Morgunblaðið - 16.07.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Stemningin hér er ótrúleg, París
brennur af gleði,“ sagði Laufey
Helgadóttir, listfræðingur og leið-
sögumaður í
París, í samtali
við Morgun-
blaðið í gær-
kvöldi. Hún hef-
ur verið búsett í
borginni í ára-
tugi og segir
andblæinn sem
þar ríkti í gær
eftir heimssigur
Frakka á liði
Króata líkan því
sem var sumarið 1998 þegar
franska liðið vann það brasilíska,
en keppnin var þá einmitt haldin í
Frakklandi. „Ég heyri fagnaðar-
lætin af götum hingað inn í stofu
og sé í sjónvarpinu mannfjöldann
sem er á Champs Elysees, við Sig-
urbogann og á Concorde-torginu.
Fólk er alveg í skýjunum og mun
fagna langt inn í nóttina, segir
Laufey sem lýsir sigurgleðinni nú
sem framlengingu á þjóðhátíð-
ardegi Frakka, Bastilludeginum,
sem var á laugardaginn, 14. júlí.
„Hér er mikil gleði sem ungir
sem gamlir taka þátt í. Margir eru
málaðir í fánalitunum, mikið sung-
ið og íslenska hú-ið er meira að
segja tekið af fullum krafti og það
fannst mér skemmtilegt,“ segir
Arndís Björk Huldudóttir úr
Hafnarfirði, sem stödd var á veit-
ingahúsi í 15. hverfi Parísar þegar
Morgunblaðið hafði tal af henni
undir kvöld í gær.
„Eftir leik hópaðist fólk sam-
an á torgum og götuhornum og
fagnaði. Ég sá fólk sem klifraði
upp á bíla og hékk í þeim svo þeir
komust lítt áleiðis.
Á tali fólks hér má líka heyra
að landsliðið sé góður fánaberi
fjölmenningar, þar sem leikmenn
með fjölbreyttan bakgrunn koma
saman undir fána frelsis, jafn-
réttis og bræðralags,“ segir Arn-
dís Björk.
AFP
París brennur af gleði
Morgunblaðið/Hari
Reykjavík Fjöldi Frakka og Króata horfðu á úrslitaleikinn á Ingólfstorgi.
Laufey
Helgadóttir
Breiðstrætið Frakkar glöddust. Á Champs Elysees í París var stiginn stríðsdans með Sigurbogann í baksýn.
Þjóðhátíð í Frakklandi eftir sigur á HM í knattspyrnu sem lauk í Moskvu í gær
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er ný nálgun hjá okkur að
mæla árangur þar sem ekki er unn-
ið út frá efnahagslegum fosendum
heldur félagslegum þáttum. Teknir
eru út þættir sem við viljum mæla
og varða líðan íbúa,“ segir Ármann
Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, sem nú er staddur í New York
til að kynna þar á hliðarviðburði í
tengslum við ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, High Level Political For-
um (HLPF), notkun Kópavogsbæj-
ar á Vísitölu félagslegra framfara
(VFF).
„Mælingar VFF hjálpa til við að
fylgjast með því hvernig til tekst að
ná heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna. Mælikvarðinn hefur verið
notaður af einstaka þjóðum en aldr-
ei af sveitarfélagi af okkar stærð og
er því um frumkvöðlastarf að ræða,“
segir Ármann og bætir við að Kópa-
vogsbær hafi í júní fengið viður-
kenningu fyrir nýsköpun.
„Notkun vísitölunnar á að skila
sér í að þjónustan við íbúana verði
betri, verkefnin markvissari og þar
með fjárhagsáætlanagerðin. Vísital-
an er nýleg aðferð til þess að mæla
styrkleika samfélagslegra innviða
Kópavogs,“ segir Ármann sem er
sáttur við þá þverpólitísku sátt sem
ríkt hefur í bæjarstjórn Kópavogs í
kringum verkefnið.
Auk fyrirlesturs Ármanns á sam-
ráðsfundi HLPF, sem fram fer síð-
degis í dag, verða þar m.a. fyrir-
lestrar efnahags- og samfélags-
málaráðherra Paragvæ, fastafull-
trúa Kosta Ríka hjá Sameinuðu
þjóðunum og framkvæmdastjóra
Social Progress Imperative-stofn-
unarinnar.
