Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Þetta er svolítið skemmtilega ólíkt
hvort öðru, lítið sjávarþorp og ofsa-
lega vönduð samtímalistasýning en
einhvern veginn tónar þetta svo
dásamlega saman,“ segir Greta
Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og
menningarmálafulltrúi Djúpavogs-
hrepps um samtímalistsýninguna
Rúllandi snjóbolti/11 sem opnar í
Bræðslunni á Djúpavogi á laug-
ardaginn. Sýningin er samstarfs-
verkefni Djúpavogshrepps og Kín-
versk-evrópsku menningar-
miðstöðvarinnar í Xiamen í Kína,
CEAC. Greta segir sýninguna vera
menningarlegt afrek. „Ef við tökum
hógværðina aðeins í burtu þá telst
þetta vera alveg einstakt menning-
arafrek hjá Djúpavogshreppi og
Kínversk-evrópsku menningar-
miðstöðinni. Upp á menningar-
framboðið á landinu þá er þetta al-
veg til sóma og að mörgu leyti
ómetanlegt framlag.“
Með stærri listsýningum
Sýningin er nú haldin í fimmta
skipti en samkvæmt Gretu er hún
einn af stærstu listviðburðum lands-
ins. „Það er alla vega talað um að
þetta sé tvímælalaust stærsti list-
viðburður á Austurlandi í sínum
flokki og jafnvel á landinu öllu. Ég
þori ekki að segja að hann sé sá allra
stærsti en við tölum um eina stærstu
samtímalistsýningu á landinu, alveg
klárlega.“
Greta segir sýninguna hafa já-
kvæð áhrif á samfélagið á Djúpa-
vogi. „Hér búa um það bil 460 íbúar
og fyrir okkur að halda svona stóra
sýningu er alveg magnað. Mér finnst
sýningin lífga mikið upp á sam-
félagið og með henni bjóðum við upp
á sérstaka upplifun á svona litlum
stað.“
Allir leggja hönd á plóg
Greta segir að menningarlífið á
Djúpavogi sé í miklum blóma og að
allir séu tilbúnir að leggja hönd á
plóg þegar komi að stærri sýningum
sem þessum. „Ég myndi segja að
menningarlífið á Djúpavogi sé bara
mjög ríkt og gefandi. Af því að við
erum rosalega fá og mjög langt í
burtu frá höfuðborginni, þá eru ein-
hvern veginn allir svolítið saman í
liði í þessum efnum. Það eru auðvit-
að einhverjir stólpar sem halda utan
um hitt og allir í bænum halda þetta
saman. Stórir viðburðir hér tengjast
öllum bæjarbúum og það finna allir
fyrir þeim. Ef það þarf að redda ein-
hverju þá er alltaf einhver tilbúinn
að stökkva til.“
Vinna þvert á listform
Ineke Guðmundsson, listrænn
stjórnandi og stofnandi Kínversk-
evrópsku menningarmiðstöðvar-
innar, er upphafskona sýningar-
innar ásamt manninum sínum, lista-
manninum Sigurði Guðmundssyni
sem er Íslendingum góðkunnugur.
Hjónin eru búsett í Kína en eiga
sumarhús á Djúpavogi. „Fyrir fimm
árum síðan gerðum við samkomulag
við Djúpavogshrepp. Þá var gagn-
kvæmur áhugi á því hjá Kínversk-
evrópsku menningarmiðstöðinni og
Djúpavogshreppi að hefja sam-
vinnuverkefni, árlega sýningu hér,“
segir Sigurður.
Samkvæmt Sigurði mun kenna
ýmissa grasa á sýningunni þetta ár-
ið. „Þetta eru allt nútímalistamenn
og nútímalistamenn vinna yfirleitt
með öll listform. Nútímalistin er
ekki bara alþjóðleg heldur fer hún
einnig yfir landamæri miðlunar, al-
veg erfiðleikalaust. Ég kannast svo-
lítið við þetta frá því að ég var ungur
maður. Þá vissi ég ekkert hvort ég
væri ballettdansari eða myndlist-
armaður,“ segir Sigurður og hlær.
Þrátt fyrir að Ineke hafi stofnað
menningarmiðstöð í Kína þá er hún
ekki þaðan heldur frá Hollandi. Því
er vert að velta fyrir sér hvernig það
kom til að hún hafi stofnað menning-
armiðstöð í Kína. Um það segir Sig-
urður: „Við komum í borgina Xia-
men í Kína, þar sem listamiðstöðin
er staðsett, og Ineke fannst að það
vantaði vettvang fyrir nútímalist í
borgina sem fjórar milljónir manns
búa í. Þá ákvað hún að tala við borg-
arstjóra borgarinnar og listadeild
háskólans í borginni. Hún fékk mjög
góðar undirtektir og henni var í raun
bara tekið eins og hún væri inn-
fædd,“ en Ineke stofnaði listamið-
stöðina fyrir tuttugu árum og hafa
hjónin búið í Xiamen síðan þá. Ineke
er menntaður hjúkrunarfræðingur
en hefur alltaf verið mikill listunn-
andi og hefur lengi starfað sem list-
rænn stjórnandi.
