Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 okkur í þessu. Það er mjög gott sam- starf þar á milli og bæjarbúar eru einnig mjög hlynntir menningar- tengdri uppbyggingu enda er kúltúr afar góður bissness þó að það séu ekki allir sem fatti það. Ef það er engin menning þá deyja svona þorp hratt út og verða öll eins,“ segir Sig- urður sem telur Djúpavog vera til- valinn stað fyrir samtímalistasafn. MOMA Djúpivogur Gæði listar á samtímalistasafni á Djúpavogi ættu ekki að vera minni en listar á samtímalistasafni úti í heimi, samkvæmt Sigurði. „Hver verður munurinn á MOMA, Museum of Modern Art, á Manhatt- an og MOMA á Djúpavogi? Það verður munur á þeim. MOMA Man- hattan gerir alla listamenn sem þar sýna fræga og ríka, er tíu eða tutt- ugu sinnum stærra og hefur milljón sinnum meira fjármagn en nútíma- listasafn á Djúpavogi. Það snertir þó ekki gæði listaverkanna. Þess vegna er alveg eins hægt að hafa nútíma- listasafn í litlu fiskiþorpi á Íslandi. Munurinn á MOMA á Manhattan og MOMA á Djúpavogi er þá einfald- lega að í því fyrrnefnda flæða pen- ingar og frægð og rýmið er meira. Listin er samt sem áður alveg eins og ekki gæðaminni.“ Sigurður legg- ur áherslu á að safnið verði sjálfs- eignarstofnun. „Við erum ekki að byggja safn utan um okkar verk eða neitt slíkt. Þetta verður bara sjálfs- eignarstofnun og nútímalistasafn Djúpavogs.“ Sýningin verður opnuð við hátíð- lega athöfn á laugardaginn klukkan þrjú en hún stendur yfir til nítjánda ágúst. Sýningin er opin alla daga frá ellefu til fjögur og er frítt inn. Alþjóðlegur hópur Á Rúllandi snjóbolta/11 munu tuttugu og sjö listamenn sýna verk sín en fólkið kemur frá hinum ýmsu heimshornum. „Það eru sjö kínverj- ar og nokkrir Íslendingar. Sömu- leiðis sýnir þarna fólk frá Hollandi, Rússlandi, Englandi og öðrum þjóð- um.“ Flest listafólkið sem sýnir á Rúllandi snjóbolta/11 tengist Kín- versk-evrópsku menningarmiðstöð- inni á einhvern hátt. Það eru þau Anna Líndal, Árni Guðmundsson, Arnoud Noordegraaf, Áslaug Thorlacius, Bill Aitchison, Björn Roth, Erling Klingenberg, Fahrett- in Orenli, Gerald Van Der Kaap, Hrafnkell Sigurðsson, Irina Birger, Kan Xuan, Magnús Pálsson, Nie Li, Oey Tjeng Sit, Peer Veneman, Per- sijn Broersen & Margit Lukacs, Ráðhildur Ingadóttir, Ragnhildur Jóhanns, Ronny Delrue, Svava Björnsdóttir, The Hafnia Founda- tion, Þór Vigfússon, Wei Na, Yang Ah Ham, Yang Zhi Qian og Zhang Zhen Xue sem sýna á listsýning- unni. Fjölbreytileg Þór Vigfússon setur upp röð verka á sýningunni. „Það eru sjö Kínverjar og nokkrir Íslendingar. Sömuleiðis sýnir þarna fólk frá Hollandi, Rússlandi, Englandi og öðrum þjóðum,“ segir Sigurður um sýnendur. Bræðslan Sýningin Rúllandi snjóbolti/11 er sett upp í Bræðslunni sem sést hér. Nú eru sýnendur og fleiri í óðaönn að setja verkin upp í sölunum. Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldsins Jóns Thoroddsen og 150 ára ártíð hans heldur Helga Kress, prófessor emeritus við Háskóla Ís- lands, fyrirlestur á Nýp á Skarðs- strönd á laugar- daginn, 14. júlí, sem hún nefnir „Blómmóðir besta: Konan í lífi og ljóði Jóns Thoroddsen“ og hefst hann klukkan 15. Í fyrirlestr- inum mun hún fjalla um kven- myndina í verkum Jóns Thorodd- sen í tengslum við konurnar í hans eigin lífi, meðal annars út frá óbirt- um bréfum eiginkonunnar Krist- ínar Ólínu, fæddrar Þorvaldsdóttur Sívertsen (1833-1879), og mágkon- unnar Katrínar Þorvaldsdóttur Sí- vertsen, til sonarins Þorvalds Thor- oddsen á námsárum hans í Kaupmannahöfn 1875-1879. „Það er athyglisvert,“ segir Helga, „að bera saman kvenlýsingar í skáldskap og það sem konur hafa að segja af sjálfum sér í hversdagsleika raun- verulegs lífs. En bréf voru til skamms tíma eini aðgangur kvenna að ritvellinum, enda ekki ætluð til birtingar. Það er ekki tilviljun að fyrirlesturinn verður haldinn á Nýp á Skarðsströnd við Breiðafjörð, en þaðan eru þær systur Kristín og Katrín sem megináherslan verður lögð á, nánar tiltekið úr Flatey.“ Býlið Nýp var fjárbú í hundruð ára. Búskapur lagðist af þegar leið á 20. öld en eftir síðustu aldamót hófust nýir eigendur handa við endurbætur á bænum. Þar er nú gerðarlegt, nútímalegt bæjarstæði, m.a. með nýju sýn- ingarrými þar sem áður var fjós og fjárhús. Í vetur stóðu yfir framkvæmdir á Nýp. Arkitektarnir í Studio Bua hönnuðu gesta- og sýning- arrými í viðbyggingu við íbúðar- húsið. Síðustu helgi var opnuð þar sérstök sýning um uppbygg- inguna. Þar er sagt og sýnt frá hönnun viðbyggingarinnar. Teikningar, módel og önnur und- irbúningsvinna lítur dagsins ljós. Við hönnun byggingarinnar var tillit tekið til útlits bæjarins til forna. Steinveggir gamlir voru hafðir fyrir burðarvirki í rýminu, „hrátt“ efni og upprunalegt þann- ig sett fram sem áhugavert í sjálfu sér. snorrim@mbl.is Jón Thoroddsen og konurnar á Nýp Reykjavík 1867 Kristín Ólína, Þorvaldur sonur þeirra og Jón Thoroddsen.  Helga Kress flytur erindi í nýju rými á æskuslóð- um móður Jóns Helga Kress Fyrir Nýp á Skarðsströnd um 2000. Eftir Býlið gekk í endurnýjun lífdaga. Fjöldi kvikmyndahúsa og þ. á m. Bíó Paradís mun í kvöld kl. 20 sýna samtímis tónleikamynd rokksveit- arinnar Muse, Muse - Drones World Tour. Hljómsveitin var á tónleika- ferðalagi um heiminn á árunum 2015 og 2016 og lék á yfir 130 stöð- um. Tónleikaröðin hét Drones World Tour og var umgjörð tón- leikanna einkar vegleg, sviðið fyrir miðju þannig að tónleikagestir voru allt í kringum hljómsveitina og drónatæknin var nýtt til hins ýtr- asta, drónar á flugi sem mynduðu herlegheitin frá öllum mögulegum sjónarhornum auk þess sem mikið var um dýrðir þegar kom að LED- og laserlýsingu. Tónleikamyndin verður aðeins sýnd í þetta eina sinn. AFP Öflugur Söngvari Muse, Matthew Bell- amy, á tónleikum með sveitinni 2. júní. Tónleikamynd Muse í Bíó Paradís ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.