Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 74

Fréttablaðið - 13.10.2018, Page 74
Árið 1986 var 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur fagnað. Ekkert var til sparað enda um merkileg tímamót að ræða. Þá spillti ekki fyrir að góðæri var í efna- hagsmálum og stórframkvæmdir í höfuðborginni, sem birtust meðal annars í stórbyggingum verslunar- og skrifstofuhúsnæðis. Reykjavík gat leyft sér að halda veglega afmælis- veislu. Stórhugurinn kom meðal annars fram í óvenju viðamikilli Listahátíð í júnímánuði þar sem hápunktur- inn var sýning á Kjarvalsstöðum á verkum hins heimskunna spænska myndlistarmanns Picasso. Ung- viðið fékk svo nóg fyrir sinn snúð með stórtónleikum í Laugardalshöll, tvö kvöld í röð, þar sem fram komu fjórar kunnar erlendar hljómsveitir, þar á meðal bresku spjátrungarnir í Madness. Aðalhátíðarhöldin fóru þó fram í ágústmánuði, í kringum sjálft afmæl- ið. Þann 18. ágúst lögðu tugþúsundir leið sína í miðborgina, til að fylgjast með hvers kyns skemmtiatriðum. Mikið var gert úr 200 metra langri afmælistertu sem hópur bakara reiddi fram. Var hún sögð lengsta kaka sem bökuð hefði verið í heim- inum, en umfjöllunin snerist þó ekki síður um sherryfrómas sem notaður var í kökuna. Gagnrýndu bindindis- frömuðir harðlega að áfengi væri að finna í tertu af þessu tagi og veltu fjöl- miðlar vöngum yfir því hvort áfengis- sjúklingum væri óhætt að fá sér bita, Í tilefni dagsins kom forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, í opinbera heimsókn til höfuð- borgarinnar og ávarpaði hátíðar- fund borgar stjórnar. Í tengslum við afmælið var svo tilkynnt um gjöf rík- isins á Viðeyjarstofu til borgarinnar. Markaði hún upphaf á umfangs- miklum fornleifauppgreftri í Viðey á vegum Borgarsögusafns. Um alla borg voru smásýningar tengdar sögu Reykjavíkur, en í Borgarleik- húsinu – sem var um þessar mundir langt komið í byggingu – var sett upp tæknisýning. Þar kynntu ýmis af fyrirtækjum Reykjavíkurborgar viðfangsefni sín og framtíðarsýn, en einna mesta athygli vakti þó nákvæmt upphleypt Íslandskort sem almenningi gafst í fyrsta sinn færi á að skoða. Kortið er nú um stundir varðveitt í Tjarnarsal Ráðhússins, þótt gluggar og lýsing í húsinu geri það að verkum að það nýtur sín ekki á sama hátt og til stóð. Gestir tæknisýningarinnar voru fjölmargir og fengu þeir veglega sýn- ingarskrá við komuna. Í henni mátti meðal annars lesa hringborðsum- ræður nokkurra karla um Reykjavík framtíðarinnar. Dyggir lesendur þessara pistla ættu fyrir löngu að hafa áttað sig á dálæti höfundar á gömlum framtíðarspádómum. Setið á rökstólum Árið 1986 þótt sjálfsagt að leiða saman fimm sérfræðinga, allt karl- menn á miðjum aldri, til að velta vöngum um hvað framtíðin kynni að fela í skauti sér. Mennirnir voru Þórður Þ. Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur, dr. Sigmundur Guð- bjarnason háskólarektor, dr. Ágúst Valfells, formaður Verkfræðinga- félagsins, Víglundur Þorsteinsson frá Félagi íslenskra iðnrekenda og Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðu- maður borgarskipulags. Umræðu- stjóri var sjötti karlinn, Kári Jónas- son fréttamaður. Eins og sjá má af hópnum hafði hópurinn að geyma lykilmenn á sviði skipulagsmála, atvinnulífs og vísindarannsókna á þessum tíma. Áherslan var á stórframkvæmdir og atvinnumál, fremur en menningu og listir – enda um tæknisýningu að ræða. Spásagnir þeirra félaga um hvernig Reykjavík ársins 2030 kynni að líta út er því áhugaverð – ekki endilega út frá því hvað hafi gengið eftir og hvað ekki ræst, heldur frem- ur sem vísbending um hugarfarssögu áranna í kringum 1986. Áhugavert er að sérfræðingarnir stilltu sig nær alveg um að ímynda sér ný og áður óþekkt tæknikerfi sem gjörbylta myndu daglegu lífi fólks. Þótt í myndskreytingum lista- mannsins Bjarna Jónssonar með greininni mætti sjá fljúgandi diska á sveimi yfir Reykjavík, létu fimm- menningarnir að mestu nægja að spá fyrir um framtíðina á grunni þeirrar tækni sem þekkt var eða innan seilingar. Íbúaþróun var þeim ofarlega í huga, ekki hvað síst í ljósi þeirrar þróunar í Vestur-Evrópu að fólki færi fækkandi vegna lægri fæðingartíðni. Töldu þeir mikilvægt að koma í veg fyrir að sú yrði raunin hér, til dæmis með því að gera mæðrum ungra barna kleift að vinna hlutastörf eða sinna störfum frá heimili sínu með hjálp tölvutækni. Íslendingar yrðu væntanlega um 300 þúsund árið 2030, þar af ⅔ hlutar á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Greindi sérfræðingana á um hvort mikið meiri fólksfjölgun væri æski- leg. Þannig áleit Ágúst Valfells að 330 þúsund væri kjörstærð þjóðarinnar, miðað við að allar auðlindir væru