Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 11
Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 ÚtsalaInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Finnbjörn Þorvalds- son, margfaldur Ís- landsmeistari í frjáls- íþróttum og fyrrverandi fjár- málastjóri Loftleiða, lést á mánudaginn, 94 ára að aldri. Finnbjörn fæddist í Hnífsdal 25. maí 1924. Foreldrar hans voru Halldóra Finnbjörns- dóttir húsfrú og Þor- valdur Magnússon sjómaður. Finnbjörn flutti ungur til Ísafjarðar og svo með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann gekk í Sam- vinnuskólann og að loknu námi þar hóf Finnbjörn að vinna fyrir Ísafoldarprentsmiðju. Á sjötta áratugnum varð hann starfs- maður Loftleiða, sá um bókhald, varð síðar skrifstofustjóri og loks fjármálastjóri. Það starf hafði Finnbjörn með hönd- um þar til Loftleiðir sameinuðust Flug- félagi Íslands að hann hóf hóf störf á skrifstofu hótels Esju, sem Flugleiðir áttu. Eftirlifandi eigin- kona Finnbjörns er Theodóra Steffensen, fædd 17. septebmer 1928. Þau giftust 1947. Hún er dóttir Sigríðar Árnadóttur húsfrúar og Björns Steffensen endur- skoðanda. Finnbjörn og Theodóra eign- uðust sjö börn: Björn, fæddur 1947, er kvæntur Sigríði Aradótt- ur, Finnbjörn, fæddur 1950, er kvæntur Kathia Rovelli, Þorvald- ur, fæddur 1952, er kvæntur Önnu Árnadóttur, Sigríður, fædd 1954, er gift Halldóri Hilmarssyni, Gunnar Þór, fæddur 1958, er kvæntur Eyrúnu Magnúsdóttur, Halldóra Svala er fædd 1962 og Úlfar, sem fæddur er 1964 og kvæntur Sigrúnu Hafsteinsdóttur. Á árunum 1945 til 1952 var Finnbjörn einn besti frjáls- íþróttamaður á Norðurlöndum. Hann setti tugi Íslandsmeta í spretthlaupum og langstökki. Finnbjörn tók þátt í Norður- landamótum þar sem hann vann sigra og Evrópumótum þar sem hann komst í úrslit. Hann keppti á Ólympíuleikunum í London 1948, þar sem hann var fánaberi Ís- lands. Hann varð einnig Íslandsmeist- ari í handbolta með félagi sínu, ÍR. Þá spilaði Finnbjörn badmin- ton með góðum árangri í áratugi hjá TBR. Golf stundaði hann einn- ig lengi, allt til 92 ára aldurs. Finnbjörn var einn stofnenda golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði og félagi í honum alla tíð. Andlát Finnbjörn Þorvaldsson Skoðið LAXDAL.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ÚTSÖLUFJÖR ENN MEIRI AFSLÁTTUR 40-60% AFSLÁTTUR ÞV O TT A VÉ LA R KÆ LI SK Á PA R HELLUBORÐ ÞURRKARAR SMÁTÆKI U PPÞVO TTA VÉLA R OFNAR RYKSUGUR VIFTUR OG HÁFAR TILBOÐSDAGAR 20-40% Gerðu góð kaup! FYRIR HEIMILIN Í LANDINU LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 Atvinna Brúin yfir Ölfusá verður lokuð í viku um miðjan ágúst. Í tilkynningu á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að áætlað sé að loka brúnni á miðnætti 12. ágúst, opna fyrir morgun- umferð kl. 6 að morgni þess 13. og loka henni svo aftur kl. 20 sama dag. Áætlað er að hægt verði að hleypa umferð aftur á brúna 20. ágúst og gangbrautin á brúnni verður opin á framkvæmdatím- anum. Nýtt brúargólf verður steypt og tekur það steypuna nokkra sólar- hringa að harðna. Hjáleið verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi. Í uppsveitum eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ölfusárbrú Lokuð nokkra daga í ágúst. Ölfusárbrú lokuð um miðjan ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.