Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 35

Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 35
in sem forstjóri. Um 260 manns starfa hjá Deloitte en miklar breyt- ingar hafa orðið á fyrirtækinu síð- ustu þrjú árin. „Deloitte er orðið ráðgjafa- og endurskoðunar- fyrirtæki og við bjóðum m.a. upp á fjármálaráðgjöf, áhætturáðgjöf, upplýsingatækniráðgjöf, stefnumót- urnarráðgjöf, skatta- og lögfræði- þjónustu, auk endurskoðunar og reikningsskilaþjónustu og bókhalds- þjónustu og svo það sem allir eru að tala um í dag, persónuverndarmál, og við aðstoðum stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Við höfum sett mik- inn kraft í alþjóðlegt samstarf og um 35% af okkar starfsfólki taka þátt í erlendu samstarfi. Þetta eru mjög skemmtilegar breytingar, mikil dýnamík er í fyrirtækinu og við bú- um yfir dýpri og breiðari þekkingu, til mikilla hagsbóta fyrir viðskipta- vini okkar.“ Hvað félagsmál varðar hefur Sig- urður sinnt trúnaðarstörfum fyrir Félag löggiltra endurskoðenda og meðal annars sinnt formennsku félagsins. „Áhugamál fyrir utan vinnu snú- ast að mestu um margskonar sam- veru með fjölskyldunni, sumarbú- staðarferðir, sunnudagssteikina og ekki síst útivist en við höfum farið í margar skemmtilegar göngur um landið. Nú í sumar er stefnan sett á að ganga Lónsöræfin. Þess utan þykir mér mikilvægt að komast reglulega í Vesturbæjar- laugina, fjölskyldan segir að það séu mínar sálfræði- og núvitundar- stundir. Ég gríp í brids, stangveiði og skotveiði, en það er nær eingöngu fyrir félagsskap með gömlum og góðum vinum. Ég á stóra fjölskyldu, fimm börn fædd á 11 árum svo það var í nokkuð mörg horn að líta þegar þau voru lítil. Nú þegar börnin eru öll að komast á legg og tvö flutt að heiman, njótum við þess ég og konan að ferðast meira heldur en við gerð- um áður. Við erum nýkomin heim úr heilmiklu ferðalagi þar sem við hjól- uðum um vínræktarhéruð Kali- forníu, Sonoma og Napa, auk þess að spóka okkur um í San Francisco. Flakkinu lauk svo með borgarferð til Mílanó. Svo er bara að hlakka til af- mælisveislunnar og Lónsöræfanna auk alls hins sem lífið býður upp á.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 12.5. 1969, sókn- arprestur í Langholtskirkju í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Benedikta Theódórs, f. 24.11. 1949, húsmóðir í Kristiansand í Noregi, og Jóhannes Kristinn Björnsson, f. 22.4. 1949, bakari í Regstrup í Dan- mörku. Þau skildu. Börn Sigurðar og Guðbjargar eru: 1) Berglind Rós Sigurðardóttir, f. 12.8. 1991, starfsmaður á hóteli, bú- sett í Reykjavík; 2) Hekla Sigurðar- dóttir, 16.6. 1993, nemandi í lækn- isfræði við HÍ, búsett í Reykjavík. Maki Snorri Hrafnkelsson, nemi í sjúkraþjálfun í HÍ; 3) Ketill Sigurð- arson, f. 4.7. 1996, nemandi í við- skiptafræði í HR, býr heima. Maki Sandra Sif Smáradóttir, nemi í inn- anhússarkitektúr í Mílanó; 4) Tindur Sigurðarson, f. 19.9. 1997, nemandi í hugbúnaðarverkfræði í HÍ, býr heima. Maki Karen Lilja Lofts- dóttir, nemi í sagnfræði í HÍ; 5) Esja Sigurðardóttir, f. 21.10. 2002, verð- andi Verzlunarskólamær, býr heima. Systur Sigurðar eru Hildur Hauksdóttir, f. 12.10. 1976, starfs- maður í Ási vinnustofu, búsett í Reykjavík, og Harpa Hauksdóttir, f. 1.8. 1979, meistaranemi í sálfræði við HÍ, búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar eru hjónin Guðleif Sigurðardóttir, f. 9.1. 1947, ritari, og Haukur Hafsteinn Þor- valdsson, f. 28.8. 