Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 78

Fréttablaðið - 13.10.2018, Side 78
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Benedikta Jónsdóttir frá Hellissandi, Faxabraut 32c, Keflavík, lést á Hrafnistu, Hlévangi, laugardaginn 6. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. október kl. 13.00. Sólveig Anna Einarsdóttir Björn Rúnar Albertsson Björn Björnsson Sveindís Árnadóttir Einar Árni Jóhannsson Ingvi Steinn Jóhannsson Þóra Björg Jóhannsdóttir barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Margrét Árnadóttir Rauðalæk 19, Reykjavík, lést föstudaginn 28. september á Landspítalanum í Fossvogi. Útför verður frá Háteigskirkju föstudaginn 19. október kl. 13.00. Þorgrímur Jónsson Bára Þorgerður Þorgrímsdóttir Ólafur Jónsson Sigurður Trausti Þorgrímsson Zhanna Þorgrímsdóttir Jón Þór Þorgrímsson Aldís Yngvadóttir Herdís Þorgrímsdóttir Kristinn G. Hjaltalín barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Þegar félagið var stofnað fyrir um það bil 90 árum voru fjárbændur úti um alla borg. Fólk var með sjálfsþurftar-búskap og átti kindur í bakgarðinum,“ segir Árni Ingason, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur. Það er félagsskapur þeirra sem stunda búskap í frítíma sínum í Reykjavík og haldið verður upp á níutíu ára afmæli hans með heilmiklu hófi í kvöld í sal Garðyrkjufélagsins. Sauðfjárbændurnir í borginni hafa langflestir aðstöðu í svokallaðri Fjárborg sem tilheyrir Hólmsheiði. En þannig hefur það ekki alltaf verið eins og Árni lýsir: „Gamla Fjárborg var þar sem Tengi við Smiðjuveg er núna og þá var réttin þar sem Staldrið er (nú hinum megin við Reykjanesbrautina) en féð gekk meðal annars í Breiðholtinu. Svo hófst upp- bygging þar og um 1970 var gert sam- komulag við þáverandi borgarstjóra, Geir Hallgrímsson, um land og uppbygg- ingu fjárhúsa á Hólmsheiði, þar sem við erum núna. Svo eftir tvö ár verður nýja Fjárborgin 50 ára. Þar hefur byggst upp hverfi, upphaflega mátti bara vera fé þar en svo fékkst heimild til að hafa þar smalahesta. Þá komust hestar inn í Fjár- borgina og þeir eru orðnir margir í dag.“ En hversu margt fé eiga Reykvíkingar? „Það eru um 150 vetrarfóðraðar kindur í Fjárborg, í 10 eða 11 húsum, og þær eru í eigu margra, því oft eru fleiri en einn eigandi á bak við hvert hús. Menn sameinast um þennan búskap. Fólk er með fimm ær og upp í 25. Fénu er alltaf að fækka enda borgar sig fyrir okkur sem þurfum að kaupa öll aðföng að fara út í búð og kaupa okkur kjöt. En þetta er fyrir gamanið gert.“ Afrétturinn er á Sandskeiði, norðan Suðurlandsvegar, að sögn Árna, og fjáreigninni tilheyra töluverðar smala- mennskur, eins og vænta má, meðal annars um Hengilssvæðið. „En það er alltaf vel mannað í leitum, jafnvel um 40 manns sem mæta í þær og nánast smal- að öxl við öxl í seinni tíð,“ segir hann. Árni segir á annað hundrað manns í félaginu. Þar af bara einn sem er einungis með kindur, aðrir bæði með hesta og kindur en meirihluti félags- manna er eingöngu hestamenn. „Þátt- taka í félaginu er skilyrði fyrir því að fá hús í Fjárborg,“ útskýrir hann. „Fjáreigenda félagið virkar þannig líka sem húsfélag. Svo er einn félagsmaður með fé utan Fjárborgar. Það er Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur Bændasamtakanna, sem hýsir sínar kindur uppi í Jóruseli í Breiðholti.“ Innan félagsins eru margir sérstakir karakterar, að sögn Árna. „Margir þessir eldri eru uppaldir í sveit og vanir skepnuhaldi. Svo hefur orðið nýliðun, það hefur komið inn ungt fólk sem finnst gaman að vera með kindur og það er vel.“ Hvernig verður þetta hóf hjá ykkur í kvöld? „Bara hefðbundið. Við ætlum að hitt- ast og borða góðan mat, Ari Eldjárn ætlar að skemmta okkur og svo kemur hljómsveit að spila fyrir dansi.“ gun@frettabladid.is Með kindur í bakgarðinum Frístundabændur í borginni fagna níutíu ára afmæli Fjáreigendafélags Reykjavíkur í kvöld með góðri veislu, gamanmálum og dansi. Árni Ingason er formaður félagsins. Árni Ingason segir marga sérstaka karaktera innan Fjáreigendafélagsins. FréttablaðIð/ErnIr það er alltaf vel mannað í leitum, jafnvel um 40 manns sem mæta í þær og nánast smalað öxl við öxl í seinni tíð. Fyrsti grínþáttur Fóstbræðra fór í loftið þennan mánaðardag árið 1997. Upphaflegir meðlimir þess gríngengis voru Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson, Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson. Hilmir Snær var aðeins með í einni seríu en þá kom Þorsteinn Guðmundsson í hans stað. Í þriðju seríu bættist Gunnar Jónsson í hópinn. Fóstbræður slógu strax í gegn og eru reglulega endursýndir, auk þess sem búið er að horfa á mörg atriði úr þáttunum mörg þúsund sinnum á YouTube. Margir ódauðlegir karakterar urðu til í þáttunum, til dæmis Júlli, Gyða Sól og Helgi, persónulegi trúba- dorinn. Þeir hrifsuðu líka til sín verðlaun. Þátturinn var valinn besta leikið sjónvarpsefni ársins 1999 á Edduverðlaunahátíðinni og ári síðar var hann valinn skemmtiþáttur ársins. Þá hlaut Jón Gnarr verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í þáttunum árið 2001 og það ár var Ragnar Braga- son tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir Fóstbræður. Þ ETTA G E R ð I ST : 1 3 . o kTÓ B E R 1 9 9 7 Fóstbræður flugu af stað 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r38 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 3 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 1 -E 8 6 C 2 1 1 1 -E 7 3 0 2 1 1 1 -E 5 F 4 2 1 1 1 -E 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.