Skapa menningarlega brú
Kínversk-evrópska menningar-
miðstöðin hefur það að markmiði að
koma á tengslum milli vestræna
heimsins og kínverskrar listar og
listafólks. „Við viljum skapa menn-
ingarlega brú þar á milli og það hef-
ur tekist mjög vel. Við höfum hjálp-
að kínversku listafólki að komast inn
í listnám og stofnanir í Evrópu. Mið-
stöðin hefur einnig staðið fyrir sýn-
ingum um allan heim, en í fyrsta
skipti sem miðstöðin stóð fyrir sýn-
ingu utan Kína þá var það á Djúpa-
vogi,“ segir Sigurður.
Sigurði þykir ekki nóg að halda,
ásamt Ineke og sveitarstjórn Djúpa-
vogs, eina stærstu samtímalistsýn-
ingu landsins heldur ætlar hann sér
sömuleiðis að opna nútímalistasafn á
Djúpavogi í samstarfi við aðra.
„Mig langar að gera það, ég ætla
að gera það og ég mun gera það. Það
er engin spurning. Við erum að
leggja fyrstu drögin að því. Ég vil
helst geta séð þetta verða að veru-
leika áður en ég er allur, svo það er
bara að kýla á það,“ segir Sigurður
en listamaðurinn Þór Vigfússon,
sem er búsettur á Djúpavogi, er að
vinna í því með Sigurði að stofna
safnið. „Hann er alveg á fullu í þessu
með mér en sveitarstjórinn og sveit-
arstjórnin standa þétt við bakið á
Menningarleg brú á Djúpavogi
Samtímalistsýningin Rúllandi snjó-
bolti/11 opnuð á laugardaginn Lista-
fólk frá hinum ýmsu heimshornum
Ljósmynd/Greta Mjöll Samúelsdóttir
Nútímalist Hjónin og sýningarstjórarnir Sigurður og Ineke Guðmundsson við uppsetningu sýningarinnar í gær.
„Nútímalistin er ekki bara alþjóðleg heldur fer hún einnig yfir landamæri miðlunar,“ segir hann.
Fiðludúettinn Bachelsi kemur fram
á tónleikum í Gerðarsafni í Kópavogi
í dag, fimmtudag, klukkan 18. Dú-
ettinn skipa þær Ingibjörg Ásta
Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa
Ingimarsdóttir og munu þær leika
tónlist eftir Johann Sebastian Bach
innan um verk Gerðar Helgadóttur
á sýningunni Gerður: Yfirlit. Auk
fiðluleikaranna koma fram Katrín
Helga Ólafsdóttir á rafbassa, Rögn-
valdur Konráð Helgason á óbó og
Brynjar Friðrik Pétursson sem leik-
ur á klassískan gítar.
Verkefni tónlistarfólksins er liður
í Skapandi sumarstörfum á vegum
Kópavogsbæjar. Tónleikarnir eru
um klukkustund að lengd og að þeim
loknum verður boðið upp á bakkelsi
á neðri hæð Gerðarsafns. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir.
„Við höfum spilað víða í sumar en
þetta verða viðamestu tónleikarnir,“
segir Sólrún Ylfa. „Fyrir þá höfum
við útsett nokkur verka Bachs og
flytjum þau ásamt nokkrum gestum,
sem eru líka í skapandi sumar-
störfum.“
Þær Ingibjörg Ásta hafa aðallega
útsett verkin sem flutt verða en
Rögnvaldur útsetti eitt. Hann er út-
skrifaður úr tónsmíðum við LHÍ,
Sólrún Ylfa hefur lokið öðru ári í
hljóðfæraleik við LHÍ og Ingibjörg
Ásta hefur stundað nám við Tón-
skóla Sigursveins auk þess að læra
sálfræði við Háskóla Íslands.
„Við höfum tekist á við ýmis verk
eftir Bach í sumar og ekki bara fiðlu-
verk, heldur höfum við til dæmis út-
sett orgelverk fyrir fiðlur. Við höfum
líka spilað kafla úr sellósvítunum á
fiðlurnar og reyndar útsettum við
eina fúguna fyrir einleiksfiðlu fyrir
tvær,“ segir Sólrún. Þegar spurt er
hvort allir geti gert verk eftir Bach
að sínum, þá bendir hún á að ýmis-
legt hafi verið gert hvað það varðar.
„Við gáfum okkur svolítið skálda-
leyfi en ekki mikið.“
Hún segir Bach passa vel innan
um verk Gerðar Helgadóttur. „Mér
finnst byggingin í verkum Gerðar
endurspegla vel bygginguna í verk-
um Bachs. Strúktúrinn kallast á – og
verkin hljóma alveg ótrúlega vel í
safninu. Eins og í kirkju.“ efi@mbl.is
Kallast á við verk Gerðar
Bachelsi flytur
verk eftir Bach
Fiðludúett Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir
skipa Bachelsi og leika ásamt fleirum á tónleikum í Gerðarsafni kl. 18.
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk