Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þú hafir lagt þig allan fram um að koma máli þínu til skila, er einhver sem vill ekki hlusta. Leitaðu nýrra leiða út úr vandanum. 20. apríl - 20. maí  Naut Heimurinn hefur ekkert snúist gegn þér, þótt eitthvað gangi þér í móti. Reyndu að finna jafnvægi því aðeins þá geturðu heyrt svar hjarta þíns. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu augun hjá þér þegar nýir möguleikar opnast á starfssviði þínu. Vertu vakandi fyrir fólki sem vinnur að lík- um markmiðum og þú. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt gott með að greina kjarn- ann frá hisminu og með góðra manna hjálp tekst þér að leysa mál sem hefur hvílt á þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinnan er góð en þú átt líka að gefa þér tíma til að eiga áhugamál. Leitaðu leiða til að bæta heilsu og aðstæður ann- arra um leið og þú bætir þínar eigin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Til þess að hafa áhrif á heiminn þarf að vera opinn fyrir öllum mögu- leikum, ekki bara þeim augljósu. Haltu fast í trú þína á það að þú sért á réttri leið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki hugfallast þótt hugmyndir þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Vinur getur bjargað þér með því að hlekkja þig við raunveruleikann. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vandaðu framsetningu þína þannig að hún særi engan en komi til skila þeim atriðum sem þú leggur áherslu á. Hafðu stjórn á skapi þínu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt það sé freistandi til að halda friðinn að verða við kröfum annarra er það ekki rétta lausnin til frambúðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur verið erfitt að út- skýra málin fyrir öðrum þegar þeir eru ekki inni í fræðunum. Hlutirnir virðast flóknir fyrir alla aðila í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þín kann að bíða einstakt tæki- færi í dag og ríður á miklu að þú þekkir þinn vitjunartíma. Fólk lítur til þín um for- ustu og þú vilt ógjarnan valda því von- brigðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki við þig að sakast þótt hlutirnir séu þannig vaxnir að þú þurfir hjálp. Þú þarft að finna athafnasemi þinni farveg. Jósefína Meulengracht Dietrichsegist á Boðnarmiði hafa ákveðið að gefa út matreiðslubók og er búin að yrkja fyrstu upp- skriftina: Ef úr potti færi fiskinn finnst mér vera alveg kjörið að hita tólg á hálfan diskinn og hella floti yfir smjörið. Gunnar J. Straumland lýsir „Sumardegi við Akranesvita“: Úrugur og argur landsynningur yfir Breið með rámum hljómi syngur af söknuði um sumarveðurfar. Öldufaldar enda líf á klettum, annars virðist lítið meira í fréttum. Haustið svala hlær nú allsstaðar. Eins og veðrið hefur verið þykist ég vita að Gísli fóstri minn Jónsson hefði sagt „nema hvað!“ eftir að hafa heyrt þessa stöku Helga Ing- ólfssonar: Í endalausu úrhelli ég vil í örgu hefndarskyni leggja til hér vestanlands um borg og sveit og ból að brottfellt sé úr tungu orðið „sól“. Á Boðnarmiði skimar Jón Atli Játvarðarson eftir hvítabirni: Enginn birtist björn í mynd, né blasti við hjá skaflinum. Löggan sá þó hvíta kind í krossmiðinu á rifflinum. Pétur Stefánsson yrkir á Leir og kalla „Fullyrðingar“: Konan mín hún bakar brauð. Blómakróna oft er rauð. Veraldar lítinn á ég auð. Eva dóttir guðs er dauð. Sigurlín Hermannsdóttir bætir við: Köttur læðist kringum graut. Kallast dældin stundum laut. Rigningin er rosa blaut. Regnbogi er himinskraut. Hér er limra eftir Guðmund Arn- finnsson: Á Hrauni var glens og gaman, um gólfið þau dönsuðu saman, uns henti einn dag, að herrann fékk slag og hrökk úr axlarlið daman. Og hér er önnur eftir Helga R. Einarsson, – „Slapp fyrir horn“: Við spúsuna átti spjall spóinn og síðan vall, en er brýndi róminn og barði lóminn hurð nærri hælum skall. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr matreiðslubók, fullyrðingar og ísbjörn „AUÐVITAÐ GET ÉG TEKIÐ UPPBYGGILEGRI GAGNRÝNI. HVERS VEGNA SPYRÐU – ERTU AÐ HUGSA UM AÐ HÆTTA?“ „SLAKAÐU Á, ÉG ÞARF AÐ ATHUGA MAGAVÖÐVANA Á ÞÉR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vilja gefa henni sólina, mánann og stjörnurnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VARSTU BÚINN AÐ HEYRA? HEYRA HVAÐ? SAMKVÆMT VÍSINDUNUM ERU HUNDAR SNJALLARI EN KETTIR! SEGIR SÁ SEM DREKKUR ÚR KLÓSETTINU PABBI, VÍKINGAR TAKA, EN GEFA ÞEIR EINHVERN TÍMANN? AUÐVITAÐ. ÉG LÆT ÓVINI MÍNA ALLTAF FÁ ÞAÐ SEM ÞEIR EIGA SKILIÐ! Lögmál Murphys um að allt semgeti farið úrskeiðis muni á end- anum gera það virðist eiga alveg sér- staklega við í ræktinni, en Víkverji hefur verið í átaki upp á síðkastið. Hann hefur til dæmis tekið eftir því, að þriggja metra breiði beljakinn sem er að koma allsnakinn og hund- blautur úr sturtunni virðist alltaf hafa valið skápinn við hliðina á þeim sem Víkverji er að nota hverju sinni. Og hann þarf alltaf sitt pláss, þannig að Víkverji kemst ekki almennilega í fötin sín fyrr en steratröllið er búið að ljúka erindagjörðum sínum. x x x Þá eru tækin sem Víkverji vill notaoftast nær upptekin, gott ef ekki af sama vöðvafjalli, og þegar röðin kemur að Víkverja neyðist hann í fyrsta lagi til þess að þurrka svitann af græjunum og í öðru lagi til þess að færa stillinguna á lóðunum úr hæstu stöðu yfir í léttari lóðin. Vík- verji vill kannski ekki viðurkenna hvað hann er hégómlegur í raun og veru en sú hugmynd hefur flogið í gegnum huga hans oftar en einu sinni að hann ætti nú kannski bara að setja ögn meiri þyngd í tækin þegar hann er búinn að nota þau, svona svo að næsti maður á eftir honum hugsi: „Nau, mikið hefur þessi verið massaður!“ í lotning- artón. x x x Að vísu byggir sú hugmynd á þvíað allir aðrir í ræktinni, ef ekki heiminum, séu að pæla í því hvað Víkverji er að paufast þarna. Þar sem Víkverji er, í huga Víkverja alla- vegana, langmerkilegasti maðurinn í ræktinni þykir honum það ekki svo langsótt að allir hinir sem þarna eru að stæla kroppinn séu í leiðinni að hugsa um það hvað Víkverji sé að vilja þarna í allri sinni lágvöxnu dýrð. x x x Finnst ekki annars öllum það stór-merkilegt þegar Víkverji við- urkennir að hann hafi bara misst heilt kíló á síðasta ári, þrátt fyrir all- an dugnaðinn í ræktinni? Kannski ætti Víkverji að leggja frá sér snakkpokann næst þegar hann fer í svona átak. vikverji@mbl.is Víkverji Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur. (Fyrra Pétursbréf 5.7)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.