Morgunblaðið - 12.07.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 12.07.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Þessi litli en fjörugi þröstur er væntanlega ánægður með tíð- ina undanfarið eins og aðrir Eyfirðingar en vildi þó fyrir alla muni komast inn í listhús bændanna Einars og Hugrúnar á bænum Brúnum um hádegisbil í gær. Þar er rekið kaffihús og hefur þrösturinn hugsanlega runnið á lyktina, þótt ormar og einhvers konar skordýr séu víst í mestu uppáhaldi hjá þröst- um almennt á þessum árstíma. Hver svo sem ástæðan var reyndi hann hvað eftir annað að fljúga í gegnum stóra rúðuna og virtist með engu móti skilja hvers vegna það tókst ekki. Ræddi hástöfum, að því er blaðamanni heyrðist, við tvífara sinn; þekkir kannski til listaskáldsins góða og spurði um engil með húfu og rauðan skúf í peysu. Hugðist e.t.v. skila kveðju. Fiðraður Eyfirðingur vildi komast inn í hús Sérðu engil með húfu og rauðan skúf í peysu? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtæki sem selja jöklaferðir í Öræfum hafa áhyggjur af stöðu mála vegna stórrar sprungu í vesturhlíð Svínafellsheiðar. Almannavarnir vöruðu nýlega við berghlaupi við jökulinn vegna sprungunnar og hafa aðrir kostir í nágrenninu því verið nýttir til jökla- göngu, t.d. Skaftafellsjökull og Fall- jökull. Ljóst er að síðar í sumar mun gönguleið upp að Skaftafellsjökli lokast þegar á sprettur fram undan jöklinum. Málið verður þó tekið fyrir á fundi stjórnar þjóðgarðsins í dag. Ekki er hefð fyrir hópferðum ferðaþjónustu- fyrirtækja á Skaftafellsjökul, en vegna hinna sérstöku aðstæðna hafa ráðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði látið starfsemina óátalda. Stór og skyndileg breyting „Við erum vön að takast á við breytingar í okkar umhverfi, en þessi er heldur stór og kemur skyndilega,“ segir Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, en tugir þús- unda viðskiptavina fyrirtækisins fara upp á jökulinn á ári hverju. Hann segir fyrirtækið leita allra leiða til að greiða úr flækjunni, í samráði við yfirvöld í Vatnajök- ulsþjóðgarði og almannavarnir. Arnar segir fyrirtæki með rekstur á svæðinu óska þess að gott samráð verði haft við þau um næstu skref. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggj- ur og væntum þess að okkur verði sýndur skilningur. Við vonum að menn taki ekki ákvarðanir sem geta stórskaðað fyrirtækin. Við höfum unnið með þjóðgarðinum gegnum tíðina, sinnt fræðslu og sinnt útköll- um þegar slys verða o.s.frv.“ Arnar nefnir að nú séu uppi vangaveltur um það hvort göngu- leiðin upp að Skaftafellsjökli geti borið fólksfjöldann til lengri tíma. „Þjóðgarðurinn hefur áhyggjur af stígnum upp að jöklinum. Við skilj- um það vel en erum í ofsalega erfiðri stöðu. Það er flókið að breyta ferða- leiðunum, en við erum að reyna að leysa þetta,“ segir hann og nefnir að fleiri gönguleiðir séu mögulegar á svæðinu. Sumar þeirra séu þó kostn- aðarsamar og standi jafnvel ekki undir kostnaði. Óvissa um jöklaferðir í Öræfum  Skaftafellsjökull ekki varanleg lausn  Leið að jöklinum lokast síðar í sumar  Stjórn þjóðgarðsins metur stöðuna  Ferðaþjónustufyrirtæki óska samráðs Morgunblaðið/RAX Skaftafellsjökull Ferðaþjónustufyrirtæki hafa fært sig um set vegna hættu á berghlaupi við Svínafellsjökul. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sorglegt að umhverfisráðuneytið hafi ekki enn veitt undanþágu til að reisa salern- isaðstöðu á svæði Grjótagjár. Morg- unblaðið greindi frá því í gær að landeigendur hafi lokað fyrir aðgang að kvennagjá í Grjótagjá, sem er vin- sæll baðstaður og áfangastaður ferðamanna. Sögðu þeir ákvörð- unina jafnframt tímabundna meðan beðið er lausna fyrir svæðið en um- gengni í hellinum hefur verið til skammar að sögn landeigenda. Þor- steinn segir að lokað verði fyrir bað- ferðir í gjánni þar til undanþágan fá- ist. Samkvæmt honum er beðið átekta frá umhverfisráðuneytinu vegna beiðni um undanþágu frá ákvæðum um vatnsverndarsvæði svo hægt verði að reisa salernisað- stöðu í lokuðu kerfi. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sveitarfélagsins til þess að fá málið afgreitt hefur undanþága ekki feng- ist enn,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki um stórfenglegar breytingar að ræða heldur snúist málið um „bætta aðstöðu ferðamanna og að færa bíla- stæðin fjær“. Hann segir jafnframt að deili- skipulag fyrir svæðið hafi verið tilbú- ið af hálfu sveitarfélagsins í apríl. „Landeigendur í Vogum hafa unnið að þessu deiliskipulagi í einhvern tíma og líka við Hverfjall. Þessi vinna hjá þeim er alveg til fyrir- myndar og sveitarfélagið hefur stutt við bakið á þeim í þessu, enda til eft- irtekni hvernig sé haldið á þessu. Það er sorglegt að ráðuneytið hafi ekki klárað sitt svo hægt sé að klára skipulagið,“ segir Þorsteinn. Sveitarstjórinn segist enn fremur ekki þekkja til neinna áforma um gjaldtöku á svæðinu. gso@mbl.is Löng bið eftir undanþágu  Mál Grjótagjár sagt stranda í ráðuneytinu Ljósmynd/Ólöf Hallgrímsdóttir Baðstaður Gjáin er á flekamótum og er þar streymi lághitavatns. Aftöku fangans Scott Dozier var frestað í Ne- vada-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi eftir að dómari tók kröfu lyfjafyrir- tækisins Alvo- gen til greina. Nota átti lyfið Midazolam, sem Alvogen framleið- ir, við aftökuna, lögfræðingar fyr- irtækisins töldu að Nevada-ríki hefði útvegað sér lyfið á fölskum forsendum en forsvarsmenn fyr- irtækisins heyrðu fyrst af því í fjölmiðlum að nota ætti lyfið við aftökuna. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri hjá Alvogen, sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri skýr stefna fyrirtækisins að selja ekki lyf sem Midazolam, beint til fangelsismálastofnana. Notkun lyfsins, sem er slökunar- lyf, á þennan hátt væri því gegn vilja fyrirtækisins. Höfuðstöðvar Alvogen eru hér á landi, en fyrirtækið er með starf- semi í 35 löndum. Forstjóri Alvo- gen er Róbert Wessman. Aftöku frest- að að kröfu Alvogen  Selja ekki lyf til fangelsismálstofnana Lyf Alvogen fram- leiðir Midazolam.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.