1942, járnsmiður. Þau eru búsett í Reykjavík. Sigurður Páll Hauksson Helgi Sigurðsson sjómaður í Reykjavík Málfríður Ágústa Runólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorvaldur Ísleifur Helgason verkstjóri í Reykjavík Ásfríður Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík Haukur Hafsteinn Þorvaldsson járnsmiður í Reykjavík Gísli Gíslasonverkamaður í Viðey Svava Jónína Sigurðardóttir húsfreyja í Viðey KristjánMár Kárason skot- veiðimaður, bús. í Rvík teinar Berg Björnsson viðskiptafr. og fv. frkvstj. hjá Sameinuðu þjóð. Andri Björn Róberts- son óperusöngvari, bús. á Englandi Kári Steinsson íþróttakennari á Sauðárkróki Bergþóra Steins- dóttir verkak. í Rvík Anna Björnsdóttir tækniteiknari í Rvík Svanhildur Steinsdóttir skólastjóri barnaskólans í Hjaltadal Sigurrós Gísladóttir húsfr. í Rvík S Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri Steinunn Leifsdóttir íþróttafr. og farar- stjóri hjá FÍ Leifur Þor- steinsson líffræðingur og farar- stjóri hjá FÍ Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja í Rvík Sveinn Sveinsson bóndi í Stóru-Mörk Guðleif Guðmundsdóttir húsfreyja í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum Sigurður Sveinsson sjómaður í Reykjavík Soffía Steinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Steinn Stefánsson bóndi í Neðri-Ási Soffía Jónsdóttir húsfreyja í Neðri-Ási í Hjaltadal, Skag. Úr frændgarði Sigurðar Páls Haukssonar Guðleif Sigurðardóttir ritari í Reykjavík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 95 ára Óskar Einarsson 90 ára Ingibjörg Sigurðardóttir 85 ára Ástvald Bern Valdimarsson Bjarni Abokhai Akbashev Edda Björnsdóttir Inga Þórey Sigurðardóttir 80 ára Erla Hafrún Guðjónsdóttir Halldór Þ. Þorsteinsson Maja Sigurgeirsdóttir 75 ára Björgvin Bæringsson Edda Sigríður Hermannsd. Grétar Már Garðarsson Guðríður Þórðardóttir Hafdís Björk Hannesdóttir Ingibjörg Elsa Sigurðard. Pétur Oddsson Rósa Jónsdóttir Þórarinn Magnússon 70 ára Borghildur Vigfúsdóttir Elín Hrönn Jónsdóttir Margrét Haraldsdóttir Ólöf Hansína Friðriksdóttir Sigrún Ólafsdóttir 60 ára Ásta Kristín Reynisdóttir Bergur Ingi Ólafsson Björk Bjarnadóttir Edda Janette Sigurðsson Guðrún Margrét Halldórsd. Gunnar Ólafsson Hilmar Þór Hilmarsson Ingibjörg Gunnarsdóttir Ívar E. Sigurharðarson Jón Gunnar Sigurðsson Katrín Þórarinsdóttir Kolbrún Bjarnadóttir Sigrún Þórarinsdóttir Vigfús Hjörtur Jónsson Wenche Anita Antonsen Örlygur Vigfús Árnason 50 ára Anton Jónmundsson Hrafnhildur Jónsdóttir Ingibjörg B. Halldórsdóttir Sigurður Páll Hauksson Valgerður G. Guðgeirsdóttir 40 ára Aneta Beata Wlodarczyk Helga Ágústsdóttir Jóna Karen Sverrisdóttir Kolbrún Hrönn Harðard. Kristinn Kristinsson Pranee Kaewsri Snorri Freyr Árnason Sævar Sigurjónsson Þröstur Erlingsson 30 ára Adrian Jan Koczaski Andrea Eszter Tóth Arnþór Gíslason Atli Þór Jóhannsson Birta Ísólfsdóttir Daðey Albertsdóttir Eðvarð Sigurjónsson Erla Kristín Jónasdóttir Eydís Eva Hólmbergsdóttir Friðbjörn Óskar Erlingsson Hanna Khyzhnyak Hilmar Birgir Haraldsson Hilmir Þór Kjartansson Hrafnhildur Hermannsd. Ísak Örn Þórðarson Jóhann Geir Úlfarsson Karl Birkir Flosason Katrín Þyri Magnúsdóttir Pétur Hrafn Jónasson Sigurður H. Guðmundsson Sindri Arnlaugsson Viktor Hrafn Einarsson Til hamingju með daginn 40 ára Inga Dröfn fæddist á Húsavík, ólst upp í Reykjavík en býr á Selfossi. Hún er þroskaþjálfi á leik- skólanum Hulduheimum. Maki: Guðni Þ. Snorrason, f. 1973, bifreiðarstjóri. Börn: Tvíburarnir Snorri Steinn, og Karen Eva, f. 2011. Foreldrar: Jón Tómas Er- lendsson, f. 