fullnýttar með núverandi tækni. Ef íbúum fjölgaði mikið umfram það hlyti slíkt að bitna á lífskjörum og minnti hann á að ef landsmönnum hefði fjölgað frá landnámi með sama hraða og verið hefði á tuttugustu öld, væru lands- menn 11 milljarðar! En hvernig yrði umhorfs í Reykjavík árið 2030? Í sam- ræmi við ríkjandi skipulags- hugmyndir gerðu álitsgjafarnir allir ráð fyrir að byggðin héldi áfram að þenjast út. „Borgin verður komin upp um öll holt og hæðir, hún verður komin upp að Blika- staðakró og upp allan Korpudal. Bæjarmyndin verður orðin sam- felld og borgin samgróin við nágrannasveitarfélögin“, sagði Þórður Þ. Þorbjarnarson. Víg- lundur Þorsteinsson benti þó á að landrými væri ekki óþrjótandi og því hlyti borgin að þéttast eitthvað og tuttugu til fjörutíu hæða byggingar farnar að sjást í Reykjavík. Höggvið á umferðarhnútinn Þótt umferðarþunginn árið 1986 blikni við hliðina á því sem síðar varð, ollu samgöngumál sérfræð- ingunum áhyggjum. Þorvaldur S. Þorvaldsson óskaði þess helst að einhverjar tækniframfarir myndu verða í samgöngumálum „… þann- ig að við finnum leið út úr þessum óskaplegu vandræðum sem við erum í með einkabílinn“. Ágúst Valfells varpaði því fram hvort neðanjarðarlestir kynnu að vera valkostur fyrir Reykvíkinga og lék sér að hugmyndinni um ein- hvers konar deilibíla í stað strætis- vagna, sem fólk gæti tekið og skilið eftir á ákveðnum stöðum. Þá væri líklegt að bensín yrði sífellt dýrara þegar fram liðu stundir og það eitt gæti leitt til þéttingar byggðar. Sig- mundur Guðbjarnason sagðist á hinn bóginn vonast eftir enn dreifð- ari byggð, með stórum grænum svæðum. Raunar hallaðist hann að því að aukin fjarskiptatækni myndi hafa áhrif á bæjarbraginn á þann hátt að fólk myndi breyta lífs- háttum sínum vegna upplýsinga- og tölvutækninnar og í ríkari mæli fá upplýsingar heim til sín. Ekki verður annað sagt en að háskólarektor hafi reynst sann- spár um upplýsingabyltinguna. Það sama verður ekki sagt um vangaveltur þeirra félaganna um ýmis önnur áhrif tæknibreytinga. Fiskvinnsluna sáu þeir fyrir sér í höndum vélmenna, þar sem hlut- verk mannsins yrði einkum að hafa eftirlit með tækjunum. Iðnaðurinn myndi byggjast á orkunýtingu en væntanlega verða miklu sjálfvirk- ari og vinnuvikan gæti farið niður í fimmtán stundir. Þrátt fyrir tölvutækni myndi fólk almennt halda áfram að sækja störf sín á skrifstofur og vinnustaði til þess að hitta annað fólk, þótt vel mætti sjá fyrir sér að yfirmenn verðu heilu dögunum heima við í tölvunni, en kæmu svo endur- nærðir á vinnustað. Tölvur myndu á hinn bóginn flytja drjúgan hluta af fræðsluhlutverki skólans inn á heimilið. Skólamaðurinn Sigmund- ur ræddi sérstaklega um mögu- leikann á fjarkennslu, en bætti því þó við að hefðbundin samskipti nemenda og kennara héldu áfram að standa fyrir sínu. Sérfræðingarnir sáu allir fyrir sér grænni borg, með auknum trjágróðri. Sá gróður þyrfti ekki einungis að vera utandyra, þannig gætu léttari og ódýrari byggingar- efni gert það að verkum að hrinda mætti í framkvæmd gömlum hug- myndum um gróður- og veðursælar hvelfingar og koma þannig stórum hlutum borgarinnar undir þak. Ekki tóku álitsgjafarnir neina afstöðu til þess hvort sveitarfélög- um kynni að fækka á höfuðborgar- svæðinu, en þeim þótti einsýnt að íbúum suðvesturhornsins héldi áfram að fjölga á kostnað lands- byggðarinnar. Þó væri ekki ólík- legt að úti á landi yrðu til færri en stöndugri bæir sem verið gætu mótvægi við mölina. Einkum mætti sjá fyrir sér að Akureyri styrktist ef takast mætti að koma upp heilsárs- vegi yfir Sprengisand eða Kjöl. En ein er sú spurning sem ætíð hlýtur að koma upp í umræðum u m s k i p u l a g s m á l Reykjavíkur, hvort sem árið er 1986 eða 2018: hvað með flugvöllinn? Þar voru skoðanir skiptar. Víglundur Þorsteinsson taldi skynsamlegt að efla Reykja- víkurflugvöll og hefja á ný milli- landaflug um hann, sem gæti sparað mikið fé og tíma. Svar Sigmundar Guðbjarnasonar var öllu styttra: „Ég held að verði búið að leggja Reykja- víkurflugvöll niður árið 2030.“ Spekingar spjalla 18. ágúst 1986 var haldið upp á 200 ára afmæli Reykjavíkur. Mikill mannfjöldi kom saman í miðborginni og var afmælisgestum boðið upp á köku. Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um Reykjavík ársins 2030. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og eira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðum. Verð 16.990 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa frá Milwaukee vfs.is 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 1 -C 0 E C 2 1 1 1 -B F B 0 2 1 1 1 -B E 7 4 2 1 1 1 -B D 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.