Lilja sem starfar á skrifstofunni hjá Gaman ferðum sem er dótturfyrir- tæki WOW air ásamt því að vera fararstjóri víða um heim og skipu- leggja hópferðir. Barðist fyrir hjartaþræðingu „Ég er enginn sérfræð- ingur í náttúrulegum efnum en veit að Cholesterol Pro hefur gert gott fyrir mig. Reyndar fannst læknunum í byrjun algjör óþarfi hjá mér að fara í hjartaþræðingu og ég þurfti að hafa fyrir því að á mig væri hlustað. Ég hafði farið í skanna tveimur árum áður en fékk aldrei niðurstöðu frá þeirri rannsókn frá lækninum. Það liðu sem sagt tæp tvö ár þar til ég leitaði aftur læknis þegar verkirnir fóru að ágerast. Sá sendi mig í þrek- próf og skoðaði jafnframt hvað hefði komið út úr skönnuninni. Það var hann sem sagði mér að mikil breyting hefði komið í ljós þegar ég fór í skann- ann. Ég væri greinilega með æða- þrengsli. Ég hins vegar gleymdist í skúffunni hjá lækninum og fékk ekkert að vita,“ segir Lilja og vonar að fleiri hafi ekki lent í því saman. Fólk eigi rétt á að fá upplýsingar sem koma fram í rannsóknum. Konur öðruvísi en karlar „Verkirnir sem ég fékk voru stað- bundnir og leiddu ekki út í hand- legg. Ég held að þetta sé skóla- bókardæmi um það sem hefur verið sagt að konur fái annars konar einkenni vegna hjarta- og æðasjúkdóma en karlar. Ég geng mikið, spila golf og hef lengi spilað badminton. Spilafélagi minn trúði mér varla þegar ég sagðist hafa farið í hjartaþræðingu. „Og þú sem hleypur hraðar en vindurinn,“ sagði vinkona mín. Ég fann aldrei fyrir neinu á hlaupum eða göngu. Það var helst þegar ég var í hvíldar- stöðu, til dæmis að lesa bók, sem ég fann fyrir verknum,“ segir hún. Lilja segist hafa góða reynslu af vörunum frá NOW. Hún hefur tekið inn D-vítamín frá NOW og segir að það geri sér líka gott. „Lyf hafa auka- verkanir en ekki heilsuvörurnar. Þær eru því góður kostur fyrir mig. Dóttir mín hefur mælt með þessum vörum og sömuleiðis Guðrún Berg- mann. Mér fannst því allt í góðu lagi að prófa hvort þetta reyndist vel fyrir mig og sé ekki eftir því.“ Lilja ákvað að sleppa blóðfitulækkandi lyfi og tók í staðinn Cholesterol Pro sem er náttúrlegt efni. Það hefur gefið góða raun. MYND/ERNIR Cholesterol Pro hefur reynst Lilju mjög vel í baráttunni við of hátt kólest- eról. Í hjartaþræðing- unni kom í ljós að þrjár af aðalæðunum voru mikið stíflaðar. Lilja Hilmarsdóttir 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . O K tÓ B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 2 -0 6 0 C 2 1 1 2 -0 4 D 0 2 1 1 2 -0 3 9 4 2 1 1 2 -0 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.