1952, rútubíl- stjóri, og Guðrún Yrsa Sig- urðardóttir, f. 1950, verslunarmaður. Inga Dröfn Jónsdóttir 30 ára Ólafur er uppalinn í Kópavogi en býr í Vín í Austurríki. Hann er hand- boltamaður hjá West-Wien og íslenska landsliðinu. Maki: Freydís Helgadóttir, f. 1990, viðskiptafræð- ingur í barneignafríi. Dóttir: Emma Björt, f. 2018. Foreldrar: Ragnar Ólafs- son, f. 1956, og Hólm- fríður Jóna Guðmunds- dóttir, f. 1960, bús. í Kópavogi. Ólafur Bjarki Ragnarsson 30 ára Kolla er uppalin í Kópavogi og býr þar. Hún er í meistaranámi í tón- listarfræði í Amsterdam og vinnur í sumar á lag- ernum hjá Mekka – Wine and Spirits. Systkini: Björg Kristín, f. 1979, og Ólafur Bjarki, f. 1988. Foreldrar: Ragnar Ólafs- son, deildarstjóri í Lands- bankanum, og Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir, vinnur í tollskjalagerð Eimskips. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir  Finnborg Salome Steinþórsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í kynja- fræði við félagsvísindasvið Háskóla Ís- lands. Ritgerðin heitir Að fylgja fénu. Kynjuð fjármál gegn kynjaslagsíðu há- skóla í kjölfar markaðsvæðingar (e. Fol- lowing the Money. Using Gender Bud- geting to Challenge the Gender Biases of New Managerialism in Academia). Leiðbeinandi var Þorgerður Einars- dóttir, prófessor í kynjafræði við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að öðl- ast dýpri skilning á því hvernig mark- aðsvæðing á þátt í að stuðla að og við- halda kynjamisrétti í vísindasam- félaginu, og skapa þekkingu sem gagnast við innleiðingu á kynjuðum fjármálum á háskólastiginu og í vís- indum og rannsóknum. Kynjuð fjármál (e. gender budgeting) er femínísk að- ferðafræði til að móta nýjar nálganir við stefnumörkun og ákvarðanatöku um ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna með það að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Rannsóknin byggist á margþættum aðferðum og gögnum úr GARCIA- rannsóknarverkefninu, sem styrkt var af sjöundu rammaáætlun Evrópu- sambandsins, en gögnin saman- standa af u.þ.b. hundrað skriflegum stefnumótunar- skjölum, tölfræði- legum gögnum og viðtölum við 54 lykilaðila í stjórn- sýslu, akademíska starfsmenn í dóm- og valnefndum og vísindamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Við grein- ingu gagnanna var sjónum beint sér- staklega að valdatengslum og rýnt með gagnrýnum hætti í mat á akadem- ískum störfum. Niðurstöður rannsókn- arinnar varpa ljósi á mikilvægi þess að meta út frá gagnrýnu sjónarhorni þá þætti sem móta stefnur og taka tillit til þeirra áhrifa sem þær hafa á kynjuð valdatengsl í vísindasamfélaginu. Ávinningur þess felst ekki aðeins í að vinna gegn þeim óyrtu viðmiðum sem viðhalda og stuðla að kynjaójafnrétti, heldur einnig í leiðum að skilvirkari stefnumótun og betri nýtingu á al- mannafé. Þessi rannsókn sýnir fram á það að kynjuð fjármál eru vænleg aðferðafræði til að vinna að því. Finnborg Salome Steinþórsdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir fæddist á Ísafirði 1985. Hún lauk BA-prófi í fé- lagsfræði frá Háskóla Íslands 2010 og MA-prófi í kynjafræði frá sama skóla 2014. Finnborg starfar sem nýdoktor í evrópska samstarfsverkefninu ACT, sem er ætl- að að stuðla að kynjajafnrétti í vísindasamfélaginu, og við kennslu í Háskóla Ís- lands og Háskólanum á Akureyri. Finnborg býr með Áskeli Harðarsyni tónskáldi. Doktor Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÚTSALA! 30-50% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.