Ármann segir að Kópavogsbær
hafi látið smíða sérstakan hugbúnað
Kópavogur með kynningu í New York
Kópavogur frumkvöðull í notkun vísitölu félagslegra framfara Ný nálgun mælinga byggð á félagsleg-
um þáttum Fyrirlestur Ármanns Kr. Ólafssonar á ráðstefnu HLPF Kópavogur frumkvöðull
Bæjarstjóri Ármann Kr. Ólafsson
heldur fyrirlestur í New York í dag.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
sem byggi á þáttum vísitölunnar og
miklu magni af gögnum um fjöl-
breyttan rekstur bæjarins. Nálgun
bæjarins hafi vakið athygli Social
Progress Imperative-stofnunarinn-
ar sem tekur saman mælikvarðann
sem notaður er í VFF.
„Vinnan við undirbúning notkun-
ar á vísitölunni hófst 2017 og fyrsta
skorkortið var birt í vor. Niðurstöð-
ur mælinganna notum við í frammi-
stöðumati á framkvæmdir og til að
styrkja stýringu og skilvirkni op-
inberrar fjárfestingar,“ segir Ár-
mann og bætir við að afraksturinn
skili sér í aukinni velferð íbúa og
betri nýtingu á skattfé íbúanna.
Kópavogsbær frumsýnir í dag
myndband á fésbókarsíðu sinni um
nálgun Kópavogsbæjar á notkun
vísitölu félagslegra framfara.
„Viðmið okkar um væntanlegan
fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar
Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður
á Þingvöllum. Alþingismenn koma
saman til fundar á Lögbergi nú á
miðvikudaginn og er það í tilefni af
fullveldisafmælinu. Þar verður borin
upp til samþykkt-
ar þingsályktun-
artillaga um tvö
verkefni, það er
stofnun Barna-
menningarsjóðs
Íslands og að
smíða skuli nýtt
hafrannsóknar-
skip. Sjónvarpað
verður frá þing-
fundinum en bú-
ist er við að 3.000-
5.000 manns mæti á staðinn af þessu
tilefni. Er það ámóta fjöldi og heim-
sækir Þingvelli á venjulegum sum-
ardegi.
Einföld dagskrá
„Við höfum aldrei verið með inni í
myndinni að hingað komi tugir þús-
unda gesta eins og var á fyrri hátíð-
um hér. Dagskráin núna verður
raunar mjög einföld, það er fundur
Alþingis sem tekur ekki langan tíma
og engin viðbótardagskrá eins og var
til dæmis á Lýðveldisafmælinu árið
1994 og Kristnihátíðinni 2000. Þá er
hátíðin nú í miðri viku um hásumar
og margir annaðhvort í fríi eða þá við
vinnu og eiga ekki heimangengt. Um
5.000 manns er viðmiðunartala hjá
okkur í öllum undirbúningi en við
ráðum alveg við að taka á móti fleiri.
Annars er aldrei hægt að segja fyrir
fram hve margir mæta, við bara
sjáum hvað verður á miðvikudaginn.
Veðurspáin er að minnsta kosti ljóm-
andi góð,“ segir Einar Á. E. Sæ-
mundssen. sbs@mbl.is
Búist er við allt
að 5.000 gestum
Alþingi á Þingvöllum á miðvikudag
Framkvæmdir Pallar reistir í þing-
helginni fyrir fundinn í vikunni.
Einar Á. E.
Sæmundssen
Morgunblaðið/Arnþór
1. Engin fátækt. 2. Ekkert hung-
ur. 3. Heilsa og vellíðan. 4.
Menntun fyrir alla. 5. Jafnrétti
kynjanna. 6. Hreint vatn og
hreinlætisaðstaða. 7. Sjálfbær
orka. 8. Góð atvinna og hag-
vöxtur. 9. Nýsköpun og upp-
bygging. 10. Aukinn jöfnuður. 11.
Sjálfbærar borgir og samfélög.
12. Ábyrg neysla. 13. Verndun
jarðarinnar. 14. Líf í vatni. 15. Líf
á landi. 16. Friður og réttlæti. 17.
Samvinna um markmiðin.
Heimsmark-
miðin 17
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR