Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is S umar í Reykjavík er verk- efni Margrétar Erlu Þórsdóttur, Hlakkar Þrastardóttur og Hólm- fríðar Benediktsdóttur sem skipa listahóp hjá Hinu húsinu. Verkefnið felst í að kanna mismun- andi sjónarmið fólks á förnum vegi um hvað einkenni sumarið í Reykja- vík og í dag verður ljósmyndasýn- ing í tengslum við það í Banka- stræti. „Við vorum í London í skóla- ferð og þá datt okkur þetta í hug. Þá vorum við gestir í borg, sem við þekktum ekki vel, en þeir sem búa í borginni sjá hana á allt annan hátt,“ segir Hlökk. „Pælingin var hvernig það væri að vera gestur í eigin borg og hvernig Reykvíkingar upplifi borgina sína,“ segir Hólmfríður. Eftir að hafa fengið hugmynd- ina sendu þær inn umsókn til Hins hússins. Hún var samþykkt og þá hófust þær handa við verkefnið. „Það er aldrei sumar“ Verkefnið hefur fengið góðar viðtökur. Vegfarendur hafa verið já- kvæðir gagnvart viðtölunum og þeir fá birta mynd af sér ásamt nafni og ummælum um sumarið á Insta- gram- og Facebook-síðu verkefn- isins. Ýmis ummæli hafa verið látin falla um sumarið í Reykjavík, já- kvæð og neikvæð. „Einn sagði að sumar í Reykjavík væri að elta sól- ina, mér fannst það svolítið viðeig- andi,“ segir Hólmfríður. „Uppáhaldsummælin mín eru „Það er aldrei sumar“, segir Hlökk. Sumurin hafa oftast verið sól- ríkari í Reykjavík en einmitt nú enda borgin að ganga í gegnum mikla vætutíð. Stelpurnar bjuggust við fleiri sólardögum og rigningin setti sinn svip á verkefnið. Þó segja þær sumarið sannarlega vera til staðar þrátt fyrir slæma veðrið. „Hvað sem gerist, þá eigum við bara að fylgja sumrinu, veðrinu og fólkinu,“ segir Hlökk. Það sem er skemmtilegt við sumarið er að það er öðruvísi stemning hjá fólki og það er eitthvað í gangi. Við hugs- uðum verkefnið ekki út frá veðri,“ segir Hólmfríður. Auk myndbirtinganna af gang- andi vegfarendum á samfélags- miðlum hafa stelpurnar birt þrjú myndbönd á miðlinum Vimeo. Í fyrsta myndbandinu er einblínt á ungmenni og sýn þeirra á sumarið í Reykjavík. Þar tala þær við bretta- stráka og -stelpur við undirleik tón- listarmannsins Sin Fang. „Lagið hans og textinn passaði mjög vel við myndbandið,“ segir Hlökk. Í næsta myndbandi töluðu þær við búðareigendur í miðbænum sem sögðu frá því hvernig bærinn hefur breyst með árunum. Rigningarsumarið í Reykjavík Verkefnið Sumar í Reykjavík gengur út á að sýna svipmyndir úr borg- arlífinu. Í dag verður haldin ljósmyndasýning í tengslum við verkefnið í Bankastræti, auk ann- arra viðburða á vegum listhópa Hins hússins. Morgunblaðið/Eggert Hugmyndaríkar „Það sem er skemmtilegt við sumarið er að það er öðruvísi stemning hjá fólki,“ segja þær Hlökk og Hólmfríður. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Krónan mælir með! 599 kr.pk. Fylltir hamborgarar, 2x120 g 199 kr.pk. Gestus snakk, 100 g Gott með borgaranu m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.