Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 46
Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullu og áhugasömu starfsfólki Gagnaforritari og gagnagrunnsstjóri (e. data engineer) Innviðaforritari (e. infrastructure engineer) Sérfræðingur í vefhögun (e. web architect) Starfið felst í uppbyggingu gagnainnviða og gagnamiðlunar hjá Hagstofu Íslands. Starfsmaðurinn mun sinna rekstri og skipulagi gagnagrunnsþjóna og gagnaskipunar, hönnun og þróun úrvinnslu- og miðlunarferla miðað við ytri og innri þarfir notenda ásamt almennri hugbúnaðarþróun sem viðkemur gagnanýtingu. Starfsmaðurinn vinnur í gagna- grunnsteymi Hagstofunnar. HÆFNISKRÖFUR • Geta til að sökkva sér í og leysa upplýsingatæknivandamál • Reynsla og þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun • Reynsla af hugbúnaðarþróun og bestun gagnagrunnskerfa • Þekking og reynsla af notkun og rekstri mismunandi gagnagrunnsþjóna • Reynsla af hönnun tæknilegrar högunar almennra gagnagrunnskerfa • Þekking á gæðaferlum í innlestrarferlum og gagnagrunnsvinnslu er æskileg • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa er æskileg • Þekking og reynsla af vöktunarkerfum og samskipanastjórnunartólum (e. configuration management tools) er æskileg • Þekking og reynsla af rekstri netþjóna er kostur • Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Starfið felst í sjálfvirknivæðingu kerfisstjórnunar hjá Hagstofu Íslands. Starfsmaðurinn mun sinna sjálfvirkri kerfisstjórnun með samþættingu ýmissa kerfa með notkun og forritun viðbóta við samskipanastjórnunarkerfi (e. configuration management) stofnunarinnar. Starfsmaðurinn vinnur í kerfisstjórnarteymi Hagstofunnar. HÆFNISKRÖFUR • Vilji til að læra á nýjar lausnir og aðferðir og kynna sér í dýpt eldri lausnir • Reynsla og þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun • Reynsla af hönnun tæknilegrar högunar upplýsingakerfa, þ.m.t. sýndarumhverfa fyrir tölvurekstur • Þekking og reynsla af notkun og uppbyggingu ýmissa forritunartungumála, þ.m.t. Python • Þekking og reynsla af vöktunarkerfum og samskipanastjórnunartólum (e. configuration management tools) er æskileg • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa og fyrirbyggjandi aðgerðum er æskileg • Þekking og reynsla af mikilvægum stoðkerfum tölvureksturs er æskileg • Þekking og reynsla af rekstri netþjóna er kostur • Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur • Hreint sakavottorð Starfið felst í tæknilegri hönnun upplýsingakerfa með áherslu á vefhögun. Starfsmaðurinn mun sinna samþættingu ýmissa kerfa í samstarfi við vef- og gagnagrunns- sérfræðinga stofnunarinnar ásamt því að auka skilvirkni kerfa með bestun á úrvinnslum þeirra. Starfmaðurinn mun jafnframt forrita bakendavinnslur vefkerfa og setja vefkerfi í rekstur. Starfsmaðurinn vinnur í vefteymi Hagstofunnar. HÆFNISKRÖFUR • Vilji til að læra á nýjar lausnir og aðferðir og kynna sér í dýpt eldri lausnir • Reynsla og þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun • Þekking á tæknilegri högun upplýsingakerfa, þ.m.t. almennra vefkerfa • Þekking og reynsla af vefstöðlum og vefhönnun, þ.m.t. svargæfa hönnun og bestun fyrir vefi • Þekking og reynsla af notkun og uppbyggingu ýmissa forritunartungumála, þ.m.t. Python • Þekking og reynsla af almennum vefþjónabúnaði (e. web server) og vefselum (e. proxy servers) er æskileg • Þekking og reynsla af vöktunarkerfum og samskipanastjórnunartólum (e. configuration management tools) er æskileg • Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa og fyrirbyggjandi aðgerðum er æskileg • Þekking og reynsla af rekstri netþjóna er kostur • Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 22.10.2018 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000. Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstof- unnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is Allar nánari upplýsingar veitir Lind hjá FAST Ráðningum í síma 552-1606 eða lind@fastradningar.is Umsækjendur er vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á www.fastradningar.is Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember nk. Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða metnaðarfullan og ábyrgan verk- fræðing í spennandi framtíðarstarf á veitusviði. Í boði er áhugavert starfsumhverfi með krefjandi og fjölbreyttum verkefnum. Starfsmaðurinn verður með aðsetur á aðalskrifstofu Orkubús Vest- fjarða á Ísafirði en starfsumhverfið er allir Vestfirðir. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri veitusviðs. Orkubúið sinnir alhliða orkuvinnslu á Vestfjörðum ásamt dreifingu orkunnar til kaupenda hennar. Starfsmenn eru um 70 talsins og er hópurinn samheldinn og metnaður mikill. Ef þú vilt starfa hjá traustu og framsýnu fyrirtæki og búa í návígi við ægifagra náttúru er þetta tækifærið þitt! Helstu verkefni: • Hönnun og undirbúningur verka • Verkefnastjórnun og áætlanagerð • Önnur fjölbreytt og krefjandi verkefni á veitusviði Menntunar- og hæfniskröfur: • Rafmagnsverkfræði • Metnaður, nákvæmni og góð skipulagshæfni • Reynsla af verkefnastjórnun • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Jákvæðni og góð samstarfshæfni • Reynsla af rafveitustörfum æskileg Rafmagnsverkfræðingur - krefjandi verkefni Lind Einarsdóttir Orkubúið vill fjölga konum í störfum hjá fyrirtækinu. Konur sem og karlar eru því hvött til að sækja um ofangreint starf. 8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 3 . o k Tó b e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 2 -2 3 A C 2 1 1 2 -2 2 7 0 2 1 1 2 -2 1 3 4 2 1 1 2 -1 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.